Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 101. tbl. 81. árg. FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1998 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkj astj órn og hvalveiðar Engar hótanir við Norðmenn Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunhlaðsins. BANDARÍSK stjóravöld hafa ekki hótað að beita Norðmenn refsiað- gerðum þótt þeir hafi byrjað hvalveiðar á ný. Kom þetta fram hjá talsmanni norska utanríkisráðuneytisins I gær en þá var einnig skýrt frá því, að norskir hvalveiðimenn hefðu skotið fyrstu hrefnuna. „Okkur hafa ekki borist ámóta hótanir og ekki skilist á Bandaríkja- mönnum, að von sé á þeim,“ sagði Ingvard Havnen, talsmaður utan- ríkisráðuneytisins í Osló, um orð- sendinguna, sem bandaríska sendi- ráðið í Reykjavík hefur komið á framfæri við islensk stjórnvöld. Vaxandi mótmæli Norskir hvalveiðimenn skutu fyrstu hrefnuna í gær en áætlað er að veiða 136 í sumar. Mótmæli gegn þeim eru hins vegar að auk- ast, til dæmis með tugþúsundum póstkorta, sem borist hafa norskum sendiráðum, og búist er við mikilli hrinu í kjölfar auglýsingaherferðar bandarískra umhverfissamtaka í blöðum og tímaritum vestra. I einni auglýsingu er mynd af blæðandi hval og blóðið látið mynda ólympíu- hringana fimm. Þar er hótað að- gerðum varðandi vetrarólympíu- leikana í Lillehammer á næsta ári. Brundtland úthúðað í öðrum auglýsingum er Norð- mönnum og Japönum lýst sem sjó- ræningjum og farið er ófögrum orð- um um Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra og umhverfis- vemdaráhuga hennar. Sjá umfjöllun á bls. 16 og 17. Vígreifir Serbar HERMENN í serbneska hernum í Bosníu kyssa hér þjóðfána sinn áður en þingið hóf að ræða áætlun- ina um frið í landinu. Hún var felld með 51 atkvæði gegn tveimur. Yfirmaður serbneska hersins, Ratko Mladic, fagnaði úrslitunum innilega og dró jafnframt dár að Vesturlöndum. Reuter Ráðherra segirafsér GUNTHER Krause, sam- gönguráðherra Þýskalands, sagði af sér embætti í gær vegna ásakana um, að hann hefði misnotað opinbert fé. Kvaðst hann hafa tekið þessa ákvörðun til að firra ríkisstjóm- ina og Kristilega demókrata- flokkinn vandræðum og hefði Helmut Kohl kanslari fallist á afsögnina. Matthias Wissmann rannsókna- og tæknimálaráð- herra tekur við samgönguráðu- neytinu en Paul Krager, þing- maður frá Austur-Þýskalandi, við af Wissmann. Ásakanimar á hendur Krause era þær, að hann hafi látið ríkið greiða kostnaðinn við flutning heimilis síns frá Berlín til Börgerende við Eystrasaltið. Þessi mynd af Krause var tekin fyrir skömmu en hann er frá Austur- Þýskalandi. Þing Bosníu-Serba hafnaði með miklum meirihluta friðaráætlun SÞ Clinton vill tafarlausar og ákveðnar aðgerðir Ljóst að Evrópuríkin eru samt ekki tilbúin til að beita hervaldi Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær, að sú ákvörðun þings Bosníu-Serba að hafna friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna væri alvarleg tíðindi og ógnun við stöðug- leika í Evrópu. Hvatti hann til sameigin- legra aðgerða Bandaríkjanna og Evrópu- ríkjanna til að koma í veg fyrir „grimmileg- ar kynþáttahreinsanir, sem eru móðgun við samvisku heimsins“. Clinton nefndi þó ekki til hvaða ráða ætti að grípa og ljóst er af viðbrögðum annarra þjóðarleiðtoga og frammámanna, að engin samstaða er um beitingu hervalds til að stöðva hörmungarn- ar i Bosníu. Undir dögun í gær felldi þing Bosníu-Serba með miklum muri friðaráætlunina, sem leiðtogi þeirra, Radovan Karadzic, hafði undirritað og sinnti hvorki áskorunum hans né Slobodans Milosevics, forseta Serbíu. Það samþykkti hins vegar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Bosníu-Serba um friðaráætlunina um miðjan mánuðinn. Á Vesturlöndum er þeirri ákvörðun vísað á bug sem bragði til að vinna tíma en Borís Jeltsín, forseti Rússlands, kvaðst vona, að serbneskir borgarar hefðu vit fyrir þingmönnum sínum. Skoraði á Evrópuríkin „Afstaða Bandaríkjanna er ljós. Við erum til- búnir til að leggja okkar af mörkum en Evrópu- ríkin verða að gera það einnig. Við verðum að standa sarnan," sagði Clinton og bætti við, að Warren Christopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem nú er í Evrópu, myndi leggja á það áherslu í viðræðum sínum við ráðamenn þar, að tími væri kominn til að bregðast skjótt við. John Major, forsætisráðherra Bretlands, skor- aði í gær á Milosevic, forseta Serbíu, að loka landamærunum við Bosníu og í tilkynningu frá Serbíustjórn í gærkvöld sagði, að hætt yrði flutn- ingum á olíu- og hráefnum og fjárhagslegri aðstoð við Bosníu-Serba en haldið áfram flutn- ingum með hjálpargögn. Talsmenn frönsku stjórnarinnar fordæmdu afstöðu Bosníu-Serba í gær en ljóst er, að hún er ekki tilbúin til að taka þátt í lofthernaði gegn Bosníu-Serbum. Það sama mátti ráða af viðbrögðum Spánarstjórnar. Sjá „Bosníu-Serbar snupra...“ á bls. 23. Dwight D. Eisenhower á fundi í þjóðaröryggisráðinu árið 1954 Vildi kaupa ársafla íslendinga Boston. Frá Karli Blöndnl, frcttaritara Morgunblaðsins. DWIGHT D. Eisenhower, fyrrum Banda- ríkjaforseti, lagði árið 1954 til að Banda- ríkjamenn keyptu ársafla Islendinga, til að koma í veg fyrir að íslenskur fiskur yrði seldur til Sovétríkjanna. Að því er fram kemur í leyndarskjali, sem geymt er í forsetabókasafni Eisenhowers í Kans- as og finna má nýlega afhjúpuð handrit af í ríkisskjalasöfnum víða um Bandaríkin, spurði forsetinn á fundi, sem þjóðaröryggisráðið hélt 22. júní það ár, hvort ekki mætti komast að því „hve mikið Sovétmenn greiða fyrir allan aflann og gefa hann einhveiju ríki sem hluta af aðstoð okkar". Nefndi hann ísrael og Spán og bætti við að þar þjáðist fólk af próteinskorti. Tillögu Eisenhowers virðist, samkvæmt skjöl- unum, hafa verið hafnað á þeirri forsendu að ef þessi aðferð yrði notuð gagnvart íslendingum myndi fjöldi annarra ríkja einnig vilja „vera með“ og hóta að selja Sovétmönnum fram- leiðslu sína að öðrum kosti. Hins vegar var ákveðið að hugmyndinni yrði komið á framfæri í skýrslu þeirri um Island, sem var til umræðu á fundinum og var tilefni þessara vangaveltna. Síðar kemur ef til vill í ljós hvar þessi hugmynd dagaði uppi í banda- ríska stjórnkerfinu. Helstu valdamenn Bandaríkjastjórnar voru á fundinum, allt frá John Foster Dulles utanríkis- ráðherra til Richards Nixons varaforseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.