Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. MAI 1993 ------------------- Björn Bjarnason formaður utanríkismálanefndar Alþingis um áformaðan niðurskurð í Keflavíkurstöðinni Hljótum að taka mið af aðstæðum BJÖRN Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að íslendingar hljóti að bregðast við breyttum aðstæðum og viðurkenna þá staðreynd að ekki þurfi sama tækjabúnað á Keflavíkurflugvelli og verið hefur. Hann leggur hins vegar áherzlu á að ákvarðanir um breyt- ingar í varnarstöðinni verði teknar í samráði Bandaríkjamanna og íslendinga. „Það hefur verið alveg host um nokkurt skeið að við kynnum að standa frammi fyrir því að ákvarðan- ir Bandaríkjamanna vegna fjárlaga- halla þeirra hefðu áhrif á starfsemina á Keflavíkurflugvelli," sagði Björn í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að í viðræðum nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar, sem hann átti sæti í, við stjórnvöld í Washington í september síðastliðnum, hefði komið fram að þessi staða kynni að koma upp, og nefhdin hefði vakið athygli á því í skýrslu sinni. Björn sagði að undanfarið hefði flugvélum varnarliðsins verið fækk- að. „Sem betur fer hafa verið minni verkefni fyrir þessi tæki hér á landi og þá hafa þau verið dregin til baka. Það er eðlilegt, til dæmis með hlið- sjón af því hvernig þau komu. Við samþykktum að taka við fleiri flug- vélum vegna þess að menn mátu öryggishagsmunina með þeim hætti að það væri nauðsynlegt. Nú hljótum við einnig að véra tilbúnir að taka mið af breyttum aðstæðum og þeirri staðreynd að ekki þurfi öll þessi tæki til að lialda hér uppi vörnum." Óryggishagsmunir til grundvallar Hann sagðist ekki telja óhjá- kvæmilega niðurstöðu að allur flug- flotinn yrði færður frá Keflavíkur- stöðinni. „Þetta mál er til skoðunar. Það er lagt að flughernum og öðrum stofnunum Bandaríkjahers að spara og þá er eðlilegt að hverjum steini sé velt. Það er hins vegar alveg skýrt, eftir að við fórum til Bandaríkjanna, að það verður haft samráð við ís- lenzk stjórnvöld á grundvelli varnar- samningsins. Hitt skulum við hafa í huga að þegar ríki eru að taka ákvarðanir um fjárlög sín, fara menn fram með ákveðinni leynd, í Banda- ríkjunum eins og annars staðar. Það er nauðsynlegt við slíkar ákvarðanir að um þær ríki trúnaður og ákveðin leynd hvíli yfir gerð fjárlaga. Þess vegna kann þetta mál að vera við- kvæmara í samskiptum ríkjanna en ella. Meginsjónarmið mitt _er að leggja verði öryggishagsmuni íslend- inga til grundvallar í samskiptum okkar við Bandaríkin um varnar- samninginn en við hljótum, eins og allir, að taka mið af þeim fjármunum sem til eru og nauðsyn þess að halda útij>essum dýru tækjum hér á landi." í skýrslu nefndarinnar um örygg- is- og varnarmál segir m.a.: „Skýrt . hefur komið fram hjá bandarískum stjórnvöldum að breyttar aðstæður dragi ekki úr þeirri skuldbindingu Bandaríkjanna í varnarsamningnum að tryggja varnir lands og þjóðar. „Jafnframt veldur niðurskurður á fjárveitingum til landvarna því að ekki er unnt að útiloka frekari sam- drátt en þegar hefur orðið í Keflavík- urstððinni. Málefni hennar mega ekki ráðast af einhliða ákvörðunum Bandaríkjamanna vegna þrýstings í ríkisfjármálum, heldur verða ákvarð- anir að byggjast á sameiginlegu mati bandarískra og íslenzkra stjórn- valda á breyttum aðstæðum í örygg- ismálum. I viðræðum nefndarinnar við bandarísk stjórnvöld varð fullt samkomulag um þetta atriði." Ekki dregið úr mikilvægi Björn var spurður hvort hugmynd- ir um að fækka verulega í flugsveit- um á Keflavíkurflugvelli sýndu ekki að tal bandarískra stjórnvalda um aukið mikilvægi stöðvarinnar kæmi ekki fram í verki, og að mat ís- lenzkra og bandarískra stjórnvalda á henni væri ólíkt. „Menn geta talið stað mjög mikilvægan án þess að vera þar með tækjabúnað sem. þeir telja óþarfan. Menn verða að vera tilbúnir að greina á milli tækjabúnað- ar og mikilvægis þess að hafa að- stöðu," svaraði Björn. Hann sagði að aðstæður hefðu breytzt áður. Hermenn hefðu verið við ratsjár- stöðvar NATO á öllum landshornum og verið kallaðir til baka þegar ekki var lengur þörf á þeim á sjöunda áratugnum. Þessum ratsjárstöðvum hefði verið fækkað um tvær, en nú væru þær að nýju orðnar fjórar í landinu. „Það er enginn fastur punkt- ur í þessu. Menn hljóta að nota þau tæki, sem þeir þurfa hverju sinni." Aðspurður hvort íslenzk stjórnvöld hefðu sinnt þvi nægilega vel að búa svo um hnútana að fækkun í liði Bandaríkjamanna kæmi ekki sem reiðarslag yfír atvinnulíf á Suður- nesjum, sagðist Björn alltaf hafa talið að meta ætti veru varnarliðsins fyrst og fremst út frá öryggishags- munum. „Við höfum margir varað við því að íslendingar yrðu ekki of háðir varnarliðinu efnahagslega, því að til þess kynni að koma að umsvif þess drægjust saman og þá lentum við í gífurlegum vandræðum ef við værum of háðir því fjárhagslega. Ég hef verið í þeim hópi, sem hefur bent á þetta og sagt að ekki væri sjálfgef- ið til eilífðarnóns að hér yrði fjöldi bandarískra hermanna. Ég get hins vegar skilið að ótta setji að mörgum, sem eiga afkomu sína undir dvöl varnarliðsins, þegar þeir lesa flenni- fréttir á borð við þá, sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í gær." s> óskaI/Alífeyrir V að þínu valil wtsQk miFÐU LIFINU I. ^LLTLÍFIÐ! Leggðu grunn aö litríku ævikvöldi! Hefuröu leitt hugann að lífeyrisréttindum þínum á efri árum? Hjá mörgum stefnir í mikla tekjulækkun á þeim árum sem svigrúmib getur verib hvab mest til að njóta lífsins! Sameinaba líftryggingarfélagib hf. býbur nýjan valkost í lífeyrismálum; Óskalífeyri. Óskalífeyrir er sveigjanleg trygging sem býbur upp á séreignar- og sameignar- fyrirkomulag iífeyris ásamt naubsynlegum persónutryggingum. Mikilvægt er ab fara snemma ab huga ab þessum málum og leggja þannig grunn ab litríkum dögum eftir ab starfsævi lýkur. Hugleiddu eftirfarandi spurningar varbandi lífeyrissparnab þinn: Viltu tryggja þér örugga afkomu til æviloka, safna í eigin sjób eba sameina kosti séreignar- og sameignarlífeyris? Þarftu hærri lífeyrisgreibslur í ákvebinn tíma, hluta sjóbsins eba hann allan út- borgaban í einu lagi t.d. vegna ferbalaga eba annarra spennandi vibfangsefna? Hefur þú áhrif á lífeyrisréttindi þín eba ákveba abrir hvernig fjárhagur þinn verbur á efri árum? Hvenær viltu hefja töku á lífeyri þínum, um sextugt eba síbar? Viltu tryggja þig gegn áföllum á spamabartímanum t.d. meb afkomu- eba líftryggingu? ÓSKALÍFEYRIR - NÝJUNG í LÍFEYRISMÁLUM! Þú færb nánari upplýsingar hjá tryggingarrá&gjöfum Sameinaöa líftryggingarfélagsins hf. Hafðu samband! Sameinaða líftryggingarfélagib hf. Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 91- 692500 I eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingami&stöðvarinnar hf. JM^ÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.