Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7, MAÍ 1993
_______________H
Laugavegssamtökin
Stóðhesturinn Orri aðalnúmerið á Hestadögum í Reiðhöllinni
„Reynum að þókn-
ast kröfuhörðum
sýningarge stum ‘ ‘
EFTIR tæplega tveggja ára fjarveru frá sýningarbrautunum
kemur glæsihesturinn Orri frá Þúfu loks fram í Reiðhöllinni
um helgina þegar sunnlenskir hestamenn í samvinnu við
Fáksmenn bjóða upp á Hestadaga um helgina. Fyrsta sýning-
in verður í kvöld og síðan annað kvöld og sú þriðja á sunnu-
dag.
Gunnar Arnarsson sýningar-
stjóri sagði að óhætt væri að
kaila þetta stórsýningu því
óvenju vel væri til vandað bæði
hvað varðar val á hrossum sem
fram kæmu og eins uppsetningu
atriðanna sem boðið verður upp
á. Sagði hann að enginn ung-
mennafélagsandi hafi svifið yfir
vötnum þegar hross voru valin á
sýninguna og mörgum góðum
hrossum hafnað.„Það verður
reynt að þóknast kröfuhörðum
sýningargestum til hins ýtrasta,“
sagði Gunnar. Af sýningaratrið-
um nefndi hann fyrst til sögunn-
ar mikinn fjölda stóðhesta sem
allt í allt væru í kringum þijátíu.
Þar af væru hátt í 25 þeirra með
fyrstu verðlaun og af þeim yrðu
sjö sýndir með afkvæmum. Eru
það Ofeigur frá Flugumýri, Gáski
frá Hofsstöðum, Feykir frá Haf-
steinsstöðum, Máni frá Ketilstöð-
um og Viðar frá Viðvík auk þess
sem ung afkvæmi þeirra Kveiks
frá Miðsitju og Sörla frá Búlandi
yrðu sýnd flest hver í taumi. Þá
koma 2 eða 3 hestar af Stóð-
hestastöðinni.
Áhættuatriði
Af öðrum atriðum mætti nefna
spennandi áhættuatriði þar sem
Sigurður V. Matthíasson sýnir
hversu hugaður og taugasterkur
íslenski hesturinn er. Fáksmenn
og sunnlendingar heyja gæðinga-
einvígi þar sem landskunnir gæð-
ingadómarar munu dæma en
heildarupphæð verðlauna er 150
þúsund krónur. Þá mun sá kunni
hestamaður Sigurður Sæmunds-
son koma með rollurnar sínar og
fjárhunda sem hann hefur verið
að dunda sér við að temja og
sýna þéttbýlisbúum hversu gagn-
legir góðir fjárhundar geta verið.
Kynbótahryssur verða einnig
sýndar og sagði Gunnar það vera
ungar glæsihryssur, bæði dæmd-
ar og ódæmdar.
Töltsýning Fákskvenna
Fákskonur mæta uppábúnar i
sérstakri töltsýningu, boðið upp
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Orri frá Þúfu
HÁPUNKTUR Hestadaga verður sýning Orra frá Þúfu og Gunn-
ars Arnarssonar sem hér fara mikinn á æfingu.
á skeiðsýningu að venju og mæt-
ir þar til leiks konungur skeið-
hestanna í röðum stóðhesta Nátt-
fari frá Ytra Dalsgerði sem nú
er 23 vetra gamall og engan bilb-
ug á honum að finna. Verður
Náttfari þar með afkvæmum sín-
um í skeiðsýningunni. Fjögur
ræktunarbú verða með sýningu
en hápunkturinn er sýning Orra
frá Þúfu sem Gunnar sýningar-
stjóri hefur verið með i þjálfun í
tvo mánuði sérstaklega fyrir
þessa sýningu. Segja árrisulir
menn í Víðidalnum að hann sé
stórglæsilegur um þessar mundir
en Gunnar hefur farið mjög leynt
með þjálfun hans þennan tíma
og aðeins riðið honum eld-
snemma á morgnanna. Einhveiju
sinni mun Gunnar þó hafa farið
á bak honum á miðjum degi og
segja sjónarvottar að umferða-
röngþveiti hafi orðið í Víðidaln-
um. En eitt er víst, það munu
margir bíða spenntir eftir að fá
sjá gæðinginn Orra frá Þúfu á
nýjan leik.
Úrskurður ríkislögmanns vegna ágreinings um Elliðaárbrú
Ekki skylt að sækja um bygg-
ingarleyfi fyrir brúarsmíðina
RÍKISLÖGMAÐUR álítur að Vegagerð ríkisins
sé ekki skylt að sækja um byggingarleyfi fyr-
ir Elliðaárbrú á þeirri forsendu að fram-
kvæmdir sem varða samgöngukerfið falli und-
ir undanþáguákvæði í byggpngarlögum. Um-
hverfisráðuneytið telur rétt að fallast á þá
niðurstöðu, að því er fram kemur í bréfi frá
ráðuneytinu til byggingarnefndar.
Samgöngu- og umhverfísráðuneytin gerðu með
sér samkomulag þess efnis að óska eftir álitsgerð
ríkislögmanns vegna deilunnar um brúarsmíðina
því áður hefur komið upp ágreiningur í hliðstæðum
málum milli félagsmálaráðuneytisins og sam-
gönguráðuneytisins. í álitsgerð ríkislögmanns seg-
ir: „Brú er hluti vegar. Þegar brúarsmí.ði er liður
í vegagerð er ekki skylt að sækja um byggingar-
leyfí til byggingamefndar viðkomandi sveitarfé-
lags vegna brúarinnar sérstaklega."
Málið ekki fyrir dómstóla
Gunnar Sigurðsson fulltrúi í byggingamefnd
Reykjavíkurborgar sagði í samtali við Morgunblað-
ið að nefndin kæmi ekki saman fyrr en næsta
fimmtudag, því lægi ákvörðun í þessu máli ekki
fyrir. Hann taldi hinsvegar að fyrst umhverfísráðu-
neytið hefði fallist á álitsgerð ríkislögmanns bæri
byggingarnefnd að hlíta þeirri niðurstöðu. Bygg-
ingarnefnd hefði rekið mál sitt samkvæmt úr-
skurðum félagsmálaráðuneytisins, sem áður fór
með stjóm byggingarmála, vegna byggingar
Höfðabakkabrúar 1980 og brúar yfir Straumfjarð-
ará í Miklaholtshreppi 1988. Byggingarmál heyra
nú undir umhverfisráðuneytið og því bæri nefnd-
inni að fara eftir úrskurði þess. Gunnar taldi því
ólíklegt að byggingarnefnd teldi ástæðu til að láta
reyna á álitsgerð rikislögmanns fýrir dómstólum.
Langur
laugar-
áagurá
morgnn
LANGUR laugardagur verður
nú 8. maí. Kaupmenn við Lauga-
veg og Bankastræti standa fyrir
löngum laugardegi fyrsta virka
laugardag hvers mánaðar. Á
löngum laugardegi eru verslanir
opnar frá kl. 10-17.
Þennan langa laugardag er fyrir-
hugað að vera með uppákomur.
Byijað verður á Mackintosh-kynn-
ingu um hádegi hjá Nóatúni,
Laugavegi 116, og um éittleytið fer
hestvagn með Mackintosh-parið
ásamt Lúðrasveit Reykjavíkur niður
Laugaveg og Bankastræti og hefst
kynning í Hagkaup um kl. 14. Og
um þrjúleytið fer hestvagninn
ásamt Lúðrasveit Reykjavíkur aðra
ferð niður Laugaveg og Banka-
stræti og um kl. 16 hefst kynning
í versluninni Vínberinu.
Auk þess verður Skífan ásamt
Hljómbæ með karaoke fyrir gang-
andi vegfarendur á Laugavegi 26.
KFUK og KFUM verða með kynn-
ingu á sumarbúðum fyrir börn.
Farið verður í bangsaleikinn og felst
hann í því að fínna bangsa sem
settur er í verslunarglugga við
Laugaveg og Bankastræti og verða
stóri og litli bangsi á Laugaveginum
að leita að bangsanum. I verðlaun
verða fímm dósir af Mackintosh-
konfekti.
í tilefni af langa laugardeginum
bjóða margar verslanir fyrstu við-
skiptavinum sínum Mackintosh. Að
auki bjóða verslanir og veitinga-
staðir upp á afslátt eða sértilboð í
tilefni dagsins. Laugavegssamtökin
hvetja alla til að koma í stærstu
verslunarmiðstöð landsins nk. laug-
ardag og njóta dagsins.
(Fréttatilkynning)
■.. ♦ ♦ 4-
Vitni óskast
LÖGREGLAN í Reykjavík óskar
eftir að hafa tal af vitnum, sem
sáu árekstur í Norðurfelli á
sunnudag, 2. maí.
Áreksturinn varð um kl. 13, milli
strætisvagns og fólksbíls. Þeir sem
gætu gefíð upplýsingar um málið
eru beðnir um að hafa samband við
slysarannsóknadeild lögreglunnar.
Jón Norðmann
Pálsson látinn
LATINN er í Reykjavík Jon
Norðmann Pálsson flugvirki,
fyrrúm deildarstjóri og yfir-
skoðunarmaður Flugleiða.
Jón var 70 ára gamall en hann
var fæddur 13. febrúar 1923,
sonur hjónana Páls Isólfsson-
ar organleikara og Kristínar
Norðmann.
Jón hóf störf hjá Flugfélagi ís-
lands í maí 1943 og starfaði í 47
ár hjá því félagi og Flugleiðum
er það var stofnað. Arið 1949 var
sett á laggirnar skoðunardeild á
félaginu og var Jón forstöðumaður
þeirrar deildar í 31 ár þar til hann
lét af störfum 1990.
Jón var fyrsti formaður Flug-
virkjafélags íslands, átti sæti í
Rannsóknarnefnd flugslysa og var
ritari hjá Flugmálafélagi íslands í
nokkur ár.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er
Jón Norðmann Pálsson.
Jóhanna Ólafsdóttir. Jón lætur
eftir sig þijú börn.
Opel Corsa vsk. - bíll
Er þrælsterkur, spameytinn og lipur sendibíll.
Tilvalinn í atvinnureksturinn
Verð kr 696.OOO.- árg. 1992
Verð kr. 559.000.- án vsk.
BÍLHEiMAR
Höfóabakka 9, sími 634000 og 634050