Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FOSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLEIKIR Valur setur met þegar íslendingar leika þrjá landsleiki við Englendinga VALUR Ingimundarson körfu- knattleiksmaður úr Njarðvík slær landsleikjamet Torfa Magnússonar landsliðsþjálf- ara um helgina þegar íslend- ingar mæta Englendingum þrí- vegis í körfuknattleik. Valur hefur leikið 130 leiki en Torfi 131 og metiðfellurþvívæntan- lega í Digranesi á morgun. Landsleikirnir verða sex á næstu dögum, fyrst þrír við Englend- inga og síðan jafn margir við Eist- lendinga. Fyrsti leikurinn er í Njarð- vík í kvöld og síðan verður leikið á morgun kl. 14 i Digranesi og á sunnudagskvöldið á Akranesi. Leik- irnir við Eistlendinga verða í Kefla- vík á þriðjudaginn, Sauðárkróki á miðvikudaginn og í Reykjavík á fimmtudaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu síðar í þessum mánuði, en Englend- ingar og Eistlendingar eru að und- irbúa sig fyrir milliriðla þar sem fæst úr því skorið hvaða þjóðir hreppa fjögur laus sæti í úrslita- keppni Evrópukeppninnar. Torfi Magnússon hefur valið 14 leikmenn í þessa leiki og því munu tveir hvíla í hverjum leik. Þrír nýlið- ar eru í hópnum, Brynjar Harðarson, Val, Pétur Ingvarsson, Haukum og Kristinn Friðriksson úr ÍBK. Þá mun Herbert Arnarson leika fyrstu lands- leiki hér heima en hann hefur verið við nám í Bandaríkjunum undanfarin ár. Aðrir leikmenn eru Jón Kr. Gísla- son, ÍBK, Albert Óskarsson, ÍBK, Guðjón Skúlaspn, ÍBK, Guðmundur Bragason, UMFG, Nökkvi Már Jóns- son, ÍBK, Magnús Matthíasson, Val, Teitur Örlygsson, UMFN, Jón Arnar Ingvarsson, Haukum, Valur Ingi- mundarson, UMFN og Henning SUMARAÆTLUN HERJÓLFS 1993 Gildir frá 6. maí- 6. sept. ALLA DAGA VIKUNNAR: Frá Vestmannaeyjum........................kl. 08.15 Frá Þorlákshöfn.................................kl. 12.00 AUKAFERÐIR FÖSTUD. OG SUNNUD. Frá Vestmannaeyjum........................kl. 15.30 Frá Þorlákshöfn.................................kl. 19.00 AUK ÞESS Á FIMMTUD. í JÚNÍ OG JÚLÍ: Frá Vestmannaeyjum........................kl. 15.30 Frá Þorlákshöfn.................................kl. 19.00 Ferðir skipsins falla niður 30. maí og 6. júní 1993 og þá getur áætlunin breyst 30/7-3/8 v/þjóðhátíðar. Ferðir frá Umferðarmiðstöðinni (BSÍ) kl. 10.45 og 17.30 í tengslum við brottför Herjólfs frá Þorlákshöfn. Vinsamlega leitið frekari upplýsinga: í Vestmannaeyjum: S. 98-12800 - Fax 98-12991. í Þorlákshöfn: S. 98-33915. í Reykjavík: S. 91-22300. <H4 HERJÓLFUR h.f. ? Vestmannaeyjum -Herjólfur brúar bilið- Henningsson, UMFS. Torfi segir liðið sterkt þó svo ekki sé alltaf hægt að fá alla þá menn sem vilji stæði til. „Það voru nokkrir sem gáfu ekki kost á sér vegna vinnu og annarra þátta," sagði Torfí og nefndi í því sambandi Guðna Guðna- son og Friðrik Ragnarsson úr KR, Kristinn Einarsson og Bárð Eyþórs- son úr Snæfelli, Pál Kolbeinsson frá Tindastóli og Birgi Mikaelsson hjá Skallagrími. „Pétur Guðmundsson treysti sér "ekki til að vera með því hann hefur ekkert leikið síðustu mánuðina og við munum sakna hans því það mun-, ar svo miklu að hafa hávaxna leik- menn. Liðið okkar er lágvaxið og fremur reynslulítið. Byrjunarliðið frá því í vor er þó allt með en varamenn- irnir eru yngri og óreyndari en þá. Ég tel okkur samt vera með gott lið og þetta verður góður undirbúning- ur," sagði Torfí. ÍR dagurinn Á morgun laujjardag verður uppskeruhátíð yngri flokka IR í handknattleik (Austur- bergi og hefst hún kl. 14. Um kvöldið verð- ur síðan árshátíð handknattleiksdeildar í Sigtúni 3 og hefst borðhald kl. 20. Miða- verð er kr. 1.500 en eftir kl. 23 verður húsið opnað velunnurum félagsins sem eru hvattir til að mæta. Valur Ingimundarson setur landsleikjamet á morgun. Boston úr leik Kevin McHale leggur skóna á hilluna Frá Gunnari STORVELDIÐ Boston Celtics verður að sætta sig við að fylgj- ast með úrslitakeppninni í NBA-deildinni úr fjarlægð eftir að liðið tapaði fyrir Charlotte Hornets 104:103 ífyrrinótt. Eftir leikinn tilkynnti Kevin McHale, bakvörður, að hann væri hættur. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma, sem Boston er slegið út í fyrstu umferð. Á hinn bóginn er Charlotte, sem er fimm ára gamalt Valgeirssyni félag, í fyrsta sinn í i Bandaríkjunum úrslitakeppni og getur þakkað mið- herjanum og nýliðanum Allonso Morning sigurinn. Strákurinn skor- aði, þegar 0,4 sek. voru til leiks- loka. Reyndar sýndi sjónvarpsupp- taka að síðasta skot Boston var ólöglega varið af spjaldinu, en dóm- ararnir sáu það ekki og því fór sem fór. Charlotte var með 18 stiga for- ystu eftir þriðja leikhluta, en Boston lék mjög vel í fjórða leikhluta og komst yfir, 103:102, þegar 30 sek- úndur voru til leiksloka. Morning KORFUBOLTA- NÁMSKEIÐ verða haldin í Valsheimilinu dagana 10. -15. maí. Aðalleiðbeinandi: FRANC BOOKER Skráning fer fram f Valsheimilinu og f síma 12187 föstudagfrá kl. 13-18 laugardag fré kl. 9-16 Gjald fyrir námskeiö er kr. 2.500.- Aldurshópar: |. "80 "81 "82 II. "83 "84 "85 Körfuknattleiksdeild Vals var stigahæstur heimamanna með 33 stig, en McHale var með 19 stig í síðasta leik sínum með Boston eftir 13 ár í eldlínunni. „Ég ætlaði að hætta í fyrra en strákarnir mín- ir báðu mig um að halda áfram eitt tímabil í viðbót," sagði bakvörð- urinn, sem er 35 ára og hefur þrisv- ar orðið meistari með Celtics. „Ég hef verið slæmur í hnjánum í allan vetur og nú eru þau einfaldlega búin. Það er erfitt að sætta sig við þessi úrslit og staðreyndin er sú að ég hefði viljað leika enn einn leik heima í Boston Garden," bætti McHale við, en hann var sjö sinnum valinn í stjörnulið. San Antonio vann Portland 107:101 og leiðir 2-1. David Robin- son var með 26 stig fyrir heima- menn, en Drexler skoraði 19 fyrir Portland. Cleveland er 2-1 yfir gegn New Jersey eftir 93:84 útisigur, en stað- an hjá LA Clippers og Houston er jöfn, 2-2, eftir 93:90 sigur Clip- pers. Bakvörðurinn Mark Jackson gerði útum leikinn, skoraði úr þrem- ur af fjórum vítaskotum síðustu 30 sekúndurnar. JAPONSKBOGFIMI KNATTSPYRNA Clough vill ekki hætta Brian Clough, stjóri hjá Notting- ham Forest, ákvað í gær að hætta við að hætta hjá félaginu nema Chris Wootton yrði látinn hætta í stjórn, en nýlega voru hafð- ar eftir honum ýmsar ásakanir í garð Cloughs. „Annað hvort hættir hann eða ég held áfram. Ég á eitt ár eftir af samningi mínum og er tilbúinn að vera í fimm ár til viðbótar ef með þarf. Þetta er ekki hótun, þetta er loforð sem ég ætla að halda," sagði Clough. Ikvöld Körfuknattleikur Fyrsti landsleikurinn af þrem- ur við Englendinga verður í Njarðvík í kvöld og hefst kl. 20.30. Handknattleikur Þriðji leikur Selfyssinga og ÍR-inga um þriðja sætið í handknattleiknum og vænt- anlegt sæti í Evrópukeppninni verður á Selfossi í kvöld kl. 20. "L Tryggvi á japanska meistaramótið TRYGGVI Sigurðsson verður á meðal þátttakenda á japanska meistaramótinu í Kyudo, jap- anskri bogf imi, sem hef st í Kyoto íJapan ídag. Tryggvi hefur stundað Kyudo hátt á annan áratug og er 5. dan frá japanska bogfimisamband- inu, Z.N.K.R. Hann hefur áður keppt á mótum í Japan og sigraði m.a. í keppni erlendra þátttakenda á afmælismóti 2.N.K.R. 1990, en keppendur komu þá frá flestum Vestur-Evrópuþjóðum og Banda- ríkjunum. Japanska meistaramótið fer ár- lega fram í hinni fornu höfuðborg Japan og er eiginlegt heimsmeist- aramót í japanskri bogfimi. Kepp- endur koma víðs vegar að í Japan og erlendir þátttakendur frá og með 5. dan geta verið með. Fyrirkomu- lagið er þannig að skotið er á mark af 28 metra færi og sigrar sá kepp- andi, sem hittir flestum örvum í mark, en einnig er dæmt eftir stíl keppenda. Kyudo er fornfræg íþrótt í Jap- an, þar sem iðkendur á öllum aldri og af báðum kynjum skipta hundr- uðum þúsunda. Bogfimin skipar veglegan sess í hugum Japana og er talin endurspegla margt það göfugasta í menningararfleifð þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.