Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLABIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 Þrefaldur vinningur í Víkingalottóinu Fyrsti vinningur tæp- ast undir 65 milljónum TVÖFALDUR pottur í norræna Víkingalottóinu gekk ekki út sl. mið- vikudag. Framkvæmdastjóri íslenskrar getspár, Vilhjálmur Vilhjálms- son, getur þess til að heildarupphæð vinninga verði um 80 miUjónir og verði óskiptur fyrsti vinningur því varla undir 65 milljónum. Vilhjálmur sagði, í samtali við Morgunblaðið, að þeir hjá íslenskri getspá byggjust við því að hvert mannsbarn keypti sem svarar 3,8 talnaröðum fyrir næsta miðvikudag. Hingað til hefur hlutfallið verið u.þ.b. ein röð á íbúa. Síðastliðinn miðviku- dag hafði salan aukist í tæpar tvær raðir enda var um tvöfaldan pott að ræða. Dregið er næsta miðvikudag. Kynning á höfund- arrétti myndverka í undirbúningi MYNDHÖFUNDASJÓÐUR fslands, Myndstef, hyggur á næstunni á víðtæka kynningu á höfundarrétti myndverka, meðal annars með út- gáfu bæklings þar sem gerð verður grein fyrir höfundarréttinum og greiðslum fyrir notkun myndverka. Innan vébanda Myndstefs eru nú milli 700-800 myndhöfundar. Að sögn Knúts Bruun, sýórnarformanns Myndstefs, hefur verið gefin út gjaldskrá vegna ýmiss konar notkun- ar myndverka og sagði hann að þegar væri byrjað að fara eftir henni. Gjaldtaka fyrir notkun myndverka er að sögn Knúts Bruun algeng víð- ast hvar í heiminum og í Frakk- landi, Hollandi og Þýskalandi hefur þetta viðgengist mjög lengi. „Það eru um þrjú ár síðan svokall- að Myndstef var stofnað hér á landi og það má segja að þessi mál séu komin á mjög góðan skrið núna. Mikilvægar breytingar á höfundar- lögum gengu í gildi hér á landi í maí 1992 og þar með varð þessi myndlistarréttur í raun til. Á Norð- urlöndum er þetta síðan í svipuðum takti og hér á landi," sagði Knútur. Hann sagði að ef um hvers konar birtingu myndverka án heimildar væri að ræða þá væri gert ráð fyrir því samkvæmt gjaldskrá að viðkom- andi greiði eitt og hálft gjald, en í byrjun yrði þó farið að allri inn- heimtu með gát og liðlegheitum. „Það er auðvitað búið að nota myndverk hér á landi í heimildar- leysi í tugi ára og því erum við nú að breyta. Við erum í samningavið- ræðum við sjónvarpsstöðvarnar um þessi mál og erum að byrja viðræður við Félag íslenskra bókaútgefenda, en jafnframt höfum við kynnt þetta hjá söfnum. Þess má geta að við höfum tekið ákveðnar breytingar inn á okkur sem þessir aðilar hafa beðið okkur að gera og sem okkur hafa fundist skynsamlegar," sagði Knút- i ' - Morgunblaðið/Björn Sveinsson Hreindýr í heimsókn í Fellabæ ÁTTA hreindýr hafa að undanförnu verið í heim- sókn í Fellabæ á Héraði. Dýrin eru fremur ung og tiltölulega gæf. Þau virðast vel á sig komin og una hag sínum hið besta inn á milli húsa í Fellabæn- um og kroppa nýgræðinginn við ráðhúsið og ná- lægt iðnaðarhúsum á kvöldin og snemma morguns. Lánþegum lífeyrissjóðanna fjölgaði um 27% í fyrra Þriðjungs hækkun á útlánum LIFEYRISSJOÐIRNIR veittu nálega 27% fleiri lán til sjóðfélaga á árinu 1992 en árið á undan, samkvæmt könnun sem Samband al- mennra lífeyrissjóða hefur gert meðal lífeyrissjóða landsins. Heild- arfjárhæð veittra lána á síðasta ári hækkaði um 37,5% frá árinu á undan, að raungildi um 32,6% eða tæplega þriðjungshækkun. Að meðaltali voru lánin um 900 þúsund kr. og er það 4,4% raun- hækkun milli ára. Tæplega helm- ingur útlána til sjóðfélaga er frá tveimur stærstu lífeyrissjóðunum, það er Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins. Sextán lífeyrissjóðir veittu eng- in lán á síðasta ári. Skýrt er frá lánakönnuninni í SAL-fréttum, fréttabréfi Sambands almennra lífeyrissjóða. Þar kemur jafnframt fram að hlutfall lána til sjóðfélaga hefur undanfarin fimm ár verið á bilinu 11-14% af ráðstöf- unarfé sjóðanna og á síðasta ári var þetta hlutfall 14%. Á árinu 1984 lánuðu lífeyrissjóðirnir hins vegar um 62% af ráðstöfunarfé sínu beint til sjóðfélaga. Nokkrir notaðir bílar á ótrúlega góðu verði! TEGUND ÁRGERÐ STAÐGR. ÚTSÖLU VERÐ VERÐ MERCEDESBENZ190 '88 1.390.000 1.120.000 MMCCOLTGLXI '91 850.000 800.000 MMCPAJERO.STUTTUR '87 870.000 800.000 RENAULTCHAMADETXE '91 890.000 790.000 SAAB 9000 '88 950.000 790.000 VOLV0 244 '87 780.000 690.000 BMW316 '87 650.000 590.000 PEUGEOT205XR '91 620.000 570.000 FORDBRONCOII '84 6 50.000 550.000 PONTIAC6000LESTATION '85 590.000 490.000 VWGOLF.5D. '87 500.000 450.000 TEGUND ÁRGERÐ STAÐGR. ÚTSÖLU VERÐ VERÐ VWPOLO.VSK. '90 480.000 430.000 MMCGALANT '87 490.000 420.000 PEUGEOT309GLPROFIL '88 470.000 390.000 TOYOTACOROLLA '87 420.000 320.000 SUZUKISWIFTTVINCAM '87 390.000 320.000 MMCCOLTGL '85 350.000 300.000 FORDESCORTXR3I '84 410.000 290.000 DAIHATSUCUORE '88 300.000 250.000 OPELKADETT '85 280.000 240.000 SUZUKIFOX '82 - 390.000 240.000 SUBARUJUSTY '86 290.000 240.000 l'S L M Þessa viku bjóðum við notaöa bíla á einstöku verði. Þu getur sparaö allt aö iWiIUi Beinn sími í söludeild notaðra bíla er 676833. Opiö: Virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 13-17 ENGIN útborgun -Visa og Euro raögreiöslur - Skuldabréf til allt aö 36 mánaöa I ¦ Krókhálsi 1 * Reykjavík * Sími 686633 t • t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.