Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. MAI 1993 35 Rensselaer Politechnic Institute í Troy, New York, 1956 og síðar master-prófi við Iowa State Uni- versity í Aims, Iowa. Hann starfaði hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga um tíma, síðar hjá Coldwater Seafo- od Corporation í Bandaríkjunum, en hefur um árabil verið fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja rík- isins. Jón Reynir giftist Guðrúnu Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn: Magnús Reyni, ljósmyndara; Birnu Gerðu, hjúkrunarkonu, gift Guð- laugi Gíslasyni; og Sigrúnu Dóru, kennara, gift Jóhanni Gunnari Stef- ánssyni. Árið 1944 flytjast þau Halldóra og Magnús af Njarðargötunni í hús sem þau höfðu fest kaup á á Lindar- götu 52. Má segja að þá hafi orðið mikil þáttaskil í lífi þeirra. Húsið var kjallari hæð og ris. Þegar hér er komið sögu hafði Magnús látið af störfum sem trésmiður, en starf- aði nú við mat á húsum í sambandi við lán húsnæðismálastofnunar og veðdeildar Landsbankans. Þá starf- aði hann um tíma fyrir Samvinnu- tryggingar að húsamati utan Reykjavíkur. Börnin voru nú öll komin vel á legg og barnabörnin í örum vexti. Halldóra hélt áfram að vinna utan heimilisins. Starfaði hún við sauma hjá Saumastofunni Föt hf. hálfan daginn. Áður hafði hún unnið við að sauma vinnuvettlinga og þar áður vann hún m.a. við hey- skap á sumrin á túninu fyrir neðan Njarðargötu þegar þar var Bríms- fjós. Og árin liðu og svo kom að því að heilsa Magnúsar brást og eftir erfiða sjúkralegu lést hann á Sól- vangi í Hafnarfirði 8. apríl 1971 á 75 ára afmælisdegi Halldóru, en sjálfur var hann 78 ára að aldri. Nú verða mikil kaflaskipti í lífi Halldóru. Hún bjó samt áfram í húsinu sínu og hélt áfram að vinna úti hálfan daginn. Það var henni styrkur að hafa leigjendur í húsinu, en síðar brugðust þeir og svo kom að því að hún varð að hætta heimil- ishaldi. Það var þó ekki fyrr en hún var orðin 90 ára. Fékk hún inni á Dvalarheimilinu í Seljahlíð, hafði þar fyrst litla íbúð, en síðar her- bergi. Undi hún sér þar allvel, enda þótt henni fyndist stundum að hún væri nokkuð langt frá skyldfólki og öðrum vinum. Rétt er að minnast þess, að Hall- dóra og Þorgerður Jónsdóttir, systir Magnúsar Jónssonar og móðir þess er minningargrein þessa skrifar, voru miklar vinkonur, allt frá því að Halldóra kom til Víkur. Var þessi vinátta óvenju sterk. Oft minntust þær á dvölina í Gröf sumarið 1919, þegar þær voru þar kaupakonur, Þorgerður hjá Ólöfu og Jóhannesi Árnasyni og Halldóra hjá Gísla föð- ur Ólafar. Eftir að Þorgerður og Einar maður hennar fluttust frá Vík til Reykjavíkur 1975 hittust þær oft vinkonurnar. Einar og Þorgerður áttu fyrst heima í Jökulgrunni, en síðar á Hrafnistu. Og þegar aldurinn færðist meira yfir og heimsóknir lögðust niður var síminn óspart not- aður til þess að tala saman. Þær höfðu svo margs að minnast. Þor- gerður lést 1991 og upp úr því fór að halla undan fæti hjá Dóru og síðustu árin voru erfið. Líkamlegur styrkur hennar var mikill og hann þráaðist lengi við að láta undan ell- inni. En að lokum kom kallið sem linaði allar þrautir. Halldóra átti að baki níutíu og sjö ár og óvenjumik- ið starf hafði hún innt af hendi þeg- ar hún kvaddi. Við Margrét kveðjum góða og mikilhæfa konu með sérstakri virð- ingu. Við leiðarlok þökkum við henni fyrir sérstaka vináttu og mikla gest- risni á liðnum árum. Við óskum henni fararheilla á framtíðarbraut í nýjum heimi. Astvinum vottum við innilega samúð. Erlendur Einarsson. Hún amma er dáin. Mig setti hljóða morguninn sem mamma hringdi og sagði mér að amma væri dáin. Þótt við vissum að hverju stefndi er alltaf erfitt að sætta sig við dauðann. Á svona stundum hrannast upp minningar, minningar sem aldrei gleymast. Mig langar með þessum fátæklegu orðum að minnast. elsku ömmu minnar. Þær voru ófáar ferðirnar til ömmu og alltaf þegar við systurnar áttum leið í bæinn, heimsóttum við ömmu á Lind, en svo var hún kölluð af okkur krökkunum, því að hún bjó á Lindargötu. í hvert skipti tók amma á móti okkur opnum örmum og ilm- andi nýbökuðum pönnukökum. „Bestu pönnukökur í heimi," sögð- um við alltaf. Þessum pönnukökum tókst mér eftir langan tíma að koma niður á blað eftir að hafa fengið að mæla á nútíma vegu „slatta af hveiti" og „hnefa af salti", en amma fór aldrei eftir uppskriftum. Um hver jól „gerði hún sig út" og bak- aði flatkökur í hundraðatali og færði vinum og vandamönnum. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að gista hjá ömmu einn vetur ásamt eiginmanni mínum, þar sem við vorum að gera upp fyrstu íbúðina okkar, sem var skammt frá Lindargötunni. Kom þá í ljós frá- sagnargleði ömmu þar sem hún tal- aði um æskuslóðirnar í Öræfunum og fyrstu búskaparárin í Vík í Mýr- dal. Amma hafði alltaf gaman af félagsskap og mörg voru spilakvöld- in þar sem spilað var langt fram eftir nóttu. Mátti þá varla sjá hver var „unglingurinn" á þeim bæ, þeg- ar ég sat heima áhyggjufull og amma ekki komin heim! Amma var mikil hagleikskona og hafði gaman af allri handavinnu. Ótalin eru öll jakkafötin sem hún saumaði og ullarfatnaðurinn sem hún prjónaði að ógleymdum fallegu rúmteppunum sem hún heklaði og gaf okkur öllum barnabörnunum. Kvenskörungur mikill var amma og falleg kona. Þegar hún skartaði fallega upphlutnum sínum vakti hún ætíð verðskulda athygli. Á brúð- kaupsdegi mínum, fyrir rúmum 10 árum, var ég spurð hver væri þessi myndarlega kona á upphlutnum. Eg var mikið stolt að segja að þetta væri hún amma mín. Amma var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom og geislandi gleð- in smitaði alla í kringum hana. Sem dæmi um það er að eftir að amma fluttist á dvalarheimili aldraðra í Seljahlíð, var hún beðin að sýna „nýliðunum" vistarverurnar og segja frá lífinu í Seljahlíð á sinn glaðlega hátt. Seint vildi amma flytjast frá Lindargötunni, henni fannst hún aldrei nógu gömul! Það ár sem hún fyllti 90 árin fluttist hún í Seljahlíð. Eftir nokkurra mánaða veru sá hún mest eftir því að hafa ekki flutt fyrr, því að þarna iðaði allt af lífi og það átti svo sannarlega við ömmu. Ommu leið vel í Selja- hlíð, og meðan hún hélt heilsu var sama hvenær maður hringdi eða kom, hún var sjaldnast við, alltaf að spila, föndra eða bara að skrafa frammi í setustofu. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þina hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Nú þegar komið er að leiðarlokum er það huggun að nú sameinast amma og afi eftir 22 ára aðskilnað. Ég kveð ömmu með söknuði. Bless- uð sé minning elsku ömmu. Kristín Dóra Karlsdóttir. Hún amma er dáin. Mig setti hljóða morguninn sem mamma hringdi og sagði mér að amma væri dáin. Þótt við vissum að hverju stefndi er alltaf erfitt að sætta sig við dauðann. Á svona stundum hrannast upp minningar, minningar sem aldrei gleymast. Mig langar með þessum fátæklegu orðum að minnast elsku ömmu minnar. Þær voru óf áar ferðirnar til ömmu og alltaf þegar við systurnar áttum leið í bæinn, heimsóttum við ömmu á Lind, en svo var hún kölluð af okkur krökkunum, því að hún bjó á Lindargötu. I hvert skipti tók amma á móti okkur opnum örmum og ilm- andi nýbökuðum pönnukökum. „Bestu pönnukökur í heimi," sögð- um við alltaf. Þessum pönnukökum tókst mér eftir langan tíma að koma niður á blað eftir að hafa fengið að mæla á nútíma vegu „slatta af hveiti" og „hnefa af salti", en amma fór aldrei eftir uppskriftum. Um hver jól „gerði hún sig út" og bak- aði flatkökur í hundraðatali og færði vinum og vandamönnum. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að gista hjá ömmu einn vetur ásamt eiginmanni mínum, þar sem við vorum að gera upp fyrstu íbúðina okkar, sem var skammt frá Lindargötunni. Kom þá í ljós frá- sagnargleði ömmu þar sem hún tal- aði um æskuslóðirnar í Öræfunum og fyrstu búskaparárin í Vík í Mýr- dal. Amma hafði alltaf gaman af félagsskap og mörg voru spilakvöld- in þar sem spiiað var langt fram eftir nóttu. Mátti þá varla sjá hver var „unglingurinn" á þeim bæ, þeg- ar ég sat heima áhyggjufull og amma ekki komin heim! Amma var mikil hagleikskona og hafði gaman af allri handavinnu. Ótalin eru öll jakkafötin sem hún saumaði og ullarfatnaðurinn sem hún prjónaði að ógleymdum fallegu rúmteppunum sem hún heklaði og gaf okkur öllum barnabörnunum. Kvenskörungur mikill var amma og falleg kona. Þegar hún skartaði fallega upphlutnum sínum vakti hún ætíð verðskulda athygli. Á brúð- kaupsdegi mínum, fyrir rúmum 10 árum, var ég spurð hver væri þessi myndarlega kona á upphlutnum. Ég var mikíð stoit að segja að þetta væri hún amma mín. Amma var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom og geislandi gleð- in smitaði alla í kringum hana. Sem dæmi um það er að eftir að amma fluttist á dvalarheimili aldraðra í Seljahlið, var hún beðin að sýna „nýliðunum" vistarverurnar og segja frá lífinu í Seljahlíð á sinn glaðlega hátt. Seint vildi amma flytjast frá Lindargötunni," henni fannst hún aldrei nógu gömul! Það ár sem hún fyllti 90 árin fluttist hún í Seljahlíð. Eftir nokkurra mánaða veru sá hún mest eftir því að hafa ekki flutt fyrr, því að þarna iðaði allt af lífi og það átti svo sannarlega við ömmu. Ömmu leið vel í Selja- hlíð, og meðan hún hélt heilsu var sama hvenær maður hringdi eða kom, hún var sjaldnast við, alltaf að spila, föndra eða bara að skrafa frammi í setustofu. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Nú þegar komið er að leiðarlokum er það huggun að nú sameinast amma og afi eftir 22 ára aðskilnað. Ég kveð ömmu með söknuði. Bless- uð sé minning elsku ömmu. Kristín Dóra Karlsdóttir. öðrum landgæðum, en þau eru af skornum skammti um utanvert nes- ið eins og þeir vita sem til þekkja. Á íslandi hefst eiginleg þéttbýlis- myndun ekki fyrr en langt er liðið á síðustu öld og af eðlilegum ástæð- um urðu þeir staðir oftast fyrir val- inu þar sem saman fór að sett hafði verið fastaverslun og möguleikar til sjósóknar og sjóróðra voru með ein- hverjum hætti betri en annars stað- ar. Einn af elstu verslunarstöðum landsins er Ólafsvík, sem fyrir fáum árum hélt upp á 300 ára afmæli sitt. Þótt byggð í Ólafsvík eigi sér svo langan aldur sem raun ber vitni þá var þorpið, sem núna er orðið bær, ekki stórt lengi vel, þótt talsvert hafi'byggðin tekið við sér um alda- mótin meðan stóðu athafnaár Ein- ars Markússonar. Fyrstu áratugi þessarar aldar jókst byggðin þó hægt og var að mestu bundin við svæðið kringum Gilið og á Snopp- unni. Þó voru nokkrar undantekn- ingar þar á. Við upphaf síðari heimsstyrjald- arinnar ákveða tveir nafnar ásamt eiginkonum sínum að breyta svolítið út frá hefðinni og byggja sér hvor sitt húsið yst á Bökkunum, út undir Enni, talsverðan spöl frá annarri byggð. Báðum fjölskyldunum tókst að fá nokkurt land við hús sín og þar og raunar víðar var aflað heyja fyrir nokkrar ær og eina kú hafði hvort heimili lengst af, stundum voru þær jafnvel tvær. Samgangur og samvinna varð snemma mikil milli þessara tveggja fjölskyldna. Þar kom ekki einungis til það, að tiltölulega langt var til annarra heldur og ekki síður hitt, að fólkið átti vel skap saman og samkomulag því gott. Þátttaka í hvers annars gleði og sorgum var jafn sjálfsögð og um eina fjölskyldu væri að ræða. Samband húsmæðr- anna tveggja var um margt einstakt og fágæt vinátta þeirra í milli og margt hefur vafalaust farið þeirra í milli sem ekki vissu aðrir en þær tvær. Önnur þessara tveggja kvenna, Elín Snæbjörnsdóttir, er kvödd frá Fossvogskirkju í dag, 7. maí. Hún lést eftir erfiða sjúkdómslegu á Víf- ilsstaðaspítala hinn 25. apríl sl. Það er nú svo, að þótt þetta sé nú einu sinni gangur lífsins og vafalaust séu hinir öldruðu oft hvíldinni fegnir, þá finnst okkur sem eftir stöndum oft, að við hefðum nú mátt hafa þau hjá okkur aðeins lengur. Það er svo margt, sem við finnum að við hefð- um átt að vera búin að gera. Maður á erfiðast með að fyrirgefa sjálfum sér að hafa gleymt að þakka fyrir sig meðan tækifæri var til. Hitt kemur svo í öðru sæti, allt það, sem við hefðum gjarnan viljað spyrja og fræðast um, atburði og athafnir, sem maður man ekki sjálfur. Þessi góðu hjón, Elín og Guðbrandur Vig- fússon, sem nú kveður konu sína, voru svo nátengd okkar fjölskyldu í öllum uppvexti okkar systkinanna að í öllum minningum eru þau jafn- an einhverstaðar nálægt sem hinir góðu og traustu vinir. Á heimili þeirra vorum við alltaf velkomin. Viðmót húsfreyjunnar var líka þannig, að allir fóru glaðari af henn- ar fundi, einkum og sér í lagi börn. Þetta mun reyndar einnig hafa átt við um þá, sem minnimáttar voru á einhvern hátt, en um það voru ekki höfð orð, það var ekki hennar stíll. Við höfum einmitt verið að rifja það upp, systkinin, að við myndum ekki eftir Elínu öðruvísi en með gleðisvip og bros á vör. Ekkert okkar man eftir því að hafa vitað hana skipta skapi. Ekki mun þar þó hafa verið geðleysi um að kenna, heldur ein- stökum vilja til þess að láta gott af sér leiða og sýna náunganum aldrei nema góðvild. Það var sjálfgefið, að jafn mætur maður og Guðbrandur Vigfússon yrði kallaður til ábyrgðarstarfa fyrir samfélag sitt. Mestallan sjöunda áratuginn gegndi hann vandasömu starfi oddvita sveitarstjórnar og hafði til þess einstætt traust sam- borgara sinna. Hér er ekki ætlunin að rekja störf hans að málefnum byggðarlagsins, heldur að geta hins, að tnikinn stuðning hefur hann áreiðanlega haft af sinni góðu konu á því sviði sem öðrum. Farsæl störf hans í þágu samfélagsins hafa því að sínu leyti einnig verið hennar verk og því þakka Olsarar nú Elínu hennar hlut í þeirri endurreisn, sem átti sér stað í Ólafsvík á þeim árum, sem Guðbrandur og hans liðsmenn stjórnuðu málefnum sveitarfélags- ins. Með þessum fáu og fátæklegu orðum langar okkur systkinin til að þakka Elínu Snæbjörnsdóttur allt það, sem hún var okkur. Það verður ekki talið upp hér, sem við eigum henni að þakka, en það er býsna margt. Faðir okkar myndi vafalaust einnig vilja þakka fyrir sitt leyti ef honum væri það mögulegt og leyf- um við okkur því að gera það fyrir hans hönd. Við systkinin, börn Kristjönu og Guðbrands, sendum Guðbrandi Vig- fússyni og Guðrúnu dóttur hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi þeim minninguna um Elínu Snæbjörnsdóttur. Kristbjörg, Þorkell og Sigþór. Það var rok og rigning og dimmt í lofti í æskubyggðinni hennar, sunnudaginn 25. apríl síðastliðinn þegar sonur minn hringdi og til- kynnti okkur að hún Ella væri dáin. Hún var búin að vera veik lengi og þess vegna átti þetta ekki að koma á óvart, en dauðinn gerir það víst alltaf. Hún var svo lengi búin að vera fastur punktur í tilveru okkar, fjöl- skyldunnar á Ennisbraut 18, að mér fannst þetta ómögulegt að hún væri horfin frá okkur. Anna Elín Guðný, en svo hét hún fullu nafni, var fædd í Bakkahúsi í Ólafsvík 30. nóvember 1913, dóttir hjónanna Guðmundu Jónatansdótt- ur og Snæbjarnar Eyjólfssonar, og ólst þar upp ásamt systkinum sín- um, Ejólfi, sem nú er látinn, og Höllu Margréti hjúkrunarkonu sem nú dvelur á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Elín giftist Guðbrandi Vigfús- syni, ættuðum frá Kálfavöllum í Staðarsveit, 8. október 1932. Eign- uðust þau eina dóttur, Guðrúnu Hildi, sem starfar á Landspítalan- um. Sambýlismaður hennar er Gutt- ormur Þormar verkfræðingur. Fyrri maður hennar var Jóhann Ólafsson rafvirki, en hann lést 1969. Elín og Guðbrandur bjuggu í Ólafsvík til ársins 1965, en fluttust þá til Reykjavíkur. Ég kynntist Ellu fyrst þegar ég kom til Ólafsvíkur 1949. Mennirnir okkar voru frændur og vinnufélagar svo að það var mikill samgangur á milli heimilanna og margs er að minnast frá þessum góðu árum. Það var gaman að koma til þeirra hjóna. Hún var kát og skemmtileg og átti gott með að umgangast fólk og gera gott úr öllu. Maður kom alltaf hressari úr heimsóknum frá henni. Þeirra var mikið saknað þegar þau fluttumst héðan og þeim var inni- lega fagnað þegar þau komu í heim- sókn að sunnan. Voru þau sem bet- ur fer dugleg við að koma meðan heilsan leyfði. _ Þegar við fórum suður var alltaf komið til þeirra á Bústaðaveginn og var þá glatt á hjalla og kræsing- ar á borðum, allur matur var miklu betri á bragðið hjá Ellu en öðrum. Ég vil með þessum línum þakka alla hennar vináttu og tryggð við okkur. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa mér og leiðbeina ef ég þurfti með. Hún og hennar góði maður, hann Guðbrandur, pössuðu börnin okkar ef við fórum eitthvað og minn- ast þau þess enn þann dag í dag og þakka Ellu sinni fyrir sig. Lengst var Bjarni hjá þeim, bæði meðan hann var í skóla í Reykjavík og síð- an þegar hann eignaðist sitt eigið heimili fyrir sunnan. Þá var oft skroppið í kaffi og pönnukökur á Bústaðaveginn. Nafna hennar, Elín Guðný, þakk- ar hehni fyrir sig, hún var fljót að laðast að Elínu eins og öll börn sem höfðu kynni af henni. Og nú er hún farin í sína hinstu för og við söknum hennar öll og biðjum guð að blessa hana og launa alla elskusemi við okkur. v Kæru vinir, Guðbrandur, Gunnar, Guttormur og aðrir ættingjar henn- ar. Við vottum ykkur innilega sam- <? úð og biðjum guð að stykja ykkur. Kristin og Guðjón. Nú er Elín farin, horfin yfir móð- una miklu. Hún var búin að berjast við veikindi og var sjálfsagt hvíld- inni fegin. Elín var góða kona, sem aldrei sagði neitt illt um nokkurn mann, og alltaf sá hún björtu hlið- arnar á öllu. I vetur komum við til hennar. Þá lá hún mikið veik á Vífilsstaðaspít- ala. Ungur sonur okkar var ekki ánægður með að vera svona lengi inni á spítalanum og vildi komast út. Elín skildi hann auðvitað manna best og sagði að mikið lifandi skelf- ing langaði hana að fara út og leika sér við hann, moka sandi, sulla í pollunum og fleira í þeim dúr. Hann horfði á hana stórum barns- augum, þar sem hún lá ósjálfbjarga í rúminu. En svona var Elín, ekki barmaði hún sér eða vorkenndi á nokkum hátt. Engum finnst gaman að dveljast lengi inni á spítala, og mikið hefur hennar tryggi og góði lífsförunautur stytt henni stundirnar með komu sinni á spítalann daglega þrátt fyrir háan aldur. Elsku Guðbrandur, megi góður guð styðja þig og styrkja á þessum tímamótum. Börnin okkar, sem þið Elin hafið glatt svo oft, senda þér innilegar kveðjur. Sigrún og Bjarni, Kálfárvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.