Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAJ 199,3 fclk f fréttum LJOSMYNDUN Óvænt sending frá Leica Páll Stefánsson ljósmyndari Ice- land Review fékk nýlega óvænta sendingu í póstinum. Það var þýska Leica-verksmiðjan sem sendi honum nýja myndavél til prófunar, Leica R6.2, áður en hún verður sett á markaðinn í haust. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Pál því hann var einn þriggja ljós- myndara í heiminum, sem valinn var til þess arna. Hinir voru fransk- ur ljósmyndari, sem þekktur er fyrir að hafa gefið út bækur með myndun frá ýmsum löndum eins og Tíbet, Nepal og Indlandi, en hinn er bandarískur og starfar fyr- ir tímaritið National Geographic. Endingin könnuð „Þetta er auðvitað mikil viður- kenning og gaman að eftir manni er tekið," segir Páll og útskýrir að þeir hafi hringt í sig frá Leica og spurt hvort hann vildi fá þessa nýju myndavél senda. „Myndavélin kostar á þriðja hundrað þúsund krónur, svo að fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að spyrja hvaða kvað- ir fylgdu því að prófa vélina. Þeir svöruðu að það eina sem ég ætti að hugsa um væri að nota vélina mikið og gæta þess að fara ekki vel með hana. Það er vegna þess, að myndavélin er með sérstaklega styrkta kápu sem á að þola hnjask og mikla notkun. Þeir vilja kanna hjá atvinnuljósmyndurum sem eru 'mikið á ferðinni hvernig endingin er. Eftir þrjá mánuði á ég síðan að senda afraksturinn út og þeir skoða vélina, kanna rispur, beyglur og almennt ástand hennar." Þegar Páll er spurður hvort ekki sé erfitt að meðhöndla svona nýja og dýra vél harkalega jánkar hann því og bætir við að blendnar tilfinn- ingar fylgi þessari kvöð. Annars vegar tími hann ekki að fara illa með hana og hins vegar vilji hann gjarnan gera eins og fyrir hann sé lagt. „Fyrir þá sem þekkja til ljósmyndunar eru Leica-myndavél- arnar Rolls Roycinn. Við erum til dæmis bara tveir atvinnuljósmynd- arnir á íslandi, Ragnar Axelsson i^^PHHk ¥ ' fWiH|" 4/ ÆS M - k í/\ JHk m% Æm JM Páll Stef- «# % ^! ánsson ^SSt?-~J* »*BI með myndavél- ^H , ina sem - hann á alls # ekkiað "'¦ fara vel með. 8fe ¦ Morgunblaðið/RAX á Morgunblaðinu og ég, sem notum þessa tegund að staðaldri. Til gam- ans má líka geta þess, að af tíu fremstu ljósmyndurum í heimi nota svona 7 Leica-vélar." Myndir Páls á dagatölum Þýska Leica-verksmiðjan gefur út dagatal árlega með 12 ljós- myndum. í fyrra, á 75 ára afmæli fyrirtækisins, völdu þeir eina mynd Páls til að prýða dagatalið, en það var mynd af hestum í Skagafirði. Hann var heppinn að eigin sögn, að þeir birtu aftur ljósmynd eftir hann ári síðar, því þeir hafa ekki áður birt mynd eftir sama ljós- myndara tvö ár í röð. „Þetta er dálítil spurning um að vera á rétt- um stað á réttum tíma," segir Páll. „Það vildi mér til happs í fyrra skiptið að myndavélin mín varð fyrir hnjaski og bilaði. Ég ákvað að fara sjálfur með hana út til verksmiðjunnar og tók með mér nokkrar myndir til að sýna þeim. Þeir voru þá að leggja síðustu hönd á almanakið og völdu eina mynd- ina. Árið eftir sendi ég þeim mynd af Sveinbirni Beinteinssyni alls- herjargoða. Ég hafði náð mynd af honum í miðnætursólinni og vissi að hún var góð, svo það sakaði ekki að reyna. Og þeir birtu hana." I ISUZU vörubílagritidur árgerð '92 á liagstæóu verði m—wn Burðargeta á grind frá þremur til sex tonn, einnig 4x4 BILHEIJVtAR ISUZU Höfóabakka 9, sími 634000 og 634050 ISUZU Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ólafur^ M. Guðnason, íris Steinarrsdóttir, Edgar K. Gapunay og Rakel ísaksen tóku þátt í heimsmeistarakeppni unglinga í samkvæm- isdönsum í Þýskalandi. DANS Kepptuídansi í Þýskalandi Fjögur ungmenni, Edgar K. Gap- unay, Rakel ísaksen, íris Stein- arrsdóttir og Ólafur M. Guðnason, tóku um síðustu mánaðamót þátt í Heimsmeistarakeppni unglinga í samkvæmisdönsum sem fulltrúar ís- lands. Þau eru öll frá Dansskóla Sig- urðar Hákonarsonar. Unga fólkið keppti tvívegis í tveimur borgum í Þýskalandi, annars vegar var um að ræða keppni í latin-dönsum og hins vegar í standard-dönsum. Ungmenn- in öðluðust þátttökurétt þegar þau urðu íslandsmeistarar í 5x5 dansa keppni, sem haldin var síðastliðið haust, en um 50 pör tóku alls þátt í keppninni. Að sögn Edgars K. Gapunay voru ferðalangaranir afskaplega ánægðir, þrátt fyrir að þeir hafí lent neðarlega í keppninni. „Það skiptir ekki öllu máli," sagði hann, „heldur er maður reynslunni ríkari að hafa fengið tæki- færi til að taka þátt í keppni sem þessari. Keppnin er rosaleg, því þarna taka þátt tvö bestu pörin frá hverju landi. Það var ekki við því að búast við við næðum verðlauna- sætum, þar sem þetta var í fyrsta skipti sem við kepptum." STJÖRNUR Keypti höll fyrir 1,9 milljarða Leikarinn Michael Douglas keypti 30 milljón dollara (tæplega 1,9 milljarðar ísl. króna) höll á Mallorca sem nokkurs konar yfirbót vegna framferðis síns við eiginkonuna, Dí- öndru, þau ár sem hann hélt fram- hjá henni. Hún vissi ekki af þessari ráðstöfun og komu kaup- in henni skemmtilga á óvart. Þegar búið var að breyta höllinni að ósk Díöndru fóru þau þangað til að endurupplifa brúð- kaupsferðina. Michael fór eins og kunnugt er á meðferðar- stofnun vegna kynlífs- fíknar sinnar og segir hann að meðferðin hafi tekist vel. Hann segist hafa tekið mikla áhættu í sambandi við smit- hættu, en nú hyggist hann halda sig einungis við eina konu, Díöndru. Haft er eftir vinum hjónanna að þau hafí ekki verið eins hamingjusöm frá því þau giftu sig fyrir 15 árum, en í öll þessi ár hefur Díandra þurft að horfast í augu við framhjáhald eiginmannsins. Michael Douglas ásamt oigiiikonu sinni Dí- öndru og syninum Cameron. COSPER 1221^ ;,.'.,!•.!.!,. COSPER Hana. Kemur Mæja, þessi gangandi beinagrind!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.