Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7,. MAÍ 1993 HÖGNI HREKKVISI %m s#$ BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 -Símbréf 681811 Félag skapandi f ólks - Stofnskrá Frá Tryggva V. Líndal: Tilgangur félagsins skal vera að auka samkennd fólks sem vinnur að skapandi verkum, til að skapa feg- urra mannlíf. Reynt skal að ná til fólks sem er innan stéttarfélaga lista- manna og fræðimanna, en einnig annarra, svo sem blaðaskrifara, tóm- stundalistamanna og alþýðufræði- manna. Tilgangur félagsins skal því vera að hvetja félagsmenn til skapandi verka, með því að mynda umræðu- grundvöll þeirra í milli. Skal þetta gert með því a) að félagið fylgist með því hvort eitthvað komi frá fé- lagsmönnum á opinberum vettvangi og b) að félagsmenn verði til viðræðu um þau málefni sem aðrir félags- menn kunna að leita til þeirra með. Skilyrði fyrir þátttöku eru að við- komandi hafi fengið eitthvert hug- verk sitt eða handverk kynnt í fjöl- miðlum eða á sýningu eða með öðrum opinberum hætti á undanförnu ári. Starfsemi félagsins skal vera með sem óformlegustum hætti: Engin félagsgjöld, formaður, gjaldkeri, rit- ari eða formlegir fundir. Þess í stað skulu allir félagsmenn skrá sig á sameiginlegan lista, sem tiltaki nafn, sérsvið, símanúmer og dagsetningu. Eina formfasta verkefni félgsins er að tilsjónarmaður félagalistans skal gefa nýjum félagsmönnum ljós- rit af stofnskránni og lista með félög- unum sem eru fyrir, og hafa síðan samband við þá á árs fresti hið minnsta, til að fylgjast með því að þeir hafí birt eitthvað, og til að gefa þeim nöfn nýrra félaga. Skal félagið teljast við lýði meðan einhver fæst til að sinna þessu starfi í sjálfboðavinnu. Hugsanleg framtíðarmarkmið: Að skilgreina sameiginlegan hugsjóna- grundvöll skapandi fólks í ljósi fræð- anna, (t.d. í Ijósi Upplýsingarstefn- unnar). Einnig að kynna starfsemi félagsins í fjölmiðlum, að skilgreina sameiginlega hagmuni og að leita erlends samstarfs. TRYGGVI V. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. ÞakkirtilRUV Frá Sveini Hirti Guðfínnssyni: ÉG ER viss um að margur Elvis- adáandinn hefur setið stjarfur fyrir framan sjónvarpið, þegar myndin „Blue Hawaii", eða „Ástir og anan- as" var sýnd miðvikudagskvöldið 28. apríl sl. Myndin Blue Hawaii var áttunda mynd Elvis, en fyrsta mynd hans, „Love me Tender", kom út í ágúst árið 1956. Þá var hann aðeins 21 árs. Elvis lék í samtals 31 mynd. Síðasta myndin sem hann lék í hét „Change of Habit" og var gerð í nóvember 1969. AIls mun sjónvarpið sýna sjö myndir með konungi rokksins, Elv- is Aaron Presley. _ Ég vil þakka RÚV fyrir frábært framtak. Batnandi.mönnum er best að lifa. SVEINN HJÖRTUR GUÐFINNSSON, Bólstaðarhlíð 9, Reykjavík. HEIL NOTAR BARNE) ÞITT HJÁLM ÞEGAR ÞAÐ LEJKUR SÉR Á HJÓLASKAUTUM EÐA HJÓLABRETTI? SLYSAVARNAFELAG ÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS „HMhl TEKO& PA&KABSGJAt-ElTtNA fiVðS HflTIÐLeSA Víkverji skrifar Nú í vor verða þau merku tíma- mót hjá Kór Menntaskólans við Hamrahlíð að hann hefur starf« að í aldarfjórðung. Víkverji var einn fyrstu nemenda MH og varð vitni að fyrstu veikburða tónunum sem komu úr börkum kórfélaga. Líklega hefur engan viðstaddra grunað að kórinn ætti eftir að eflast og dafna með þeim glæsibrag sem raun hefur orðið. Þorgerður Ingólfsdóttir hefur verið stjórnandi frá upphafi og unn- ið ómetanlegt starf. Þau ungmenni skipta eflaust þúsundum sem notið hafa tilsagnar Þorgerðar og kynnst í starfi kórsins helstu perlum tón- bókmenntanna. Uppeldislegt gildi kórstarfs er óumdeilt og eitt helsta tónskáld þjóðarinnar sagði nýlega í eyru Víkverja að það væri marg- sannað að þeir sem væru uppaldir í góðri tónlist leiddust síður á braut- ir afbrota en hinir sem hlustuðu bara á gargmúsík. Vonandi heldur Þorgerður sem lengst áfram sínu stórmerka starfi, sem augsýnilega er unnið af hugsjón. Fréttir Morgunblaðsins um opn- un Fjölskyldugarðsins í Laug- ardal vöktu gleði Víkverja. Af myndum og uppdráttum af garðin- um má ráða að hann verði ákaflega fjölbreyttur og fræðandi fyrir þá sem þangað sækja. Þegar garðurinn verður opnaður í júní má segja að sjái fyrir endann á skipulagningu Laugardalsins. Um margra ára skeið var þessi víðfeðmi dalur að- eins notaður til íþróttaiðkana og ræktunar blómjurta en nú hefur dýragarður verið opnaður og innan skamms mun opnaður garður fyrir alla fjölskylduna. Þetta er mikið ánægjuefni fyrir alla Reykvíkinga. X x x' Mikið vill meira, varð Víkverja að orði þegar hann las nýlega samtal við Hauk Guðlaugsson org- elleikara. Haukur var að undirbúa tónleika í Hallgrímskirkju, þar sem hann ætlaði að leika nokkur verk á hið nýja og glæsilega orgel kirkj- unnar. Eins og menn muna kostaði orgelið tugi milljóna króna og létu þúsundir manna fé af hendi rakna svo kaupin yrðu möguleg. En nú þegar orgelið góða er kom- ið virðist það ekki nóg. Haukur vill nefnilega að keypt verði sérstakt spilaborð svo orgelleikarinn geti setið niðri í kirkjunni og heyrt hvernig orgelið hljómar þar! Mun vera búið að leggja drög að því að fá spilaborðið þótt það kosti nokkr- ar milljónir. xxx Ibeinni útsendingu Stöðvar 2 frá Fegurðarsamkeppni íslands sl. föstudagskvöld var nokkur bið á því að drottningin yrði krýnd. Var gefið í skyn að það væri vegna ósamkomulags í dómnefndinni. Víkverji getur upplýst að sú var ekki ástæða tafarinnar heldur hitt, að Stöð 2 gleymdi að láta dóm- nefndina vita af því að hún ætti að ganga í salinn svona snemma. Þegar dómnefndin var loks látin vita var eftir töluverð vinna við frá- gang umslaga og að yfírfara seðla úr sal. Var því verki flýtt eftir megni, en dómnefnd hafði gert upp hug sinn á miðju úrslitakvöldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.