Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 25
1- MORGUNBLAÐIÐ \Ð1Ð FOSTUDAGUR 7. MAI 1993 3 xy hjá Varnarliðinu sjum um samdrátt hjá varnarliðinu r ekki samdrátt >g missa tekjur hjldsfélag Suðurnesja hf., sem stofn- að var í gærkvöldi. „Við höfum feng- ið 300 milljóna króna loforð frá Aðal- verktökum, en þeir peningar verða notaðir í uppbyggingu atvinnulífs hér. Hitaveita Suðurnesja leggur fram 40 milljónir í sama tilgangi og sveitarfélögin, ásamt vatnsveitu og lífeyrissjóðum, leggja fram 115 millj- ónir. Þetta nægir þó engan veginn til að mæta niðurskurðinum á Vellin- um. Þar hljóta frekari aðgerðir að koma til, bæði af hálfu Suðurnesja- manna og ríkisvaldsins." Beinar tekjur Njarðvíkur vegna varnarliðsins hafa verið fasteigna- gjöld og aðstöðugjöld af eignum, sem eru tengdar starfsemi Islenskra aðila, annarra en Aðalverktaka. Þá fær bærinn útsvar frá íslenskum starfs- mönnum varnarliðsins. „Það er engin leið að átta sig á um hvaða upphæð- ir er að ræða. Við byrjum á því að fara fram á að utanríkisráðherra skýri þetta mál nánar fyrir okkur," sagði Kristján Pálsson. Minni tekjur „Þetta leggst hrikalega illa í okkur Grindvíkinga, því við myndum missa heilmikið úr atvinnulífinu, bæði með beinum og óbeinum hætti," sagði Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík. Hann sagði að ekki hefði verið reiknað út hvaða tekjur bærinn hefði af varnarliðinu, því þar spiluðu margir þættir inn í. „Það er þó ljóst að tekjur minnka í kjölfar slíks niður- skurðar og svo kemur því kannski til viðbótar, að fólksfækkun gæti orðið í kjölfarið," sagði hann. „Það er ekki bjart yfír í atvinnumalum hér, því atvinnuleysi hefur verið við- varandi í alllangan tíma, með 100-120 manns á atvinnuleysis- skrá." Jón Gunnar sagði að markviss uppbygging atvinnulífsins, eins og Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf. stefndi að, tæki langan tíma og gæti ekki bætt upp það aukna atvinnuleys- is, sem blasti við ef af þessum niður- skurði yrði. „Við hefðum átt að geta séð þetta fyrir, bæði út frá breyttum aðstæðum í heiminum ogstjórnmál- unum í Bandaríkjunum. íslendingar hafa hins vegar lifað í þeirri von áð þetta myndi snerta alla aðra en þá, þar sem völlurinn væri svo mikilvæg- ur," sagði Jón Gunnar Stefánsson. Flýta verður uppbyggingu atvinnu „Við verðum að flýta þeirri at- vinnuuppbyggingu, sem við stefnum að með stofnun Eignarhaldsfélags Suðurnesja," sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sand- gerði. „Atvinnuástandið hefur verið bágborið hér undanfarið ár og bæjar- félagið hefur reynt að stuðla að úr- bótum, en aðeins hefur verið unnt að leysa vandann tímabundið. Það þarf víðtækari lausnir og samstöðu allra sveitarfélaganna hér." Sigurður Valur sagði að erfitt væri að meta fjárhagsleg áhrif um- svifa varnarliðsins á Sandgerðisbæ. „Við höfðum aðstöðugjöldin, en sá tekjustofn er núna að detta út. Það átti að tryggja okkur tekjustofn í staðinn, en lausn á því máli er ekki fundin enn. Það er þó ljóst að sam- dráttur á Vellinum hefur mikil áhrif fyrir einstaklinga og sveitarfélög hér og forsvarsmenn sveitarfélaganna munu bera saman bækur sínar um þessi mál," sagði Sigurður Valur. 1989 1993 1994 18 12 ? *9 *7 ? / 4 i Myndin sýnir Sikoreky SH-3G Sea King þyrtu sem áður var I notkun hér á landi -1 1 1 1 0 26 FLUGVÉLAKOSTUR Vamariiðsins hefur skroppið nokkuð saman á síðustu árum, Vegna fasm' kafbátaferða Rússa eru að jafnaði færri kafbátaleitarvélar staðsettar hér. Nauðsyn þótti á átján orrustuþotum og tveimur ratsjár- vélum um miðjan síðasta áratug, er allt upp í 170 sovézkar Flugfloti Varnarliðsins Eagle orrustuþota >n kafbátaleitarfiugvél i fc LockeedKC-135H Hercules eldsneytiábirgðavél LockeedKC-130 / Hercules björgunarflugvél P-3 OrionJjjrtningaflugvél E-3A AWACS ratsjárflugvél SAMTALS vélar flugu inn á íslenzka loftvamasvæðið, en undanfarið ár hefur ekki ein einasta rússnesk herflugvél sézt í íslenzkri lofthelgi. Orrustuþotunum hefur verið fækkað um sex nú þegar og ratsjárvélarnar eru einiíig famar heim. k \ Arne Olav Brundtland hjá Norsku utanríkismálastofnuninni Ekkí mikið eftir tíl að hafa eftirlit með frá Keflavík ARNE Olav Brundtland, sem starfar að rannsóknum hjá norsku utanríkis- málastofnuninni, segir við Morgunblaðið að það hafi lengi legið í loftinu að dregið yrði úr varnarviðbúnaði Bandaríkjamanna á íslandi. Hann segir hins vegar að ef komi tii þess að allar F-15 og P-3-Orion vélar Bandaríkjahers verði kallaðar heim jafngildi það því að Keflavíkurstöðin sé „sett í salt". Nærri helmingsfækkun í varnarliðinu gilti sama máli. Brundtland segir að í norsku stjórn- málalífi hafi menn ekki fengið ná- kvæmar fregnir af þessum áformum en mörgum virðist sem þau séu rétt- mæt í ljósi þess hversu mikla þörf Bandaríkjamenn hafi fyrir að draga úr útgjöldum til varnarmála. „Mikilvægasta hlutverk Keflavíkur- stöðvarinnar er eftirlit á hafi. Rúss- neski flotinn er ekki lengur með um- svif á nærliggjandi hafsvæðum og það er því ekki mikið eftir til að fylgjast með. Frá herstöðvum í Noregi og Bretlandi er líka fylgst með því sem fer fram á norðurslóðum. Það er auð- velt að flytja flugvélar. Ef þörf krefði, myndi það einungis taka nokkrar klukkustundir að flytja eftirlitsvélarn- ar aftur til íslands og það sama á við um F-15 orrustuþoturnar. En maður skilur vel ef íslensk yfirvöld vilja af öryggisástæðum reyna að draga úr niðurskurði Bandaríkjamanna. Það er auðveldara að fara á brott en að koma til baka með skömmum fyrirvara," segir Brundtland. Það er að hans mati grundvallarat- riði að Bandaríkjamenn telji enga hernaðarlega ógnun stafa af Rúss- landi lengur. „Áður voru það oft bandamenn okkar sem vöruðu við en við sem vildum gera minna úr hætt- unni úr norðri," segir Brundtland. „Nú virðist sem þetta hafi snúist við." Eftir að hafa átt viðræður við bandarísk stjórnvöld uni þessi mál í Washington fyrir tveimur vikum telur Brundtland að Bandaríkjamenn hafi minni áhyggjur af norðurflota Rússa* - en Norðmenn. Hann segir hins vegár að í þeim samtölum sem hann átti hafi verið lögð áhersla á að Banda- ríkjafloti væri áfram mjög öflugt hern- aðartæki. Þó svo að skip væru stödd í Kyrrahafi eða á Miðjarðarhafi væri norðurflotinn rússneski alls ekki gleymdur og flotasveitirnar væru mjög hreyfanlegar og næðu til mjög víðáttumikils svæðis. íálefni varnarliðsins L nmeð nung á móti um 200 milljónir króna og að sýnt væri fram á af heimamönnum að um væri að ræða verkefni sem væru arðbær og gætu orðið atvinnulíf- inu lyftistöng og skapað arðbær starfstækifæri. „Þessu til viðbótar hefur ríkissijórn- in lengi haft í undirbúningi að stofna sérstakt fríiðnaðarsvæði á Suðurnesj- um. Fyrir liggja áfangaskýrslur um það mál, ákvörðun ríkisstjórnar um stuðning við málið og framlög til þess að hrinda því í framkvæmd. Félag um það verður stofnað nú á næstu dög- um. Viðræður við aðila sem lýst hafa áhuga á að setja upp atvinnustarfsemi á Suðurnesjum ættu þar af leiðandi að geta hafist. Allt hefur það mál dregist nokkuð í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa á staðfestingu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem er forsenda fyrir því að erlendir aðilar hafi áhuga á slíkri starfsemi," sagði utanríkisráðherra. Hann svaraði því neitandi að ríkisstjórnin væri í ljósi þeirra atburða sem um ræðir reiðubú- in til að taka upp samráð við alla þing- flokka um að herstöðvasamningnum yrði sagt upp. Læðst á refaklóm Páll Pétursson sagði illt til þess að vita hve íslendingar væru orðnir háð- ir varnarliðinu efnahagslega. Hann sagði að sem kunnugt væri þá væri atvinnuástand á Suðurhesjum erfitt, og fólk þar vantaði úrræði en ekki fyrirheit sem ekki væru efnd. Páll sagðist átelja vinnubrögð utanríkis- ráðherra og formanns utanríkismála- nefndar f þessu máli, þar sem þeir hefðu ekki greint utanríkismálanefnd á fundum hennar upp á síðkastið frá þeim upplýsingum sem þeir hefðu fengið. „Þetta sýnir mér að þeir hafa verið að læðast þarna á refaklóm og ekki komið hreint fram við hvorki þingið eða utanríkismálanefnd." Málið oft á dagskrá utanríkismálanefndar Björn Bjarnason formaður_ utan- ríkismálanefndar sagði stöðu íslands gagnvart Bandaríkjunum og varnarsamstarfið við Bandaríkin hafa verið á dagskrá utanríkismálanefndar oftar en einu sinni í vetur, og raunverulega hefði ekkert gerst í þessu máli annað en að frétt hefði birst í Morgunblaðinu um að hugsanlega yrðu einhverjar breytingar á Keflavíkurflugvelli. Málið hefði oftar en einu sinni verið rætt í utanríkismálanefnd í vetur. Varðandi þær upplýsingar sem hefðu borist um að þessar breytingar væru kannski á döfinni ákveðnar nú en áður, þá hefði hann ekki talið ástæðu til þess að gera þær að sér- stöku umtalsefni miðað við það hvern- ig mál hafa verið lögð upp í nefnd- inni. Umræður um þessi mál hefðu farið fram 27. apríl síðastliðinn og þar hefði hann vikið sérstaklega að því að það kynni að koma til þess að vegna ákvarðana um fjárveitingar í Banda- ríkjunum yrði veruleg röskun á starf- seminni á Keflavíkurflugvelli. „Málið er mjög óljóst og varla til þess ætlandi að menn beri óljósar fréttir sem staðfesta niðurstöðu undir utanríkismálanefnd eða aðra, þannig að ég biðst algerlega undan því að ég hafi verið að leyna nokkrum upp- lýsingum," sagði Björn. Samráðsleysið til háborinnar skammar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði frétt Morgunblaðsins í sjálfu sér ekki vera neina frétt þar sem það hefði legið fyrir síðan 1989 að mikill niður- skurður væri fyrirhugaður á Kefiavík- urflugvelli. Þetta væri hins vegar að verða áþreifanlegri staðreynd en verið hefði, og hefði því átt að ræða málið í utanríkismálanefnd. „Þó auðvitað sé þetta sársaukafull- ur atburður ef fjöldi manns missir þarna vinnuna, þá hljótum við samt að fagna því ef áðstæður í heiminum eru þannig að herinn geti horfið héðan á brott." , Anna Ólafsdóttir Björnsson sagði samráðsleysi stjórnvalda við utanrík- ismálanefnd vera til háborinnar skammar og dæmigert fyrir vinnu- brögð ríkisstjórnarinnar. Þá hefði ríkt vítavert andvaraleysi vegna atvinnu- mála á Suðurnesjum þrátt fyrir að löngu væri ljóst að hverju stefndi þar, og ástæða væri til að harma hvernig á þeim málum hefði verið tekið. Samráðsákvæði laga brotið Steingrímur J. Sigfússon sagði að hneyksli hefði orðið í samskiptum rík- isstjórnarinnar og formanns utanríkis- málanefndar við utanríkismálanefnd og Alþingi, og í raun og veru brotið samráðsákvæði laga. „Að sjálfsögðu er það fagnaðarefni að þróunin sé í átt til þess að hér dragi úr vígbúnaði og herinn hugsi sér til hreyfings. En tilfmningar manna verða eðlilega blendnar við þær aðstæður að þetta dregur athyglina að því hversu efnahagslega háð við erum dvöl hersins og því alvarlega ástandi sem skapast á Suðurnesjum í kjölfarið og er það þó nógu slæmt fyrir. í þeim efnum er auðvitað hæstv- irt ríkisstjórn með allt niður um sig eins og reyndar vfðar og hefur reynst gjörsamlega ófær um að taka þar á nokkrum hlut." Hræsni og tvi- skinnungsháttur Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra tók aftur til máls og sagði að ef þau tæplega tvö þúsund manns sem ættu atvinnu sína á Suðurnesjum undir starfsemi varnarliðsins, verk- taka í þjónustu þess eða annarra við- skiptaaðila, myndu heyra málflutning stjórnarandstöðuþingmanna, þá myndi það undrast hræsni og tvískinn- ungshátt þessara svokölluðu málsvara þjóðfrelsis á íslandi. „Þetta fólk ber einkum og sér í lagi þungar áhyggjur af atvinnu þess fólks sem starfar við þessar atvinnu- greinar, og talsmenn Alþýðubanda- lagsins dirfast að koma hér fram og segja að Alþýðubandalagið hafi lagt fram einhverjar tillögur. Staðreyndin er sú að þegar reynt hefur verið að halda samningsaðilum okkar að því að fjármagna umsamdar framkvæmd- ir þá hafa talsmenn Alþýðubandalags- ins fordæmt það og kallað það að fara með betlistaf til erlendra aðila. Og þegar gerðar hafa verið ráðstafan- ir til þess að tryggja Sslensku atvinnu- lífi ný útflutningstækifæri eins og til dæmis með EES-samningnum, sem gæti gerbreytt hlutverki Keflavíkur- flugvallar og orðið lyftistöng fyrir sjávarútveg á Suðurnesjum, þá hefur gervöll stjórnarandstaðan fordæmt það. Og í þriðja lagi þegar unnið hef- ur verið að því að hrinda í framkvæmd frisvæði á Suðurnesjum sem nýtti þá aðstöðu sem þarna er og byggir á forsendum EES-samningsins þá hef- ur þessi stjórnarandstaða fordæmt það. Þannig að ég lýsi því yfir í sam- bandi við þessa svokölluðu áhyggjur sem þetta fólk lýsir yfir: Vei yður, þér hræsnarar!" Hitaveita Suðurnesja Viðskipti við varnar-- liðið 60% teknanna VIÐSKIPTI varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli við Hitaveitu Suður- nesja námu tæpum 60% af tekjum hitaveitunnar á síðasta ári. Hlutur varnarliðsviðskiptanna er um einn miUjarður. Hlutur vatnssölu hita- veitunnar tíl varnarliðsins er 42% af tekjunum og rafmagnsnotkun 14% að sögn Júliusar Jónssonar framkvæmdastjóra. ,1^ Vegna ákvæða í samningi hitaveit- unnar við varnarliðið sem undirritaður var í febrúar sl., er varnarliðinu óheimilt að draga meira úr kaupum á vatni árlega en sem nemur 7,5% af árlegri notkun. Tekjur hitaveitunnar af vatnsnotkun varnarliðsins á síðasta ári námu rúmum 700 milljónum og miðað við það yrði beinn tekjumissir hitaveitunnar vegna 7,5% samdráttar í vatnsnotkun varnarliðsins um 54 milljónir króna á ári. Um er að ræða 3-4% samdrátt heildartekna. Að sögn Jóns mega báðir aðilar óska eftir end- urskoðun á samningnum eftir 5 ár. Varnarliðið getur hins vegar dregið úr rafmagnsnotkun að vild og að sögn Jóns er þannig er ómögulegt að segja til um hvaða heildaráhrif minnkandi umsvif varnarliðsins og fækkun mannafla hafa á tekjur hitaveitunnar. „Ef af þessu verður minnka öll um- svif hér og óbeinu áhrifin á reksturinn gætu jafnvel orðið meiri en þau sem hægt er að mæla beint," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.