Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. MAI 1993 Fyrirhugaður niðurskurður hjá Varnarliðinu Stórfelldur niðurskurður í Keflavíkurstöðinni myndi valda mikilli röskun Greiðslur varnarUðsins jafngilda tekjum af 100 þúsund tonna þorskafla Laun íslenskra starfsmanna nema á þriðja milljarð kr. BEINAR gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af varnarliðinu á síð- asta ári námu 9,8 milljörðum króna, sem er um 8% af öllum útflutningstekjum íslendinga á einu ári, en það jafngildir tekjum af útflutningi 100 þúsund tonna þorskafla; sem er tæplega helmingur leyfilegs þorskafla á yfirstandandi fisk- veiðiári. Eru greiðslur varnarliðsins talsvert meiri en tekjur af útflutningi ÍSAL á áli á þessu ári. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir alveg ljóst að tekjur þjóð- arbúsins af veru varnarliðisins séu það miklar að ef þær lækki verulega á skömmum tíma muni það hafa í för með sér umtalsverða röskun í þjóðarbúskapnum. Þórður benti þó á að enn væri lít- ið vitað um áform Bandaríkjamanna en öllu máli skipti í þessu sambandi hversu mikill niðurskurðurinn í Keflavikurstöðinni yrði og á hve löngum tíma breytingarnar ættu sér stað. Verktakagreiðslur 4,2 milljarðar Samkvæmt nýrri skýrslu utanrík- isráðherra um utanríkismál var heild- arupphæð rekstrargreiðslna varnarl- iðsins til íslendinga á síðasta ári 177,9 milljónir Bandaríkjadala, eða 10.274 milljónir króna, og eru þá tekjur Söiu varnarliðseigna meðtald- ar. Af þessari upphæð var launa- kostnaður íslenskra starfsmanna varnarliðsins 39,5 millj. dala, eða 2.281 milljón króna. Greiðslur til ís- lenskra fyrirtækja vegna verktaka- starfsemi námu um 4,2 milljörðum króna. Greiðslur vegna annarrar þjónustu og vöruinnkaupa, s.s. vegna skipaflutninga, olíuviðskipta, greiðslria til Hitaveitu Suðurnesja, Pósts og síma o.s.frv., námu rúmlega 3,7 milljörðum á síðasta ári en ekki fengust upplýsingar um skiptingu þessara greiðslna milli þjónustuaðila. Kaup varnariiðsins á íslenskum matvörum á árinu 1992 námu 85,8 milljónum króna. I byrjun mars sl. var gengið frá samningi við varnar- liðið um kaup þess á nautakjöti, kjúklingum og eggjum frá 1. apríl 1993 til 30 mars á næsta ári fyrir 15,2 milljónir króna skv. samkomu- lagi við bandarísk stjórnvöld um end- urnýjun samnings frá árinu 1987 um kaup varnarliðsins á landbúnaðaraf- urðum. Tekjur ríkissjóðs vegna starfsemi Sölu varnarliðseigna á síðasta ári voru samtals 59 milljónir króna, sem Gneiöslur vannan- líösins til íslendínga Árið 1992 var heildarupphæð rekstrargreiðslna varnartiðsins til fslendinga 10,3 milljarðar króna I--------Greiðslur til fyrirtækja og einstaklinga v. verkföku 4,2 ma.kr. Vöruinnkaup ogþjónusta Launa- kostnaður íslenskra starfsmanna skíptast þannig að 28 millj. var skil- að beint í ríkissjóð en innheimtur virðisaukaskattur var 31 millj. kr. Þá greiða Bandaríkjamenn allan kostnað við rekstur Ratsjárstofnunar skv. samningi og er gert ráð fyrir að rekstrargjöld hennar á þessu ári verði 512 milljónir kr. Framkvæmdir fyrir tæpa tvo milljarða í skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál kemur fram að á þessu ári er ákveðið að framkvæmdir hefj'- ist við byggingu hugbúnaðarmið- stöðvar í tengslum við eftirlits- og stjórnstöð nýja ratsjárkerfisins á Keflavíkurflugvelli og verður sú framkvæmd kostuð af Atlantshafs- bandalaginu. Þá eru fyrirhugaðar endurbætur og viðhald mannvirkja á varnarsvæðunum sem kostaðar verða af Bandaríkjamönnum. Kostn- aður framkvæmda sem unnar verða af íslenskum aðalverktökum er áætl- aður 689 milljónir króna. Auk þess á að halda áfram framkvæmdum sem áður hafa verið ákveðnar og eru þegar hafnar fyrir um 1.252 millj. kr. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er því áætlaður 1.941 millj. kr. Krefjast bóta frá Bandaríkjunum -— Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir að ef svona róttækar breyting- ar ættu sér stað hjá varnarliðinu myndi það hafa mjög mikil efnahags- áhrif. Islenskir starfsmenn varnarl- iðsins eru nú 936 talsins ög sagði Þröstur að margir þeirra hefðu þokkaleg laun en ef samdráttur varn- arliðsins hefði til dæmis þá þýðingu að helmingi íslenskra starfsmanna yrði sagt upp störfum hefði það al- varlegt atvinnuleysi og tekjutap í för með sér. „Þetta mun hafa miklu meiri áhrif á Suðurnesjum og víðar. Margvísleg þjónustustarfsemi mun eiga undir högg að sækja, tekjutap mun verða hjá sveitarfélögum og ríkinu. Ef Bandaríkjamenn draga svona skyndilega úr starfseminni verðum við að horfast í augu við mjög alvar- legan hlut sem við verðum að vinna okkur út úr og fá til þess einhvern tíma. Ég tel einnig að við þyrftum að fá einhverskonar greiðslur frá Bandaríkjunum," sagði Þröstur. Gert er ráð fyrir minnkandi um- svifum varnarliðsins í þjóðhagsáætl- un fyrir þetta ár en að sögn Jakobs Gunnarssonar í Seðlabankanum hafa áætlanir að undanförnu gert ráð fyr- ir um 5% samdrætti í rekstri og við- haldi hjá varnarliðinu árlega á næstu þremur árum. Að sögn Jakobs hafa þó tekjur af varnarliðinu farið vax- andi í hlutfalli við aðrar útflutnings- tekjur íslendinga á síðari árum þrátt fyrir að dregið hafi verið úr starfsemi Matvælakaup Varnarliðsmenn kaupa íslenskar matvörur fyrir 85,8 miUjónir. varnarliðsins og verið á bilinu 7-8% útflutningstekna. Viðmælendur blaðsins sögðu erfitt að leggja mat á hvaða áhrif hugsan- leg 1.400 manna fækkun varnarliðs- manna hefði. Að sögn Jakobs er minnihluti tekna af varnarliðinu vegna útgjalda varnarliðsmanna til neysluþarfa. Þórður Friðjónsson sagði að starfsfólk hjá varnarliðinu væri mjög hátt hlutfall af heildar- vinnumarkaðinum á Reykjanesi. Hugsanlegur samdráttur kynni því að hafa marghliða áhrif bæði á at- vinnu og efnahagslífið í heild. Milljarður í rekstur flugvallar Auk þess beina og óbeina tekju- taps sem hlytist af stórfelldum nið- urskurði á Keflavíkurflugvelli myndi ýmis kostnaður leggjast á íslenska aðila, sem Bandaríkjamenn hafa til þessa borið. Þar vegur þyngst kostn- aður við rekstur Keflavíkurflugvall- ar. Bandaríkjamenn greiða allan rekstrarkostnað vallarins sem nam 700-800 milljónum kr. á síðasta ári en á yfirstandandi ári er hann áætl- aður mun hærri, eða ríflega einn milljarður kr., skv. upplýsingum Morgunblaðsins. íslendingar hafa aftur á móti annast kostnað vegna flugumsjónar og lendingartækja vegna blindflugs á vellinum, sem hefur numið um 200 millj. kr. skv. upplýsingum Péturs Guðmundssonar flugvallarstjóra. 140 starfsmenn vinna í slökkviliði og við snjóruðning á Keflavíkurvelli. Bandaríkjamenn eiga húsnæði og tækjabúnað flugstjórnarinnar. Þeir greiða allan kostnað vegna slökkvil- iðsins og bera allan kostnað af við- haldi flugbrauta, akbrauta, flugvéla- stæða, snjóhreinsun, hálkuvörnum og viðhaldi ljósabúnaðar. Fyrirhug- aðar eru framkvæmdir við malbikun flugbrauta á þessu ári sem áætlað er að kosti um 300 milljónir króna en ekki hefur fengist staðfest hvort bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt fjárveitingu til þess verkefnis. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra vék að kostnaði við rekst- LASER TÖLVUR Á EINSTÖKU VERÐI Laser 486sx 25 Mhz 128kb-cache Lággeisla svga skjár, 3,5" drif 107 Mb diskur - lykilborð, mús MS DOS 5.0 MSWindows3.1 v PcTools7.1 KR: 124-900 verö miöast vtð stagr. og meö vsk. ¦ ¦ ::¦:¦:¦¦::¦:¦¦. .¦.-:>: WWwífe ¦¦ TÆKNI- 0G T0LVUDEILD & Heimilistæki hf. SÆTÚNI 8 • 105 REYKJAVÍK • slmi 69 15 00 • beinn slmi 69 14 C0 • fax 69 15 55 Söluaðilar: PÓLLINN hf. (safirði • NAUST hf. Akureyri ¦ ¦ y-k mm aa %J—mm ¦¦ /\T«m ¦¦ VXti ur flugvallarins á fréttamannafundi í gær og sagði: „Ef við gefum okkur þá forsendu að við vildum halda vell- inum opnum allan ársins hring og halda uppi slökkviliði, snjóhreinsun og hálkuvörnum, viðhaldi flug- og akstursbrauta, aðflugsbúnaði og flugbrautarljósum, þá getum við ætlað að þetta kosti um 650 milljón- ir króna á ári. En það segir ekki alla söguna. Ef við erum að velta því fyrir okkur hvað það myndi kosta Islendinga að taka að fullu við rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar, yrði sú upphæð umtalsverð, án þess að ég vilji nefna hana." Bandaríkjamenn hafa sett fram óskir um að komist verði hið fyrsta að samkomulagi um „réttláta og sanngjarna" skiptingu kostnaðar yegna reksturs Keflavíkurflugvallar. í kjölfar loka kalda stríðsins séu rúm 40% umferðar um völlinn borgara- legt flug. Þetta kom fram í viðræðum sérskipaðrar nefndar utanríkisráð- herra og fulltrúa bandarískra stjórn- valda á síðasta ári. íslenska viðræðu- nefndin lýsti hins vegar yfir að gera yrði greinarmun á sparnaði og kostn- aðarþátttöku en íslendingar væru reiðubúnir til samvinnu um hið fyrr- nefnda. Björgunarsveitin úr landi Ef raunin verður sú að flugfloti Bandaríkjahers á íslandi verður allur fluttur á brott mun þyrlubjörgun- arsveit varnarliðsins einnig hverfa af landi brott skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Hún hefur til um- ráða eina eldsneytis- og birgðaflutn- ingavél og fjórar björgunarþyrlur. Á árinu 1990 bjargaði þyrlubjörgunar- sveitin tveimur mönnum úr lífsháska en önnur aðstoð var veitt tíu sinnum. 1991 var níu mönnum bjargað úr háska en önnur aðstoð var veitt í 14 tilvikum og á síðasta ári var sex mönnum bjargað úr háska en önnur aðstoð veitt í einu tilviki. Samtals hefur björgunarsveitin bjargað 256 mannslífum síðan hún var stofnuð árið 1971 og af þeim fjölda var rúm- lega helmingurinn íslendingar. Sáralítil áhrif áESSO MINNKANDI umsvif varnarliðsins ; á Keflavíkurflugvelli hafa sáralitil : áhrif á veltu Olíufélagsins hf. j (ESSO) að sögn Geirs Magnússon- ar, forstjóra félagsins. Bandaríkja- | her hefði fyrir nokkrum árum ákveðið að fara þá leið að bjóða út eldsneytiskaup fyrir allar her- stöðvar sínar og samningur ESSO við varnarliðið fæli þannig ein- göngu í sér rekstur eldsneytis- afgreiðslustöðvar sem sæi iini her- flugvélarnar. „Þetta er þannig fyrst og fremst spurning um at- vinnutækifæri," sagði Geir, en á afgreiðslustöðinni vinna 30 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.