Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 48
c^ ^ - L[\ LÉTTÖL ^ *fguflM*frife Gæfan fylgi þér i umferðinni SJOVA LMENNAR _________L MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÖSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FOSTUDAGUR 7 MAI 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Bátur í höfn Sjávarútvegsráðherra telur engan vafa á að þessi bátur fari aftur á veiðar Þorsteinn Pálsson Hvalur verður veiddur að nýju ÞORSTEINN Pálsson sjávar- útvegsráðherra segir að það sé enginn vafi á því að hval- yeiðar verði hafnar á ný við Island. 'ilins vegar sé ekki búið að taka ákvörðun um hvenær veiðarnar hefjist en hann reiknar með að byrjað verði á hrefnuveiðum. Hvað varðar að Norðmenn sleppa við hótanir frá Banda- ríkjamönnum þrátt fyrir að fá á sig staðfestingarkæru bendir Þorsteinn á að sama staða hafi komið upp er vísindaveiðar ís- lendinga voru stundaðar. Þá gaf viðskiptaráðuneyti Banda- ríkjanna út staðfestingarákæru á hendur íslendingum en Bandaríkjaforseti kom í veg fyrir að viðskiptaþvinganir yrðu heimilaðar. Sjá bls. 16 og 17. 35 sóttu um ábúð í Skálholti ÞRJÁTIU og fimm umsóknir bárust til biskupsstofu þegar auglýst var eftir ábúanda að jörðinni Skálholti en Björn Er- lendsson er að bregða þar búi af heilsufarsástæðum. 1~| Kirkjan byggir jí^ jörðína en ábúandi rekur búið fyrir eigin reikning og kaupir bústofn og tæki. Auk þess sinnir ábúandinn ýmsum störfum í tengslum við rekstur kirkjunnar á staðnum og fær sérstaklega greitt fyrir. Fólkið sem sækir um ábúð í Skál- holti er úr flestum landshlutum, Sunnlendingar þó fjölmennastir. Þýðing varnarliðsins í Keflavík fyrir þjóðarbúið Tekjurnar heldur meiri en af ÍSAL TEKJUR íslendinga af varnarliðinu á Keflavikurflugvelliá þessu ári eru heldur meiri en af útflutningi Islenzka álfélagsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna varnarliðsins 9,8 millj- örðum króna, sem svarar til um 8% af útflutningstekjunum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að ef tekjurnar snöggminnkuðu, leiddi það til mikillar röskunar í þjóðarbúskapnum. Tekjur af varnarliðinu svara til tekna af 100.000 tonna þorskveiði, sem er helmingur leyfilegs afla í ár. Bandaríkjamenn greiða rekstur Keflavíkurflugvallar, að undan- skildum kostnaði vegna flugum- sjónar og blindflugslendingartækja. Greiðslur Bandaríkjamanna í rekst- urinn nema líklega milljarði á þessu ári, en hlutfall borgaralegs flugs af umferð um völlinn er nú 40%, og hafa Bandaríkjamenn óskað eft- ir kostnaðarþátttöku Islendinga. 60% af tekjum hitaveitunnar Sveitarstjórnarmenn á Suður- nesjum eru mjög uggandi vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á Kefla- víkurflugvelli. Bæði myndi slíkt þýða tekjumissi fyrir sveitarfélögin og stóraukið atvinnuleysi. Forystu- menn verkalýðsfélaga segja að ís- lenzkir starfsmenn varnarliðsins hafi að engu að hverfa, missi þeir vinnuna. Sem dæmi um þátt varn- arliðsins í umsvifum á Suðurnesjum má nefna að 60% af tekjum Hita- veitu Suðurnesja koma frá varnar- liðinu. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segir að ekki sé tíma- bært að ræða brottför varnarliðsins að fullu og öllu. Stjórnarandstaðan gagnrýnir utanríkisráðherra og for- mann utanríkismálanefndar Al- þingis fyrir að halda upplýsingum um fyrirhugaðan niðurskurð á Keflavíkurflugvelli leyndum fyrir utanríkismálanefnd. Sjá „Niðurskurður fyrirhugað- ur hjá Varnarliðinu" á bls. 18-21 og 24-25. Morgunbl aðið/ Sverrir Eignarhaldsfélag stofnað á Suðurnesjum EIGNARHALDSFELAG Suðurnesja hf. var stofnað í Keflavík í gærkvöldi. Heildarhlutafé er 115,4 niill jónir og heimilt er að auka það i allt að 200 milh'ónir. Tilgangur f élagsins er að efla atvinnulíf á Suðurnesjum með hlutafjárkaupum í fyrirtækj- um, lánveitingum og öðrum hætti, sem eflt getur atvinnulifið með arðsemismarkmið í huga. Stofnfé- lagar eru 49 og lagði Keflavíkurbær fram stærstan hlut, 49 milMónir. Njarðvíkurbær leggur fram 16 miilj. og Grindavík 14 millj. Á fundinum var kosin fimm manna stjórn og hana skipa Valþór Sðring Jónsson úr Njarðvík, Jón Gunnar Stefánsson, Grindavík, Sigurður Ásbjarnarson, Sandgerði, Guðjón Ólafsson og Gunnar Sveinsson úr Keflavík. Sigurður Sveinsson, FH, skorar. FH jafnaði FH-INGAR sýndu sínar bestu hliðar í annarri viðureigninni gegn Val um íslandsmeistaratit- ilinn, sem fór fram í gærkvöldi og unnu 33:26 i framlengdum leik. Staðan er því jöfn, 1-1, en liðið, sem sigrar í þremur leikjum, verður Islandsmeistari. Heimamenn höfðu undirtökin all- an leikinn en Valsmenn gerðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu áður en yfír lauk. í framlengingunni höfðu FH- ingar öll völd og skoruðu úr 10 af 12 sóknum. Sjá nánar á bls. 47. ? ? ? Þrír útlend- ingar gjald- gengir með landsliðinu ALÞINGI samþykkti seint í gær- kvöldi frumvarp tU laga um veit- ingu ríkisborgararéttar og öðluð- ust þá m.a. þrir knattspyrnumenn frá fyrrum Júgóslavíu íslenskan ríkisborgararétt. Leikmennirnir eru Luca - Kostic, miðvörður íslandsmeistara ÍA, sem var kjörinn besti leikmaður 1. deild- ar í fyrra, Izudin Deivic, bakvörður hjá KR, og Salih Porca, miðjumaður í Fylki. Ríkisborgararéttur þeirra gerir það að verkum að þeir geta leikið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Kínverjinn Hou Xiao Fei, þjálfari ÍS í blaki, fékk einnig íslenskan ríkis- borgararétt. Hækkun jensins góð bú- bót fyrir rækjuseljendur JAPANSKA jenið hefur hækkað um 30% frá því í fyrrasumar og orðið útflytjendum á heitfrystri rækju til Japans góð búbót. Geng- ishagnaður þeirra mældur í íslenskum krón- um ínilli ára nemur næstum hálfum millj- arði króna. í fyrra voru seld um 4.000 tonn af heilfrystum rækjuafurðum frá Islandi til Japans og reiknað er með að sama magn fari þangað í ár. Teitur Gylfason, sölustjóri hjá íslenskum sjáv- arafurðum, segir að þokkalegt verð fáist nú fyrir rækju í Japan og er verð fyrir stærstu rækjuna, eða 50-70 stykki í kílói, sérstaklega gott. „Hins vegar ber að geta þess að fyrir tveimur árum lækkaði verð á rækju verulega í jenum, sérstaklega á þeim stærðum sem við veiðum og það var lágt lengi á eftir," segir Teitur. „Nú hefur það stigið aftur og það sam- hliða hækkandi gengi jensins á móti krónunni hefur komið sér vel fyrir okkur." Minnsta rækjan hækkar minna Verð á stærstu rækjunni liggur nú á bilinu 2.200-2.500 jen fyrir kílóið og á næsta flokki fyrir neðan, 70-90 stk. í kílói, hefur verðið stig- ið upp í 960 jen fyrir kíló. Hins vegar hefur verð á minnstu rækjunni hækkað n\jög lítið og er lágt eða 540 jen fyrir kíló. í íslenskum krón- um er verðið mjög gott og nær 30% hærra en í fyrra vegna gengisþróunarinnar. „Japans- markaður fyrir rækju er erfiður og hefur verið það undanfarin tvö ár og hvort þetta verð held- ur sér á eftir að koma í ljós," segir Téitur. Lítil veiði á Dorhnbanka Eiður Sveinsson, skipstjóri á rækjutogaranum Klöru Sveindóttur, segir að aflabrögðin á úthafs- rækjunni síðustu vikurnar hafí verið misjöfn og fremur lítið hafí veiðst á Dorhnbanka síðustu daga. Klara var þar á veiðum fyrir rúmlega viku og fékk ágætan afla eða 30 tonn og var aflaverðmætið um 11,5 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.