Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993
Fyrirhugaður niðurskurður hjá Varnarliðinu
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkísráðherra
Viðræður hefjast
innan mánaðar
Sendiráðið í Washington gerði viðvart um niður-
skurðaráform bandarískra stjórnvalda 16. apríl
JÓN BALDVIN Hannibalsson utanríkisráðherra staðfesti
forsíðufrétt Morgunblaðsins um fyrirhugaðan niðurskurð
til varnarliðsins í Keflavík á blaðamannafundi í gær. Sagði
ráðherra langt síðan starfsmenn utanríkisráðuneytisins
hefðu gefið sér þá vinnuforsendu að gerbreyttar aðstæður
í heiminum kynnu að leiða til þess að breytingar gætu
orðið á starfsemi varnarliðsins. Sagðist hann ekki geta
sagt til um hversu miklar breytingar yrðu gerðar en sagði
ótímabært að ræða hvort þær leiddu til brotthvarfs banda-
ríska hersins. Bjóst ráðherra við að viðræður milli ís-
lenskra og bandarískra stjórnvalda hæfust í þessum mán-
uði eða næsta.
Tilefni blaðamannafundarins
var að sögn utanríkisráðherra for-
síðufrétt Morgunblaðsins í gær-
morgun. Sagði ráðherra fréttina
ekki koma á óvart þar sem langt
væri síðan ráðuneytið hefði farið
að reikna með því að breytingar
gætu orðið á veru varnarliðsins.
„Fyrstu viðbrögð við fyrirhug-
uðum breytingum voru þegar árið
1990, þegar við beittum okkur
fyrir breyttri skipan Aðalverktaka.
í annan stað skipaði ég í júní á
síðasta ári nefnd til þess að skoða
öryggismálastefnu íslendinga í
ljósi breyttra aðstæðna og einnig
til að leita upplýsinga um breytt
viðhorf hjá helstu samstarfsaðilum
okkar, hjá NATO, Bretum, Banda-
ríkjamönnum, Norðmönnum. Auk
þess mun nefndin, í ljósi nýjustu
upplýsinga, velta fyrir sér þeirri
spumingu hvort ástæða sé til þess
af okkar hálfu að endurmeta ör-
yggisstefnu okkar. Nefndin skilaði
áliti 10. mars og hafði lokið störf-
um sínum áður en unnt var að
koma á pólitískum viðræðum við
nýja ríkisstjóm í Bandaríkjunum.
Var ráð fyrir því gert að til slíkra
viðræðna yrði að efna. Gefín var
út sameiginleg yfírlýsing af hálfu
bandarískra stjómvalda og ís-
lenskra um niðurstöðumar. Þar
sagði að báðir aðilar ítrekuðu
áframhaldandi mikilvægi þess
samstarfs sem byggist á varnar-
samningum 1951. Bent var á að
varnarsamstarf hefði sérstaklega
mikilvægu hlutverki að gegna sem
liður í öryggiskerfínu. Engu að
síður var með vísan til þeirrar
óvissu sem ríkir, vikið að því að
við gætum búist við breytingum á
starfsemi vamarliðsins, Þar segir
m.a. að skýrt hafi komið fram hjá
bandarískum stjórnvöldum að
breyttar aðstæður dragi ekki úr
þeirri skuldbindingu Bandaríkj-
anna í varnarsamningnum að
tryggj^ varnir lands og þjóðar.
Jafnframt valdi niðurskurður á
fjárveitingum til landvarna því að
ekki er unnt að útloka frekari sam-
drátt en þegar hefur orðið í Kefla-
vík. Þegar þessi skýrsla var rædd
í Alþingi sagði ég að færi svo að
hersveitir Bandaríkjanna hyrfu á
brott eða hernaðarlegri nærveru
þeirra á meginlandi Evrópu lyki,
þá væri samt sem áður nauðsyn-
legt að tryggja öryggi siglinga-
leiða þvert yfír Atlantshaf. Þetta
væm grundvallarforsendumar,
þetta þyrfti alls ekki að þýða að
ekki gætu orðið breytingar á starf-
semi varnarliðsins hér, þvert á
móti. Við skyldum búa okkur und-
ir það að þær gætu orðið mjög
verulegar í framhaldi af því sem
þegar hefði orðið.“
Missagnir leiðréttar
Jón Baldvin sagði frétt Morgun-
blaðsins vissulega ekki tilefnis-
lausa, en rétt væri að leiðrétta
nokkrar missagnir í henni. „Sagt
er að upphaf málsins hafí verið
skeyti sem borist hafí til íslenskra
stjórnvalda frá stjómvöldum í
Bandaríkjunum. Það er misskiln-
ingur, ekkert slíkt skeyti hefur
borist. í annan stað segir að við
höfum ákveðið að senda sendi-
nefnd til Washington og bandarísk
stjórnvöld á það fallist. Það er
misskilningur, ég kom að vísu í
aprílmánuði á fót starfshópi innan
utanríkisráðuneytisins sem hefur
það verkefni að undirbúa tillögur
okkar og greinargerðir um
hugsanlegar breytingar á þessari
starfsemi. Gerir starfshópurinn
ráð fyrir því að óska eftir að ná
fundum í Washington með viðeig-
andi aðilum nú á næstunni. í þriðja
lagi segir í fréttinni að tveir kost-
ir komi einkum til greina. Ef við
höfum betri upplýsingar en Morg-
unblaðið þá eru þeir fleiri en tveir.“
Aðdragandinn
Um aðdraganda þess að rætt
er um breytingar á varnarviðbún-
aði við ísland segir ráðherra að
föstudaginn 16. apríl síðastliðinn
hafi sendiráð íslands í Bandaríkj-
unum gert utanríkisráðuneytinu
grein fyrir því að samkvæmt heim-
ildum í bandaríska utanríkisráðu-
neytinu mætti vænta þess að
bandarísk stjórnvöld gerðu ein-
hveija grein fyrir tillögum sínum
í vamarmálum og að þær gætu
falið í sér allróttækar breytingar.
„Við fólum sendiherranum að leita
eftir fundum mánudaginn 19.
apríl, sem hann gerði, bæði í utan-
ríkisráðuneyti og varnarmálaráðu-
neyti. Þær viðræður leiddu til þess
að ég ákvað daginn eftir að kalla
fyrir mig 1. sendiráðsritara banda-
ríska sendiráðsins, Jon Gundersen,
og krefja hann sagna um það í
hveiju þessar hugsanlegu tillögur
væru fólgnar. Án þess að skýra
frá því í smáatriðum, staðfesti
hann að verið væri að vinna að
slíkum tillögum og að þær væru
byggðar á fyrirmælum um niður-
skurð eða spamað. Tillögurnar
væm unnar sem valkostir á vegum
allra þriggja meginarma banda-
ríska hersins, það er flughers, flota
og landhers. Engar endanlegar
ákvarðanir hefðu verið teknar,
bandarísk stjórnvöld myndu óska
eftir því að svokölluð Intra-
Service-nefnd, þ.e. nefnd hátt-
settra embættismanna þessara
þriggja arma kæmi til viðræðna.
Síðar hafa verið nefndar dagsetn-
ingar í byijun júní en ekki hefur
verið bundist fastmælum um þær,
þær henta mér ekki. Ég hef í stað-
inn óskað eftir því að áður en slík-
ar viðræður eigi sér stað, muni
starfshópur æðstu embættis-
manna utanríkisráðuneytisins ná
fundi með viðeigandi aðilum í
bandaríska utanríkis- og varnar-
málaráðuneytinu. Okkar hugmynd
er að það yrði í maí.“
Ekki tímabært að ræða brotthvarf hersins
GUNNAR Pálsson sendiherrat Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis-
ráðherra, og Róbert Trausti Arnason, forstöðumaður Varnarmála-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins, á blaðamannafundi ráðuneytis-
ins gær.
Allt frá óbreyttu ástandi til
áframhaldandi fækkunar
Jón Baldvin sagði tillögur
Bandaríkjamanna geta verið
fólgnar í ólíkum kostum, allt frá
óbreyttu ástandi til áframhaldandi
fækkunar í liði flughers sérstak-
lega. Til þess að starfsemi flug-
sveitar verði breytt með þeim
hætti að hún eigi „lögheimili" á
Keflavíkurflugvelli, þá verði hún
farandsveit sem sinni verkefnum
víðar en hér. „Einn kosturinn er
sá að F-15 flugsveitin hverfí af
landi brott ásamt því sem henni
fylgir. En væntanlega myndi það
kalla á einhveija samninga um það
hvemig og hvenær það gerist og
hvemig Bandaríkin hyggist standa
við skuldbindingar sínar gagnvart
varnarsamningi við breyttar að-
stæður.
Þetta þýðir einfaldlega að við
gerum ráð fyrir því að nú á næst-
unni verði efnt til samráðs og
samningaviðræðna milli íslenskra
og bandarískra stjórnvalda um
væntanlegar breytingar. Við get-
um ekki á þessari stundu fullyrt
neitt hvaða kostur verði ofan á,
hver niðurstaðan verði. Það verður
einfaldlega að ráðast af nánara
samráði og viðræðum í þessum og
næsta mánuði."
Breytingar varða öryggis- og
efnahagsmál
Ráðherra segir þetta í samhengi
við heildarendurskoðun á varnar-
stefnu, annars vegar Bandaríkj-
anna og hins vegar bandalags lýð-
ræðisríkjanna sem búast má við
að verði reynt að leiða til niður-
stöðu um mitt þetta ár. „Breyting-
ar á starfsemi varnarliðsins hafa
auðvitað margvísleg áhrif, þetta
er stórt mál sem varðar ekki að-
eins öryggisstefnuna heldur einnig
starfsöryggi þess starfsfólks sem
starfað hefur hjá Varnarliðinu,
verktaka, þjónustufyrirtækja
o.s.frv. Og í Ijósi þessa ástands
sem nú ríkir í efnahags- og at-
vinnumálum á íslandi geta áhrifin
verið mikil og þess vegna skiptir
miklu máli að þessar viðræður
fari sem fyrst af stað til þess að
óvissu verði eytt og niðurstaðan
liggi fyrir sem fyrst, hver svo sem
hún kann að vera.“
Upphaf þess að varnarliðið
hverfi á brott?
Aðspurður um hvort ekki væri
um að ræða upphafið að brottför
hersins af landi brott sagðist Jón
Baldvin ekki geta svarað á þessari
stundu. „Sérstaða okkar er að við
höfum tvíhliða vamarsamning.
Vissulega er hægt að segja þeim
samningi upp, það er 18 mánaða
ferli en við höfum ekki ástæðu til
að ætla að þetta sem nú er verið
að ræða sé upphafið að því.“
Er ráðherra var spurður hvort
óskað yrði eftir því að flugvélar
verði ekki fluttar_ á brott, sagði
hann að tillögur íslendinga yrðu
fyrst og fremst um það að þetta
væri þáttur af fjárhagslegri endur-
skoðun og niðurskurði útgjalda.
„Fyrir utan hið eiginlega öryggis-
hlutverk varnarliðsins er Keflavík-
urflugvöllur alþjóðlegur flugvöllur,
kostaður af Bandaríkjunum. Það
er dýrt að reka þann flugvöll allan
ársins hring og ég geri ráð fyrir
það sé eitt af því sem við munum
ræða.“
BESTU KAUPIN í
LAMBAKJÖTI
Ótal möguleikar á
matreiðslu, alltaf
meyrt og gott, aðe*
484% í næstu