Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 34
3ái
Halldóra Asmunds-
dóttír — Minning
Fædd 8. apríl 1896
Dáin 26. apríl 1993
Halldóra Ásmundsdóttir lést á
Dvalarheimilinu Seljahlíð í Reykja-
vík 26. apríl sl. níutíu og sjö ára
að aldri. Hún fæddist á Hnappavöll-
um í Öræfasveit árið 1896 og var
önnur í röðinni af sex börnum hjón-
anna Þuríðar Runólfsdóttur, f. 1868
á Heiði á Síðu, og Ásmundar Dav-
íðssonar, f. 1860 á Rauðabergi í
Fljótshverfí. Bömin auk Halldóru
voru Runólfur, f. á Hnappavöllum
1894, Jón, f. 1897 á Hnappavöllum,
lést ungur, Róshildur, f. 1901, lést
tveggja ára, Jóhanna Róshildur, f.
á Hofí 1906, og Davíð, f. á Hofí
1908.
Þuríður móðir Halldóru átti ættir
að rekja til íbúa á Síðu, í Fljóts-
hverfí og Skaftártungu. Langafí
hennar var Jón Jónsson bóndi í Hlíð
í Skaftártungu, en hann var giftur
Ragnhildi Gísladóttur frá Geirlandi.
Þau áttu fjórtán börn, þar af kom-
ust ellefu á legg en þijú létust ung.
Frá þeim Hlíðarhjónum er komin
svonefnd Hlíðarætt, mikill ættbálk-
ur. Forfeður Ásmundar Davíðssonar
komu úr sveitum austan Mýrdals-
sands og Öræfum. Afí hans var
Steingrímur Halldórsson, f. 1750
og bjó á Hnappavöllum. Hann var
giftur Ólöfu Þorvarðardóttur frá
Hofí, f. 1750. Jón sonur þeirra, f.
1777, var prestur í Hruna. Sr. Jón
Steingrímsson eldprestur kom hon-
um til mennta í Reykjavíkurskóla.
Halldóra ólst upp hjá foreldrum
sínum í Öræfum. Hjá þeim var
þröngt í búi og oft var skipt um
dvalarstað, því að lítið var um jarð-
næði. Árið 1922 flytjast foreldrar
Halldóm úr Öræfunum að Gröf í
Skaftártungu og vom þar í hús-
mennsku með hluta af fjölskyld-
unni. í Gröf bjuggu á þessum ámm
hjónin Ólöf Gísladóttir og Jóhannes
'Amason. Ólöf og Þuríður vom þre-
menningar af Hlíðarætt og er það
trúlega skýring á því, að þau flytj-
ast að Gröf. Runólfur hafði þá flust
suður, var á Eyrarbakka og síðan
ráðsmaður í níu ár hjá Þorleifí Guð-
mundssyni alþm. frá Háeyri. Var
einn af þeim sem bjargaði 10 sjó-
mönnum af breskum togara sem
strandaði skammt frá Þorlákshöfn
í janúar 1925. Fékk hann viðurkenn-
ingu frá Bretakonungi fyrir afrekið.
Árið 1927 gerðist Runólfur togara-
sjómaður í nokkur ár, en stundaði
síðan vinnu í landi. Meðal annars
var hann verkstjóri hjá kolaverslun.
Árið 1949 gerist hann starfsmaður
Olíufélagsins hf. og starfaði þar til
ársins 1970. Hann kvæntist 1939
Sveinbjörgu Vigfúsdóttur frá Flögu
í Skaftártungu. Þau eignuðust eina
dóttur, Sigrúnu Þuríði. Hún er móð-
ir Runólfs Birgis Leifssonar, fram-
kvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar
íslands. Runólfur Ásmundsson lést
1971. Davíð Ásmundsson dvaldist
með foreldmm sínum í Gröf og þar
áfram eftir að þau fluttúst suður,
en er síðan vinnumaður á Bplandi
1932 til 1947 er hann flyst til
Reykjavíkur og býr fyrst hjá Magn-
úsi og Halldóm systur sinni. Mjög
kært var á milli þeirra systkina.
Davíð gerðist starfsmaður Olíufé-
lagsins hf. og starfaði þar við góðan
orðstír í fjörutíu ár. Hann giftist
Jónínu Elísadóttur 1953. Hún lést
1974 um aldur fram.
Halldóra kom úr Öræfunum til
Víkur í Mýrdal 1917 og hafði ráðist
þangað sem starfsstúlka hjá sýslu-
mannshjónunum, Sigríði Bjöms-
dóttur og Sigurjóni Markússyni, en
hann var sýslumaður í Vík á ámnum
1914-1918. Þegar sýslumannshjón-
in fluttust frá Vík til Eskifjarðar
árið 1918 fluttist Halldóra með
þeim. í Vík hafði hún kynnst ungum
myndarlegum manni, Magnúsi
Jónssyni, og urðu þau kynni örlaga-
valdur í 'lífi Halldóm. Sú kynning
varð til þess að þau felldu hugi sam-
an og Magnús gerði sér ferð til
Eskifjarðar vorið 1919 til þess að
sækja heitkonu sína. Þau giftu sig
í Vík hinn 29. nóvember 1919.
Magnús var sonur hjónanna Jóns
Brynjólfssonar og Rannveigar Ein-
arsdóttur. Foreldrar Jóns vom
Brynjólfur Guðmundsson og Þor-
gerður Jónsdóttir ljósmóðir frá
Svartanúpi í Skaftártungu. Amma
Brynjólfs var Guðríður Ögmunds-
dóttir prests á Krossi í Landeyjum
presta-Högnasonar. Foreldrar
Magnúsar bjuggu fyrstu tvö árin
eftir giftingu á Litlu-Heiði hjhá
Brynjólfi og Þorgerði, en fluttust
síðan að Höfðabrekku 1894. Rann-
veig móðir Magnúsar hafði fengið
í arf frá Einari föður sínum á Strönd
í Meðallandi hluta af Höfðabrekk-
unni sem hafði áður fyrr verið í eigu
Magnúsar Magnússonar
Dannebrogsmanns á Skaftárdal, en
hann var afí Rannveigar. Magnús
bar þannig nafn langafa síns frá
Skaftárdal. Rannveig og Jón Brynj-
ólfsson bjuggu í 13 ár á Höfða-
brekku. Þau eignuðust sjö böm sem
upp komust. Magnús var elstur,
fæddur 1893 á Litlu-Heiði, en hin
bömin sex á Höfðabrekku sem era:
Ólafur, f. 1895, er enn á lífi, Þor-
gerður, f. 1897, Brynjólfur, f. 1899,
er enn á lífí, Guðrún, f. 1900, Ein-
ar, f. 1902, og Steinunn, f. 1905.
Árið 1907 flyst Jón Brynjólfsson
með fjölskyldu sína frá Höfðabrekku
til Víkur að undanskildum Brynjólfí
sem dvaldist þar áfram næstu tvö
árin hjá Björgvin Vigfússyni sýslu-
manni, en hann hafði fest kaup á
jörðinni. Jón Brynjólfsson hafði
byggt sér íbúðarhús undir Víkur-
bökkum og sá nú fram á betri tíma,
þar sem Víkurþorp var í örri upp-
byggingu, verslanir höfðu risið þar
upp og róið var þaðan til físlqar á
nokkmm árabátum. Jón Brynjólfs-
son hafði lært trésmíði í Reykjavík
og hafði nú næga vinnu. Einnig
reri hann til fískjar. Hann varð síð-
ar vegavinnuverkstjóri. Þau Hall-
dóra og Magnús hófu búskap sinn
í húsi Jóns Brynjólfssonar árið 1919.
Magnús stundaði ýmsa vinnu sem
til féll, hafði árin áður unnið við
bókhald í verslunum í Vík. Hann
var vel ritfær og hagmæltur, og
eftir hann liggja vel ort kvæði, og
laghentur var hann við smíðar enda
varð það síðar hans ævistarf. Hann
tók þátt í félagsstörfum í Vík og
var m.a. virkur félagi í ungmenna-
félaginu. Halldóra og Magnús vom
myndarlegt par. Fegurðin geislaði
af Halldóra enda tíguleg á velli. Bar
hún að nokkm sérstakan fríðleik
Þuríðar móður sinnar. Segja mátti
að þau hjón samsvömðu sér vel, því
að Magnús var fríður sýnum, hár
og myndarlegur á velli.
Árið 1926 flytjast þau Halldóra
og Magnús til Reykjavíkur með fjöl-
skyldu sína. Þau fengu leigt hús-
næði á Njarðargötu 7. Magnús hóf
störf við húsasmíði. Árið 1930 flytj-
ast til þeirra foreldrar Halldóra,
Þuríður og Ásmundur, og Runólfur
sonur þeirra var þar þá til húsa.
Húsið á Njarðargötunni var ekki
stórt. Á hinn bóginn var oft fjöl-
mennt þar í heimili, auk gesta og
gangandi. Frændfólk og vinir úr
Oræfunum gistu þar oft, einnig
ættingjar úr Vík. En lengi fannst
iými fyrir nýjan gest er bar að garði,
því ef eitthvað skorti á húsrýmið,
kom á móti hið mikla hjartarými
Halldóm húsfreyju. Hún var óvenju-
leg kona ekki aðeins fyrir glæsileik-
ann, heldur ekki síður fyrir ótrúleg-
an dugnað og hina miklu mann-
kosti aðra sem hún hafði til að bera.
Það var oft þröngt í búi á Njarðar-
götu 7. Atvinna var stopul hjá fyrir-
vinnu heimilisins, ekki síst í krepp-
unni eftir 1930. Það er ekki ofsagt
að það var húsmóðirin, sívinnandi
utan heimilis sem innan, er gerði
gæfumuninn. Þess má líka geta, að
Þuríður móðir Halldóm var líka
starfsöm og létti undir við heimilis-
verkin. Hún bar ellina vel, lést 1960
þá níutíu og tveggja ára, en Ás-
mundur hafi látist árið 1936.
Þau Halldóra og Magnús eignuð-
ust fjögur börn. I Vík vom fædd
Sóley, f. 1920, hún lést skömmu
eftir fæðingu, Ásgeir Þórarinn, f.
1921, og Karl, f. 1924. Jón Reynir
fæddist í Reykjavík 1931. Drengim-
ir þrír gengu allir menntaveginn.
Ásgeir innritaðist í læknadeild
Háskólans, las læknisfræði árin
1941-1945, en innritaðist eftir það
í lagadeild og varð cand. juris 1951.
Hann giftist Guðfinnu Ingvarsdótt-
ur árið 1951 og áttu þau þijú böm:
Dóra, fulltrúa í utanríkisráðuneyt-
inu, gift Birni I. Jósefssyni; Ingvar,
verslunarmann, giftur Guðbjörgu
Haraldsdóttur; _og Pálínu Ásu,
hjúkmnarkonu. Ásgeir starfaði m.a.
hjá Olíufélaginu hf., var fram-
kvæmdastjóri skrifstofu Sambands
ísl. samvinnufélaga í Kaupmanna-
höfn í nokkur ár, síðan fram-
kvæmdastjóri Samvinnutrygginga
frá 1957 til 1974. Varð fram-
kvæmdastjóri Bæjarútgerðar
Reykjavíkur 1974 um eins árs skeið
en réðst síðan framkvæmdastjóri
Jámblendifélagsins _hf. þegar það
var stofnað 1975. Ásgeir lést árið
1976, langt um aldur fram.
Karl gekk menntaveg iðnaðarins,
útskrifaðist úr Vélskóla íslands með
fyllstu réttindi. Hann var um tíma
vélstjóri á skipum Sambandsins,
starfaði síðar hjá ÍSAL í Sviss og
hér heima, en hefur síðustu áratug-
ina verið vélfræðingur Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Hann giftist Jón-
ínu Waagfjörð og eiga þau tvær
dætur. Kristínu Dóm, gift Halli
Birgissyni, og Solveigu Ástu, sam-
býlismaður hennar er Allan Deis.
Þau búa í Kaupmannahöfn.
Jón Reynir lagði stund á efna-
verkfræði og lauk bachelor-prófí frá
Minning
Elín Snæbjöms-
dóttír frá Ólafsvík
Fædd 30. nóvember 1913
Dáin 25. apríl 1993
Elín Snæbjörnsdóttir fæddist 30.
nóvember 1913 í Ólafsvík á Snæ-
fellsnesi og lést sunnudaginn 25.
apríl sl. í Vífilsstaðaspítala eftir
langvarandi veikindi.
Foreldrar hennar vom Snæbjörn
Eyjólfsson, sjómaður í Bakkahúsi í
Ólafsvík, ættaður frá Tröð í Eyrar-
sveit, fæddur 26. apríl 1880, dáinn
20. desember 1958, og kona hans,
Guðmunda Jónatansdóttir, fædd 24.
febrúar 1875 á Hellu í Bemvík,
dáin 30. júní 1942 í Reykjavík. Al-
systkini Elínar vora Eyjólfur verk-
stjóri í Ólafsvík, sem lést 1983, og
Halla hjúkmnarkona og fyrsti
hjúkmnarforstjóri Blóðbankans í
Reykjavík frá 1953 til 1980, en hún
dveist nú á hjúkmnarheimilinu
Skjóli. Hálfsystir Elínar i móðurætt
var Hjálmfríður Eyjólfsdóttir hús-
móðir og hótelstjóri í Bjarkarlundi,
en hún Iést árið 1986.
Um ætt Elínar vísast að öðm leyti
til niðjatals Gríms Jónssonar og
Guðrúnar Gunnarsdóttur í bókinni
„Þijú niðjatöl af Snæfellsnesi".
Elín ólst upp hjá foreldmm sínum
í Ólafsvík, en 8. október 1932 gift-
ist hún eftirlifandi eiginmanni sinum
Guðbrandi Vigfússyni, sem fæddur
er 27. desember 1906 á Kálfárvöll-
um í Staðarsveit. Guðbrandur
stundaði á þeim ámm sjómennsku
og búskap í Ólafsvík, en síðar vél-
smíði og var þar oddviti i mörg ár.
Dóttir þeirra er Guðrún Hildur, fædd
15. febrúar 1934, og er hún einka-
bam foreldra sinna. Guðrún giftist
árið 1955 Jóhanni Kristni Ólasyni
frá Þingmúla í Skriðdal, en hann
lést árið 1969. Sambýlismaður
hennar nú er sá sem þessar línur
ritar. Guðrún er starfsmaður á
hjartarannsóknardeild Landspítal-
ans.
Á heimili Elínar og Guðbrands í
Ólafsvík áttu mörg ungmenni at-
hvarf um lengri eða skemmri tíma.
Lengst dvaldist hjá þeim bróðurson-
ur Guðbrands, Óskar Vigfússon
núverandi formaður Sjómannasam-
bands íslands, sem var hjá þeim í
um sjö ár á æskuámm sínum. Yfír-
leitt má ségja að þeir sem yngri em
í fjölskyldunni hafi verið mjög
hændir að þeim hjónum og sýnt
þeim mikla ræktarsemi, m.a. í því
að láta böm sín heita nöfnum þeirra.
Þá hafa þeir sem og aðrir sýnt El-
ínu mikla umhyggju í veikindum
hennar með heimsóknum og á ann-
an hátt.
Guðbrandur og Elín fluttust til
Reykjavíkur árið 1965. Bjuggu þau
fyrstu árin á Laugarásvegi, en
keyptu árið 1968 íbúð á Bústaða-
vegi 105 og hafa búið þar síðan.
Elín vann húsmóðurstörf í Ólafsvík
og deildi þá lífi sjómannskonunnar,
sem á mann sinn á sjónum, oft í
vondum veðmm. Eftir að þau flutt-
ust til Reykjavíkur vann hún í nokk-
ur ár í eldhúsinu á Borgarspítalan-
um, en þá vann Guðbrandur einnig
á Borgarspítalanum við ýmis störf,
einkum við viðgerðir á tækjum og
áhöldum. Líkaði þeim báðum vel á
þeim vinnustað.
Undirritaður hefír þekkt þau El-
ínu og Guðbrand í 17 ár. Tókst fljót-
lega mjög góð vinátta okkar á milli,
sem einnig hefir náð til bama minna
og bamabarna. Það sem mér hefír
aðallega fundist einkenna þau er
hve samtaka þau vom í að vera
fremur veitendur en þiggjendur.
Heimili þeirra var samastaður ætt-
ingja og vina af Snæfellsnesi, sem
komu til Reykjavíkur, og einnig
þeirra sem flust hafa suður. Þá
hafa þau eignast góða vini hér í
Reykjavík. Nákomnir ættingjar
Elínar em ekki margir, en mjög
samheldnir. Mjög kært var með
þeim systkinum Elínu og Eyjólfi og
dætram hans tveimur. Ætt Guð-
brands er hins vegar fjölmenn og
einnig mjög samheldin. Hefí ég ekki
kynnst jafn sterkum íjölskyldu-
tengslum og hjá þeim hjónum og
ættingjum þeirra. Þótti öllum skyld-
um sem óskyldum sem kynntust
þeim mjög vænt um þau og heim-
sóttu þau oft. Því var oft gestkvæmt
á heimili þeirra og nutu þau þess
að taka á móti gestum.
Elín og Guðbrandur em af þeirri
kynslóð, sem vildi ekki skulda nein-
um neitt og borgaði reikninga sína
strax, helst áður en þeir bámst. Hjá
þeim þekktust því hvorki drátt-
arvextir né vanskil. Þetta hefír
reynst þeim happadijúgt, því alltaf
voru til peningar í gömlu buddunni
hans Guðbrands til að borga það
sem borga þurfti og til að víkja
nokkrum seðlum að börnunum í fjöl-
skyldunni, þótt tekjurnar væm ekki
miklar. Stundum var hér um stærri
upphæðir að ræða. Alltaf vom þau
reiðubúin til að rétta hjálparhönd,
ef á þurfti að halda, fremur en
að eyða í einvem óþarfa fyrir sig
sjálf. í þessum efnum sem öðmm
vom þau mjög samtaka og höfðu
ætíð samráð, örlætið var þeim
báðum í blóð borið.
Ólafsvík var Elínu alla tíð mjög
kær og þangað fóm þau í heimsókn
til ættingja og vina eins oft og þau
gátu eftir að þau fluttust suður. Á
unglingsámm sínum dvaldist Guð-
brandur í nokkur ár á Búðum á
Snæfellsnesi hjá Finnboga Láms-
syni, sem bjó þar stórbúi. Tók hann
miklu ástfóstri við þann stað. Eftir
að þar var opnað hótel, reyndu þau
Elín alltaf að komast þangað í
nokkra daga á hveiju sumri, eins
lengi og heilsa hennar leyfði. Besta
sumarfrí, sem þau gátu hugsað sér,
var að heimsækja æskustöðvamar
á Snæfellsnesi.
í nágrenni Reykjavíkur áttu þau
sér einnig draumastað, en sá staður
heitir Varmhólar og er undir hlíðum
Esjunnar við Kollafjörð. Þangað
fóru þau oft um helgar, þegar veðr-
ið var gott, tvö ein með kaffíð sitt
og nutu veðurblíðunnar. Síðasta
ferð þeirra þangað saman var á síð-
astliðnu sumri, þegar Elín var heima
í nokkrar vikur.
Elín var ákaflega minnug og fróð
um menn og málefni, bæði í nútím-
anum og frá yngri árum. Var
ánægjulegt að heyra hana segja frá
ýmsu sem gerðist á ámnum í Olafs-
vík. Skyldfólkið leitaði líka alltaf til
hennar, ef upplýsingar vantaði um
eitt og annað varðandi atburði eða
ættfræði. Þá hafði hún mikið yndi
af ýmisskonar tónlist og kunni einn-
ig ógrynni af ljóðum.
Elín átti við mikii veikindi að
stríða frá því á árinu 1986, en eink-
um vom síðustu tvö árin henni mjög
erfíð. Aldrei kvartaði hún undan
veikindum sínum og hafði orð á
því, að hún hefði átt svo góða daga
og fyrir það bæri að þakka. Hún
dvaldist á Vífilsstaðaspítala frá því
í febrúar 1991 að undanteknum sex
vikum á síðasta sumri, þegar hún
gat verið heima á Bústaðaveginum.
Oft var heilsa hennar það slæm, að
henni var vart hugað líf til næsta
dags, en hún var ótrúlega sterk og
jákvæð og alltaf hresstist hún þess
á milli, stundum það mikið, að hún
gat komist heim á Bústaðaveginn
eða dagstund til okkar í Eikjuvog.
Síðast kom hún til okkar um miðjan
febrúar. Á hveijum degi komu alltaf
einhveijir til hennar í heimsókn á
spítalann og Guðbrandur ók daglega
til Vífílsstaða, hvenig sem viðraði.
Eftir rúmlega sextíu hamingjuár
hefír hann nú misst mest allra.
Á Vífilsstöðum fékk Elín mjög
góða aðhlynningu. Starfsfólkinu þar
er þakkað einstaklega hlýlegt við-
mót, bæði gagnvart henni og okkur
aðstandendum hennar allan þann
tíma sem hún var á Vífilsstöðum.
Þökkum við sérstaklega fyrir að fá
að vera hjá henni síðustu stundirn-
ar sem hún lifiði og þá nærgætni
og hlýjp, sem okkur var sýnd.
Blessuð sé minning Elínar Snæ-
björnsdóttur.
Guttormur Þormar.
Snemma á árum íslandsbyggðar
mun sjósókn hafa orðið mikil á Snæ-
fellsnesi og hefur þar komið til, að
þá eins og nú hefur verið stutt á
miðin. Búseta fólks hefur því fyrst
og fremst verið háð sjónum og þvl,
sem hann gefur af sér fremur en