Morgunblaðið - 15.05.1993, Page 34

Morgunblaðið - 15.05.1993, Page 34
84 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ' 1993 fólk í fréttum FERÐALOG Lagskona Nyrups með honum í New York Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, Meðan heimspressan fylgdist með fundi Bill Clintons Bandaríkjaforseta og Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dan- merkur, fylgdist danska pressan með því hvernig tekið er á móti Lone Dybkjær í New York. Hún er lagskona ráðherrans og fylgdi hon- um í ferðinni sem slík, en þau eru ógift. Dybkjær fékk að vísu að búa með lagsmanni sínum í gestabústað forsetaembættisins, en þrátt fyrir að hún hafi lagt mikla áherslu á að ná fundum Hillary Clinton og danska sendiráðið gert sitt, lét frú Clinton þau boð berast að hún hefði ekki tíma fyrir fund með Dybkjær. Dybkjær fékk því ekki að koma í Hvíta húsið og hún fékk heldur ekki öryggisverði, eins og annars tíðkast fyri löglegar eiginkonur. „Það er vegna þess að við erum ekki gift“, höfðu dönsk blöð eftir henni. Lone hefur áður lýst því yfir, að hún vilji ekki giftast Paul fyrr en hann hafi tíma. „Ég vil ekki að giftingin fari fram rétt á milli þess, sem hann les eitthvað af pappírs- haugum sínum. Þá vil ég heldur fréttaritara Morgunblaðsins. bíða, þar til hann getur tékið sér frí — og það verður örugglega ekki á þessu ári. En með því að opinbera trúlofun okkar og að flytja saman í húsið okkar í Fredreiks- berg höfum við greinilega gefið okkur út fyrir að vera par,“ sagði hún eitt sinn í blaðaviðtali. Það virðist þó ekki nægja þegar utan landstein- Lone Dybkjær og Poul Nyrup Rasmussen stuttu eftir að nýja ríkisstjórnin tók við völd- um. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ræðir hér við Pétur Pétursson þul um mynd af ömmu sinni Jóhönnu Egilsdóttur, sem var formaður verkakvennafélagsins Framsóknar. SÝNING Fyrsta kröfu- gangan I jósmyndasafn Reykjavíkur- L borgar efnir þessa dagana til sýnirigar á myndum sem tekn- ar voru í fyrstu kröfugöngu, sem farin var um götur Reykjavíkur hinn 1. maí 1923. Fjölmargir gest- ir hafa komið á sýninguna og frei- stað þess að þekkja ættingja eða kunningja, sem tóku þátt í göngunni. Meðal þeirra sem komu og töldu sig þekkja nákomna ætt- ingja var Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra. Með Jóhönnu kom ritari hennar, María Guðmundsdóttir. Rakst hún á mynd af föður sínum þar sem hann stóð í fiokki forystu- manna Dagsbrúnar við fánaborg. Pétur Pétursson þulur safnaði myndunum sem sýndar eru og leiðbeindi gestum á sýningunni. MANNAMÓT Valsmenn HEIÐUR Janni afhjúpar styttu af Simon Spies Janni Spies-Kjær, ekkja danska ferðaskrifstofujöfursins Simon Spies, afhjúpaði nýlega bronsstyttu af fyrrverandi eiginmanni sínum í anddyri byggingar Spies-ferða- skrifstofunnar. Við það tækifæri FEGRÆÐGI Algert vandræða- barn Los Angeles. The Daily Telegraph. Michael Oliver, tíu ára gam- all leikari í myndinni „ V andræðabarnið" (Problem Child), virðist hafa tekið hiut- verkið full alvarlega því kvik- myndafyrirtækið Universal Studios hefur höfðað mál gegn honum vegna 170.000 dala, 10,5 milljóna króna, sem hann hafði af fyrirtækinu. Drengurinn hafði sett fyrir- tækinu stólinn fyrir dyrnar skömmu áður en tökur hófust á myndinni „Vandræðabarnið 11“ og hótað uppsögn ef laun hans yrðu ekki hækkuð úr 80.000 dölum í 500.000. Fyrir- tækið hafði þegar eytt 4 millj- ónum dala í myndina og neydd- ist til að semja við drenginn um að greiða honum 250.000 dali. Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu að rifta bæri þeim samningi og drengurinn verður líklega að endurgreiða mismuninn. tók hún fram, að í september 1991 hefði Spies orðið 70 ára og með þessum hætti vildi Simon Spies- sjóðurinn minnast stofnanda Spies- ferðaskrifstofunnar, þótt tæp tvö ár væru Janni Spies við hlið styttunar af Simoni Spies. liðin frá afmæli hans. Hins vegar væru nú tíu ár liðin frá því sjóður- inn var stofnaður. Það var myndhöggvarinn Hanne Varming sem bjó til styttuna. Hún hafði aldrei séð Simon Spies, en notaðist við fjölda mynda af honum auk þess sem hún hafði séð hann einu sinni í sjónvarpsviðtali. Lista- maðurinn segist hafa eins og heyrt rödd Spies allan tímann, og það hefði auðveldað henni vinnuna. Hanne hitti Janni í fyrsta skipti þegar styttan var afhjúpuð og við- brögðin voru þau að hún hrópaði upp yfir sig: Óskaplega er hún smá og grönn. Ætli það sé allt í lagi með hana? COSPER fagna sigri Valsmenn hittust á L.A. Café síðastliðið fimmtudagskvöld til þess að halda upp á sigur sinn í íslandsmeistaramótinu í handknatt- leik. Þeir voru að vonum sigurreifir eftir að hafa hreppt íslandsmeist- aratitilinn sl. þriðjudagskvöld eftir mikla baráttu við lið FH. Morgunblaðið/Kristinn Skyldu þau vera að ræða leikinn? F.v. Kristín Gísladóttir, Guðrún Helga Arnardóttir, Valdís Arnarsdóttir, Guðmundur Hrafnkelsson, Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson. Jakob Sigurðsson, sem lék sinn síðasta leik sl. þriðjudagskvöld, gef- ur hér ungum aðdáanda eiginhandaráritun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.