Morgunblaðið - 15.05.1993, Page 41

Morgunblaðið - 15.05.1993, Page 41
L I- j i I I I J J I I I I I I \ MORGUNBLAÐIÐ LAÚGARDÁGUR 15. MAÍ 1993 Opið bréf tU Morgunblaðsins Frá Bengt Forslund: Ýmsir hafa vakið athygli mína á bréfí Hrafns Gunnlaugssonar til menntamálaráðuneytisins frá októ- ber 1992, að hluta þýtt og sent frá menntamálaráðuneytinu til Nor- ræna kvikmynda- og sjónvarps- sjóðsins 29. október 1992, og auk þess grein Hrafns í Morgunblaðinu 29. apríl 1993, og vil ég gjarna gera eftirfarandi athugasemdir og leiðréttingar: Hrafn sendi mér ágrip að hand- riti, 40 blaðsíður að lengd, 7. febr- úar 1992, og vildi fá álit mitt með hraði vegna utanferðar. Handritið barst mér 14. febrúar og ég svaraði með faxi 17. febrúar. Eg var jákvæður gagnvart hug- myndinni sem slíkri, ?uppgötvun barns á kynferðislífinu", en mælti með samþjöppun, ?75 til 80 mínútna langri kvikmynd. Ef til vill getur þú þá einnig haldið þér innan tíma- marka og fjárhagsáætlunar. Orð það sem af þér fer í þeim efnum er nú ekki eins og best verður á kosið. En í listrænu tilliti hef ég trú á þér og sögunni og vil gjarna vera með að einhverju leyti [á sænsku: vill gáma vara med pá ett hörn]. Ef meginhluti sögunnar gerist í Svíþjóð hefur hún auk þess eðlileg norræn tengsl." I mínum augum var það mikil- vægt sjónarmið að sagan ætti að gerast að sumu leyti í Svíþjóð. Hug- myndin að baki norræna sjóðnum er öðrum þræði skapandi samvinna þjóðanna í milli. Sé aðeins um pen- inga að ræða gæti banki allt eins tekið við minu starfi. ?Att vara med pá ett hörn“ fól ekki í sér neitt ákveðið loforð af minni hálfu á þessu frumstigi máls- ins, en hið rammsænska orðatiltæki er hægt að rangtúlka. ?Pá ett hörn“ þýðir þó ekki meira en ?a little bit“ (að litlu ieyti) og ljóst er að ég mun aldrei framar nota þetta orðalag. Framvegis þori ég varla að bregðast jákvætt við. Hvað sem öðru líður hef ég svo'sannarlega lært í þessu starfi að rétti maður einhverjum fingurinn, þá tekur hann allan hand- legginn (ef nú þetta orðatiltæki er til á íslensku). Hvernig sem á það er litið var bréf Hrafns ekki umsókn. Hún barst fyrst 30. mars frá framleiðanda Hrafns, Bo Jonsson. Þá fyrst fékk ég einnig fjárhagsáætlun, sem ork- aði tvímælis. Kvikmyndasjóður ís- lands ábyrgðist aðeins 2 af 8 millj- ónum. Ekkert handrit fékk ég að heldur. I vikunni áður, þann 23. mars, höfðu Hrafn og Bo Jonsson hitt mig á skrifstofunni. Hrafn, sem gjama lítur á sig sem Ingmar Bergman íslands, taldi sjálfgefið að verkefni hans hlyti styrk. Hann vildi ekki hlusta á neinar efasemdir og í aðal- atriðum var ég vissulega jákvæður gagnvart hugmyndinni. 30. mars sendi ég stutta álitsgerð til stjórnarinnar um 14 umsækjend- ur sem kæmu til álita. Ég benti sérstaklega á að mér hefði enn ekki borist handrit að verkefni Hrafns. Á fundinum þann 6. apríl var ákvörðun um verkefnið skotið á frest. Næsti fundur var ákveðinn 26. maí. Það var ekki fyrr en á Cannes- hátíðinni um miðjan maí sem ég fékk nýja handritið hjá Hrafni. Ég las handritið í Cannes og varð fyrir vonbrigðum. Föstudaginn 22. maí kom ég aftur til Stokkhólms og mánudaginn þann 25. faxaði ég tveggja siðna langt bréf til Hrafns og Bo Jonssons með gagnrýnum athugasemdum mínum. Eg lauk bréfínu með þessum línum: ?Hvað mig snertir stendur um- fram allt eftir mikið traust til Hrafns sem leikstjóra og Bosse [Bo Jons- son] sem framleiðanda en það má skollinn vita hvort það nægir með þetta handrit í höndunum. Hefur ekki orðið dálítið of mikil fljóta- skrift á endasprettinum? Báðir eruð þið færir byggingameistarar, en ég held að þið hafið valið allt of ótraust byggingarefni að þessu sinni.- Við skulum sjá hvað stjórnin seg- ir á morgun. Ingrid Dahlberg (TVl) hefur lofað að koma og veita stuðn- ing.“ Á stjórnarfundinum gaf ég vita- skuld til kynna að ég væri ekki hrif- inn af því handriti, sem ég fékk að lokum til lestrar, og úr því að stjórn- in ákvað (gegn mínum vilja) að kjósa eitt verkefni frá hveiju landi var í staðinn ákveðið að taka Karlakórinn Heklu fram yfir, sem átti að hefja tökur á 15. júní og var þess vegna það íslenska verkefni sem mest reið á, eins og það kom mér fyrir sjónir. Þessi var niðurstaðan þó að ég hefði einnig haft efasemdir um þetta verkefni, m.a. vegna þess að mér þótti sænska atriðið of ?utan á hengt“ til þess að gera kvikmyndina norræna. Ég fékk engin viðbrögð hvorki við bréfi mínu né ákvörðun stjórnar- innar. Það var ekki fyrr en í ágúst, sem ég frétti á skotspónum, að ráð- ist hefði verið í gerð kvikmyndarinn- ar. 15. september skrifar Bo Jons- son að þeir séu i ijárhagslegum vandræðum og muni ?enn einu sinni skírskota til velvildar sjóðsins! Sjálf umsóknin mun koma frá Hrafni.“ Það gerði hún ekki. Þess í stað bárust hin alræmdu tilskrif frá menntamálaráðuneytinu, sem voru þó ekki send mér og sjóðnum heldur eingöngu formanni stjórnarinnar, sem flutti efni þeirra munnlega á stjórnarfundinum 16. desember. Það er ekki ofsagt að bréfíð hafi vakið athygli, en stjórnin reyndi að líta fram hjá því og ræða í staðinn hvort ég hefði lofað einhveiju eða ekki. Ákvörðunin varð að veita kvik- myndinni 1 milljón af 2,1 milljón, sem farið var fram á. Eftir þetta faxaði ég þessar línur til Hrafns: ?Já, svei mér þá ... þú fékkst eina milljón, þess virði þótti stjórn- inni það ?horn“ vera, sem iofað var í febrúar. Þessi þama misbeiting ráðherra- valds féll heldur ekki í góðan jarð- veg . . . og þér bætast sennilega ekki fleiri vinir úr stétt starfsfélaga þinna, leikstjóra, á íslandi. Allir fengu neitun fímm kvikmyndir í fullri lengd! eftir að þú fékkst þitt. En ég vona að þú komir mér á óvart með verulega góðri kvikmynd. Eng- inn yrði fegnari en ég ef ég hef haft á röngu að standa við matið á handritinu." Nú virðist sem kvikmyndin muni koma þægilega á óvart eftir að Hrafn fór eftir ráðgjöfinni um að stytta hana í þá lengd, sem ég í upphafi lagði til. En sérlega norræn er hún ekki. Eftir þessa greinargerð mína ætti að vera augljóst að ásakanir Hrafns um að ?sjóðurinn hafí farið úr böndunum", að ég hafi gefið lof- orð ?langt umfram getu sjóðsins“, að ?enginn hafi farið fieiri hringi í þessu máli en Bengt“ og að ég hafi ?lent í margfaldri mótsögn við sjálf- an mig“, séu nákvæmleg sú lygi sem þær í raun og veru eru. Ég hef á hveiju stigi málsins gefið skjót og ótvíræð svör með hlið- sjón af þeim gögnum sem mér hafa verið fengin. Þegar grundvallar- gögnin tóku breytingum breyttust vitaskuld svörin. Svo einfalt er það. BENGT FORSLUND framkvæmdastjóri Norræna kvik- mynda- og sjónvarpssjóðsins, Pennavinir Fimmtugur bandarískur karl- maður, tekur fram að hann sé hvít- ur á hörund, vill eignast íslenska pennavini: Bob Weick, 2740 Cropsey Ave., brooklyn, New York 11214, U.S.A. Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á bréfaskriftum, dansi, o.fl.: Nancy Okwan, c/o Mr. Akuko YAwson, P.O. Box 908, Oguaa State, Ghana. Frá Póllandi skrifar 21 árs há- skólanemi sem getur ekki áhuga- mála en kveðst ólmur vilja eignast islenska pennavini: Grzegorz Suszko, Pl-16-031 Ogrodniczki 79, Woj. Bialystok, Poland. LEIÐRÉTTIN G AR Ekki gefins í frétt af götukörfubolta sem birtist í Morgunblaðinu 13. maí segir að allir þátttakendur í Krabbameins- hlaupinu fái T-boli frá Sportmönn- um og má skilja að þeir séu gefins. Hið rétta að það er Krabbameinsfé- Iagið sem útdeilir bolunum til hlaup- aranna enda er andvirði þeirra inni- falið í þátttökugjaldi. Því má bæta við að Sportmenn, Adidasumboðið, er helsti styrkaraðili hlaupsins ásamt Tóbaksvarnarnefnd og Al- þjóðalíftryggingarfélaginu. VELVAKANDI ÓSMEKKLEGT FRÉTTAEFNI ÓSK hringdi til Velvakanda vegna þess hún var ekki ánægð með þær dýralífsmyndir sem birtar hafa verið bæði í blöðum og sjónvarpi sl. daga. Henni finnst ósiðlegt og ekki viðeigandi að sýna hross eðla sig, það væri alveg nóg að sýna bara myndir af lömbum og folöldum. Hún segist ekki ein um þessa skoðun og vonar að fleiri láti í sér heyra um þetta mál. TAPAÐ/FUNDIÐ Veski tapaðist SVÖRT YSL-taska hvarf úr verslun í miðbænum sl. þriðju- dag. í töskunni voru seðlaveski með skilríkjum og gullhringur sem hefur tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Ef einhver getur gefið upplýsingar um töskuna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 623275. Fundar- laun. Úlpujakki tapaðist DÖKKBLÁR úlpujakki með röndóttu fóðri og stóru merki á bakinu tapaðist í Seljaskóla eða á íþróttavellinum þar hjá nýlega. Hafi einhver orðið jakkans var er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 76927 eftir kl. 18. Hringur fannst SILFURHRINGUR með svörtum steini fannst 2. í páskum. Upplýs- ingar í síma 32617. GÆLUDÝR Kettlingar TVEIR gulbröndóttir kettlingar (dökkur og Ijós), 8 vikna gamlir, fallegir, þrifalegir og kassavanir óska eftir góðu heimili. Upplýs- ingar í síma 77688. Nýkomið Smart sumarjakkar og kápur með og án hettu. Fjölbreytt úrval. Verð frá kr. 7.900 — 17.900. Alltaf eitthvað nýtt á tilboðsslánni. Opið laugardaga til kl. 16. V?(,HI45IÐ Laugavegi 21, sími 25580. Stúdenta- blónt Stúdenta- gjofir 4ÍLÚM 8ÁVEXTIR HAFNARSTRÆTI 4, SÍMAR 12717 og 23317 ÞA VEISTU SVARIÐ. FAÐU PIZZU SENDA HEIM Láttu senda þér pizzu frá Pizza Hut og þú missir ekki mínútu úr söngvakeppninni. Viö sendum þér ilmandi og ljúffenga pizzuna heim. Vib lijóiSum fjölskyldupizzur fyrir 4—6, sem henta vel í samkvæmið. Muniö Pizzupariö. COTT FÓLK/SlA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.