Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993 Utanríkisráðherra - versti andstæðingur eigin málstaðar eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Umræður undangenginna daga um forræði eða ásetning einstakra ráðherra varðandi innflutning landbúnaðarvara tóku óvæntá stefnu þegar utanríkisráðherra hélt því fram að í raun væri þetta karp um keisarans skegg. Það þyrfti ekkert að breyta búvörulög- unum. Ákvæði EES-samningsins um innflutning á tilteknum land- búnaðarvörum segðu allt sem segja þyrfti um þetta mál og þau hefðu forgang umfram landslög. Þettá eru mjög alvarleg ummæli sem þurfa sérstakrar skoðunar við. Valdaframsal Þegar samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið var til með- ferðar á Alþingi var tekist harka- lega á um það hvort í honum fæl- ist framsal á valdi til fjölþjóðlegra stofnana sem ekki væri samrýman- legt stjómarskrá íslands. Lög- fræðilegar álitsgerðir leiddu í ljós að á þessu gat leikið vafi og því hefði verið eðlilegt að gera tiltekn- ar breytingar á stjómarskránni samhliða samningsgerðinni. Því var hins vegar algerlega hafnað af ríkisstjóminni sem með utanrík- isráðherra í broddi fylkingar stóð á því fastar en fótunum að í samn- / 1 ingnum fælist ekkert valdafram- sal. Varla er blekið þornað undir staðfestingu samningsins þegar utanríkisráðherra viðhefur um- mæli sem hljóta að vekja að nýju upp umræðuna um valdaframsalið. Svo ákafur er utanríkisráðherra í eigin málafylgju að í glímunni við landbúnaðarráðherra sést hann ekki fyrir og snýst eins og vind- hani gegn sínum helstu rökum við afgreiðslu EES-samningsins. Nú heldur hann því sem sagt að ekki sé nauðsynlegt að breyta búvöru- lögunum - og þá eftir atvikum öðmm lögum - þar sem „sam- kvæmt hefðum í íslensku réttarf- ari og dómstólum“ þá sé það svo að „ný lög sem eru studd þjóðarétt- arlegum skuldbindingum við önnur ríki hafa forgang umfram eldri lög ef þetta tvennt rekst á“ - svo vitn- að sé til ummæla ráðherra í fjöl- miðlum að undanförnu. Þessi yfirlýsing utanríkisráð- herra er ótrúlega dapurleg vegna þess að ef haldið væri á EES-samn- ingnum með þessum hætti þá væri búið að takmarka verulega löggjaf- arvald Alþingis og almenningur hefði engin tök á því að vita hvað væm lög í landinu. EES-samningurinn Samningnum um Evrópska efnahagssvæðið fylgdi sérstök / bókun um framkvæmd EES-reglna - bókun 35. Bókunin hljóðar svo: „Það eð með samningi þessum er stefnt að einsleitu evrópsku efnahagssvæði sem byggðist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evr- ópska efnahagssvæðisins; og þar eð þessum markmiðum verður því að ná með þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi um sig; Stök grein Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES- reglna sem komnar eru til fram- kvæmda og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum." Vegna þessarar bókunar var svohljóðandi ákvæði sett inn í 3. gr. laganna um EES: „Skýra skal lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES- samningin og þær reglur sem á honum byggja,“ í greinargerð með frumvarpinu segir að með þessari grein séu lögfestar „túlkunarreglur þess efnis, að ef upp kemur mis- ræmi milli EES-reglna sem hafa verið lögfestar og annarra ákvæða í lögum, þá gildi reglur EES í því tilviki." Samkvæmt orðanna hljóð- an þýðir þetta að ef lög sem sett r </ < \ 1 / { \ $ / < \ 1 / < \ / Faröu í Grœöandi heilsubaö heima Nú getur þú fengið Græðandi - baðsalt úr Dauðahafinu og farið í græðandi bað heima. Lækningamáttur saltsins úr Dauðaháfinu á gigtar- og húðsjúkdóma hefur verið þekktur í hundruð ára og fjölmargir gigtar- og psoriasissjúklingar um allan heim hafa fengið bót meina sinna með notkun baðsaltsins. Kláði minnkar, húðin styrkist, sársauki í liðamótum minnkar og sjúklingar eiga auðveldara með svefn. Fyrir aðra er almenn notkun baðsaltsins hressandi, eykur vellíðan og mýkir húð. Sigrún Sigurjónsdóttir, sem hefurþjáðst af psoriasis í 30 ár, hefur reynt Grœðandi. Hún segir að eftir nokkirr böð hafi hún fundið greinilegan mun: „Hreistriö á húöinni hvarfog blettirnir minnkuöu. Ég er tnjög ánægö meö árangurinn og er staöráöin í aö halda áfram bööum með Grœöandisegir Sigrítn. { \ { v ) / < \ 1 Græðandi fæst í handhægum umbúðum í lausasölu eða áskrift og þá færðu baðsaltið sent heim þér að kostnaðarlausu. Allar upplýsingar, móttaka pantana og þjónusta við landsbyggðina er hjá Hafnarbakka í síma 676855 mánudaga til föstudaga frá kl. 8-18 og í dag frá kl. 10—21. Græðandi fæst einnig í Heilsuhúsinu á Skólavörðustíg 1, sími 22966 og í Kringlunni, sími 689266. jrw. TT HAFNAftBAKKI Sérfrœðingar í salti. Höfðabakka 1, sími 676855 { \ ) / { Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Verður að gera þá kröfu til utanríkisráð- herra og ríkisstjórnar- innar allrar að hún geri hreint fyrir sínum dyr- um.“ eru á Alþingi vegna tiltekinnar EES-reglu stangast á við laga- ákvæði í öðrum lögum, þá skuli EES-reglan gilda. Álit lögræðinga í Iögfræðilegri álitsgerð nefndar fjögurra lögfræðinga á vegum ut- anríkisráðherra segir að með þessu ákvæði sé þeirri skyldu fullnægt sem bókum 35 leggur samningsað- ilum á herðar. Þar segir: „Skyldan felur í sér að íslensk lög beri að skýra til samræmis við þjóðréttar- reglur, eftir því sem unnt er, á grundvelli lögskýringarreglna ís- lensks réttar.“ Þá segja lögfræð- ingamir að EES-samningurinn feli ekki sjálfkrafa í sér að reglur EES verði rétthærri en íslenskar réttar- reglur. Sú skipan mála eigi hins vegar við í Danmörku sem er, eins og allir vita, aðili að EB. Þeir segja ljóst að skuldbindingin í bókun 35 sé ekki víðtækari en felst í öðrum þjóðréttarsamningum en þjóðar- réttur getur ekki breytt landsrétti. Dr. Guðmundur Alfreðsson þjóð- réttarfræðingur tók saman grein- argerð fyrir utanríkismálanefnd um EES og stjórnarskrána. Þar fjallaði hann m.a. um fyrrnefnda bókun 35 og 3. gr. laganna um EES. Um efnisgrein bókunar 35 segir hann að hún „myndi þrengja mjög að löggjafarvaldinu, hvað sem líður áðurnefndum formáls- orðum bókunarinnar. Því er lofað með tilvísun í lagasamræmingu á EES-svæðinu, að EFTA-ríkin muni tryggja með lögum, að EES-reglur gangi framar öðrum landslögum, ef til áreksturs kemur. Samkvæmt stjórnskipunarrétti okkar geta Al- þingi og forseti breytt eldri lögum og sett ný lög eins og þeim sýn- ist. Stjórnarskráin heimilar ekki, að lög eða milliríkjasamningar tak- marki þennan rétt. Svona samn- ingsloforð um forgang EES-reglna getur haft þýðingu sem almenn stefnuyfirlýsing, en lögfræðilega er það ekki marktækt." Samningur um landbúnaðarmál ekki lögfestur Þessi lögfræðilega umræða rifj- ast nú upp þegar utanríkisráðherra hefur í raun lýst því yfir að EES- samningurinn sé rétthærri en landslög, hann taki af íslensk lög þegar og ef til árekstra komi. I því ákveðn tilviki sem hér um ræðir, þ.e. deilu um búvörulögin, gef ég reyndar ekki mikið fyrir yfirlýsingu utanríkisráðherra þó að ejcki væri vegna annars en þess, að tvíhliða samningur íslands og EB um landbúnaðarmál var aldrei lögfestur hér á landi, eins og meg- inmál EES-samningsins, heldur aðeins fullgiltur eins og hefð: bundnir þjóðréttarsamningar. I honum felst að íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig, að þjóðar- rétti, til að hrinda honum í fram- kvæmd með lögum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum en það er fráleitt að hann taki af gildandi íslensk lög. Hver er skoðun ríkisstjórnarinnar? Yfirlýsing utanríkisráðherra er engu að síður mjög alvarleg og gæti verið til marks um það sem koma skal ef hann og skoðana- bræður hans fá einhveiju um það ráðið hvenig EES-samningurinn verður framkvæmdur hér á landi. Þess vegna verður að gera þá kröfu til utanríkisráðherra og ríkisstjórn- arinnar allrar að hún geri hreint fyrir sínum dyrum og kveði skýrt upp úr um það hvort hún sé þeirr- ar skoðunar að enga nauðsyn beri til að lögfesta hér á landi EES- reglur sem ekki eru í samræmi við gildandi íslensk lög. Hvort hún telji nægjanlegt að túlka gildandi lög í samræmi við EES-reglur jafn- vel þó að efnismunur sé á þessu tvennu. Að lokum: Það verður að segja hverja sögu eins og hún er og því hlýt ég að koma því hér á fram- færi að líklegast er komið fyrir utanríkisráðherra eins og Hannesi Hólmsteini. Rétt eins og Hannes er hann versti andstæðingur eigin málstaðar og að sama skapi af- kastamikill við að afla andstæðing- um sínum fylgismanna. Höfundur er þingmaður Kvennalistans. Stúdentastjaman, 14 karat gull, hálsmen eða prjónn. Verð kr. 3.500 / / Jön Sipunðsson Skorlgripaverzlun LAUGAVEG 5 - 101 - REYKJAVÍK SI'M113383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.