Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993 Loftskeytamaður lætur að sér kveða Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Loftskeytamaðurinn - Tele- grafisten Lelkstjóri Erik Gustavson. Handritshöfundur Lars Sa- albye, byggt á skáldsögunni Draumóramaðurinn eftir Knud Hamsun. Aðalleikendur Björn Floberg, Marie Richardson, Jarl Kulle, Ole Ernst, Björn Sundquist, Noregur 1992. Þessi ein kunnasta norska mynd síðari ára, skar sig nokkuð úr á hinni nýloknu, 10. Norrænu kvikmyndahátíð því það var óvenjulétt yfir henni og var vel- lukkuð gamanmynd í flesta staði. Handritshöfundurinn Saalbye hefur tekist vel að halda rétta tóninum í einni af fáum bókum Hamsuns sem skrifaðar eru á glettnari nótunum og kemur inni- haldi hennar, boðskap og persón- um vel til skila. Ekki skaðar prýð- isleikstjóm Gustavsons og leik- hópurinn er vel saman settur. Sögusviðið er afskekktur smá- bær í Noregi þar sem flestir lúta stjórn faktorsins og verksmiðju- eigandans Macks (Kulle), almætt- isins í þorpinu. En einn rekst ekki með í hópnum, loftskeytamaður- inn Rolandsen (Floberg). Hann er þungamiðja bæjarlífsins. Sól- brúnn, söngelskur ljóðamaður sem lætur þung högg fjúka ef svo ber undir og herðabreiður og vöðvastæltur ærir lostann í kven- peningi staðarins. Allt frá ungu stúlkunum í verksmiðjunni uppí sómakæra prestsmaddömuna. Sjálfur á hann sér þann fjarlæga draum að eignast hina undurfríðu Elísu rektorsdóttur og satt að segja virðist það fjarlægur draum- ur. En Rolandsen deyr ekki ráða- laus, hann er hugvitsmaður mikill en hefur skort fé til að koma vænlegri uppfinningu á framfæri en tækifærið kemur þegar Mack er rændur og lofar fundarlaunum. Loftskeytamaðurínn er harla óvenjuleg gamanmynd, kannski dulítið bamaleg á vogarskálum tímabundinna nútímamanna, engu að síður ætti hún að falla íslendingum vel í geð, mannfólk- ið, viðfangsefnið og umhverfið hans Hamsuns er skylt okkur eins og náttúran sjálf. Sagan jákvæð og meinfyndin og minnir okkur á ævintýri um lottóvinning eða ein- hveija ámóta velþegna himna- sendingu. Loftskeytamaðurinn lífsglaði er í góðum höndum Björns Flobergs og Mack faktor er velborgið hjá sænska stórleik- aranum Jarl Kulle sem holdiklæð- ir hann af list. Þetta er kjörið hlutverk fyrir húmoristann Julle sem nýtir sér skoplegu hliðarnar á faktornum svo úr verður e.k. Bör Börsson. Marie Richardson hefur til að bera ósnortna fegurð sem sem er vel við hæfi og skín eins og sól í heiði á þessum léttu, norsku sumardögum. Ást við fyrsta bit Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Banvænt bit („Innocent Blood“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri: John Landis. Aðal- hlutverk: Anne Parillaud, Rob- ert Loggia, Anthony LaPaglia, Don Rickles. í blóðsugumyndinni Banvænt bit leikur franska leikkonan Anne Parillaud, sem er minnisstæð úr Luc Besson-tryllinum Nikítu, blóðsugu er leggst aðeins á glæpamenn að því er virðist. Hún gæðir sér á mafíuforingjanum Robert Loggia og hans mönnum en snertir ekki við löggunni Anth- ony LaPaglia heldur verður þvert á móti ástfangin af honum og í mynd sem hvorki er fýndin né spennandi fyrir, reynist það bana- biti. Gamanmyndaleikstjórinn John Landis, sem gerir þessa mynd en fékkst áður m.a. við ágætlega heppnaða varúlfamynd, finnst gaman að leika sér á hinu örmjóa bili milli gamans og alvöru í Ban- vænu biti en það gengur ekki upp hjá honum. Myndin er ákaflega subbuleg og það er lítið spaugi- legt við sundurtætta hálsa og fólk sem' er. útatað blóði í andlitinu eftir að hafa gætt sér á náungan- um. í hina röndina eru persónurn- ar hálfgerðar grínfígúrur eins og mafíuforinginn Loggia og hans undirsátar, sem ætla að leggja undir sig borgina þegar þeir eru orðnir að vampýrum. Og loks er ástarsambandið á milli Parillaud og LaPaglia svo alvöruþrungið að það er eins og það eigi heima í annarri bíómynd. Og hvar stendur svo áhorfandinn í þessari blóðugu, grínaktugu, rómantísku vampýru- ástarsögu? í besta falli svolítið ruglaður. Það vantar líka allan hraða og skemmtilegheit í frásögnina, meira kjöt á beinin ef svo má segja. Heilsteyptara handrit hefði komið sér mjög vel. Parillaud er sögumaður myndarinnar en hver hún er og hvernig hún varð blóð- suga er mjög á huldu. Það að hún er banvæn blóðsuga með ófá morð á bakinu kemur ekki í veg fyrir að LaPaglia falli flatur fyrir henni og lifa þau sjálfsagt ham- ingjusöm það sem eftir er. Pa- rillaud leikur ekkert sérlega vel á enskunni og LaPaglia er hálf ut- angátta en það er alltaf kraftur í Loggia hversu aum sem hlut- verkin eru og brellurnar eru prýði- legar. Landis hefur áður gert mun betri hluti en hér. Ef hann hefur ætlað að endurtaka leikinn með varúlfasöguna en hafa blóðsugu í staðinn hefur það mistekist. Gott vín á gömlum belg Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bióborgin: Sommersby Leik- stjóri Jon Amiel. Handrit Nic- holas Meyer, byggt á kvik- myndahandritinu Le Retour de Martin Guerre. Kvikmynda- taka Philippe Rousselot. Tón- list Danny Elfman. Klipping Peter Boyle. Aðalleikendur Richard Gere, Jodie Foster, Bill Pullman, James Earl Jon- es, R. Lee Ermey. Bandarísk. Warner Bros 1993. í miðri gúrkutíð kvikmynda- húsanna fáum við þessa líka fínu, hárómantísku og gamaldags (í bestu merkingu þess orðs) Holly- woodstórmynd. Sommersby flokkast þó tæpast í þungavigt og kemur sjálfsagt ekki til með að hljóta gnótt verðlauna en fær örugglega nokkrar Óskarstil- nefningar að ári. Og það tekst ljómandi vel sem henni er ætlað, að veita áhorfandanum vandaða, notalega afþreyingu. Þeir sem sáu Le Retour de Martin Guerre í Stjörnubíói fyrir hartnær áratug kannast við efnið því söguþráður Sommersby er fenginn að láni hjá hinni vinsælu, frönsku mynd, en slík aðföng eru ekki óalgeng vestra. (Hún var aftur byggð á sönnum atburðum sem gerðust í Frakklandi á fimmtándu öld.) Að þessu sinni hafa þeir bætt um betur, botnað söguna á viðunandi hátt og það með frekar óvenjulegum „Holly- woodendi". Myndin hefst á að bóndinn Jack Sommersby (Gere) kemur, öllum að óvörum, úr þrælastríðinu og fangelsisvist hjá norðanmönnum eftir sex ára fjar- vistir. Flestir búnir að telja hann af, að Laurel konu hans (Foster) meðtalinni og hún að því komin að giftast grannanum Órin (Pull- man), sem einn tekur endurkom- unni fálega. Því flestir sjá umtalsverðar breytingar til hins betra í fasi bónda. Jack hafði áður verið illa upplýst rustamenni en er nú hvers manns hugljúfi. Kemur á sameignarbúi á landi sínu og fót- unum undir stríðshijáða ná- grannana með tóbaksrækt. Kona hans elskar hann meira en nokkru sinni fyrr þó hún sé í vafa um hvort hér geti í rauninni verið sá sami Jack á ferðinni. Og feiri fara að efast um að svo sé, heldur útsmoginn en aðlað- andi bragðarefur. Grunsemdirnar ná hámarki er Jack er skyndilega fangelsaður fyrir morð sem hann átti að hafa framið í fjarvistun- um. Og nú verður hann að heyja baráttu fyrir því að sanna að hann sé sá sem hann segist vera - jafnvel þó það geti reynst hon- um dýrt. Það er einkum tvennt sem færir Sommersby langt uppúr meðalmennskunni. Afar falleg ástarsaga, þær gerast ekki sterk- ari né geðfelldari um þessar mundir þegar rómantíkin hefur ekki átt beinlínis uppá pallborðið, og eftirminnilega vandvirknislegt útlit í alla staði. Kvikmyndatöku- stjórn Rousselots (Hope and Glory, The Emerald Forest, Henry and June) er stórbrotin og fögur. Honum og listrænu stjórnendunum hefur tekist að að endurskapa andrúmsloft og umhverfí síðustu aldar óað- finnanlega og tónlistarhöfundur- inn snjalli, Danny Elfman, á stór- an þátt í hversu ágætlega mynd- in smellur saman. Foster sýnir stórleik að venju og Gere hefur sjaldan verið betri, þó hann eigi stöku sinnum erfitt með að hrista af sér stórborgartöffheitin. Sommersby er fyrsta, umtals- verða mynd Bretans Amiels, sem getið hefur sér gott orð í sjón- varpi. Stóra tjaldið hentar honum ekki síður. myndmennt ■ Sumarnámskeið Hvað ætlar þú að gera í sumar? Haldin verða tvö námskeið í júní og júlí í myndsköpun í Lýsuhólsskóla undir Jökli. Við vinnum með ölík efni, s.s. náttúruefni, pappír og liti, leir og gifs. Uppl. og skráning hjá Steinunni, s. 11889, og Ólínu, s. 44105. starfsmenntun ■ Starfsþjálfun fatlaðra Hafm er móttaka umsókna fyrir haust- önn 1993. Um er að ræða 3ja anna nám í tölvuvinnu, íslensku, ensku, bókfærslu, verslunarreikningi og samfélagsfræði. Námið er ætlað fötluðum, 18 ára og eldri, sem undirbúningur undir frekara nám og störf. Umsóknir skulu berast fyrir 5. júní til Starfsþjálfunar fatl- aðra, Hátúni 10A, 105 Reykjavík. Frekari upplýsingar veittar f síma 29380. ■ Tölvunám fyrir unglinga hjá Nýherja f sumar. 30. klst. á aðeins kr. 12.900. Nám, sem veitir unglingum forskot við skólanámið og verðmætan undirbúning fyrir vinnu síðar meir. Fræðandi, þroskandi og skemmtilegt nám. • 8.-23. júní kl. 9-12 eða 13-16. • 28. júm - 9. júlí kl. 9-12 eða 13-16. • 9.-20. ágúst kl. 9-12 eða 13-16. Upplýsingar í síma 697769 eða 697700. ■ NÝHERJI ■ Starfsþjálfun fatlaðra Tölvunámskeið fyrir fatlaða, styrkt af starfsmenntasjóði verða haldin í maí og júní. Grunnnámskeið í ritvinnslu og töflu- reikni. Upplýsingar og skráning í sfma 29380 frá kl. 13-16 til 28. maí. tölvur ■ Paradox námskeið Paradox fyrir Windows, 14 klst. Nýkomin er út hjá skólanum kennslubók um Paradox fyrir Windows gagnagrunn- inn. Höfundur bókarinnar, Brynjólfur Þorvarðarson, mun kenna. Innritun stendur yfir. Ql Tölvuskóli Reykiavíkur Borgarlúni 28, simi 91-687590 Skóli með metnað f námsgagnagerð. ■ Tölvunámskeið Windows 3.1, 8 klst. PC grunnnámskeið, 16 klst. Word 2.0 fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. WordPerfect fyrir Windows, 14 klst. PageMaker fyrir Windows og Macin- tosh, 14 klst. Excel 4.0 fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. Word og Excel framhaldsnámskeið, 12 klst. Námskeið fyrir Novel netstjóra, 16 klst. Innifaldar eru nýjar íslenskar bækur. ■ Tölvuskóli í fararbroddi Úrval vandaðra námskeiða. Reyndir leið- beinendur. Kynntu þér námsskrána. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Windows 3.1 kerfisstjórnun. Námskeið 23., 27. maí og 1., 3. júní, kl. 13-16. Hagnýtt námskeið fyrir þá sem hafa umsjón með Windows uppsetn- ingu. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Windows, Excel og Word. Ódýr og vönduð námskeið. Tónlist auð- veldar námið. Næstu námskeið: Windows 4. og 7. júní. Excel 7.-10. júm', kl. 13-16. Word 8.-11. júní, kl. 9-12. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Krakkar og foreldrar Af tölvum má hafa bæði gagn og gaman. Tölvuskóli Reykjavíkur heldur 24 klst. námskeið fyrir börn og unglinga á aldrin- um 10-16 ára þar sem megin áhersla er lögð á gagnið en gamanið er aldrei langt undan. Eingöngu er kennt á PC tölvur. Velja má um morgun- eða síðdeg- istíma. Innritun er hafin. r^j TölvusKóli Reykiavíkur lrrrTVr'v-yj wk Borgarlúni 28. slmi 91-687590 ■ Tölvusumarskóli fyrir 10-16 ára. Morgun- og síðdegisnámskeið fyrir hressa krakka, 2 eða 3 vikur. Fimmta starfsár hefst 1. júní. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. H QuarkXPress. Fréttabréf, auglýs- ingar og bæklingar með þessu öfluga umbrotsforriti. Macintosh og Windows. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ FileMaker framhaldsnámskeið. 9 klst., 24.-26. maí, kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Öll tölvunámskeið á PC og Macintosh. Ný námsskrá komin út. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Línurit með Excel. Áhrifarík framsetning tölulegra upplýs- inga, 25.-26. maí, kl. 19.30-22.30. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. tungumál ■ Enskuskóli nærri York Alm. námskeið 2-20 vikur. Stöðupróf í upphafi náms. Fámennir hópar (6-7). Viðurkennd próf ef óskað er. Upplýsingar gefa Marteinn eða Ágústína, sími 811224 eftir kl. 19. ■ Enskunám í Englandi I boði fjölbreytt úrval námskeiða í hinum virta Bell School, sem staðsettur er víða í Englandi. Upplýsingar veitir Erla Aradóttir, 25 Stylemanroad, NR5 9ET, Norwich, England. Sími 90-44-603-740-669. ■ Vortilboð 10% afsláttur af tungumálanámskeiðum. Opið 'allt sumarið. Bréfaskólinn. nudd ■ Námskeið í ungbarnanuddi fyrir foreldra með böm á aldrinum 1-10 mánaða. Upplýsingar og innritun á Heilsunudd- stofu Þórgunnu, Skúlagötu 26, símar 21850 og 624745. tónlist Söngskglinn í Reykjavik ■ Umsóknarfrestur um skólavist í Söngskólanum í Reykjavfk veturinn 1993-1994 er til 26. maí nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skól- ans, Hverfisgötu 45, sími 27366, dag- lega frá kl. 10—17, þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar. Skólastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.