Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 29
h MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993 29 Morgunblaðið/Kristinn Gler í stað steypu ÚR glerskála sem byggður verður sunnan við Iðnó í stað viðbyggingar úr steinsteypu verður fallegt útsýni yfir Tjörnina. Myndin er tekin af líkani. Teikningar að endurbyggingu Iðnó sem menningarmiðstöðvar GlerskáJi verður byggð- ur á Tjamarbakkanum Nýr aðalinngangur NÝR aðalinngangur í menningarmiðstöðina Iðnó verður undir endurgerð- um svölum Vonarstrætismegin, þar sem inngangurinn var í upphafi. Núverandi hurðum á þessari hlið verður breytt í glugga eins og var í öndverðu. Þá verða byggðar svalir yfir inngang á vesturhlið hússins. Athygli vekur að skorsteinar verða settir á þak hússins. Sody Shop verslana ískra jandi Morgunblaöiö/Árni Sæberg fær. ég ekki fengið ilmvatn í pínulitlu glasi? Það er sem sagt mikilvægt að hafa ekki efni á að kaupa hlutina. Þá fara hjólin að snúast. Þið ættuð að geta nýtt hráefnið úr gróðurhúsunum ykkar, ef til vill leirinn. Leyndarmál ' íslands er hreina loftið. Alls staðar í heiminum flýr fólk undan menguninni og því hafið þið óþijótandi möguleika í sambandi við ferðamannaþjónustu og heilsuhæli til dæmis. Þið hafið hreina loftið, vatnið, fisk sem er laus við mengun og stórkostlega náttúru. Konur gætu ti! dæmis breytt sveitaheimilum sínum í gisti- heimili. Ef ég réði einhveiju á íslandi myndi ég safna konum saman á ráðstefnu þar sem við færum yfir alla þá möguleika sem við hefðum í sambandi við stofnun fyrirtækja." - Þú mælir kannski með því að þær taki bankalán og stofni lítil fyrirtæki? „Nei, það eru ekki peningarnir sem skipta máli í þessu sambandi nema síður sé. Það er einmitt í auraleysinu sem hugmyndaflugið fer af stað. í fljótu bragði sýnist mér íslandi vera stjórnað um of af karlmönnum og það má vera að það komi í veg fyrir að nýjar hugmynd- ir í sambandi við átvinnusköpun verði til.“ - Mér heyrist á öllu að þú hafir meiri trú á konum en körlum þegar blómleg viðskipti eru annars vegar? „Konur hafa mikil völd því þær stjórna í flestum tilvikum hvað er keypt og hvað ekki. Þær geta líka haft gífurleg áhrif í sambandi við verndun umhverfis. Ef þú menntar eina konu, menntar þú heila fjöl- skyldu. Ég hef ferðast víða um heim og alls staðar sé ég þennan sam- starfsvilja hjá "konum sem ég sé aldrei meðal karla. Samskipti kvenna byggjast aldrei á drottnun heldur samvinnu." Nýjasta þróunarverkefni Anitu Roddick fór fram í Mexíkó. Þar höfðu eiginmenn yfirgefið konur og börn og haldið í atvinnuleit til ann- arra landa. Anita aðstoðað konurn- ar við að koma á fót verksmiðju sem framleiðir krem úr ákveðinni kaktustegund, sem hún síðan kaup- ir fyrir Body Shop, og skapaði þar með um 600 konum atvinnu. Viðtal: Kristín Marja Baldursdóttir EFTIR endurbyggingu Iðnó sem menningarmiðstöðvar verður að- alinngangur hússins undir endur- gerðum svölum við Vonarstræti. I stað steinbyggingar sem nú er Tjarnarmegin verður byggður veitingaskáli úr gleri. Svalir í að- alsal verða fjarlægðar ásamt nú- verandi upphækkun í salnum. Þá vekur athygli að skorsteinum verð- ur komið fyrir á þaki hússins, eins og var í upphafi þegar húsið var hitað með kolum, en ætlunin er að nota þá til loftræstingar. í sumar verður unnið við lagfæringar utan húss, unnið verður að endurgerð hússins að innan í vetur og er áætlað að framkvæmdum Ijúki næsta vor. Samkvæmt áætlunum sem gerðar voru í vetur er búist við að framkvæmdin kosti rúmar 100 milljónir kr. Iðnó var byggð skömmu fyrir síð- ustu aldamót og er húsið því að verða aldargamalt. A fyrsta fundi borgar- stjórnar í nýbyggðu Ráðhúsi Reykja- víkur var ákveðið að borgin keypti Iðnó í félagi við þijú verkalýðsfélög og éndurbyggði það sem menningar- miðstöð. Sérstakri bygginganefnd var falið að sjá um endurbygginguna og fól hún Ingimundi Sveinssyni arkitekt að gera tillögur um verkið. Tillögur hans hafa nú verið samþykktar í bygg- inganefndinni og húsafriðunarnefnd ríkisins hefur fallist á meginlínurnar í tillögunum. Þær verða síðan lagðar fyrir næsta fund bygginganefndar borgarinnar. Nær upprunalegri mynd „Húsið er friðað og verður þvi að fara varlega í allar breytingar. Meg- instefnan er að færa húsið nær upp- runalegri mynd,“ sagði Ingimundui' Sveinsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að á húsinu hefðu verið gerðar ýmsar breytingar á löng- um tíma og eftir endurbygginguna yrði það mun líkara því sem var í upphafi en verið hefði undanfarna áratugi. Að sögn Ingimundar eru helstu breytíngar þær að aðalinngangur verður frá Vonarstræti, undir endur- gerðum svölum, eins og var í upp- hafi. Frá því um 1930 hefur inngang- urinn verið í steinbyggingu sem þá var gerð sunnan við húsið. Sú bygging verður rifin og í staðinn byggður 60 fermetra glerskáli. Opnanir úr gler- skála í aðalsal verða endurgerðar í upprunalegri mynd. Segir Ingimundur að úr glerskálanum sé skemmtilegt útsýni yfir Tjörnina. Ingimundur sagði að svalir í aðalsal yrðu íjarlægðar. Þær væru ekki upp- runalegar og hefði húsafriðunarnefnd lagt til að reynt yrði að ijarlægja þær. Ingimundur sagði að við það yrði salurinn glæsilegur og mun líkari því sem var þegar húsið var fyrst tek- ið í notkun. Ýmsar minni breytingar verða gerð- ar á húsinu, meðal annars á eldhúsi og snyrtingum. Ingimundur sagði að þær miðuðu annars vegar að því að færa húsið nær upprunalegri mynd og hins vegar að því að mæta nútím- akröfum um aðstöðu miðað við fyrir- hugaða notkun. Fjölnotahús Gert er ráð fyrir því að Iðnó verði fjölnotahús. Sviðið er á sínum stað þannig að þar á að vera hægt að setja upp leiksýningar með stuttum fyr- irvara. En einnig á að vera hægt að nýta það fyrir aðra starfsemi, til dæm- is árshátíðir, fundi og veislur. Hægt verður að fjarlægja stólana úr aðal- salnum og tengja veitingasalina á 1. og 2. hæð vesturálmu og glerskálann við aðalsalinn þannig að húsið rúmi á þriðja hundrað gesti. í supiar verður byijað á endurbótum utanhúss, að sögn Ingimundar. Stein- byggingin sunnan við húsið \4rður rifín og glerskálinn byggður í staðinn. Báruklæðning á veggjum og þaki end-; urnýjuð og skipt um gler og glugga eftir því sem þurfa þykir. í vetur er fyrirhugað að vinna innan húss og stefnt hefur verið að því að ljúka fram- kvæmdum næsta vor. Á grunnmynd 1. hæðar sést anddyri Vonarstrætismegin, aðalsalur og leiksvið, veitingasalur í glerskála Tjarnarmegin og veitingasalur og eldhús í vesturálmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.