Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 41 Sólveig Þorsteins- dóttir — Minning Fædd 8. júní 1927 Dáin 7. maí 1993 Sólveig Þorsteinsdóttir, föður- systir okkar, lést á Borgarspítalan- um föstudaginn 7. maí síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu. Stella frænka, eins og við kölluðum hana, hafði verið veik lengi, en ávallt borið sig vel og gert lítið úr verkjum sínum og þrautum. Við höfðum því ekki gert okkur grein fyrir hversu alvarlega veik hún var. Hið stutta dauðastríð kom okkur því á óvart. Stella frænka fæddist í Reykja- vík 8. júní árið 1927. Hún var dótt- ir hjónanna Þorsteins Loftssonar frá Krossi í Ölfusi (d. 1961) og Pálínu Margrétar Vigfúsdóttur frá Kálfárvöllum í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi (d. 1973). Tvo bræður átti Stella, föður okkar Loft verkfræð- ing og Leif ljósmyndara í Reykja- vík, auk uppeldissystur, Helgu Snæbjörnsdóttur. Ætíð var mikill systkinakærleikur og gott samband á milli þeirra. Stella lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1945 og hóf stuttu seinna störf hjá Fiski- félagi íslands. Nokkur ár bjó hún hjá Leifi bróður sínum og mágkonu í Danmörku, en við lát föður síns fluttist Stella aftur heim til að hugsa um og halda heimili fyrir móður sína. Hóf hún þá aftur störf hjá Fiskifélagi íslands og starfaði þar því mest alla starfsævi sína. Stella frænka var alla tíð ógift og bamlaus, en kærleik átti hún mik- inn og nutum við bræðrabörn og bræðrabamabörn hennar kærleik- ans í ríkum mæli. Með þessum orð- um viljum við minnast Stellu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bræðrabörn. „Þetta er hún Stella frænka.“ Nú eru liðin meira en 20 ár síðan maðurinn minn kynnti mig þannig fyrir Sólveigu Þorsteinsdóttur föð- ursystur sinni. Stella rétti mér höndina, höndin var mjúk, brosið fallegt og augun glettin. Það var þessi glettni sem mér fannst ein- kenna Stellu alla tíð. Hún var alltaf létt í skapi og það var alltaf stutt í brosið. Aldrei heyrði ég hana kvarta, jafnvel ekki eftir að hún var orðin alvarlega veik. Stella var ógift og barnlaus, en hún átti góða að og ber það sérstak- lega að nefna bræður hennar og mágkonur, þau Loft og Emu, og Leif og Friðriku, ásamt uppeldis- systur hennar, Helgu Snæbjöms- dóttur. Heimili þeirra stóðu Stellu ávallt opin, og skiptust þau á að vaka yfír henni eftir að heilsu henn- ar hrakaði og augljóst var hvert stefndi. Þótt Stellu yrði ekki bama auðið bar hún alla tíð hag systkina- barna sinna fyrir bijósti. Hún ljóm- aði öll er hún talaði um litlu börnin og minnist ég hennar oft, er fjöl- skyldan var samankomin, þar sem hún var á tali við yngstu kynslóð- ina. Hún hafði einstakt lag á böm- um og þau löðuðust að henni. Þó að Stella hafí oftast verið kát og hressileg er ég viss um að undir niðri sló viðkvæmt hjarta, en hún bar ekki tilfínningar sínar á torg. Þótt stjama Stellu sé nú slokknuð lifir samt minningin um góða konu og vil ég votta bræðrum hennar og fjölskyldum þeirra og Helgu mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Stellu. Hanna Lilja. Hún hét Sólveig, var kölluð Stella og það var alltaf svo bjart yfir henni. Ef eitthvað skyggði á um stund, var auðvelt að bægja því frá og sjá til sólar á ný. Ég hitti tengdaforeldra mína og Stellu í fyrsta sinn árið 1953 þegar hún var að koma heim úr Parísar- ferð með vinkonum sínum, hress og glöð. Ég fór með út á flugvöll að sækja hana og var feimin. Heima á heimili þeirra á Freyjugötunni, beið fallega búið kaffíborðið. Allt innanstokks var svo vandað og hlý- legt, svo fallega menningarlegt, og viðmót ijölskyldunnar var svo traust og gott, að mér leið strax vel hjá þeim. Stella varðveitti þetta andrúmsloft og hlýju alla tíð. Meðan beðið var eftir kaffinu tók Stella sitthvað upp úr farangrinum, þar á meðal fína hvíta blúnduvasa- klúta, alveg óborganlega, og bauð mér að velja einn. Klútinn þann á ég enn ásamt öðrum góðum gjöfum frá henni. Smám saman kynntist ég henni betur. Mér, sem átti enga systur, þótti mikið til Stellu koma, hvað hún var flink og myndarleg í hönd- unum og hafði auga fyrir ýmsu sem ég gaf ekki gaum. Stella sagði mér sögu fjölskyld- unnar, því að fjölskyldulífíð og heimilið var hennar áhugasvið og FLÍSAR fiF LUUi i Stóriiöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 þar naut hún sín best, þótt hún gegndi ábyrgðarstarfí í atvinnulíf- inu. Oft hugsaði ég um það hversu góð móðir hún hefði orðið, en hún var einhleyp alla ævi og eignaðist ekki böm. Hún átti skemmtjlega bernsku í Vesturbænum í Reykjavík og í sveitinni í Hveragerði og atburði frá æskudögunum glæddi hún ljóma ævintýra og naut þess að minnast og segja frá. Leifur, „litli bróðir" hennar, sem ég var_ að trúlofast, átti líka sína sögu. Ég fann að hún mundi ekki sleppa honum alveg, heldur verða virkur þátttakandi í lífi okkar. Hún reyndist líka alla tíð traustasti heimilisvinur okkar og systir sem aldrei brást þessi 40 ár sem við höfum átt saman. Meðan við bjuggum í Kaup- mannahöfn heimsótti hún okkur, fyrst vorið 1957. Hún ákvað svo að fá sér atvinnu þar og fluttist til okkar 1960. Hún fékk góða stöðu á skrifstofu verkfræðifyrirtækisins Phil & sön í Kaupmannahöfn, en fluttist heim aftur eftir aðeins tæp tvö ár, þegar faðir hennar var dáinn eftir mjög stutta sjúkdómslegu, og móðir hennar orðin öldruð og heilsulaus. Þá sýndi hún mikla fórn- fysi og dótturkærleik, því að hana langaði til að vera áfram í Kaup- mannahöfn og jafnvel setjast þar að. Stella hélt síðan heimili með móður sinni í nokkur ár og sinnti einnig næstum daglega eftir að hún fluttist á sjúkrastofnun. Þá fluttist Stella í eigin íbúð á Kleppsvegi og gerði ailt upp með glæsibrag. Þar bjó hún til dauðadags. Gleðistundimar átti hún með bræðrum sínum og fóstursystur, fjölskyldum þeirra og vinum. Tryggar og kærar vinkonur Stellu frá æskuárunum héldu hópinn og á vinnustað og í húsinu eignaðist hún vini. Bömin okkar Leifs, Björn Geir og Þorstein Pál, bar hún mjög fyrir bijósti, einkum þann yngri sem hún vildi reynast sem önnur móðir og hafa hjá sér sem mest. Væntum- þykjan var gagnkvæm alla tíð. Sig- rún, kona Björns Geirs, og Stella urðu mestu mátar og börnin þeirra urðu Stellu mikil uppspretta ástar og ánægju. Annars áttu öll böm, bæði skyld og óskyld, vísan vin þar sem Stella var og glögg var hún á þarfír þeirra og viðbrögð og mörgum krökkum gaf hún falleg plögg og pijónaföt. Stella var fíngerð kona og hold- ug, falleg, brosmild og létt í spori, þar til heilsan brást. Fram til hins síðasta hélt hún hressu geði. Gam- ansöm var hún og skjót til svars, en alvaran bjó undir og ákveðnar skoðanir og lífsviðhorf mótuðu ævi hennar og störf. Hún vandaði fram- komu sína og allt sem hún tók sér fyrir hendur, en setti aldrei ofan í við þá sem breyskari voru. Starfskröftunum eyddi hún sem gjaldkeri Fiskifélags íslands, að undanskildum þeim stutta tíma sem hún bjó í Kaupmannahöfn. Hún lét ekki af störfum fyrr en rétt eftir áramót 1992. Þá var hún farin að missa heilsu og krabbamein sem hún hafði barist við áður og sigrast á tók hana aftur heljartökum. í mínum augum var Stella kjamakona, heilsteypt og traust eins og allt ættfólk hennar. Mikið tóm skilur hún eftir sig. Hvernig verða jól og páskar án Stellu frænku? Ekki er hægt að hugsa sér fjölskylduhátíð án Stellu sem alltaf var með okkur. Hjartans þakkir fylgja henni fyrir fölskvalausa vináttu og tryggð við fjölskyldu mína og bræðra minna, sem bjuggu öll á Lundi og Nýja Lundi. Hún var Stella frænka þeirra líka. Aldraður faðir minn syrgir hana með okkur. Við biðjum henni eilífrar blessunar, heiðrum minn- inguna um hana og vonum að við fáum öll að hittast aftur. Friðrika Geirsdóttir. Enn eitt skarð er_ höggvið í saumaklúbbinn okkar. í dag kveðj- um við kæra vinkonu, Stellu, eins og hún var ætíð kölluð. En þetta er víst gangur lífsins „að heilsast og kveðjast". Það er alltaf sárt að sjá á bak góðum vini og félaga eftir áratuga samfylgd og ánægjulegar samverustundir fyrst á skólaárunum í Kvennaskól- anum í Reykjavík og síðan í sauma- klúbbnum okkar, þar sem viðhöfum komið reglulega saman í næstum 50 ár og erum orðnar stór hluti hver af annarri. Stella ólst upp í Reykjavík ásamt tveim bræðrum, Lofti og Leifí, og fóstursystur, Helgu, dóttir hjón- anna Pálínu Vigfúsdóttur og Þor- steins Loftssonar, vélfræðiráðu- nauts hjá Fiskifélagi íslands. Að lokinni skólagöngu hóf hún störf hjá Fiskifélagi Islands og vann þar allan sinn starfsaldur að undan- skildum tveim árum, Sem hún starf- aði í Kaupmannahöfn og dvaldi þá hjá bróður sínum Leifí og konu hans Friðriku, sem þar voru við nám. Stella giftist ekki og var bam- laus, en systkinabörn og böm þeirra fengu marga fallega handunna flík- ina, slík var hún. Fjölskyldan var samhent og kunni Stella að meta það. Hún var mjög listræn, hafði fágaðan smekk og bar heimili henn- ar þess ljósan vott. Þangað var gaman að koma og njóta gestrisni hennar. Fyrir fímm árum veiktist hún af krabbameini og gekkst undir upp- skurð og erfíða meðferð sem því fylgir. Hún náði sér vel aftur, enda barðist hún og var jákvæð. í vetur dró ský fyrir sólu. Gmnar okkur að hún hafí leynt því eins og hún gat bæði fyrir sjálfri sér og öðmm að veikindin væm að taka sig upp á ný, en nú varð hún að láta undan. Það er nákvæmlega einn mánuð- ur síðan hún var hjá okkur, þá greinilega sjúk. Þrem dögum síðar var hún komin á sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt. Við þökkum henni allar ánægju- stundirnar í gegnum árin og mun- um minnast hennar fyrst og fremst fyrir hennar glaðværa yfirbragð og jákvæða hugarfar. Hennar verður saknað úr hópnum. Blessuð sé minning hennar. Við vottum bræðrum hennar, fóstursystur og fjölskyldum þeirra okkir dýpstu samúð. Saumaklúbburinn. <_)U A B ^ "Éif- Auglýsing frá 'WM* Seðlabanka íslands Staða bankastjóra í Seðlabanka íslands er laus frá 1. júlí 1993. Samkvæmt lögum um Seðlabanka íslands skipar ráðherra í stöðu bankastjóra að fengnum tillögum bankaráðs. Bankaráðið auglýsir hér með eftir umsóknum um fyrrgreinda stöðu til undirbúnings tillögugerðar. I umsókn skal ítarlega greint frá menntun og starfsferli umsækjanda. Umsóknir sendist Seðlabanka íslands, Ágústi Einarssyni, formanni bankaráðs, Kalk- ofnsvegi 1, 150 Reykjavík, fyrir 15. júní 1993. Reykjavík, 17. maí 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS BANKARÁÐ. Fjárstoð hf. Endurskipulagning fjármála, skuldbreytingar, samningaumleitanir við kröfuhafa, aðstoð á greiðslu- stöðvunartíma, nauðasamningar, lögfræðiráðgjöf, Borgartúni 18, sími 629091_________ BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI 20 manna veisla í einum poka af lambakjöti á aðeins 169 kr. fyrir mamiinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.