Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B llO.tbl. 81. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skoðanakannanir fyrir þjóðaratkvæði um Maastricht í Danmörku Meirihluti með sátt- málanum Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunbladsins. ALLAR skoðanakannanir benda til að Danir sam- þykki Edinborgarákvæðin svonefndu í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem fram fer í dag og geri þar með þinginu kleift að staðfesta Maastricht-sáttmálann með þeim fyrirvörum sem ákyæðin fela í sér. í nýrri skoðanakönnun kom ennfremur fram að a.m.k. átta prósent þeirra, sem höfnuðu sam- komulaginu í fyrra, sæju nú eftir því og myndu styðja það óbreytt. Ef sérákvæðin hefðu ekki fengist og kosið væri um Maastricht-sátt- málann á ný án þeirra hefðu nægi- lega margir skipt um skoðun til að hann hefði fengið stuðning meirihlutans. í fyrra voru fleiri konur á móti sáttmálanum en með en nú hefur þetta snúist við þótt Reuter Styðja Maastricht UNGIR stuðningsmenn Maastricht-sáttmálans ganga með fána Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fyrir utan þinghúsið í gær til að hvetja Dani til að samþykkja Maastricht-sáttmálann í þjóðaratkvæðinu í dag. Er kosið var í fyrra sýndu kannanir meirihlutafýlgi við sáttmálann en andstæðingarnir hrósuðu samt sigri. enn séu fleiri konur á aldrinum 18-44 ára andvígar honum en með. Bresk blöð skýrðu frá því í gær að vegna atkvæðagreiðslunnar hefði Evrópubandalagið, EB, setið á skýrsiu um efnahagshorfur í aðildarríkjunum á næstunni, en þar kemur fram að horfurnar eru verri en talið var og að atvinnu- leysið fari síst minnkandi. Danskir embættismenn í bandalaginu hafa mótmælt þessum fréttaflutningi. Bresk íhaldsblöð, sem eru á móti EB, hafa fylgst vel með gangi mála í Danmörku og ýmsar fréttir þeirra varðandi EB virðast hafa beinst að umræðu Dana. Samráð Vesturveldanna um frið sagt vera að renna út í sandinn Bosníu-Serbar segjast hafa stofnað eigið ríki Qb Qai*ointrA Qnlii I)n»*lín Pnnfnt. Tlin Doilir Tnlnnmonh SÞ, Sarajevo, Split, Berlín. Reuter, The Daily Telegraph. BÚIST er við opinberum niðurstöðum í þjóðaratkvæði Bosníu- Serba á morgun en í serbneska útvarpinu var sagt að þar sem búið væri að telja væru milli 95% og 99% kjósenda and- vígir friðaráætlun Vance og Owens. Sáttasemjarar Samein- uðu þjóðanna og Evrópubandalagsins, þeir Owen lávarður og Thorvald Stoltenberg, munu ræða við ráðamenn Króata og Bosníu-múslima í dag. Heimildarmenn telja nú margir að þrátt fyrir margvísleg fundahöld bendi flest til þess að sam- eiginlegt átak stórveldanna til að binda enda á átökin í Bosn- íu sé að renna út í sandinn. Fulltrúar stórveldanna segja að ekkert mark sé takandi á þjóðarat- kvæði Bosníu-Serba. Ratko Mladic, yfírhershöfðingi Bosníu-Serba, segir að með þjóðaratkvæðinu hafi þeir í Kynæsandi en skaðlegt Darwin. Reuter. ÞEIR sem rembast of oft við að tala með djúpri og kynæs- andi röddu í útvarp geta skað- að raddböndin alvarlega. Ástralinn Linda Worrall rann- sakaði tíu útvarpsþuli og sagði marga þeirra hafa misþyrmt raddböndunum. „Sumir ná þess- ari kynæsandi röddu og komast upp með það,“ sagði hún. „En aðrir geta reynt of mikið á radd- böndin og jafnvel misst rödd- ina.“ reynd stofnað eigið lýðveldi, hvað sem aðrar þjóðir segi um það til- tæki. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, sagði að áætlun Vance og Owens, sem hann sjálfur undirritaði í Aþenu fyrir nokkru, væri endanlega dauð og ómerk, nú þyrfti að semja nýja áættun. Óeining um leiðir Bandaríkjunum og V-Evrópuríkj- unum hefur ekki tekist að ná sam- komulagi. um aðgerðir í Bosníu. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagðist í gær telja að yrði áætlun Vance og Owens gefin upp á bátinn myndi það auð- velda Bandaríkjamönnum og evr- ópskum bandamönnum þeirra að efna á ný til samráðs. Barist var víða í Bosníu í gær og varð geysileg sprenging í borginni Mostar þar sem Króatar og múslim- ar eigast við. Var talið að hergagna- búr múslima heðfí sprungið í loft upp. Reuter Börn á flótta FJÖLSKYLDA úr röðum múslima sem breskir liðsmenn SÞ fluttu frá Banja Luka til borgarinnar Travnik vegna ofsókna Serba. Aug-lýst í geimnum? Washington. Reuter. VERIÐ er að kanna mögu- leikann á að senda út í geim- inn gervihnött með geysi- stóru spjaldi til að endur- varpa auglýsingum. Er full- yrt að staerð spjaldsins á himinhvolfinu verði á borð við kringlu mánans, séð frá jörðu. Gert er ráð fyrir að hugmyndin verði að veruleika árið 1996. Bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, er ekki með í ráðum en talsmaður hennar er jákvæður, segir stjómvöld hvetja til þess að slíkir möguleikar séu nýttir til fjár- öflunar. Aðrir eru lítt hrifnir. „Viðurstyggð" „Þessi hugmynd er alger viður- styggð," segir Carl Sagan, stjörnu- fræðingur sem þekktur er fyrir sjónvarpsþætti og bækur sínar. Hann telur að ljósmengun frá slík- um auglýsingaspjöldum verði að lokum svo mikil að ekki verði leng- ur hægt að kanna geiminn með stjörnusjónaukum. „Að endingu yrði enginn jarðarbúi óhultur fyrir athafnasemi auglýsenda," segir í yfirlýsingu Sagans. Göfug markmið Talsmenn hugmyndarinnar segja stjörnufræðinga ýkja hætt- una. Ekki sé ætlunin að endur- varpa öðru en grænum hring er eigi að minna á nauðsyn þess að vernda umhverfið og spjaldið verði aðeins sýnilegt í nokkrar stundir á dag á þeim svæðum þar sem dags- birtu nýtur. Einnig verði gerðar rannsóknir á ósonlaginu með hnettinum. Fyrirtæki er styðji rannsóknimar fái síðan að merkja vöm sína með grænum hring. Bannaðað reykja í Marlboro Marlboro. The Daily Telegxaph. ÞÓ AÐ mest seldu síga- rettur heims heiti Marl- boro er ekki þar með sagt að smábærinn Márl- boro, í Vermontríki í Bandaríkjunum, sé draumastaður reykinga- mannsins. í bænum gilda einhverjar ströngustu reglur í Bandaríkj- unum gegn reykingum. Reykingar eru á miklu und- anhaldi í Bandaríkjunum, ekki síst eftir að „Marlboro-maður- inn“ sjálfur lést úr lungna- krabba 51 árs að aldri. And- stæðingar bannsins í Marlboro kvarta yfir „ofstæki“ og „nas- istavinnubrögðum" af hálfu „andreykingamafíunnar". Sjá frétt á bls. 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.