Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993 Utskriftarnemar ___> MHI með sýningu VORSYNING útskriftarnema Myndlistar- og handíðaskóla íslands var opnuð laugardaginn 15. maí kl. 14. Að þessu sinni útskrifast 45 nemendur frá skólanum og verður sýningin nú á fjórum stöðum í bænum. Sýningin verður í hinu nýja List- háskólahúsi við Laugarnesveg, í Perlunni, í húsnæði skólans í Skip- holti 25 og í Sólon íslandus. í Listaháskólahúsinu sýna nem- endur úr málun, skúlptúr, fjöl- tækni, leirlist og textíl. í Perlunni sýna nemendur úr grafískri hönnun, í Skipholti 25 sýna nemendur úr grafík og málun og í Sólon íslandus sýna nemendur úr fjöltækni. Sýningin í Listaháskólahúsinu og Skipholti 25 verður opin helgina 22. og 23. maí frá kl. 14-18. Sýn- ingin í Perlunni og Sólon íslandus verður opin á daglegum opnunar- tíma þessara staða til 23. maí. (Fréttatilkynning) Söngskólinn í Reykjavík Átta ljúka 8. stigi ÁTTA af nemendum Söngskólans í Reykjavík ljúka að þessu sinni 8. stigi sem er lokapróf úr almennri deild söngnáms. Prófingu fylg- ir þátttaka í tónleikum sem verða í Islensku óperunni. Tónleikarnir verða miðvikudag- inn 19. maí kl. 20: Hörn Hrafnsdótt- ir, mezzo-sópran, og David Knowles píanó. Elín Huld Árnadóttir, sópran, og Kolbrún Sæmundsdóttir, píanó. Kristín Sigfúsdóttir, mezzo-sópran, og Kolbrún Sæmundsdóttir píanó. Kristin Ragnhildur Sigurðardóttir, sópran, og Lára Rafnsdóttir, píanó. Fimmtudaginn 20. maí, upp- stigningardag, kl. 16: Hólmfríður Jóhannesdóttir, mezzo-sópran, og Elín Guðmundsdóttir, píanó. Bjöm Ingiberg Jónsson, tenór, ogKolbrún Sæmundsdóttir, píanó. Borghildur Jónsdóttir, mezzo-sópran, og Kol- brún Sæmundsdóttir, píanó. Dagný Þ. Jónsdóttir, sópran, og Hólmfríður Sigurðardóttir, píanó. (Fréttatilkynning) Þeir sem ljúka 8. stigi eru aftsta röð: Hörn Hrafnsdóttir, Elín Huld Árnadóttir og Björn Ingiberg Jónsson. Miðröð: Kristín Sigfúsdóttir og Dagný Þ. Jónsdóttir. Fremta röð: Kristín R. Sigurðardóttir, Borg- hildur Jónsdóttir og Hólmfríður Jóhaiinesdóttir. STANGAVEIMMESSA Í PERLUNNI Opid I dag frá kl. 17—22 Opið í kvöld hjá Stongaveiðifélagi Reykjavíkur - Kynning á Sogi kl. 20.30. Dansævintýri JSB Jazzdans Ólafur Ólafsson Nemendaleikhús JSB. Danshöfundar: Anna Norðdahl, Ágústa Kol- beinsdóttir, Irma Gunnars- dóttir, Karl Barbee, Mar- grét Árnþórsdóttir. Hand- rit og búningar: Bára Magnúsdóttir. Tónlist: Ymsir höfundar. Stjórn- andi: Bára Magnúsdóttir. Borgarleikhúsið, maí 1993. Það er staðreynd, að ævintýri má segja á svo marga vegu. Ein leiðin til að koma þeim til skila er að dansa þau. Nota þetta al- þjóðlega og aðgengilega tjáning- arform sem dansinn er. Þá gefst líka hveijum og einum töluvert ráðrúm fyrir eigin túlkun. ímyndunaraflið fær að leika iausum hala. Það er snar og nauðsynlegur þáttur í uppvexti og þroska hvers og eins að hann fái að reyna á sköpunar- og túlk- unargleðina í sjálfum sér. Nem- endur Jazzballettskóla Báru fengu svo sannarlega að reyna sig við alvöru aðstæður í Borgar- leikhúsinu. Á verkefnaskránni voru fimm atriði, sem voru vangaveltur kennara og nem- enda út frá þekktum verkum og sögum. Það var Hárið, Innrásin frá Mars, Tommi ogJenni, Ranð- hetta og Mjallhvít. En höfðu dansararnir eitthvað til málanna að leggja? Sam- kenndin og hippastemmningin ríktu í Hárinu en ógnin og óviss- an í Innrásinni. Frásögnin í Rauðhettu var með sínu sniði og allir kannast við fjandvinina Tomma og Jenna. í Mjallhvíti var unnið útfrá þema: Sjálfseyð- ingarmáttur eigingirninnar. Hér voru mjög misjafnlega þjálfaðir dansarar á ferð. Aðalatriðið var að fá að reyna sig, fá að njóta uppskeru vetrarins. Sem betur fer er það sammerkt með öllum ballettskólunum í borginni, að stjórnendur þeirra skilja nauðsyn þess, að nemar fái að reyna sig. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að nokkur einstaklingur geti stokkið fullskapaður fram á sjónarsviðið. Hann þarf að reyna sig og námið tekur mörg ár og þroskaferlið er oft hægt. I heildina má segja um sýning- una, að á margan hátt var hún frábrugðin jazzdanssýningum sem oft sjást fyrir það hvað hún var glettin, björt og litrík. Jazz- dansi hættir stundum til að vera ansi glennu- og gleðikonulegur. Hefur aldur dansaranna þá oft ekki skipt neinu máli. En í þann pytt duttu Bára Magnúsdóttir og samkennarar hennar alls ekki. Dansarnir hæfðu dönsur- unum. Greinilegt var, að vinna var lögð í dansverk eins og Mjall- hvíti, þar sem hvert hlutverk átti sitt dansstef. Sama er að segja um bæði Tomma ogJenna og Rauðhettu. Bæði dansarnir og búningarnir voru til fyrir- myndar og alúð lögð í verkin. Börnin skemmtu sér vel. Dans- lega voru nemendurnir misjafn- lega langt á veg komnir og at- riði eins og Hárið minntu meira á söngleik en jazzdans, en það var í góðu lagi. Reyndar vöktu jarðarbúarnir í Innrásinni frá Mars athygli fyrir góðan og mjög samtilltan dans. Seint verður lögð of rík áhersla á það, að tjáningar- og sköpunargleði barna og unglinga fái útrás. Þegar um er að ræða dans, hvort sem það er ballett, jazzdans eða einhver önnur tján- ing í hreyfingu, er það algjört skilyrði að snemma sé byijað. Nemendaleikhús JSB var spor í þá réttu átt. Mjallhvít og dvergarnir sjö. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Matreiðslumeistarar okkar hafa uppgötvað frábæra grásleppunnar fyrir nútíma matargerð Þessa viku verða Ijúffengir réttir úr grásleppu á boðstólum á eftirtöldum veitingastöðum á kynningarverói. Spennandi uppskriftabæklingar liggja frammi á veitingastöðunum og í verslunum Hagkaups, 'par sem fiskurinn verðurtil kaups á kynningarverði. Komdu og njóttu vel i Fiðlarinn, Akureyri Hótel Stykkishólmur Veitingahúsið við Tjörnina eiginleika Kynningar frá Veitingahúsinu við Tjörnina og ÞremurFrökkum í Hagkaup Kringlunni: Þrið kl.16-17 mið kl. 16-17 fös kl.16-18 lau kl. 14-15 LANDSSAMBAND _ smábátaeieenda SmSSíír ^ fÍQlíiAnaAnrinc cuw Aflanýtingamefnd Þrír Frakkar •GÓÐGÆTI Ú R HAFINU • Á NÝJAN H Á T T •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.