Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 Astríður Einars- dóttir — Minning’ Fædd 7. maí 1902 Dáin 8. maí 1993 Það var fyrir ári, hinn 7. maí, að fáeinir vinir og ættingjar Ástríðar mágkonu minnar komu saman á heimili hennar til að færa henni árn- aðaróskir á níræðisafmæli. Við, sem sátum það gestaboð, dáðumst að kjarki hennar og dugnaði, en þótt- umst sjá að þróttur hennar væri senn þrotinn og að henni entist eigi lengi kraftur til þess að veita viðnám hrörnun og heilsutjóni er að henni sóttu. Hún varðist með hugprýði og stóð meðan stætt var. Á yngri árum var Ásta í hópi fræknustu fimleikastúlkr.a. Geislandi af lífsorku og stælt af starfi og úti- vist gekk hún fagnandi í flokki æsku- meyja í Vesturbænum og prýddi fim- leikaflokk IR, Iþróttafélags Reykja- víkur. Ásta var djörf og hiklaus í framkomu. Dró hvergi dul á skoðan- ir sínar. Talaði tæpitungulaust og ætlaðist til þess af öðrum. Ásta hafði yndi af því að rifja upp þátttöku sína í íþróttaflokki ungra kvenna í Reykjavík. Sótti hún þá stundum, að beiðni okkar gestanna, myndir máli sínu til áréttingar. Þar blasti við fríður flokkur kvenna. Ljós- klæddar ungmeyjar léku listir sínar á palli og fetuðu fimlega á slá, en jöfur íslands, Kristján konungur og drottning hans, Alexandrine, sátu í stúkusætum á Melavellinum, þar sem nú rís Þjóðarbókhlaða og fylgdust með fimleikum stúlknanna og klöpp- uðu þeim lof í lófa. Það vakti at- hygli að erlendur ferðamaður, Svíi, ritaði í blöð og fór lofsamlegum orð- um um sýningu stúlknanna, líkti þeim við svani og hrósaði þeim fyrir fagran limaburð og þokka. Ásta minntist þessara stunda jafnan með gleði, enda batt hún vináttu við stall- systur sínar frá þessum árum. Sum- ar þeirra urðu góðir grannar eins og Anna Guðmundsdóttir leikkona og Dóra Magnúsdóttir, eiginkona Magn- úsar Björnssonar frá Laufási, og fleiri stúlkur úr þessum fræga sýn- ingarflokki. Ljúft var að minnast liðinna stunda, en sárt að finna vanmátt sinn og kröm þegar elli og sjúkdóm- ar lögðust á eitt um að beygja þann, sem áður hafði stæltur staðið. Nú munu þær allar horfnar af sjónar- sviðinu ÍR-stúlkurnar, sem heilluðu áhorfendur á Melavellinum konungs- komuárið 1921. Eins og títt var um unglinga á íjölmennu heimili réðst Ásta til starfa utan heimilis. Þá var siður að börn léttu undir með foreldrum sínum og legðu til heimilis, en héldu dálitlum hlut af eigin aflafé, launum, sem jafnan voru lág. Ásta réðst til starfa hjá gosdrykkjaverksmiðjunni Sanit- as, sem Gísli Guðmundsson gerla- fræðingur og Loftur bróðir hans, Ijós- myndari, ráku. Þar voru einnig bræð- urnir Sigurður Waage og Matthías. Á ljósmynd, sem Ásta átti í fórum sínum var glaðlegur hópur starfsfé- laga á góðum frídegi. Þar var meðal annarra starfsfélaga Katrín Ólafs- dóttir, síðar eiginkona Árna Péturs- sonar læknis. Ásta minntist þess jafnan hve glöð hún varð er foreidrar hennar og systkini fluttust búferlum af Bergs- staðastíg, þar sem heimili þeirra hafði staðið, og tóku sér bólfestu á Blómsturvöllum við Bræðraborgar- stíg. Þar var víðáttan. Þar var frels- ið. Og þar var lífið saltfiskur, eins og sagt var í frægri bók. Þóra móð- ir Ástu, eiginkona Einars múrara Jónssonar, var hæglát kona og prúð í fasi og framgöngu. Hún hélt börn- unum til verka og gekk sjálf með þeim á stakkstæði við Blómsturvelli. Þar var breiddur saltfiskur og sól- þurrkaður. Þannig drýgði margur tómthúsmaður tekjur sínar með dyggri aðstoð eiginkonu og barna. Það var sannkallaður sjónarsviptir er stakkstæðin hurfu úr mannlífs- mynd Reykjavíkur. í hjarta sínu og eðli var Ásta allt- af Vesturbæjarstúlkan, sem undi sér við minningar um ilminn af sólþurrk- uðum saltfíski á stakkstæðinu við litla snotra bæinn, Blómsturvelli. Henni voru í raun og sannleika hug- stæðari tímar baráttu til bjargálna en umhleypingar og óróatíð auðs og valda. Böm Einars múrara og Þóru eig- inkonu hans, systkinin á Blómstur- völlum, voru mannvænleg og settu svip á sögu Reykjavíkur. Þorsteinn var einn nafnkunnasti knattspyrnu- maður á þriðja og fjórða áratug, hetja KR-inga, fótboltamaðurinn frækni. Þá var Magnús bakari, vask- ur maður og prýði stéttar sinnar. Matthías, yngstur bræðranna, ljúfur maður og lipur við störf sín að ali- fuglabúi í Mosfellsbæ. Hann er einn bræðranna á lífi. Af systrunum lifir Helga ein, glæsileg kona og greind. Sigríður og Magnea Þóra prýddu einnig þennan systkinahóp. Þær eru báðar látnar. Ásta sigldi ung til Kaupmanna- hafnar ásamt Dóru vinkonu sinni og félaga úr flokki ÍR. Þar réðst hún til starfa hjá danskri fjölskyldu, Paludan, og undi þar hag sínum hið besta. Frá siglingu sinni og Kaup- mannahafnardvöl geymdi Ásta myndir, litlar augnabliksmyndir, að hætti tímans. Á þessum myndum kemur glöggt fram hve Ásta sómdi sér vel á velli. Hún ber þar höfuð hátt. Staðfesta, glaðlyndi og ein- beitni bera skaphöfn hennar vitni. Vel fagnaði Ásta því er henni var færð stækkun af mynd þeirra er saman fóru til Kaupmannahafnar. Við stækkun myndarinnar kom ljós- lega fram æskublómi stallsystranna, sem svo lengi bundust vináttubönd- um. Ásta, eins og mér var tamt að nefna mágkonu mína Ástríði, giftist Jóni Axel Péturssyni hafnsögumanni hinn 4. desember 1936. Þau reistu sér hús á Hringbraut 153 í Reykja- vík (nú 53). Auk hafnsögumanns- starfs gegndi Jón fjölmörgum trún- aðarstörfum í verkalýðsfélögum, sat í bæjarstjóm Reykjavíkur og ótal nefndum. Þegar Jón gekk að eiga Ástu var hann framkvæmdastjóri Ajþýðusambands íslands. Var raunar hinn fyrsti, er gegndi því starfi. Var þá jafnan framarlega í fylkingu þeg- ar í odda skarst við atvinnurekendur og lögreglu. Á þeim árum kreppu og atvinnuleysis var mörgum heitt í hamsi og kom oft til harðvítugra átaka í vinnudeilum og verkföllum. Þá tíðkuðust hin breiðu spjótin. Þessu starfi fylgdu sífelldir fundir, erill og ónæði á nýstofnuðu heimili. Er Jón hvarf aftur að hafnsögumannsstarfí tóku við volksamar ferðir og vökur marga nótt. Síðar varð Jón forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Því að- eins er þetta nefnt að störf eigin- mannsins réðu svipmóti heimilis og háttum flestum. Húsfreyjan deildi kjörum með manni sínum. Má segja að pgu hafi staðið saman í blíðu og stríðu. Jón varð forstjóri Bæjarút- gerðar Reykjavíkur árið 1947. Þá rættist gamall draumur hans um togaraútgerð bæjarfélagsins. Var hann raunar höfundur að kjörorði Alþýðuflokksins í bæjarstjórnarkosn- ingunum: Bæjarútgerð bjargar Reykjavík. Ásta taldi jafnan að sá tími sem maður hennar, Jón Axel, veitti Bæjarútgerðinni forstöðu hefði verið blómaskeið á lífsferli þeirra. Hugur Jóns var bundinn við sjó og sjávarafla og Ásta fylgdist af áhuga með störfum eiginmannsins og hafði gott verksvit og þekkingu á mörgu er að fiskverkun laut. Seinna varð Jón bankastjóri Landsbanka Islands. Ástu fannst til um þann trúnað sem Jóni var sýndur með þeirri tilnefn- ingu, en saknaði ávallt Bæjarútgerð- arinnar og starfsins þar. Þau Jón Axel og Ástríður eignuð- ust einn hjartfólginn son, Pétur Axel. Hann varð lögfræðingur. Rak um skeið málflutningsskrifstofu hér í borg. Pétur Axel hafði mikinn áhuga á útvegsmálum og ritaði í blöð um þau mál. Pétur lést árið 1983. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Magnþóra Þórisdóttir, hún er látin. Með henni eignaðist hann Jón Axel og Þóru Steinunni. Seinni kona hans var Rósa Ólafsdóttir. Með henni eign- aðist hann Pétur Axel. Pétur eignað- ist tvö börn með æskuvinkonu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur: Snjólaugu, sem lést ung að aldri, og Jón Guðmann. Dóttir Ástu frá fyrra hjónabandi var Þóra, dóttir Haralds Þórðarsonar skipstjóra. Þóra reyndist móður sinni og stjúpföður Jóni Axel, stoð og stytta alla tíð. Hún lést árið 1982. Guðmundur Jónsson óperusöngvari var eiginmaður Þóru. Börn Þóru og Guðmundar Jónssonar eru Ástríður, Þorvarður Jón og Halldóra. Ástríður varð fyrir þeirri þungu sorg að missa bæði börn sín í blóma lífsins. Á kveðjustund eru Ástríði Einars- dóttur færðar þakkir fyrir vináttu sem efldist með árum og var stað- fest af hennar hálfu með drengskap og tryggð. Pétur Pétursson. Látin er í hárri elli Ástríður Ein- arsdóttir Hringbraut 53 í Reykjavík. Hún kvaddi þetta líf á Landakotsspít- ala laugardaginn 8. maí, en daginn áður varð hún níutíu og eins árs. Atvikin höguðu því þannig að við Pétur Axel Jónsson, sonur hennar, urðum bekkjarbræður til landsprófs í Gagnfræðaskóla Austurbæjar vet- urinn 1954-1955 og síðan sambekk- ingar allt til stúdentsprófs. Þau árin var ég tíður gestur á heimili Ástríðar og manns hennar, Jóns Axels Péturs- sonar, forstjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur og síðar bankastjóra Landsbanka íslands. Það gustaði stundum af Ástríði í samskiptum við okkur unglingana. Hún lét okkur hispurslaust heyra álit sitt á tiltektum okkar félaganna sem áreiðanlega, eftir á að hyggja, voru ekki allar jafn hrósverðar á þessum árum. Hún var heldur ekki þeirrar gerðar að skafa utan af skoð- unum sínum og var þá sama hver í hlut átti. En undir skapheitu yfir- borði, sem sumum kannski virtist hrjúft, sló hlýtt hjarta, gætt mikilli samúð með þeim sem minna máttu sím Á þessum árum stýrði Jón Axel einu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Bæjarútgerð Reykjavíkur, og það fór ekki framhjá neinum hve mjög þau bæði, hún ekki síður en hann, báru hag þess fyrir brjósti. BÚR, Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- blaðið voru í öndvegi þar á bæ. Um árabil var Jón Axel bæjarfulltrúi í Reykjavík og einn af helstu forystu- mönnum Alþýðuflokksins. Þá hefur áreiðanlega stundum mætt á hús- móðurinni og ekki alltaf verið næðis- samt á Hringbrautinni. í samtölum okkar Ástríðar seinni árin lá hún ekki á skoðunum sínum um pólitíkina og Alþýðuflokkinn, fremur en fyrri daginn, og var ómyrk í máli um að- gerðir eða aðgerðaleysi flokksforyst- unnar. Ástríður Einarsdóttir hlaut sinn skerf af andstreymi í lífinu. Hún missti dóttur sína af fyrra hjóna- bandi, Þóru, í blóma lífsins. Einka- sonurinn Pétur Axel lést á besta aldri sumarið 1983, en mann sinn missti hún árið 1980. Eftir lát Jóns Axels bjó Ástríður ein á Hringbrautinni, en síðustu mánuðina naut hún góðr- ar umönnunar á hjúkrunardeild Landakotsspítala. í ellinni hafði hún góðan stuðning af barnabömum sín- um. Ástríður Einarsdóttir var kona hávaxin og það sópaði að henni. Hún naut þess áreiðanlega alla ævi að hafa verið afrekskona í fimleikum á yngri ámm. Hún var vel gerð kona og þeir voru margir sem hún og Jón Axel réttu hjálparhönd, þótt ekki væri hátt um talað. Þegar dró að stúdentsprófi hjá okkur félögunum vorið 1959 þá var það ekki bara einkasonurinn sem var sendur til virðulegs klæðskera til að láta þar sauma á hann smóking, heldur líka sá sem þetta ritar, þar sem efni voru ekki mikil í garði. Um það voru ekki höfð mörg orð. Að leiðarlokum þakka ég Ástríði velgjörðir og vináttu. Það geri ég fyrir hönd fjölskyldu minnar og okk- ar vina Péturs Áxels frá skólaárun- um. Guð blessi minningu góðrar konu. Eiður Guðnason. Látin er í Reykjavík Ástríður Ein- arsdóttir. Það er lífsins saga að heils- ast og kveðjast. Það var haustið 1979 að ég heilsaði Ástu í fyrsta sinn er samband okkar Péturs Áxels sonar hennar hófst. Ég fann strax að þar var sterk kona á ferð og af henni gustaði kraftur. Við virtum hvor aðra fyrir okkur álengdar og kynni hófust. Ásta var skaprík kona og hafði- sterkar skoðanir á mönnum og mál- efnum og lét þær óspart í ljós. Hún hafði mikinn áhuga á stjómmálum. Hún studdi Alþýðuflokkinn, enda komin af alþýðufólki eins og hún sagði svo oft. Ásta hafði lifað tímana tvenna. Hún var hafsjór af fróðleik og lífsreynslu sem hún sagði mér oft frá á góðum stundum, oft með blik í augum. Ásta var tvígift. Með fyrri manni t Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAREN LOUISE JÓNSSON, lést á dvalarheimilinu Skjóli að morgni 15. maí. Margrét Pétursd. Jónsson, Eríka Jóhannsson, Per Jónsson, og fjölskyldur þeirra. t Maðurinn minn og faöir okkar, EINAR B. INGVARSSON fyrrverandi bankamaður, Naustahlein 28, Garðabæ, andaðist í Landakotsspítala mánudaginn 17. maí. Herdís E. Jónsdóttir, Ingvar Einarsson, Sigríður Einarsdóttir, Friðjón Einarsson, Herdís R. Einarsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tehgdamóðir, amma og langamma, INGIRÍÐUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá Indriðastöðum, Skorradal, síðasttil heimilis á Austurbrún 6, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 15. maí. Hilmar Guðmundsson, Erla Ragnarsdóttir, Gylfi Þór Sigurðsson, Sveinn Sigurðsson, Inger Helgadóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HALLDÓRA LOFTSDÓTTIR, Hli'ðarvegi 58, Njarðvík, lést í Vífilsstaðaspítala aðfaranótt sunnudags 16. maí. Halldór Helgason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR KRISTJÁNSSON frá Dalvík, Fálkagötu 14, Reykjavík, lést á Benidorm 14. maí. Björg Þórisdóttir, Jórunn Birgisdóttir, Guðmundur Ingvarsson, Kristján Birgisson, Erja Anderson, Guðlaug Birgisdóttir, Helgi Þ. Kristjánsson og barnabörn. + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KATRÍNAR MAGNEU GUÐMUNDSDÓTTUR, Stórholtí 28, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 19. maí kl. 15.00. María Kristoffersen, Steen Kristoffersen, Daniel Kristoffersen, Haukur Helgason, Nanci Arnold Helgason, Mikael Kristoffersen, Robert Kristoffersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.