Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Geta Bolvíkingar
forðað togfurum
E.G. frá uppboði?
Ella eiga þeir á hættu að yfir 70% aflaheimilda kaupstaðarins
hverfi úr byggðarlaginu og störfum fækki úr 570 í 370
ÞÓTT bæjarstjórn Bolungarvíkur hafi á fundi sínum síðastiiðinn
laugardag samþykkt að stefna að því að ganga inn í kaupsamn-
inga vegna togaranna Dagrúnar og Heiðrúnar, er ekki þar með
sagt að sú verði raunin og samningar bæjarstjórnar við veðhafa
náist.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er talið mun líklegra
að helstu lánadrottnar, sem eru Landsbanki íslands og Atvinnu-
tryggingadeild Byggðastofnunar, auk Fiskveiðasjóðs Islands, muni
hafna samningum við bæjarstjórn á þeim nótum sem'nú er rætt
um. Lánadrottnar munu telja að hagsmunir þeirra verði ekki
tryggðir nema til uppboðs komi.
Komi tii uppboðs á togurum
þrotabús E.G. þá er forkaupsréttur
bæjarfélagsins ekki lengur fyrir
hendi, eins og greint var frá hér
í Morgunblaðinu sl. laugardag.
Á fundi sem haldinn var með
skiptastjórum þrotabús E.G. og
fulltrúum helstu lánadrottna sl.
föstudag í Bolungarvík kom fram
hörð gagnrýni frá fulltrúa Lands-
banka íslands á svonefnda kaup-
samninga þrotabúsins við Hafn-
firðinga og Grindvíkinga. Lands-
bankinn mun meta þessa kaup-
samninga sem afar efnisrýr plögg,
þar sem ekki hafi verið rætt um
nokkurt atriði við Landsbankann,
aðalkröfuhafann í þrotabú E.G.
hvað varðar samninga, yfirtöku
skulda, tryggingar fyrir veðum og
þess háttar. Því sé af og frá að
Landsbankinn sé reiðubúinn til
þess að samþykkja samninga án
þess svo mikið sem hafa rætt við
þá sem vilja yfirtaka skuldir E.G.
Raunar mun sömu sögu að segja
af Atvinnutryggingadeild Byggða-
stofnunar, þar sem hinir nýju til-
boðsgjafar ræddu ekki heldur við
fulltrúa Byggðastofnunar um yfir-
töku skulda þrotabús E.G. við
Byggðastofnun.
Málið komið í heilan hring
Segja má að málefni þrotabús
E.G. séu komin í heilan hring og
aðilar séu nokkurn veginn staddir
á byijunarreit á ný, að því undan-
skildu að nú liggur fyrir kaupverð
á skipunum, samkvæmt tilboðum
Hafnfirðinga og Grindvíkinga,
samtals að upphæð 721 miiljón
króna. Bolvíkingar eru í þeirri
stöðu nú, að þurfa að reyna á
nýjan leik að ná samningum við
helstu kröfuhafa. Ólíklegt hlýtur
að teljast miðað við alla forsögu
málsins, að Bolvíkingar hafí meira
erindi en erfiði nú í samningum
sínum við lánadrottna en þeir
höfðu í fyrstu atrennu.
Það eina sem virðist geta forðað
Bolvíkingum frá því að togarar
þrotabús E.G. lendi á uppboði, og
skipin með 70% aflaheilda Bolung-
arvíkur og 200 atvinnutækifærum
hverfi þar með úr byggðarlaginu,
er að Bolvíkingum gangi hlutafjár-
söfnun í Ósvör hf. afar vel. Raun-
ar mun það hvergi nægja tii, þótt
Bolvíkingum tækist að safna þeim
120 milljónum króna, sem að er
stefnt á þessu ári, heldur þyrftu
þeir að líkindum að tvöfalda þá
upphæð, til þess að lánadrottnar
mætu mál með þeim hætti, að um
viðundandi tryggingar væri að
ræða.
Önnur lota hafin
Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri
í Bolungarvík, sagði í gær að und-
irbúningur að viðræðum og samn-
ingum við lánadrottna væri þegar
hafinn og fulltrúi bæjarstjórnar
hefði í gær farið suður til Reykja-
víkur, til þess að undirbúa samn-
inga í samráði við lögmann bæjar-
sjóðs. Ólafur sagði að á fundi
’bæjarstjórnarinnar með þing-
mönnum Vestfjarðakjördæmis síð-
degis á laugardag hefði bæj-
arstjórnin kynnt áform sín um með
hvaða hætti staðið yrði að kaupum
á togurunum.
„Við ætlum að hefja samninga-
viðræður við veðhafa, um skuld-
breytingu, yfirtöku veðskulda,
hlutaíjáraukningu og aðrar að-
gerðir, svo okkur takist að ganga
til lokasamnínga um kaup á Dagr-
únu ÍS 9 og Heiðrúnu ÍS 4, ásamt
aflaheimildum. Eg á von á því að
kröfuhafar vilji frekar semjd við
Bolungarvík en Grindavík og
Hafnarfjörð og er því bjartsýnn á
að þetta takist,“ sagði Ólafur.
Áflaverðmæti Dagrúnar og
Heiðrúnar á liðnu ári var samtals
um 290 milljónir króna, samkvæmt
yfirliti frá Landssambandi ís-
lenskra útvegsmanna um aflaverð-
mæti togara á sl. ári. Til sam-
anburðar má geta þess að Guð-
björgin frá ísafirði aflaði fyrir um
350 milljónir króna á liðnu ári,
þannig að aflaverðmæti hennar var
um 60 milljónum króna meira en
tveggja togara Bolvíkinganna.
ðlafur var spurður hvort ekki
væri ljóst, miðað við aflaverðmæti
togaranna tveggja, að samkvæmt
rekstraráætlunum bæjaryfírvalda
og Ósvarar væri ekki um raunhæf-
an rekstrargrundvöll að ræða:
„Það er hægt að fara í hvaða fyrir-
tæki í sjávarútvegi sem er í dag,
án þess að fá skynsamlega tölulega
áætlun út úr þeirri skoðun.
Rekstrarumhverfið er einfald-
lega ekki til staðar, og við getum
ekki gert kröfur til þess að hér
verði sett upp betra rekstrardæmi,
hvað varðar áætlanir um kaup
okkar á togurunum en gengur og
gerist í greininni um þessar mund-
ir. Það sem skiptir máli er spurn-
ingin um það hvort við náum samn-
ingum um afföll á dráttarvöxtum,
skuldbreytingu og framlengingu
lána. Þegar við erum búnir að
komast yfir skipin, þurfum við að
átta okkur á því með hvaða hætti
við spilum úr þeim spilum sem við
höfum á hendi,“ sagði Ólafur.
Uppboð líklegt
Ólafur var spurður hvort það
hefði ekki verið viðráðanlegra fyrir
bæjarfélagið og Ósvör hf. að reyna
að halda einungis öðru skipinu, en
reyna að kaupa hluta af kvóta
þess skips sem selt yrði, og eiga
einungis eitt skip. Slíkt hefði verið
mögulegt, ef tilboði Hrannar hf. á
Isafirði í Dagrúnu væri tekið, þar
sem kaupa átti skipið til úrelding-
ar:
„Við verðum að leggja allt und-
ir, því ef skipin fara, þá tapast
héðan 200 af 570 störfum, og yfir
70% af aflaheimildum kaupstaðar-
ins. Það er ekki lífvænleg byggð
hér, ef við ekki höldum skipunum
í Bolungarvík. Hvers konar samn-
ingar og samvinna við aðra, hvort
sem er hér í bænum eða nágranna-
byggðarlögum, verða síðan skoð-
aðir í framhaldi þess að við náum
samningum, til þess að tryggja að
reksturinn geti gengið," sagði
Ólafur.
Þrátt fyrir mikinn einhug Bol-
víkinga og einlægan ásetning
þeirra um að gera hvað þeir geta
1 til þess að halda togurunum í pláss-
inu, er svo að skilja á helstu kröfu-
höfum þrotabús E.G. að ekki hafi
Bolvíkingar mikla ástæðu til bjart-
sýni, að minnsta kosti ekki við
óbreyttar aðstæður. Hallast þeir
að því að til uppboðs hljóti að
koma, því einungis þannig verði
hægt að tryggja hagsmuni kröfu-
hafanna.
Samgöngnráðuneytið um flugrekstrarumsókn Óðins hf.
Frestur framlengdur til 8. júní
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur framlengt frest flugfélagsins
Óðins hf til að uppfylla skilyrði um lágmarks eigið fé vegna umsókn-
ar félagsins um flugrekstrarleyfi til 8. júní en upphaflegur frestur
sem félaginu var veittur rann út 15. maí.
Að sögn Þórhalls Jósepssonar, vinna að því að styrkja fjárhags-
deildarstjóra í samgönguráðuneyt- stöðu félagsins og var það sam-
inu, óskuðu forsvarsmenn Óðins-hf. þykkt. Samkvæmt mati endurskoð-
eftir því að fá lengri frest til að anda Flugmálastjórnar þarf hluta-
fjáraukning félagsins að nema að
minnsta kosti 22 milljónum króna
svo að eigið fé sé nægilegt til þess
að standa straum af undirbúningi
fyrirhugaðs flugrekstrar og af með-
alkostnaði við þriggja mánaða
rekstur félagsins.
Yinnuslys sjómanna á fiskiskipum
Yfír 50% þeirra sem
slasast 20 til 35 ára
Dæmi til um togara þar sem helmmg-
ur áhafnar slasaðist á einu ári
ALLS eru yfir 50% þeirra sjómanna sem lenda í vinnuslysum um borð
í fiskiskipum á aldrinum 20-35 ára. Samkvæmt upplýsingum frá Sigl-
ingamálastofnun er aldursdreifing þeirra sjómanna sem lentu i vinnu-
slysum þannig að á aldrinum 20-24 ára eru 13%, á aldrinum 25-29
ára eru 19% og á aldrinum 30-35 ára eru 19%, eða samtals 51% fyr-
ir þessa aldurshópa. Kristinn Ingólfsson hjá Siglingamálastofnun seg-
ir að slysatíðni um borð sé mismunandi eftir tegundum fiskiskipa en
til séu dæmi um togara þar sem í
helmingur áhafnarinnar.
Eins og kom fram í frétt í Morg-
unblaðinu á sunnudag hafa 2.850
sjómenn slasast í vinnu á síðustu
fimm árum og nema slysabætur til
þeirra samtals 760 milljónum króna,
eða 340 milljón krónum meir en til
allra annarra launþega landsins á
sama tímabili.
Tölur Siglingamálastofnunar ná
Aldursdreifing slasaðra
sjómanna 1984-1992
-11 sjómenn slasist árlega, eða um
til tilkynntra slysa á árabilinu 1984
til 1992 en á þessum átta árum slös-
uðust tæplega 6.000 sjómenn og
lætur nærri að 85% stéttarinnar
hafi einhvern tímann ient í vinnu-
slysi á fyrrgreindu tímabili. Þar kem-
ur fram að langflest vinnuslysin
verða um borð í togskipum, eða 56%
heildarfjöldans. Næstar í röðinni eru
línuveiðar með 11% og síðan skel-
fiskveiðar með 8%. Fæst slysin verða
á nótaveiðum, eða 5%, netaveiðum,
eða 6%, og handfærum, eða 6%.
Slys um borð í landhelgis- eða drátt-
arbátum, við stórflutninga eða
gámaflutninga eru síðan 1% í hvetj-
um tiltekinna liða.
Undirmenn eru 69% slasaðra
Þegar skoðaðar eru tölur um
skiptingu vinnuslysa milli undir- og
yfirmanna um borð kemur í ljós að
undirmenn eru 69% slasaðra, skip-
stjórar og stýrimenn 18% og vélstjór-
ar 13%. Og í tölum um orsakir slysa
eru mistök áberandi stærsti flokkur-
inn, eða.^4% tilvika. Þar næst kem-
ur veður með 18%, hálka með 7%,
mistök við hífingar 5% og bilanir við
hífingar eru 2% tilvika. FleSt slysin
verða á veðurþilfari, eða í 36% til-
vika, og á aðal- eða vinnsluþilfari í
25% tilvika. í lestum verða 12% slysa
og í vistarverum og brú 8%.
t.
Framkvæmdastjóri Sjómannasam-
bandsins um vinnuslys á sjómönnum
Þetta eru óhugn-
anlega háar tölur
HÓLMGEIR Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands íslands,
segir að það séu óhugnanlega háar tölur sem sjáist þegar tíðni vinnu-
slysa á sjómönnum sé skoðuð fimm ár aftur í tímann. „Það er ljóst
að við þurfum með öllum ráðuin að fækka þessum slysum," segir
Hólmgeir. „Menn eru alltaf að vinna að öryggismálum sjómanna en
þegar tölur um vinnuslysin eru skoðaðar sést að gera þarf enn betur.“
Helgi Laxdal hjá Vélstjórafélaginu
segir að slysum á sjómönnum megi
gróflega skipta í tvennt, það er kerf-
isbundin slys sem koma fyrir aftur
og aftur og ófyrirsjáanleg slys.
„Hvað þessi kerfisbundnu slys varðar
eins og til dæmis að línurúllur detti
innfyrir þá er hægt að laga þau án
mikillar fyrirhafnar," segir Helgi.
„Yfirmenn um borð gætu sinnt skyld-
um sínum í þessu efni og leiðbeint
sérstaklega nýliðum um helstu slysa-
staðina. Svo eru aftur á móti ófyrir-
sjáanleg slys sem verða til dæmis
vegna hálku eða óheppni sem erfitt
er að koma í veg fyrir.“
Öryggisatriðum ekki sinnt
Harald Holmsvík hjá Farmanna-
og fiskimannasambandinu segir að
mikið af slysum um borð megi rekja
til þess að öryggisatriðum hafi ekki
verið sinnt. „Mörg af þessum slysum
eru heimatilbúin um borð af því að
byrjendur eða nýliðar fá ekki strax
nauðsynlega kennslu á öryggistæk-
in,“ segir Harald. „Það er hinsvegar
athyglisvert að munur virðist á skip-
um hvað þetta varðar. Á sumum
skipum koma slys eða óhöpp mjög
sjaldan fyrir meðan á öðrum er þetta
viðvarandi vandamál. Kannski liggur
munurinn í hve yfirmenn taka alvar-
lega leiðbeiningarhlutverk sitt.“
Jónas Haraldsson hjá Landssam-
bandi útvegsmanna tekur undir þetta
sjónarmið og segir að hann hefði
ekki lifað af sinn fyrsta dag á sjó
ef hann hefði ekki fengið nauðsyn-
lega leiðsögn um hvernig honum
bæri að bera sig að og hvað hann
ætti að varast. „Ég tel að koma
megi í veg fyrir mörg slysanna ef
aðgát er sýnd og að yfirmenn tryggi
að nýliðar fái nauðsynlega fræðslu
og tilsögn á fyrstu dögum sínum um
borð. En það virðist víða skorta á
að slíkt sé gert,“ segir Jónas.
Harald segir að vissulega spili inn
í þetta dæmi að yfirmenn á sjó séu
undir miklu vinnuálagi við að skapa
undirmönnum sínum tekjur.
Ekkert fræðsluefni til
í máli þeirra allra kemur fram að
ekkert fræðsluefni sé til staðar nú á
þessum vettvangi en verið er að
semja kennslubók fyrir háseta á
fiskiskipum. Slík bók er þegar til
fyrir háseta á kaupskipum. Jónas
segir að unnið sé að lausn vandans,
til dæmis hafi öryggisfræðslunefnd
fundað um þetta vandamál og hygg-
ist í ár fara af stað með fundarher-
ferð um landið þar sem fjalla á um
öryggismál sjómanna og heyra sjón-
armið þeirra.
Hólmgeir Jónsson segir að vand-
inn hafi hingað til legið að hluta til
í spurningunni um hver ætti að ann-
ast nýliðakennsluna. „Slysavarna-
skólinn hefur gert mikið gagn með
öryggisnámskeiðum sínum en það
hefur ekki fundist enn vettvangur
fyrir verklega fræðslu um borð fyrir
nýliða á sjó,“ segir Hólmgeir.