Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993 /,T/drsvöréurinn d þír ernoJÖQ þurr.u Með morgnnkaffinu Er það fréttadeildin? Ég ætla að segja ykkur frá morði í Austurbænum. * Ast er... . . . uppbygging á sam- bandi TM Reg U.S Pat Olf — all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Við getum ekki haldið áfram að hittast svona_____ nema þú hjálpir mér að borga afborganirnar af bíln- um. HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691329 - Símbréf 681811 _+ Gerræði starfsmanna RUV Frá Árna J. Magnús: OLAFUR G. Einarsson mennta- mmálaráðherra lét svo um mælt er hann skipaði Hrafn Gunnlaugs- son framkvæmdastjóra Sjónvarps- ins að þar væri um pólitíska ákvörðun að ræða. Þessi orð ráð- herrans hafa andstæðingar hans síðan talið sönnun þess að um pólitíska valdníðslu hafí verið að ræða hjá ráðherranum. En það fer lægra að í raun var ráðherra þama að bregðast við annarri pólitískri ákvörðun. Hana hafði útvarpsstjóri tekið. í frægum umræðuþætti hafði Hrafn m.a. viðrað stefnumál Sjálfstæðis- flokksins í sjónvarpsmálum sem samþykkt voru á síðasta lands- fundi, þ.e. að auka bæri útboð sem er skref í átt að einkavæðingu þessa fjölmiðils. Útvarpsstjóri brást við (væntanlega samkvæmt Frá Jóni Torfasyni: í bréfí til blaðsins 12. maí birt- ist grein eftir konu að nafni Anna Birna Jensdóttir sem er hjúkrunar- kona á Borgarspítalanum. Greinin er mestpart óljóst rabb um fagleg- ar aðferðir og menntun heilbrigð- isstétta undir forustu hjúkrunar- fræðinga. Meginmarkmiðið virðist þó vera að réttlæta niðurskurð til heilbrigðismála um þessar mundir. Það skal ekki rætt hér heldur þessi ummæli í greininni: „Þekkt er að framleiðsla ríkisfyrirtækja er langtum minni en í einkarekstri." Þessi fullyrðing er algerlega órökstudd og ósönnuð enda hefur sinni pólitísku sannfæringu?) með því að reka Hrafn. Mánuði síðar hefur hann upplýst að andúð starfsfólks Sjónvarpsins á Hrafni hafí ráðið mestu um þessa ákvörð- um í nýlegum umræðuþætti flutti Stefán Jón Hafstein sprettilræðu um framtíðina, þar sem hann lagði að jöfnu starf málfarsráðunautar og dagskrárstjóra. En hverfum á sama hátt til fortíðar. Flokkur samgöngumálaráðherra hefur ályktað um nauðsyn útboða í vega- gerð og aðalverkstjóri Vegagerðar ríkisins reifar þessar hugmyndir í umræðuþætti. En þá rekur vega- málastjóri skyndilega þennan verkstjóra til að þóknast þeim starfsmönnum sem vilja að Vega- gerðin verði um allan aldur í hönd- um ríkisstarfsmanna. Jafnframt ræður vegamálastjóri sér sér- stakan ráðgjafa sem á að sjá um enginn sýnt fram á að ríkisfyrir- tæki skili minni afrakstri en einka- fyrirtæki að jafnaði. Sum þeirra eru vel rekin en önnur verr og nákvæmlega það sama á við um einkafyrirtæki. En það er heldur leiðinlegttil þess að vita að borgar- starfsmaður sé að hnýta á þennan hátt í félaga sína sem vinna hjá ríkinu. Það væri í samræmi við þá faglegu menntun, sem gegnsýr- ir grein Ónnu Birnu, að hún bæð- ist afsökunar á þessum ummæl- um sínum. JÓN TORFASON, ríkisstarfsmaður, Grenimel 31, Reykjavík. „að þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar sé ekki gengið fram hjá starfsmönnum stofnunarinn- ar“. (Arthúr Björgvin Bollason í viðtali í DV, 14. apríl). Hvar væri vegakerfí landsmanna á vegi statt? Nú er í bígerð einkavæðing Pósts og síma. Hvað myndu menn halda um dómgreind póst- og símamálastjóra ef hann ræki þann starfsmann sinn sem væri mál- svari hennar vegna þess að hún er ekki öllum að skapi? Hvar er valdníðsluna að finna? Hér á landi er útvarpsstjóri æviráðinn samkvæmt útvarpslög- um. „Innan Ríkisútvarpsins stend- ur árangur verka og fellur með vinsamlegri hópsamvinnu", segir hann í nýlegri greinargerð. Með öðrum orðum er voðinn vís ef stuggað er við starfsmönnum Sjónvarpsins. Forsendur fyrir „góðu“ sjónvarpi er að starfs- mönnunum líði vel, en minna at- riði hvað er á skjánum. En þá má spyija hvar pólitíska valdníðslan sé í þessu máli. Hvort hún sé ekki einmitt fólgin í þess- ari afstöðu starfsmannanna sem telja sig eiga stofnunina og virð- ast geta knúið útvarpsstjóra til að viðhalda mosagróinni kyrrstöðu innan hennar með því að þagga niður í talsmanni útboða og breyt- inga. Kyrrstaðan og „starfs- mannalýðræðið" er líka pólitík. Jafnframt má spyija hvort ekki sé þörf á fleiri pólitískum ákvörð- unum menntamálaráðherra og breytingum á útvarpslögum svo að mosaskeggjar í útvarpsmálum ráði ekki ferðinni fram á næstu öld. ÁRNI J. MAGNÚS, Öldugötu 45, 101 Reykjavík. Omakleg ummæli Víkveiji skrifar Skoðanir eru vafalaust mjög skiptar um þær deilur, sem staðið hafa síðustu vikur milli Halldórs Blöndals, landbúnaðar- ráðherra annars vegar og Friðriks Sophussonar, fjármálaráðherra og helztu talsmanna Alþýðuflokksins hins vegar. Ef að líkum lætur er meiri hljómgrunnur fyrir skoðun- um hinna síðarnefndu á höfuð- borgarsvæðinu. En hvemig sem það er, má hitt ljóst vera, að landbúnaðarráðherra hefur skapað sér alveg nýja víg- stöðu í íslenzkum stjórnmálum með framgöngu sinni í þessu máli. Hvort sem mönnum líkar betur eða ver, hafa þessar deilur orðið til þess, að Halldór Blöndal er orðinn helzti forystumaður Sjálfstæðis- flokksins á landsbyggðinni. Sjálf- stæðismenn á landsbyggðinni hafa oftast átt sér sterka málsvara. I eina tíð var Ingólfur heitinn Jóns- son, sá þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, sem landbúnaðurinn og landsbyggðin settu mest traust á. Segja má, að Matthías Bjarnason hafi tekið við þessu hlutverki, þeg- ar hann varð ráðherra sjávarút- vegsmála sumarið 1974 og hefur gegnt því meira og minna síðan, þótt hann hafi að vísu aldrei gert málefni bænda að sérstöku bar- áttumáli sínu. Nú er ljóst, að framganga Hall- dórs Blöndals í deilunum um bú- vörumálin, hefur leitt til þess, að landsbyggðarfólk almennt og bændur sérstaklega líta til hans sem talsmanns síns og málsvara innan Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur skapað ráðherranum alveg nýja vígstöðu í stjórnmálum, sem hann hefur ekki haft áður um leið og það getur skipt sköpum um kjósendafylgi Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni. XXX Skoðanir eru auðvitað mjög skiptar innan Sjálfstæðis- flokksins eins og raunar allra flokka, þegar kemur að málefnum landsbyggðar og landbúnaðar. Það er of mikið að segja, að í þessum efnum sé Sjálfstæðisflokkurinn tveir flokkar. Hitt fer tæpast á milli mála, að landsbyggðararmur flokksins er sérstök hreyfíng innan Sjálfstæðisflokksins, sem er ekki tilbúin til að sitja og standa eins og þéttbýlisflokkurinn vill. Nú hefur landsbyggðararmur- inn eignast nýjan foringja, sem dregur að sér reiði stuðnings- manna flokksins á suðvesturhom- inu, ekkert síður en Ingólfur gerði og Matthías Bjarnason hefur gert fram á þennan dag. Þetta er óneit- anlega forvitnileg þróun, sem menn sáu áreiðanlega ekki fyrir, þegar deilurnar um búvömmálið blossuðu upp. xxx Hinn nýi forystumaður Sjálf- stæðismanna á landsbyggð- inni er að vísu fæddur og uppalinn í Reykjavík en afi hans, Benedikt Sveinsson, sat á þingi fyrir Þingey- inga á sinni tíð og móðir hans var systir Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins og for- sætisráðherra. Segja má, að ráð- herrann hafí á unglingsaldri flutt til Akureyrar vegna þess, að hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, lauk stúdentsprófí þaðan og var lengi búsettur á Akureyri. Hann á því djúpar rætur á landsbyggðinni og er einn þeirra sjálfstæðismanna, sem gekk í skóla Sjálfstæðisflokks Viðreisn- aráranna og hefur því mótast á annan veg en margir þeir, sem hlotið hafa uppeldi sitt í Sjálfstæð- isflokknum á tímum hinnar svo- nefndu frjálshyggju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.