Morgunblaðið - 18.05.1993, Síða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993
/,T/drsvöréurinn d þír ernoJÖQ þurr.u
Með
morgnnkaffinu
Er það fréttadeildin? Ég
ætla að segja ykkur frá
morði í Austurbænum.
*
Ast er...
. . . uppbygging á sam-
bandi
TM Reg U.S Pat Olf — all rights reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
Við getum ekki haldið
áfram að hittast svona_____
nema þú hjálpir mér að
borga afborganirnar af bíln-
um.
HÖGNI HREKKVÍSI
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691329 - Símbréf 681811
_+
Gerræði starfsmanna RUV
Frá Árna J. Magnús:
OLAFUR G. Einarsson mennta-
mmálaráðherra lét svo um mælt
er hann skipaði Hrafn Gunnlaugs-
son framkvæmdastjóra Sjónvarps-
ins að þar væri um pólitíska
ákvörðun að ræða. Þessi orð ráð-
herrans hafa andstæðingar hans
síðan talið sönnun þess að um
pólitíska valdníðslu hafí verið að
ræða hjá ráðherranum.
En það fer lægra að í raun var
ráðherra þama að bregðast við
annarri pólitískri ákvörðun. Hana
hafði útvarpsstjóri tekið. í frægum
umræðuþætti hafði Hrafn m.a.
viðrað stefnumál Sjálfstæðis-
flokksins í sjónvarpsmálum sem
samþykkt voru á síðasta lands-
fundi, þ.e. að auka bæri útboð sem
er skref í átt að einkavæðingu
þessa fjölmiðils. Útvarpsstjóri
brást við (væntanlega samkvæmt
Frá Jóni Torfasyni:
í bréfí til blaðsins 12. maí birt-
ist grein eftir konu að nafni Anna
Birna Jensdóttir sem er hjúkrunar-
kona á Borgarspítalanum. Greinin
er mestpart óljóst rabb um fagleg-
ar aðferðir og menntun heilbrigð-
isstétta undir forustu hjúkrunar-
fræðinga. Meginmarkmiðið virðist
þó vera að réttlæta niðurskurð til
heilbrigðismála um þessar mundir.
Það skal ekki rætt hér heldur þessi
ummæli í greininni: „Þekkt er að
framleiðsla ríkisfyrirtækja er
langtum minni en í einkarekstri."
Þessi fullyrðing er algerlega
órökstudd og ósönnuð enda hefur
sinni pólitísku sannfæringu?) með
því að reka Hrafn. Mánuði síðar
hefur hann upplýst að andúð
starfsfólks Sjónvarpsins á Hrafni
hafí ráðið mestu um þessa ákvörð-
um
í nýlegum umræðuþætti flutti
Stefán Jón Hafstein sprettilræðu
um framtíðina, þar sem hann lagði
að jöfnu starf málfarsráðunautar
og dagskrárstjóra. En hverfum á
sama hátt til fortíðar. Flokkur
samgöngumálaráðherra hefur
ályktað um nauðsyn útboða í vega-
gerð og aðalverkstjóri Vegagerðar
ríkisins reifar þessar hugmyndir í
umræðuþætti. En þá rekur vega-
málastjóri skyndilega þennan
verkstjóra til að þóknast þeim
starfsmönnum sem vilja að Vega-
gerðin verði um allan aldur í hönd-
um ríkisstarfsmanna. Jafnframt
ræður vegamálastjóri sér sér-
stakan ráðgjafa sem á að sjá um
enginn sýnt fram á að ríkisfyrir-
tæki skili minni afrakstri en einka-
fyrirtæki að jafnaði. Sum þeirra
eru vel rekin en önnur verr og
nákvæmlega það sama á við um
einkafyrirtæki. En það er heldur
leiðinlegttil þess að vita að borgar-
starfsmaður sé að hnýta á þennan
hátt í félaga sína sem vinna hjá
ríkinu. Það væri í samræmi við
þá faglegu menntun, sem gegnsýr-
ir grein Ónnu Birnu, að hún bæð-
ist afsökunar á þessum ummæl-
um sínum.
JÓN TORFASON, ríkisstarfsmaður,
Grenimel 31, Reykjavík.
„að þegar mikilvægar ákvarðanir
eru teknar sé ekki gengið fram
hjá starfsmönnum stofnunarinn-
ar“. (Arthúr Björgvin Bollason í
viðtali í DV, 14. apríl). Hvar væri
vegakerfí landsmanna á vegi statt?
Nú er í bígerð einkavæðing
Pósts og síma. Hvað myndu menn
halda um dómgreind póst- og
símamálastjóra ef hann ræki þann
starfsmann sinn sem væri mál-
svari hennar vegna þess að hún
er ekki öllum að skapi?
Hvar er valdníðsluna að finna?
Hér á landi er útvarpsstjóri
æviráðinn samkvæmt útvarpslög-
um. „Innan Ríkisútvarpsins stend-
ur árangur verka og fellur með
vinsamlegri hópsamvinnu", segir
hann í nýlegri greinargerð. Með
öðrum orðum er voðinn vís ef
stuggað er við starfsmönnum
Sjónvarpsins. Forsendur fyrir
„góðu“ sjónvarpi er að starfs-
mönnunum líði vel, en minna at-
riði hvað er á skjánum.
En þá má spyija hvar pólitíska
valdníðslan sé í þessu máli. Hvort
hún sé ekki einmitt fólgin í þess-
ari afstöðu starfsmannanna sem
telja sig eiga stofnunina og virð-
ast geta knúið útvarpsstjóra til að
viðhalda mosagróinni kyrrstöðu
innan hennar með því að þagga
niður í talsmanni útboða og breyt-
inga. Kyrrstaðan og „starfs-
mannalýðræðið" er líka pólitík.
Jafnframt má spyija hvort ekki
sé þörf á fleiri pólitískum ákvörð-
unum menntamálaráðherra og
breytingum á útvarpslögum svo
að mosaskeggjar í útvarpsmálum
ráði ekki ferðinni fram á næstu
öld.
ÁRNI J. MAGNÚS,
Öldugötu 45,
101 Reykjavík.
Omakleg ummæli
Víkveiji skrifar
Skoðanir eru vafalaust mjög
skiptar um þær deilur, sem
staðið hafa síðustu vikur milli
Halldórs Blöndals, landbúnaðar-
ráðherra annars vegar og Friðriks
Sophussonar, fjármálaráðherra og
helztu talsmanna Alþýðuflokksins
hins vegar. Ef að líkum lætur er
meiri hljómgrunnur fyrir skoðun-
um hinna síðarnefndu á höfuð-
borgarsvæðinu.
En hvemig sem það er, má hitt
ljóst vera, að landbúnaðarráðherra
hefur skapað sér alveg nýja víg-
stöðu í íslenzkum stjórnmálum
með framgöngu sinni í þessu máli.
Hvort sem mönnum líkar betur eða
ver, hafa þessar deilur orðið til
þess, að Halldór Blöndal er orðinn
helzti forystumaður Sjálfstæðis-
flokksins á landsbyggðinni. Sjálf-
stæðismenn á landsbyggðinni hafa
oftast átt sér sterka málsvara. I
eina tíð var Ingólfur heitinn Jóns-
son, sá þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins, sem landbúnaðurinn og
landsbyggðin settu mest traust á.
Segja má, að Matthías Bjarnason
hafi tekið við þessu hlutverki, þeg-
ar hann varð ráðherra sjávarút-
vegsmála sumarið 1974 og hefur
gegnt því meira og minna síðan,
þótt hann hafi að vísu aldrei gert
málefni bænda að sérstöku bar-
áttumáli sínu.
Nú er ljóst, að framganga Hall-
dórs Blöndals í deilunum um bú-
vörumálin, hefur leitt til þess, að
landsbyggðarfólk almennt og
bændur sérstaklega líta til hans
sem talsmanns síns og málsvara
innan Sjálfstæðisflokksins. Þetta
hefur skapað ráðherranum alveg
nýja vígstöðu í stjórnmálum, sem
hann hefur ekki haft áður um leið
og það getur skipt sköpum um
kjósendafylgi Sjálfstæðisflokksins
á landsbyggðinni.
XXX
Skoðanir eru auðvitað mjög
skiptar innan Sjálfstæðis-
flokksins eins og raunar allra
flokka, þegar kemur að málefnum
landsbyggðar og landbúnaðar. Það
er of mikið að segja, að í þessum
efnum sé Sjálfstæðisflokkurinn
tveir flokkar. Hitt fer tæpast á
milli mála, að landsbyggðararmur
flokksins er sérstök hreyfíng innan
Sjálfstæðisflokksins, sem er ekki
tilbúin til að sitja og standa eins
og þéttbýlisflokkurinn vill.
Nú hefur landsbyggðararmur-
inn eignast nýjan foringja, sem
dregur að sér reiði stuðnings-
manna flokksins á suðvesturhom-
inu, ekkert síður en Ingólfur gerði
og Matthías Bjarnason hefur gert
fram á þennan dag. Þetta er óneit-
anlega forvitnileg þróun, sem
menn sáu áreiðanlega ekki fyrir,
þegar deilurnar um búvömmálið
blossuðu upp.
xxx
Hinn nýi forystumaður Sjálf-
stæðismanna á landsbyggð-
inni er að vísu fæddur og uppalinn
í Reykjavík en afi hans, Benedikt
Sveinsson, sat á þingi fyrir Þingey-
inga á sinni tíð og móðir hans var
systir Bjarna Benediktssonar, for-
manns Sjálfstæðisflokksins og for-
sætisráðherra. Segja má, að ráð-
herrann hafí á unglingsaldri flutt
til Akureyrar vegna þess, að hann
stundaði nám við Menntaskólann
á Akureyri, lauk stúdentsprófí
þaðan og var lengi búsettur á
Akureyri. Hann á því djúpar rætur
á landsbyggðinni og er einn þeirra
sjálfstæðismanna, sem gekk í
skóla Sjálfstæðisflokks Viðreisn-
aráranna og hefur því mótast á
annan veg en margir þeir, sem
hlotið hafa uppeldi sitt í Sjálfstæð-
isflokknum á tímum hinnar svo-
nefndu frjálshyggju.