Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
fttroðPUiiMiiWfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Fækka verður
vinnuslysum á sjó
Anita Roddick er ein ríkasta kona heims enda eigandi 900 I
Möguleikar ísler
náttúruefna ótel
t
Kynnir sér ísland
ANITA Roddick kynnir sér íslenskt hráefni hjá Iðntæknistofnun í j
Engin íslenzk starfsstétt
býr við hærri slysatíðni
en sjómenn, einkum fiski-
menn, að því er fram kemur
í skrám Tryggingastofnunar
ríkisins um bótaskyld vinnu-
slys. Alls lentu um 2.850 sjó-
menn í vinnuslysi á fimm ára
tímabilij frá 1988 til og með
1992. A þessum árum hafa
því um 600 sjómenn slasast
að meðaltali á ári hveiju.
Hlutfall vinnuslysa á sjó
af heildarslysafjölda kemur
meðal annars fram þegar not-
aður er mælikvarði bóta-
greiðslna hjá Tryggingastofn-
un ríkisins. Sjómenn, sem eru
tæplega sex af hundraði ís-
lenzkra launþega, fá rúmlega
sextíu og fjögur prósent af
heildarbótagreiðslum stofn-
unarinnar vegna vinnuslysa á
umræddu fimm ára tímabili
(760 m.kr. af 1.180 m.kr.).
Skrá um vinnuslys á sjó,
sem hér er vitnað til, nær til
sjómanna skráðra á skip,
hvort heldur sem slysin áttu
sér stað á sjó eða í landi.
Samt sem áður er óhætt að
fullyrða að langflest slysin,
sem skráin tíundar, verða við
störf um borð í skipum á hafi
úti. Það er þvíj*ík ástæða til
að huga enn betur en gert
hefur verið að fyrirbyggjandi
slysavörnum á sjó, bæði með
alhliða fræðslu um þessi efni
og starfsþjálfun, sem miðuð
verði við starfsaðstæður á
hafi úti. Þannig segir Ólafur
Þór Ragnarsson, sem sæti á
í öryggisfræðslunefnd Sjó-
mannasambands íslands, í
viðtali við Morgunblaðið:
„Við verðum að koma meir
inn á verklega þáttinn í allri
öryggisfræðslunni, því stór
hluti af þeim sjómönnum, sem
lenda í vinnuslysum, eru ný-
liðar eða byijendur. Það er
fullur hugur í okkur að vinna
að þessu vandamáli en það
er dýrt í framkvæmd. Hins
vegar hefur lengi verið í bí-
gerð að koma á fót nýliða-
fræðslu í þessum efnum og
hugmyndir til um að nýta
skipið Sæbjörgu í þeim til-
gangi.“
Þá hefur blaðið eftir Jónasi
Haraldssyni hjá LÍU, að lengi
hafi verið barizt fyrir því að
koma nýliðafræðslu á lagg-
irnar, hvað varðar verkþátt
sjómennskunnar. Nú síðast
hafi legið fyrir Alþingi frum-
varp þessa efnis en það hafi
ekki náð í gegn . . . „Við erum
að sjálfsögðu óhressir með að
þetta frumvarp skyldi ekki
nást í gegn,“ segir Jónas
Haraldsson í viðtali við Morg-
unblaðið.
Enginn vafi er á því, að
sjómannsstarfið er hættu-
legra en störf í landi; vinnu-
staðurinn, veðurfarið og
hreyfing sjávarins hættulegra
lífi og limum sjómanna en
vinnuaðstæður landverka-
fólks. Samt sem áður er það
álit kunnugra að meirihluti
slysa á sjó reki rætur til svo-
kallaðra „mannlegra mis-
taka“. Það er því mjög mikil-
vægt að byggja betur upp
fyrirbyggjandi fræðslu og
starfsþjálfun á þessum vett-
vangi. Sem og að framfylgja
kröfum um réttindi skip-
stjórnarmanna og um tilskil-
inn_ öryggisútbúnað.
Á þrettán ára tímabili,
1980-1992, hafa rúmlega
793 íslendingar látizt af slys-
förum, þar af 66 erlendis.
Flestir féllu í valinn í umferð-
inni, á vegum í stijálbýli og
þéttbýli, eða samtal 341, þar
af 31 erlendis. Næstflest voru
dauðaslys sem flokkast undir
sjóslys og drukknanir í sjó og
vötnum, 214 talsins, þar af
20 erlendis. Dauðsföll af þess-
um sökum voru 22 á síðast
liðnu ári, þar af fjögur erlend-
is.
Ekki er hægt að fjalla um
þessi efni án þess að nefna
árangursríkt og fjölþætt
björgunarstarf Slysavarnafé-
lags íslands, Landhelg-
isgæzlu, björgunarsveita, lög-
reglu og varnarliðs. Mörg
hundruð manna, karla og
kvenna, sem lifa líðandi
stundu, eiga líf sitt að launa
farsælu starfi þessara aðila.
En lengi má gott starf bæta.
Og mikilvægt er að færa sér
í nyt lærdóma reynslunnar að
því er varðar skipulag, sam-
starf, stjórnun og tæknibúnað
björgunarstarfanna.
Það kemur fram í frétt
Morgunblaðsins sl. sunnudag
um vinnuslys á sjó 1988-
1992, að langleiðina í þijú
þúsund einstaklingar í rúm-
lega sjö þúsund manna starfs-
stétt lentu í vinnuslysum á
aðeins fimm ára tímabili.
Þessar slysatölur hljóta að
kalla á viðbrögð. Ekki aðeins
af hálfu sjómanna og útgerð-
armanna, heldur jafnframt af
hálfu samfélagsins.
„SÁ SEM á enga peninga notar
hugmyndaflugið til hins ýtrasta.
Ef ég réði einhverju á Islandi
mundi ég kalla konur saman á
ráðstefnu þar sem við gætum
rætt þá möguleika sem við hefð-
um í sambandi við framleiðslu
og atvinnusköpun," segir Anita
Roddick, stofnandi alþjóðlegu
verslunarkeðjunnar Body Shop í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hún kom til landsins til að kynna
sér aðstæður hér og halda fyrir-
lestur um störf sín, hvernig reka
megi stórfyrirtæki og stuðla um
leið að þróunarstarfi með
fræðslu, atvinnusköpun, útflutn-
ingi og nýjum tækifærum.
Konan bak við risaveldi Body
Shop, Anita Roddick, er lítil og
grönn af ítölskum ættum, fædd í
Littlehampton í Sussex í Englandi
árið 1942. Hún hóf að gera tilraun-
ir með snyrtivörur í eldhúsinu heima
hjá sér, fyrst og fremst í þeim til-
gangi að sjá sér og dætrum sínum
tveimur farborða meðan eiginmaður
hennar Gordon Roddick sinnti störf-
um sínum í Perú.
Fyrstu verslunina stofnaði hún
árið 1976 í Brighton. Fyrirtækið
óx skjótt, og velgengi þess var ótrú-
leg. Á 17 árum hefur hún nú stofn-
að yfir 900 verslanir í 43 löndum.
Ánita Roddick hefur hlotið viður-
kenningar og heiðursgráður fyrir
störf sín og ekki að ástæðulausu,
því ólíkt öðrum viðskiptajöfrum hef-
ur hún haft hugsjónina að leiðar-
Ijósi, unnið að hjálparstarfi og skap-
að lj'ölda manns atvinnu í löndum
þriðja heimsins, til dæmis í Nepal,
Indlandi, Bangladesh, Zambíu,
Brasilíu, Mexikó og nú síðast í
Rússlandi.
Sem dæmi um starf hennar má
nefna, að í Brasilíu héfði hún getað
keypt óunnið hráefni og unnið úr
því olíu í verksmiðjum sínum í
Littlehampton, en í stað þess að-
stoðaði hún innfædda við að koma
á fót verksmiðju til að vinna hráefn-
ið og keypti síðan olíuna fullunna
frá þeim. Með því móti skapaði hún
störf sem aftur leiddu til þess að
skógarhöggum fækkaði í regnskóg-
um Brasilíu.
Með tvær hendur tómar
Fyrri störf og menntun Anitu
Roddick hafa komið henni að gagni.
Áður en hún stofnaði fyrstu verslun
sína vann hún meðal annars á bóka-
safni fyrir Herald Tribune í París,
kenndi í kvennaskóla, vann fyrir
Sameinuðu þjóðirnar í Geneva og
ferðaðist til þróunarlanda þar sem
hún kynnti sér lifnaðarhætti inn-
fæddra.
„Lykillinn að baki velgengninnar
er í raun peningaleysið,“ segir millj-
ónamæringurinn sem klæðist lát-
lausri, ítalskri buxnadragt, góðum
gönguskóm, í sokkum af eigin-
manninum eftir því sem hún sjálf
segir, svo til ómáluð og með örfáa
skartgripi.
„Ég byijaði með tvær hendur
tómar í eldhúsinu heima. Þegar ég
ferðaðist um þróunarlönd bjó ég
ekki á hótelum heldur meðal fólks-
ins. Ég þvoði til dæmis hár mitt
,úr sömu efnum og innfæddu kon-
urnar notuðu. Ég sá hvernig þær
nýttu sér ávexti og grænmeti í
heimatilbúnar snyrtivörur. Þessa
þekkingu sem ég hafði óafvitandi
aflað mér notaði ég. Mig langaði
til að setja upp lítið fyrirtæki með
snyrtivörum og byijaði á því að
prófa mig áfram í eldhúsinu með
aðstoð uppskrifta úr ýmsum bókum.
Ég tók bankalán, stofnaði fyrstu
verslunina og reyndi að gera allt á
ódýrasta máta. Eg var aðeins með
15 vörutegundir en setti þær í mis-
stórar umbúðir svo úrvalið sýndist
meira. Ég notaði ódýrustu umbúðir
sem ég gat fengið. Keypti til dæm-
is hræódýrar plastflöskur sem not-
aðar eru undir þvagprufur. Hvaða
snyrtivöruframleiðanda hefði dottið
slíkt í hug? Enn notum við umbúðir
sem eru auðveldar í endurvinnslu
og bjóðum viðskiptavinum okkar
upp á áfyllingarþjónustu. Með því
móti spara þeir peninga og koma í
veg fyrir að óþarfa úrgangur safn-
ist fyrir. Til að spara auglýsinga-
kostnað og fá fólk inn í búðina,
sprautaði ég verslunina að utan og
gangstéttina með ilmefnum."
Ríkidæmið hættulegt
Það er sagt um Anitu Roddick
að hún sé mjög sparsöm kona og
reki fyrirtækið samkvæmt því. Hún
segir það rétt vera.
„Ég rek fyrirtækið eins og móðir
mín rak heimili sitt á stríðsárunum
þegar ekkert var til. Móðir mín
nýtti alla hiuti og geymdi umbúðir
og pappír sem hún notaði aftur og
aftur.
Sömu aðferðum er beitt í fyrir-
tækinu. Við endurvinnum allan
pappír sem við notum á skrifstof-
unni svo og pappakassana undan
vörunum. Við erum með nákvæma
skrá yfir það sem við notum og
endurvinnum. Til gamans má geta
þess að allir starfsmenn aka um á
litlum sparneytnum bílum.
Ég legg áherslu á koma í veg
fyrir að úrgangur safnist upp og
get nefnt sem dæmi, að þegar ég
o g dætur mínar kaupum okkur fatn-
að eða aðra vöru, rífum við umbúð-
irnar af í versluninni sjálfri og af-
hendum þær pfgreiðslustúlkum.
Vörunni stingum við síðan umbúða-
lausri í töskuna okkar. í Bretlandi
er stór hópur umhverfissinnaðra
kvenna sem gerir þetta og þeim
fjölgar stöðugt."
- Þú hefur einhvern tíma sagt
að það sé hættulegt að vera ríkur?
„Það er miklu meira en hættulegt
að vera ríkur,“ segir Anita. „Það
getur verið skaðlegt, því í 99% til-
vika getur það einangrað viðkom-
andi og svipt hann næmi fyrir því
sem er að gerast í heiminum. Ríkt
fólk sem er umlukið dýrum hús-
gögnum, fatnaði, málverkum og
hveiju sem er, getur gjörsamlega
misst tengslin við raunveruleikann.
Þess vegna hef ég alltaf haft það
að leiðarljósi, að ef ég afla mér
tekna umfram það sem ég sjálf
þarf til lífsviðurværis, nota ég þá
til að gera líf annars fólks betra.
Það gerir mig hamingjusama að
geta bætt kjör fólks sem hefur búið
við ömurlegar aðstæður að ein-
hveiju leyti.
Ég er hófsöm, fylli ekki fataskáp-
ana af óþarfa fatnaði og berst lítið
á. Það sama má segja um aðra
dóttur mína sem er 21 árs og. er
efnuð kona. Hún hefur aldrei átt
nema þijú eða fjögur skópör í einu
og hún kaupir aldrei íþróttaskó sem
framleiddir eru í hinum svokölluðu
þrælaverksmiðjum í austurlöndum.“
íslenskt hráefni
Anita Roddick hefur kynnt sér
þau náttúruefni sem finnast á ís-
landi, eins og til dæmis leirinn í
Bláa lóninu, fjallagrös og fleira og
segir að möguleikar á Islandi séu
líklega óteljandi.
- Hvað mundir þú þá gera ef
þú værir íslensk og Iangaðir til að
framleiða og flytja út vöru unna
úr íslensku hráefni?
„Ég veit ekki enn á þessu stigi
málsins hvað hægt er að nýta af
því hráefni sem hér finnst,“ segir
hún. „Ég handfjallaði leirinn ykkar
úr Bláa lóninu í gær og hugsaði
með mér, þennan leir á að þurrka,
frysta, pakka og selja til sjúkrahúsa
úti í heimi. Enn er enginn snyrtiv-
öruiðnaður hér á landi sem er auð-
vitað fáránlegt í sjálfu sér. Konur
hér á landi kaupa dýrar snyrtivörur
í enn dýrari umbúðum utan úr
heimi, þegar þær gætu ef til vill
framleitt þær sjálfar úr íslenskum
náttúruefnum. Ég spyr, hvað er að
gerast í kollinum á íslenskum kon-
um sem eru hlutfallslega menntað-
astar allra kvenna í heiminum? Á
ég að trúa því að svona vel gefnar
konur álíti að þær verði fallegri
með því að nota rándýr krem?
Það er líka einkennilegur hugsun-
arháttur að halda að engin kona
sé falleg nema hún sé á tvítugs-
aldri. Konur á mínum aldri eru þær
fallegustu í augum Afríkubúa því
þær koma með vísdóm og þekkingu.
En hvað geta íslendingar fram-
leitt úr eigin hráefni? í fyrsta lagi,
hvað gerir okkur reið? Reiðin leysir
orkuna úr læðingi. Er eitthvað sem
við viljum breyta, gera öðruvísi? Það
sem gerði mig reiða á sínum tíma
var það að ég hafði ekki efni á að
kaupa snyrtivörur því þær voru í
svo stórum pakkningum. Því gat