Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 33 Frítími lögreglunnar fer í björgunaræfingar LÖGREGLUMENN á Akureyri voru við æfingar á Pollinum á laugardaginn. Ingimar Skjóldal varðstjóri lög- reglunnar sagði að lögreglumenn hefðu öðru hvoru æfingar í meðferð gúmmíbjörgunarbáta og hvernig staðið er að björgun manna úr sjó. „Við verðum að vera sæmilega í stakk búnir þegar eitthvað kemur uppá,“ sagði Ingimar, en hann sagði að lögreglumenn færu á þessar æfingar í frítíma sínum. Frítíminn „Ætli það sé ekki hinn alkunni sparnaður, sem því ræður,“ sagði varðstjórinn. „Við viljum heldur æfa okkur í sjálfboðavinnu heldur en sleppa þessum æfingum alveg. Lög- reglumenn vita að það gengur ekki að ætla að nota einhver tæki í neyð- artilfellum sem þeir aldrei hafa komið nálægt. Þeir vilja því frekar nota frítíma sinn í þessar æfíngar en standa eins og illa gerðir hlutir ef eitthvað kemur upp á.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór . Æfing LÖGREGLUMENN nota frítíma sinn til að æfa björgun manna úr sjó, en þeir voru við slíkar æfingar á Pollinum um helgina. Sumarskóli í listum á Akureyri SUMARSKÓLI í listum verður starfandi í sumar líkt og á því síðasta, en hann er fyrir börn og unglinga á aldrinum 11 til 15 ára. Megináhersla verður lögð á leikl- ist og myndlist. Það er Órn Ingi Gíslason myndlist- armaður sem starfrækir sumarskól- ann og sagði hann að skólinn yrði starfandi frá 27. júní til 10. júlí í Lundarskóla og á fleiri stöðum á Akureyri. Margir leiðbeinendur kæmu við sögu, en einkum yrði lögð áhersla á myndlist og leiklist í skól- anum að þessu sinni auk þess sem þátttakendur fá einnig að kynnast öðrum greinum, eins og dansi og jafnvel matargerð. Hvað leiklistina varðar verður far- ið í almenna leikþjálfum og spuna og leikrit verða samin og flutt. Stefnt er að því' að leikritið verði framlag íslendinga á alheimsmóti barnaleik- úsa sem haldið verður í Þýskalandi næsta vor og er það gert í samráði við Bandalag íslenskra leikfélaga. „Við hugsum okkur að þarna verði saman komið eins konar landslið barna og unglinga í leiklist," sagði Örn Ingi. Myndlistarþættinum verða einnig gerð skil í sumarskólanum, farið í gegnum margvíslega tækni og m.a. verður sú nýjung nú að kenndur verður tréskurður og leirmótun. ♦ ♦ ♦------ Innritun hafin í sumarbúð- ir kirkjunnar SUMARBÚÐIR kirkjunnar við Vestmannsvatn í Aðaldal, Suður- Þingeyjarsýslu, verða starfræktar í 29. sinn í sumar, en starfsemin hófst árið 1964 og hefur fjöldi fólks komið til léngri eða skemmri dval- ar að Vestmannsvatni síðan þá. Að þessu sinni munu fimm flokk- ar barna og unglinga dvelja í sum- arbúðunum og einn hópur fólks sem komið er á efri ár. Unglingar á aldr- inum 13 til 16 ára eiga þess kost í sumar að koma og er það í fyrsta sinn sem sá aldurshópur fær afmark- aðan tíma í sumarbúðunum, en hann er frá 15. til 19. júlí. fþróttir og útivera Verið er að endurnýja húsakynni, svefnskálar verða málaðir og ýmis- _ legt innan húss og utan verður lag- fært. Reiðskóli verður starfræktur, íþróttir, leikir og útivera verða sem fyrr ríkjandi þættir í starfinu auk skógarferða, silungsveiði, bátasigl- inga og busls í vatninu auk helgi- stunda. Innritun í sumarbúðirnar er hafin hjá fræðsludeild þjóðkirkjunnar í Glerárkirkju á Akureyri, en sóknar- prestar á Dalvík og Grenjaðarstað veita einnig allar upplýsingar og taka við innritunum. Sumarbúða- stjóri verður Arnaldur Bárðarson. (Fréttatilkynning) Þaðsést laiigai* leiðir að ég slappa ékki af fyrrenbúiðer aðdraga í Víkingalottói á miðvikudagimi! Náðu þér í Víkingalottóseðil og framvísaðu honum á næsta sölustað íslenskrar getspár fyrir kl. 16 á miðvikudaginn. Röðin kostar aðeins 20 krónur. Dregið verður í Víkingalottói, stærsta lottópotti á Norðurlöndum, í sameiginlegri útsendingu á báðum sjónvarpsstöðvunum kl. 19.50 á miðvikudaginn kemur. * I t: .■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.