Morgunblaðið - 18.05.1993, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
33
Frítími lögreglunnar
fer í björgunaræfingar
LÖGREGLUMENN á Akureyri
voru við æfingar á Pollinum á
laugardaginn.
Ingimar Skjóldal varðstjóri lög-
reglunnar sagði að lögreglumenn
hefðu öðru hvoru æfingar í meðferð
gúmmíbjörgunarbáta og hvernig
staðið er að björgun manna úr sjó.
„Við verðum að vera sæmilega í
stakk búnir þegar eitthvað kemur
uppá,“ sagði Ingimar, en hann sagði
að lögreglumenn færu á þessar
æfingar í frítíma sínum.
Frítíminn
„Ætli það sé ekki hinn alkunni
sparnaður, sem því ræður,“ sagði
varðstjórinn. „Við viljum heldur æfa
okkur í sjálfboðavinnu heldur en
sleppa þessum æfingum alveg. Lög-
reglumenn vita að það gengur ekki
að ætla að nota einhver tæki í neyð-
artilfellum sem þeir aldrei hafa
komið nálægt. Þeir vilja því frekar
nota frítíma sinn í þessar æfíngar
en standa eins og illa gerðir hlutir
ef eitthvað kemur upp á.“
Morgunblaðið/Rúnar Þór .
Æfing
LÖGREGLUMENN nota frítíma sinn til að æfa björgun manna úr
sjó, en þeir voru við slíkar æfingar á Pollinum um helgina.
Sumarskóli
í listum á
Akureyri
SUMARSKÓLI í listum verður
starfandi í sumar líkt og á því
síðasta, en hann er fyrir börn og
unglinga á aldrinum 11 til 15 ára.
Megináhersla verður lögð á leikl-
ist og myndlist.
Það er Órn Ingi Gíslason myndlist-
armaður sem starfrækir sumarskól-
ann og sagði hann að skólinn yrði
starfandi frá 27. júní til 10. júlí í
Lundarskóla og á fleiri stöðum á
Akureyri. Margir leiðbeinendur
kæmu við sögu, en einkum yrði lögð
áhersla á myndlist og leiklist í skól-
anum að þessu sinni auk þess sem
þátttakendur fá einnig að kynnast
öðrum greinum, eins og dansi og
jafnvel matargerð.
Hvað leiklistina varðar verður far-
ið í almenna leikþjálfum og spuna
og leikrit verða samin og flutt. Stefnt
er að því' að leikritið verði framlag
íslendinga á alheimsmóti barnaleik-
úsa sem haldið verður í Þýskalandi
næsta vor og er það gert í samráði
við Bandalag íslenskra leikfélaga.
„Við hugsum okkur að þarna verði
saman komið eins konar landslið
barna og unglinga í leiklist," sagði
Örn Ingi.
Myndlistarþættinum verða einnig
gerð skil í sumarskólanum, farið í
gegnum margvíslega tækni og m.a.
verður sú nýjung nú að kenndur
verður tréskurður og leirmótun.
♦ ♦ ♦------
Innritun hafin
í sumarbúð-
ir kirkjunnar
SUMARBÚÐIR kirkjunnar við
Vestmannsvatn í Aðaldal, Suður-
Þingeyjarsýslu, verða starfræktar
í 29. sinn í sumar, en starfsemin
hófst árið 1964 og hefur fjöldi fólks
komið til léngri eða skemmri dval-
ar að Vestmannsvatni síðan þá.
Að þessu sinni munu fimm flokk-
ar barna og unglinga dvelja í sum-
arbúðunum og einn hópur fólks sem
komið er á efri ár. Unglingar á aldr-
inum 13 til 16 ára eiga þess kost í
sumar að koma og er það í fyrsta
sinn sem sá aldurshópur fær afmark-
aðan tíma í sumarbúðunum, en hann
er frá 15. til 19. júlí.
fþróttir og útivera
Verið er að endurnýja húsakynni,
svefnskálar verða málaðir og ýmis-
_ legt innan húss og utan verður lag-
fært. Reiðskóli verður starfræktur,
íþróttir, leikir og útivera verða sem
fyrr ríkjandi þættir í starfinu auk
skógarferða, silungsveiði, bátasigl-
inga og busls í vatninu auk helgi-
stunda.
Innritun í sumarbúðirnar er hafin
hjá fræðsludeild þjóðkirkjunnar í
Glerárkirkju á Akureyri, en sóknar-
prestar á Dalvík og Grenjaðarstað
veita einnig allar upplýsingar og
taka við innritunum. Sumarbúða-
stjóri verður Arnaldur Bárðarson.
(Fréttatilkynning)
Þaðsést
laiigai* leiðir að
ég slappa ékki af
fyrrenbúiðer
aðdraga
í Víkingalottói
á miðvikudagimi!
Náðu þér í Víkingalottóseðil
og framvísaðu honum á
næsta sölustað íslenskrar getspár
fyrir kl. 16 á miðvikudaginn.
Röðin kostar aðeins 20 krónur.
Dregið verður í Víkingalottói,
stærsta lottópotti á Norðurlöndum,
í sameiginlegri útsendingu
á báðum sjónvarpsstöðvunum
kl. 19.50 á miðvikudaginn kemur.
*
I
t:
.■