Morgunblaðið - 18.05.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 18.05.1993, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993 Utskriftarnemar ___> MHI með sýningu VORSYNING útskriftarnema Myndlistar- og handíðaskóla íslands var opnuð laugardaginn 15. maí kl. 14. Að þessu sinni útskrifast 45 nemendur frá skólanum og verður sýningin nú á fjórum stöðum í bænum. Sýningin verður í hinu nýja List- háskólahúsi við Laugarnesveg, í Perlunni, í húsnæði skólans í Skip- holti 25 og í Sólon íslandus. í Listaháskólahúsinu sýna nem- endur úr málun, skúlptúr, fjöl- tækni, leirlist og textíl. í Perlunni sýna nemendur úr grafískri hönnun, í Skipholti 25 sýna nemendur úr grafík og málun og í Sólon íslandus sýna nemendur úr fjöltækni. Sýningin í Listaháskólahúsinu og Skipholti 25 verður opin helgina 22. og 23. maí frá kl. 14-18. Sýn- ingin í Perlunni og Sólon íslandus verður opin á daglegum opnunar- tíma þessara staða til 23. maí. (Fréttatilkynning) Söngskólinn í Reykjavík Átta ljúka 8. stigi ÁTTA af nemendum Söngskólans í Reykjavík ljúka að þessu sinni 8. stigi sem er lokapróf úr almennri deild söngnáms. Prófingu fylg- ir þátttaka í tónleikum sem verða í Islensku óperunni. Tónleikarnir verða miðvikudag- inn 19. maí kl. 20: Hörn Hrafnsdótt- ir, mezzo-sópran, og David Knowles píanó. Elín Huld Árnadóttir, sópran, og Kolbrún Sæmundsdóttir, píanó. Kristín Sigfúsdóttir, mezzo-sópran, og Kolbrún Sæmundsdóttir píanó. Kristin Ragnhildur Sigurðardóttir, sópran, og Lára Rafnsdóttir, píanó. Fimmtudaginn 20. maí, upp- stigningardag, kl. 16: Hólmfríður Jóhannesdóttir, mezzo-sópran, og Elín Guðmundsdóttir, píanó. Bjöm Ingiberg Jónsson, tenór, ogKolbrún Sæmundsdóttir, píanó. Borghildur Jónsdóttir, mezzo-sópran, og Kol- brún Sæmundsdóttir, píanó. Dagný Þ. Jónsdóttir, sópran, og Hólmfríður Sigurðardóttir, píanó. (Fréttatilkynning) Þeir sem ljúka 8. stigi eru aftsta röð: Hörn Hrafnsdóttir, Elín Huld Árnadóttir og Björn Ingiberg Jónsson. Miðröð: Kristín Sigfúsdóttir og Dagný Þ. Jónsdóttir. Fremta röð: Kristín R. Sigurðardóttir, Borg- hildur Jónsdóttir og Hólmfríður Jóhaiinesdóttir. STANGAVEIMMESSA Í PERLUNNI Opid I dag frá kl. 17—22 Opið í kvöld hjá Stongaveiðifélagi Reykjavíkur - Kynning á Sogi kl. 20.30. Dansævintýri JSB Jazzdans Ólafur Ólafsson Nemendaleikhús JSB. Danshöfundar: Anna Norðdahl, Ágústa Kol- beinsdóttir, Irma Gunnars- dóttir, Karl Barbee, Mar- grét Árnþórsdóttir. Hand- rit og búningar: Bára Magnúsdóttir. Tónlist: Ymsir höfundar. Stjórn- andi: Bára Magnúsdóttir. Borgarleikhúsið, maí 1993. Það er staðreynd, að ævintýri má segja á svo marga vegu. Ein leiðin til að koma þeim til skila er að dansa þau. Nota þetta al- þjóðlega og aðgengilega tjáning- arform sem dansinn er. Þá gefst líka hveijum og einum töluvert ráðrúm fyrir eigin túlkun. ímyndunaraflið fær að leika iausum hala. Það er snar og nauðsynlegur þáttur í uppvexti og þroska hvers og eins að hann fái að reyna á sköpunar- og túlk- unargleðina í sjálfum sér. Nem- endur Jazzballettskóla Báru fengu svo sannarlega að reyna sig við alvöru aðstæður í Borgar- leikhúsinu. Á verkefnaskránni voru fimm atriði, sem voru vangaveltur kennara og nem- enda út frá þekktum verkum og sögum. Það var Hárið, Innrásin frá Mars, Tommi ogJenni, Ranð- hetta og Mjallhvít. En höfðu dansararnir eitthvað til málanna að leggja? Sam- kenndin og hippastemmningin ríktu í Hárinu en ógnin og óviss- an í Innrásinni. Frásögnin í Rauðhettu var með sínu sniði og allir kannast við fjandvinina Tomma og Jenna. í Mjallhvíti var unnið útfrá þema: Sjálfseyð- ingarmáttur eigingirninnar. Hér voru mjög misjafnlega þjálfaðir dansarar á ferð. Aðalatriðið var að fá að reyna sig, fá að njóta uppskeru vetrarins. Sem betur fer er það sammerkt með öllum ballettskólunum í borginni, að stjórnendur þeirra skilja nauðsyn þess, að nemar fái að reyna sig. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að nokkur einstaklingur geti stokkið fullskapaður fram á sjónarsviðið. Hann þarf að reyna sig og námið tekur mörg ár og þroskaferlið er oft hægt. I heildina má segja um sýning- una, að á margan hátt var hún frábrugðin jazzdanssýningum sem oft sjást fyrir það hvað hún var glettin, björt og litrík. Jazz- dansi hættir stundum til að vera ansi glennu- og gleðikonulegur. Hefur aldur dansaranna þá oft ekki skipt neinu máli. En í þann pytt duttu Bára Magnúsdóttir og samkennarar hennar alls ekki. Dansarnir hæfðu dönsur- unum. Greinilegt var, að vinna var lögð í dansverk eins og Mjall- hvíti, þar sem hvert hlutverk átti sitt dansstef. Sama er að segja um bæði Tomma ogJenna og Rauðhettu. Bæði dansarnir og búningarnir voru til fyrir- myndar og alúð lögð í verkin. Börnin skemmtu sér vel. Dans- lega voru nemendurnir misjafn- lega langt á veg komnir og at- riði eins og Hárið minntu meira á söngleik en jazzdans, en það var í góðu lagi. Reyndar vöktu jarðarbúarnir í Innrásinni frá Mars athygli fyrir góðan og mjög samtilltan dans. Seint verður lögð of rík áhersla á það, að tjáningar- og sköpunargleði barna og unglinga fái útrás. Þegar um er að ræða dans, hvort sem það er ballett, jazzdans eða einhver önnur tján- ing í hreyfingu, er það algjört skilyrði að snemma sé byijað. Nemendaleikhús JSB var spor í þá réttu átt. Mjallhvít og dvergarnir sjö. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Matreiðslumeistarar okkar hafa uppgötvað frábæra grásleppunnar fyrir nútíma matargerð Þessa viku verða Ijúffengir réttir úr grásleppu á boðstólum á eftirtöldum veitingastöðum á kynningarverói. Spennandi uppskriftabæklingar liggja frammi á veitingastöðunum og í verslunum Hagkaups, 'par sem fiskurinn verðurtil kaups á kynningarverði. Komdu og njóttu vel i Fiðlarinn, Akureyri Hótel Stykkishólmur Veitingahúsið við Tjörnina eiginleika Kynningar frá Veitingahúsinu við Tjörnina og ÞremurFrökkum í Hagkaup Kringlunni: Þrið kl.16-17 mið kl. 16-17 fös kl.16-18 lau kl. 14-15 LANDSSAMBAND _ smábátaeieenda SmSSíír ^ fÍQlíiAnaAnrinc cuw Aflanýtingamefnd Þrír Frakkar •GÓÐGÆTI Ú R HAFINU • Á NÝJAN H Á T T •

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.