Morgunblaðið - 18.05.1993, Síða 1
64 SIÐUR B
llO.tbl. 81. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skoðanakannanir fyrir þjóðaratkvæði um Maastricht í Danmörku
Meirihluti
með sátt-
málanum
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðs-
dóttur, fréttaritara Morgunbladsins.
ALLAR skoðanakannanir
benda til að Danir sam-
þykki Edinborgarákvæðin
svonefndu í þjóðarat-
kvæðagreiðslu sem fram
fer í dag og geri þar með
þinginu kleift að staðfesta
Maastricht-sáttmálann með
þeim fyrirvörum sem
ákyæðin fela í sér.
í nýrri skoðanakönnun kom
ennfremur fram að a.m.k. átta
prósent þeirra, sem höfnuðu sam-
komulaginu í fyrra, sæju nú eftir
því og myndu styðja það óbreytt.
Ef sérákvæðin hefðu ekki fengist
og kosið væri um Maastricht-sátt-
málann á ný án þeirra hefðu nægi-
lega margir skipt um skoðun til
að hann hefði fengið stuðning
meirihlutans. í fyrra voru fleiri
konur á móti sáttmálanum en með
en nú hefur þetta snúist við þótt
Reuter
Styðja Maastricht
UNGIR stuðningsmenn Maastricht-sáttmálans ganga með fána Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fyrir
utan þinghúsið í gær til að hvetja Dani til að samþykkja Maastricht-sáttmálann í þjóðaratkvæðinu í dag.
Er kosið var í fyrra sýndu kannanir meirihlutafýlgi við sáttmálann en andstæðingarnir hrósuðu samt sigri.
enn séu fleiri konur á aldrinum
18-44 ára andvígar honum en
með.
Bresk blöð skýrðu frá því í gær
að vegna atkvæðagreiðslunnar
hefði Evrópubandalagið, EB, setið
á skýrsiu um efnahagshorfur í
aðildarríkjunum á næstunni, en
þar kemur fram að horfurnar eru
verri en talið var og að atvinnu-
leysið fari síst minnkandi. Danskir
embættismenn í bandalaginu hafa
mótmælt þessum fréttaflutningi.
Bresk íhaldsblöð, sem eru á móti
EB, hafa fylgst vel með gangi
mála í Danmörku og ýmsar fréttir
þeirra varðandi EB virðast hafa
beinst að umræðu Dana.
Samráð Vesturveldanna um frið sagt vera að renna út í sandinn
Bosníu-Serbar segjast
hafa stofnað eigið ríki
Qb Qai*ointrA Qnlii I)n»*lín Pnnfnt. Tlin Doilir Tnlnnmonh
SÞ, Sarajevo, Split, Berlín. Reuter, The Daily Telegraph.
BÚIST er við opinberum niðurstöðum í þjóðaratkvæði Bosníu-
Serba á morgun en í serbneska útvarpinu var sagt að þar
sem búið væri að telja væru milli 95% og 99% kjósenda and-
vígir friðaráætlun Vance og Owens. Sáttasemjarar Samein-
uðu þjóðanna og Evrópubandalagsins, þeir Owen lávarður
og Thorvald Stoltenberg, munu ræða við ráðamenn Króata
og Bosníu-múslima í dag. Heimildarmenn telja nú margir að
þrátt fyrir margvísleg fundahöld bendi flest til þess að sam-
eiginlegt átak stórveldanna til að binda enda á átökin í Bosn-
íu sé að renna út í sandinn.
Fulltrúar stórveldanna segja að
ekkert mark sé takandi á þjóðarat-
kvæði Bosníu-Serba. Ratko Mladic,
yfírhershöfðingi Bosníu-Serba, segir
að með þjóðaratkvæðinu hafi þeir í
Kynæsandi
en skaðlegt
Darwin. Reuter.
ÞEIR sem rembast of oft við
að tala með djúpri og kynæs-
andi röddu í útvarp geta skað-
að raddböndin alvarlega.
Ástralinn Linda Worrall rann-
sakaði tíu útvarpsþuli og sagði
marga þeirra hafa misþyrmt
raddböndunum. „Sumir ná þess-
ari kynæsandi röddu og komast
upp með það,“ sagði hún. „En
aðrir geta reynt of mikið á radd-
böndin og jafnvel misst rödd-
ina.“
reynd stofnað eigið lýðveldi, hvað
sem aðrar þjóðir segi um það til-
tæki. Radovan Karadzic, leiðtogi
Bosníu-Serba, sagði að áætlun
Vance og Owens, sem hann sjálfur
undirritaði í Aþenu fyrir nokkru,
væri endanlega dauð og ómerk, nú
þyrfti að semja nýja áættun.
Óeining um leiðir
Bandaríkjunum og V-Evrópuríkj-
unum hefur ekki tekist að ná sam-
komulagi. um aðgerðir í Bosníu.
Warren Christopher, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagðist í gær
telja að yrði áætlun Vance og Owens
gefin upp á bátinn myndi það auð-
velda Bandaríkjamönnum og evr-
ópskum bandamönnum þeirra að
efna á ný til samráðs.
Barist var víða í Bosníu í gær og
varð geysileg sprenging í borginni
Mostar þar sem Króatar og múslim-
ar eigast við. Var talið að hergagna-
búr múslima heðfí sprungið í loft
upp.
Reuter
Börn á flótta
FJÖLSKYLDA úr röðum múslima sem breskir liðsmenn SÞ fluttu
frá Banja Luka til borgarinnar Travnik vegna ofsókna Serba.
Aug-lýst í
geimnum?
Washington. Reuter.
VERIÐ er að kanna mögu-
leikann á að senda út í geim-
inn gervihnött með geysi-
stóru spjaldi til að endur-
varpa auglýsingum. Er full-
yrt að staerð spjaldsins á
himinhvolfinu verði á borð
við kringlu mánans, séð frá
jörðu.
Gert er ráð fyrir að hugmyndin
verði að veruleika árið 1996.
Bandaríska geimvísindastofnunin,
NASA, er ekki með í ráðum en
talsmaður hennar er jákvæður,
segir stjómvöld hvetja til þess að
slíkir möguleikar séu nýttir til fjár-
öflunar. Aðrir eru lítt hrifnir.
„Viðurstyggð"
„Þessi hugmynd er alger viður-
styggð," segir Carl Sagan, stjörnu-
fræðingur sem þekktur er fyrir
sjónvarpsþætti og bækur sínar.
Hann telur að ljósmengun frá slík-
um auglýsingaspjöldum verði að
lokum svo mikil að ekki verði leng-
ur hægt að kanna geiminn með
stjörnusjónaukum. „Að endingu
yrði enginn jarðarbúi óhultur fyrir
athafnasemi auglýsenda," segir í
yfirlýsingu Sagans.
Göfug markmið
Talsmenn hugmyndarinnar
segja stjörnufræðinga ýkja hætt-
una. Ekki sé ætlunin að endur-
varpa öðru en grænum hring er
eigi að minna á nauðsyn þess að
vernda umhverfið og spjaldið verði
aðeins sýnilegt í nokkrar stundir á
dag á þeim svæðum þar sem dags-
birtu nýtur. Einnig verði gerðar
rannsóknir á ósonlaginu með
hnettinum. Fyrirtæki er styðji
rannsóknimar fái síðan að merkja
vöm sína með grænum hring.
Bannaðað
reykja í
Marlboro
Marlboro. The Daily Telegxaph.
ÞÓ AÐ mest seldu síga-
rettur heims heiti Marl-
boro er ekki þar með
sagt að smábærinn Márl-
boro, í Vermontríki í
Bandaríkjunum, sé
draumastaður reykinga-
mannsins.
í bænum gilda einhverjar
ströngustu reglur í Bandaríkj-
unum gegn reykingum.
Reykingar eru á miklu und-
anhaldi í Bandaríkjunum, ekki
síst eftir að „Marlboro-maður-
inn“ sjálfur lést úr lungna-
krabba 51 árs að aldri. And-
stæðingar bannsins í Marlboro
kvarta yfir „ofstæki“ og „nas-
istavinnubrögðum" af hálfu
„andreykingamafíunnar".
Sjá frétt á bls. 26.