Morgunblaðið - 18.05.1993, Qupperneq 37
37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993
Loftskeytamaður
lætur að sér kveða
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Regnboginn:
Loftskeytamaðurinn - Tele-
grafisten
Lelkstjóri Erik Gustavson.
Handritshöfundur Lars Sa-
albye, byggt á skáldsögunni
Draumóramaðurinn eftir Knud
Hamsun. Aðalleikendur Björn
Floberg, Marie Richardson,
Jarl Kulle, Ole Ernst, Björn
Sundquist, Noregur 1992.
Þessi ein kunnasta norska
mynd síðari ára, skar sig nokkuð
úr á hinni nýloknu, 10. Norrænu
kvikmyndahátíð því það var
óvenjulétt yfir henni og var vel-
lukkuð gamanmynd í flesta staði.
Handritshöfundurinn Saalbye
hefur tekist vel að halda rétta
tóninum í einni af fáum bókum
Hamsuns sem skrifaðar eru á
glettnari nótunum og kemur inni-
haldi hennar, boðskap og persón-
um vel til skila. Ekki skaðar prýð-
isleikstjóm Gustavsons og leik-
hópurinn er vel saman settur.
Sögusviðið er afskekktur smá-
bær í Noregi þar sem flestir lúta
stjórn faktorsins og verksmiðju-
eigandans Macks (Kulle), almætt-
isins í þorpinu. En einn rekst ekki
með í hópnum, loftskeytamaður-
inn Rolandsen (Floberg). Hann
er þungamiðja bæjarlífsins. Sól-
brúnn, söngelskur ljóðamaður
sem lætur þung högg fjúka ef svo
ber undir og herðabreiður og
vöðvastæltur ærir lostann í kven-
peningi staðarins. Allt frá ungu
stúlkunum í verksmiðjunni uppí
sómakæra prestsmaddömuna.
Sjálfur á hann sér þann fjarlæga
draum að eignast hina undurfríðu
Elísu rektorsdóttur og satt að
segja virðist það fjarlægur draum-
ur.
En Rolandsen deyr ekki ráða-
laus, hann er hugvitsmaður mikill
en hefur skort fé til að koma
vænlegri uppfinningu á framfæri
en tækifærið kemur þegar Mack
er rændur og lofar fundarlaunum.
Loftskeytamaðurínn er harla
óvenjuleg gamanmynd, kannski
dulítið bamaleg á vogarskálum
tímabundinna nútímamanna,
engu að síður ætti hún að falla
íslendingum vel í geð, mannfólk-
ið, viðfangsefnið og umhverfið
hans Hamsuns er skylt okkur eins
og náttúran sjálf. Sagan jákvæð
og meinfyndin og minnir okkur á
ævintýri um lottóvinning eða ein-
hveija ámóta velþegna himna-
sendingu. Loftskeytamaðurinn
lífsglaði er í góðum höndum
Björns Flobergs og Mack faktor
er velborgið hjá sænska stórleik-
aranum Jarl Kulle sem holdiklæð-
ir hann af list. Þetta er kjörið
hlutverk fyrir húmoristann Julle
sem nýtir sér skoplegu hliðarnar
á faktornum svo úr verður e.k.
Bör Börsson. Marie Richardson
hefur til að bera ósnortna fegurð
sem sem er vel við hæfi og skín
eins og sól í heiði á þessum léttu,
norsku sumardögum.
Ást við
fyrsta bit
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Banvænt bit („Innocent
Blood“). Sýnd í Bíóhöllinni.
Leikstjóri: John Landis. Aðal-
hlutverk: Anne Parillaud, Rob-
ert Loggia, Anthony LaPaglia,
Don Rickles.
í blóðsugumyndinni Banvænt
bit leikur franska leikkonan Anne
Parillaud, sem er minnisstæð úr
Luc Besson-tryllinum Nikítu,
blóðsugu er leggst aðeins á
glæpamenn að því er virðist. Hún
gæðir sér á mafíuforingjanum
Robert Loggia og hans mönnum
en snertir ekki við löggunni Anth-
ony LaPaglia heldur verður þvert
á móti ástfangin af honum og í
mynd sem hvorki er fýndin né
spennandi fyrir, reynist það bana-
biti.
Gamanmyndaleikstjórinn John
Landis, sem gerir þessa mynd en
fékkst áður m.a. við ágætlega
heppnaða varúlfamynd, finnst
gaman að leika sér á hinu örmjóa
bili milli gamans og alvöru í Ban-
vænu biti en það gengur ekki upp
hjá honum. Myndin er ákaflega
subbuleg og það er lítið spaugi-
legt við sundurtætta hálsa og fólk
sem' er. útatað blóði í andlitinu
eftir að hafa gætt sér á náungan-
um. í hina röndina eru persónurn-
ar hálfgerðar grínfígúrur eins og
mafíuforinginn Loggia og hans
undirsátar, sem ætla að leggja
undir sig borgina þegar þeir eru
orðnir að vampýrum. Og loks er
ástarsambandið á milli Parillaud
og LaPaglia svo alvöruþrungið að
það er eins og það eigi heima í
annarri bíómynd. Og hvar stendur
svo áhorfandinn í þessari blóðugu,
grínaktugu, rómantísku vampýru-
ástarsögu? í besta falli svolítið
ruglaður.
Það vantar líka allan hraða og
skemmtilegheit í frásögnina,
meira kjöt á beinin ef svo má
segja. Heilsteyptara handrit hefði
komið sér mjög vel. Parillaud er
sögumaður myndarinnar en hver
hún er og hvernig hún varð blóð-
suga er mjög á huldu. Það að hún
er banvæn blóðsuga með ófá
morð á bakinu kemur ekki í veg
fyrir að LaPaglia falli flatur fyrir
henni og lifa þau sjálfsagt ham-
ingjusöm það sem eftir er. Pa-
rillaud leikur ekkert sérlega vel á
enskunni og LaPaglia er hálf ut-
angátta en það er alltaf kraftur
í Loggia hversu aum sem hlut-
verkin eru og brellurnar eru prýði-
legar.
Landis hefur áður gert mun
betri hluti en hér. Ef hann hefur
ætlað að endurtaka leikinn með
varúlfasöguna en hafa blóðsugu
í staðinn hefur það mistekist.
Gott vín á
gömlum belg
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bióborgin: Sommersby Leik-
stjóri Jon Amiel. Handrit Nic-
holas Meyer, byggt á kvik-
myndahandritinu Le Retour
de Martin Guerre. Kvikmynda-
taka Philippe Rousselot. Tón-
list Danny Elfman. Klipping
Peter Boyle. Aðalleikendur
Richard Gere, Jodie Foster,
Bill Pullman, James Earl Jon-
es, R. Lee Ermey. Bandarísk.
Warner Bros 1993.
í miðri gúrkutíð kvikmynda-
húsanna fáum við þessa líka fínu,
hárómantísku og gamaldags (í
bestu merkingu þess orðs) Holly-
woodstórmynd. Sommersby
flokkast þó tæpast í þungavigt
og kemur sjálfsagt ekki til með
að hljóta gnótt verðlauna en fær
örugglega nokkrar Óskarstil-
nefningar að ári. Og það tekst
ljómandi vel sem henni er ætlað,
að veita áhorfandanum vandaða,
notalega afþreyingu.
Þeir sem sáu Le Retour de
Martin Guerre í Stjörnubíói fyrir
hartnær áratug kannast við efnið
því söguþráður Sommersby er
fenginn að láni hjá hinni vinsælu,
frönsku mynd, en slík aðföng eru
ekki óalgeng vestra. (Hún var
aftur byggð á sönnum atburðum
sem gerðust í Frakklandi á
fimmtándu öld.) Að þessu sinni
hafa þeir bætt um betur, botnað
söguna á viðunandi hátt og það
með frekar óvenjulegum „Holly-
woodendi". Myndin hefst á að
bóndinn Jack Sommersby (Gere)
kemur, öllum að óvörum, úr
þrælastríðinu og fangelsisvist hjá
norðanmönnum eftir sex ára fjar-
vistir. Flestir búnir að telja hann
af, að Laurel konu hans (Foster)
meðtalinni og hún að því komin
að giftast grannanum Órin (Pull-
man), sem einn tekur endurkom-
unni fálega.
Því flestir sjá umtalsverðar
breytingar til hins betra í fasi
bónda. Jack hafði áður verið illa
upplýst rustamenni en er nú
hvers manns hugljúfi. Kemur á
sameignarbúi á landi sínu og fót-
unum undir stríðshijáða ná-
grannana með tóbaksrækt. Kona
hans elskar hann meira en
nokkru sinni fyrr þó hún sé í
vafa um hvort hér geti í rauninni
verið sá sami Jack á ferðinni.
Og feiri fara að efast um að svo
sé, heldur útsmoginn en aðlað-
andi bragðarefur. Grunsemdirnar
ná hámarki er Jack er skyndilega
fangelsaður fyrir morð sem hann
átti að hafa framið í fjarvistun-
um. Og nú verður hann að heyja
baráttu fyrir því að sanna að
hann sé sá sem hann segist vera
- jafnvel þó það geti reynst hon-
um dýrt.
Það er einkum tvennt sem
færir Sommersby langt uppúr
meðalmennskunni. Afar falleg
ástarsaga, þær gerast ekki sterk-
ari né geðfelldari um þessar
mundir þegar rómantíkin hefur
ekki átt beinlínis uppá pallborðið,
og eftirminnilega vandvirknislegt
útlit í alla staði. Kvikmyndatöku-
stjórn Rousselots (Hope and
Glory, The Emerald Forest,
Henry and June) er stórbrotin
og fögur. Honum og listrænu
stjórnendunum hefur tekist að
að endurskapa andrúmsloft og
umhverfí síðustu aldar óað-
finnanlega og tónlistarhöfundur-
inn snjalli, Danny Elfman, á stór-
an þátt í hversu ágætlega mynd-
in smellur saman. Foster sýnir
stórleik að venju og Gere hefur
sjaldan verið betri, þó hann eigi
stöku sinnum erfitt með að hrista
af sér stórborgartöffheitin.
Sommersby er fyrsta, umtals-
verða mynd Bretans Amiels, sem
getið hefur sér gott orð í sjón-
varpi. Stóra tjaldið hentar honum
ekki síður.
myndmennt
■ Sumarnámskeið
Hvað ætlar þú að gera í sumar?
Haldin verða tvö námskeið í júní og júlí
í myndsköpun í Lýsuhólsskóla undir
Jökli. Við vinnum með ölík efni, s.s.
náttúruefni, pappír og liti, leir og gifs.
Uppl. og skráning hjá Steinunni,
s. 11889, og Ólínu, s. 44105.
starfsmenntun
■ Starfsþjálfun fatlaðra
Hafm er móttaka umsókna fyrir haust-
önn 1993. Um er að ræða 3ja anna nám
í tölvuvinnu, íslensku, ensku, bókfærslu,
verslunarreikningi og samfélagsfræði.
Námið er ætlað fötluðum, 18 ára og
eldri, sem undirbúningur undir frekara
nám og störf. Umsóknir skulu berast
fyrir 5. júní til Starfsþjálfunar fatl-
aðra, Hátúni 10A, 105 Reykjavík.
Frekari upplýsingar veittar f síma
29380.
■ Tölvunám fyrir unglinga
hjá Nýherja f sumar.
30. klst. á aðeins kr. 12.900.
Nám, sem veitir unglingum forskot við
skólanámið og verðmætan undirbúning
fyrir vinnu síðar meir. Fræðandi,
þroskandi og skemmtilegt nám.
• 8.-23. júní kl. 9-12 eða 13-16.
• 28. júm - 9. júlí kl. 9-12 eða 13-16.
• 9.-20. ágúst kl. 9-12 eða 13-16.
Upplýsingar í síma 697769 eða 697700.
■ NÝHERJI
■ Starfsþjálfun fatlaðra
Tölvunámskeið fyrir fatlaða, styrkt af
starfsmenntasjóði verða haldin í maí og
júní. Grunnnámskeið í ritvinnslu og töflu-
reikni. Upplýsingar og skráning í
sfma 29380 frá kl. 13-16 til 28. maí.
tölvur
■ Paradox námskeið
Paradox fyrir Windows, 14 klst.
Nýkomin er út hjá skólanum kennslubók
um Paradox fyrir Windows gagnagrunn-
inn. Höfundur bókarinnar, Brynjólfur
Þorvarðarson, mun kenna.
Innritun stendur yfir.
Ql
Tölvuskóli Reykiavíkur
Borgarlúni 28, simi 91-687590
Skóli með metnað f
námsgagnagerð.
■ Tölvunámskeið
Windows 3.1, 8 klst.
PC grunnnámskeið, 16 klst.
Word 2.0 fyrir Windows og Macintosh,
14 klst.
WordPerfect fyrir Windows, 14 klst.
PageMaker fyrir Windows og Macin-
tosh, 14 klst.
Excel 4.0 fyrir Windows og Macintosh,
14 klst.
Word og Excel framhaldsnámskeið,
12 klst.
Námskeið fyrir Novel netstjóra, 16 klst.
Innifaldar eru nýjar íslenskar bækur.
■ Tölvuskóli í fararbroddi
Úrval vandaðra námskeiða. Reyndir leið-
beinendur. Kynntu þér námsskrána.
Tölvuskóli Stjórnunarfélags
íslands og Nýherja.
Símar 621066 og 697769.
■ Windows 3.1 kerfisstjórnun.
Námskeið 23., 27. maí og 1., 3. júní,
kl. 13-16. Hagnýtt námskeið fyrir þá
sem hafa umsjón með Windows uppsetn-
ingu.
Tölvuskóli Stjórnunarfélags
íslands og Nýherja.
Símar 621066 og 697769.
■ Windows, Excel og Word.
Ódýr og vönduð námskeið. Tónlist auð-
veldar námið. Næstu námskeið:
Windows 4. og 7. júní.
Excel 7.-10. júm', kl. 13-16.
Word 8.-11. júní, kl. 9-12.
Tölvuskóli Stjórnunarfélags
íslands og Nýherja.
Símar 621066 og 697769.
■ Krakkar og foreldrar
Af tölvum má hafa bæði gagn og gaman.
Tölvuskóli Reykjavíkur heldur 24 klst.
námskeið fyrir börn og unglinga á aldrin-
um 10-16 ára þar sem megin áhersla
er lögð á gagnið en gamanið er aldrei
langt undan. Eingöngu er kennt á PC
tölvur. Velja má um morgun- eða síðdeg-
istíma. Innritun er hafin.
r^j TölvusKóli Reykiavíkur
lrrrTVr'v-yj wk Borgarlúni 28. slmi 91-687590
■ Tölvusumarskóli fyrir 10-16 ára.
Morgun- og síðdegisnámskeið fyrir
hressa krakka, 2 eða 3 vikur.
Fimmta starfsár hefst 1. júní.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
H QuarkXPress. Fréttabréf, auglýs-
ingar og bæklingar með þessu öfluga
umbrotsforriti. Macintosh og Windows.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ FileMaker framhaldsnámskeið.
9 klst., 24.-26. maí, kl. 16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Öll tölvunámskeið á PC og
Macintosh. Ný námsskrá komin út.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
■ Línurit með Excel.
Áhrifarík framsetning tölulegra upplýs-
inga, 25.-26. maí, kl. 19.30-22.30.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
tungumál
■ Enskuskóli nærri York
Alm. námskeið 2-20 vikur. Stöðupróf í
upphafi náms. Fámennir hópar (6-7).
Viðurkennd próf ef óskað er.
Upplýsingar gefa Marteinn eða
Ágústína, sími 811224 eftir kl. 19.
■ Enskunám í Englandi
I boði fjölbreytt úrval námskeiða í hinum
virta Bell School, sem staðsettur er víða
í Englandi. Upplýsingar veitir
Erla Aradóttir,
25 Stylemanroad,
NR5 9ET, Norwich, England.
Sími 90-44-603-740-669.
■ Vortilboð
10% afsláttur af tungumálanámskeiðum.
Opið 'allt sumarið.
Bréfaskólinn.
nudd
■ Námskeið í ungbarnanuddi
fyrir foreldra með böm á aldrinum 1-10
mánaða.
Upplýsingar og innritun á Heilsunudd-
stofu Þórgunnu, Skúlagötu 26,
símar 21850 og 624745.
tónlist
Söngskglinn í Reykjavik
■ Umsóknarfrestur um skólavist í
Söngskólanum í Reykjavfk
veturinn 1993-1994 er til 26. maí nk.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skól-
ans, Hverfisgötu 45, sími 27366, dag-
lega frá kl. 10—17, þar sem allar nánari
upplýsingar eru veittar.
Skólastjóri.