Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 1

Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 114. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Króatar búa sig undir að endurheimta landsvæði af Serbum Líkur á harðari bardög- um með öfhigri vígvélum Lundúnum.TheDailyTelegraph. YFIRVOFANDI eru enn harðari bardagar milli Serba og Króata, þar sem beitt yrði flugvélum, skriðdrekum og eldflaugum, að sögn embættismanna frá Bandaríkjun- um, Bretlandi og Sameinuðu þjóðunum. Þeir segja að Serbar í Bosníu telji sig hafa náð fram markmiðum sinum og bíði nú þess að athygli umheimsins beinist að næsta kafla í stríðinu þegar Króatar reyni að endurheimta landsvæði sem þeir hafa misst. Breskur embættismaður sagði að bardagar gætu blossað upp hvar sem er á svokölluðum vemdarsvæðum Sameinuðu þjóðanna, þar sem margir Serbar búa. Alvarlegustu átökin gætu orðið fyrir 30. júní, þegar endumýja þarf umboð friðargæsluliða Sameinuðu þjóð- anna í júgóslavnesku lýðveldunum fyrrver- andi. Króatar vígbúast í Króatíu er nú fast lagt að Franjo Tudj- man, forseta landsins, að endurheimta land- svæði, sem Króatar hafa misst, áður en efna- hagur landsins hrynur eins og búist er við. Talið er að forsetinn krefjist þess að Samein- uðu þjóðimar tryggi Króötum landsvæðin en takist það ekki reyni hann að endurheimta þau með hervaldi. Tudjman hefur reynt að semja við Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, og embættismennimir telja að Serbar geti fallist á að afsala sér vesturhluta þeirra land- svæða sem þeir náðu á sitt vald í Króatíu, en þar eru varnir þeirra veikar. Þeir segja hins vegar afar ólíklegt að Serbar afsali sér borginni Knin í suðurhlutanum og svæðum í austurhlutanum í grennd við borgirnar Osijek og Vukovar. Króatar hafa verið að efla her- sveitir sínar í grennd við þessi svæði og þær eru taldar mun öflugri en fyrir tveimur ámm þegar Serbar náðu landsvæðunum á sitt vald. Sænskirjafnaö- armenn í sókn Stokkhóimi. Reuter. SÆNSKIR jafnaðarmenn myndu ná hrein- um meirihluta á þingi ef kosið yrði nú, ef marka má nýja skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn frá kosningaósigri jafnaðarmanna í september 1991 sem þeir fá meira en 50% fylgi í skoðanakönnun. Jafnað- armenn fengu 50,5% fylgi í könnuninni og næstur kom Hægriflokkur Carls Bildts for- sætisráðherra með 19,5%. DVERGHAGUR SKUGGI Á GLUGGA Morgunblaðið/RAX Ishótel vekur mikla athygli í Lapplandi SÆNSKUR kaupsýslumaður, Nils Yngve Bergqvist, er afar hreykinn af nýja hótelinu sínu - þótt það eigi reynd- ar eftir að þiðna. Hótelið er í bænum Jukkasjarvi í Lapplandi og eina bygg- ingarefnið er ís. Þar er stór ísbar (því eigandinn ráðleggur gestunum að fá sér brjóstbirtu áður en þeir leggjast í svefnpokana), jazz-klúbbur og kapella með bekkjum, fóðruðum með hrein- dýraskinni. Næturgisting og morgun- verður kostar um 2.500 krónur, sem virðist sanngjamt verð þótt í hótelinu séu hvorki dyr né skápar og auðvitað engin kynding. Um 800 ferðamenn hafa gist í hótelinu í ár en viðbúið er að það bráðni á næstunni. Bergqvist hyggst reisa stærra og glæsilegra ís- hótel næsta vetur. Barist gegn „ilm- vatnsmengun" NÚ ÞEGAR baráttan gegn reykingum er farin að bera árangur hafa ofnæm- issjúklingar og fleiri í Bandaríkjunum hafið baráttu gegn óhóflegri notkun ilmvatna á abnannafæri. Dagblaðið Wall Street Journal, sem er selt í millj- ónum eintaka, vakti athygli á þessu vandamáli og síðan hafa ýmsar stofn- anir og fyrirtæki tekið við sér. Veit- ingahús, hótel og kirkjur hafa reynt að aðskilja þá sem anga af ilmvatni og þá sem vi\ja vera lausir við mengunina. A nokkrum vinnustöðum hafa verið mörkuð „ilmlaus svæði“ og nokkur fyr- irtæki hafa gert umsækjendum um störf grein fyrir því að notkun ilmvatna líðist þar ekki. Skriffinnar ergja breska bændur BRESKIR bændo.r eru æfir út af leið- beiningum sem eitt af útibúum breska landbúnaðarráðuneytisins hefur dreift til þeirra starfsmanna sem eiga dagleg samskipti við bændur í starfinu. Þar segir meðal annars að bændur séu oft ruddalegir, skapvondir, óáreiðanlegir og veigri sér ekki við að þykjast ólæsir og óskrifandi til að losna við að fylia út eyðublöð þegar þeir sækja um styrki frá Evrópu bandalagi nu. Bændurnir eru einnig argir út af skriffínnskunni í tengslum við styrkina; í vikunni sem leið þurftu þeir til að mynda að skila inn 12 síðna styrkumsókn ásamt ná- kvæmum kortum af jörðum sínum. Þessu fylgdi 79 síðna rit með leiðbein- ingum og skýringum. SAMR/EMD PROF AUKIN 06 DJETT SKORTSINS VEGNA ELDUMST /f j VIÐ? /iH' DYRMÆFAR DRAUMUR USTAMANNS - VERULEIKIMÓDUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.