Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 11

Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 11 ----------------------------------------------------------. . , ■ . .,-——r— ------r------——, ---------------------------------------------------------rrr- mark- og staðalbundinna prófa. En það sé þrautin þyngri. Meiri þátttaka kennara Við víkjum talinu að nýafstöðn- um samræmdum prófum, sem Ein- ar segir að hafi verið í nokkuð hefðbundnu fari. Kennarar hafi sem fyrr séð um prófgerðina. En til viðbótar hafi nú verið búið að forprófa verkefnin, svo að unnt væri að velja verkefni sem væru skýr, vandræðalaus og hæfilega þung. „Þessi viðbótarvinna gerir okk- ur nú fært að skipta verkefninu úr samræmda prófinu í einstaka þætti. Hægt er að gefa sérstaka einkunn fyrir stafsetningu, mál- fræði, lesskilning o.s.frv., til við- bótar við heildareinkunn í fs- lensku. Það veitir auðvitað meiri upplýsingar. Hingað til hefur talan 6 til dæmis aðeins sagt að nem- andi hafí leyst 60% af viðfangsefn- inu rétt. Nemendur fá nú sem fyrr eina heildareinkunn á sínu prófi. Hitt getum við gert ef um er beð- ið. Við höfum líka möguleika á að ljá einkunninni meiri merk- ingUj" segir Einar Guðmundsson. „Eg hefi lagt á það áherslu að auka þátt grunnskólakennara í prófgerðinni og breikka þann hóp kennara sem kemur að prófun- um,“ segir hann ennfremur. Hann vill að meirihluti kennara sem starfar að þessum samræmdu prófum sé úr grunnskólanum og að þeir verði fleiri en nú er. í vet- ur var kennurum til dæmis sent til umsagnar formúlublað sem fylgdi samræmdu prófi í stærð- fræði og ábendingar þeirra notað- ar við gerð endanlegrar útgáfu. Með öllum prófúnum nú fylgdu líka spurningalistar til allra ís- lenskukennara, stærðfræðikenn- ara, dönskukennara og ensku- kennara í 10. bekk. Þar voru þeir í fyrsta lagi beðnir um mat á þessu prófi, hvort það væri gott eða vont, og að benda á það sem betur mætti fara. Fékkst góð svörun, næstum fullt hús. í öðrum hluta spurningalistans voru kennararnir beðnir um að segja hvernig þessi samræmdu próf skyldu byggð upp vorið 1994, og er ætlunin að nýta þessar upplýsingar við næstu prófagerð. I þriðja lagi voru kenn- aramir beðnir um að segja til um hver tilgangur prófa við lok 10. bekkjar ætti að vera. Segir Einar að þetta tengist því að auka áhrif kennaranna á prófin. Svo mikil- vægt sé að tengsl séu milli inni- halds prófanna og áherslna í kennslu úti í skólunum. Þegar spurt er hvert framhaldið verði, svarar hann: „Við erum aðeins rétt byijuð, en nokkur fleiri skref þarf að taka. Við verðum ekki ánægð fyrr en samræmi er tryggt á milli innihalds prófanna og námsefnis og kennslu í skólum landsins, en þetta getur tekið nokkurn tíma.“ Einkunnir sundurgreindar Eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti kom fram í svörum stærð- fræðikennaranna að 79% töldu prófið betra en í fyrra. Ekki er búið að vinna úr mati kennara úr prófum í ensku, dönsku og ís- lensku. _ í öðrum tiltækum tölum úr próf- inu, sem líka eru sýndar hér á súluriti, má sjá aðgreint hvernig nemendum gekk að leysa af hendi fjögur dæmi, að leggja saman, draga frá, deila og margfalda. Þótt Einar segi ekkert um það, vekja tölurnar eflaust ýmsar spurningar lesenda. Er það t.d. viðunandi að aðeins ríflega helm- ingur 10. bekkjar nemenda geti leyst af hendi þetta verkefni í stærðfræði? Og til dæmis að 71% nemenda geti deilt 9 í 4527? Sams- konar spurninga má spyija um dæmin um brotin og tugabrotin. Þetta áttu börnin að hafa lært í 7. og 8. bekk. Vekja má athygli á því að væri búið að setja mark- SJÁ NÆSTU SÍÐU 100l 97% % 50-- tr^ s Heilar Tölur 85% 79% oo co O m 71% o- Samlagning Frádráttur Margföldun Deiling © Rannsóknarstofhun uppeldis og menntamála 1993 56% 957 - 26fi = 3053 - 67R a 4527 : 9» Hlutfall nemenda sem leysa öll 4 dæmin rétt Myndin sýnir hlutfall nemenda í 10. bekk á landinu öllu, sem leysa rétt dæmi í samlagn- ingu, frádrætti, marg- földun og deilingu heilla talna á samræmdu prófi í stærðf ræði vorið 1993. Dæmin eru sýnd inni í súlum. Spurning vaknar hvort viðunandi sé að aðeins ríflega helmingur geti leyst þessi verkefni í stærðfræði að loknum grunnskóla. K1RKJUUSTAHÁTIÐ93 s IMBHIIIIIHI I li 6 ,2(). /Tial tll 6J///Z/ ** LaUGAKDAGUR 29. MAÍ 14:00 Hallgrímskirkja. Setuing Kirkjulistahátíðar. 14:00 Hallgrímskirkja. Boðun Maríu. Myndlistar- sýning. Jón Reykdal. Myndir með hliðsjón af íslensku teiknibókinni í Amasafni. 15:00 Hallgrímskirkja. Opnun sýningar á íslenskum höklum að fornu og nýju. ^ SuNNUDAGUR 30. MAÍ 17:00 Hallgrímskirkja. Orgeltónleikar. Hans Fagius leikur orgelverk eftír Johaim Sebastian Bach. 20:30 Laugameskirkja. Bærmn Bach-kór syngur norræna kirkjutónlist frá ýmsum tímurn. ^ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 17:00 Seltjamameskirkja. Safnaðarkór Seltjarnarnes- kirkju, einsöngvarar og hljómsveit flytja Missa Papae Marcelli og Gloríu Vivaldis. 20:30 Hallgrímskirkja. Orgeltónleikar. Hanz Dieter Möller. Spænsk orgeltónHst og spunar. Þriðjudagur I. JÚNÍ 20:30 HaUgrímskirkja. Orgeltónleikar. Daniel RotJr leikur franska orgeltónlist, eftir César Franck og Charles Marie Widor. ^ MlÐVIKliDAGlJR 2. JtJNÍ 20:30 Hallgrímskirkja. Mótettukór HaJlgrímski rk ju, Raimveig Fríða Bragadóttir, Michael Jolm Clarke og Daniel Roth ílytja sálumessu Maurice Duruflé. ^ FlMMTUDAGUR 3. .TÚNÍ 20:30 Langlioltskirkja. Kór Langholtskirkju og Kórskóla Langholtskirkju syngja íslenska og erlenda kirkjutónlist. 20:30 Hallgrímskirkja. Fyrirlestur „Hver crt þú, Jesús frá Nazaret?“ Dagskrá í umsjá Þóru Kristjánsdóttur listfræðings og dr. Hjalta 1 lugasonar. Föstudagur 4. JÚNÍ 20:30 Hallgrímskirkja. Orgeltónleikar. Alniut Rössler flytur síðasta stórvirki Olivier Messiaen: „Bók um heilagt sakramenti“ Laugardagur 5. JÚNÍ 10:00-14:00 Hallgrímskirkja. Opin vinnustofa á hökla- sýningu. Meðal f\TÍrlesara er sr. Kristján Valur Ingólfsson. 15:00 Langholtskirkja. Tónleikar bamakóra í prófastsdæmimrmi. 17:00 Fella- og I lólakirkja. Kór Akureyrai'kirkju og Björn Stemar Sólbergsson flytja íslenska og erlenda kór- og orgeltónlist. ^ SuNNUDAGUR 6. JÚNÍ 17:00 Dómkirkjan. Vortónleikar Dómkórsins. 20:30 Hallgrímskirkja. Orgeltónleikar. I Jörður Áskelsson leikur orgelverk eftir Pál Isólfsson og Jón Nordal. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA FER FRAM í HALLGRÍMSKlRKjU MILLI KLÖ3 TIL18 ALLA DAGA OG VIÐ INNGANGINN Á UNDAN HVERjU HÁTÍÐARATRIÐI. SÍMANÚMERIÐ ER 625563.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.