Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SjUNNUDAGUR .23. MAÍ 1993
15
dómum þrátt fyrir að þeir hafí lagt
áherslu á heilbrigt líferni.
Eitt af Jykilatriðunum í baráttunni
við ellina 'er að einangra þá þætti
sem valda hrörnun. Efst á lista vís-
indamanna yfir þá eru svokölluð
sindurefni, en það eru efnahópar sem
hafa eina óparaða rafeind og eru því
hvarfgjörn. Sindurtfni finnast til
dæmis í mengun en aðallega þó í
sjálfum líkamanum. Þau verða til við
efnahvarfið þegar sykur og súrefni
breytast í orku en það fer fram í
hvatberum hverrar frumu. Við brun-
ann losna sindurefnin úr læðingi, sem
valda síðan oxunarskemmdum á mik-
ilvægum eggjahvítuefnum og fitu-
efnum um allan líkamann. Rétt er
að taka fram að slíkar skemmdir
geta einnig orðið með ýmsum öðrum
hætti.
Vísindamenn hafa nú uppgötvað
efni sem draga að sér sindurefni og
gætu reynst vel við að koma í veg
fyrir frumu- og vefjaskemmdir. John
Carney við Kentueky-háskólann seg-
ir að efnasamband sem kallað hefur
verið PBN (phenylbutylnitrone) dragi
úr áhrifum sindurefna. í rannsóknum
hans á öldruðum stökkmúsum kom
í ljós að með daglegum skammti af
PBN minnkuðu heilaskemmdir vegna
oxaðra próteina. Gamlar stökkmýs
sem hafði verið gefið PBN gerðu
færri villur í einföldum þrautum en
jafnaldrar þeirra sem ekkert fengu.
Auk þess dró úr hættunni á heila-
skemmdum af völdum heilablóðfalls
en öldrun er hægfara útgáfa af þeirri
oxun sem á sér stað við heilablóð-
fall, segir nefndur Carey. Hann vinn-
ur nú ásamt fleiri vísindamönnum
að því að þróa efni svipuð PBN sem
gætu nýst mönnum.
Jón Snædal, sérfræðingur í öldr-
unarlækningum, telur réttara að
binda vonir við efnahvata sem eru
eigin varnir líkamans gegn sindur-
efnum. Athuganir nú beinist að því
að fínna leiðir til að auka áhrif þess-
ara hvata og sér virðist það eðlilegri
leið en að gefa utanaðkomandi efni
á borð við PBN.
E- og C-vítamín gefa góða von
Raunar er talið að nú þegar séu
til efni sem dragi að einhveiju leyti
úr áhrifum hrörnunarsjúkdóma, en
það eru beta-karótín, E- og C-vítam-
ín. í rannsókn sem gerð var við
Harvard Sehool of Public Health á
yfir 130.000 manns, miðaldra og
eldri, kom í Ijós að' hjá þeim sem
tóku að minnsta kosti 100 alþjóðleg-
ar einingar af E-vítamíni á degi
hverjum í tvö ár eða lengur, dró úr
líkunum á hjarta- og æðasjúkdóm-
um. Þetta kemur heim og saman við
vísbendingar um það að kransæða-
sjúkdómum valdi kólesterólríkt fitup-
rótein sem oxist af völdum sindur-
efna. Aðrar faraldsfræðilegar rann-
sóknir benda til þess að beta-karótín,
sem finnst í A-vítamíni, geti komið
í veg fyrir krabbamein, sér í lagi í
lungum, og að C- og E-vítamín virð-
ast geta dregið úr myndun vagls á
auga.
Bætt næring lykilatriði
Þá telja vísindamenn að burtséð
frá þeim skaða sem sindurefni valda,
sé léleg næring orsökin fyrir mörgum
sjúkdómum sem hijá aldraða. í ný-
legri rannsókn á 96 Kanadabúum
yfir 65 aldri kom í ljós að þeir sem
tóku ráðlagðan dagskammt af vítam-
ínum og steinefnum, auk auka-
skammts af E-vítamíni og beta-
karótíni, voru helmingi sjaldnar veik-
ir en þeir sem tóku lyfleysur. Þá
styrktist ónæmiskerfí hinna fyrr-
greindu einnig. í ljósi þessa vinna
vísindamenn við Tufts-háskólann að
því að setja saman ráðlagðan dag-
skammt af vítamínum fyrir eldra
fólk. Þó að nægilegt magn næringar-
efna seinki hrörnun, taka vísinda-
menn sérstaklega fram að þau komi
ekki í veg fyrir hana.
Fleiri efni eru undir smásjá vís-
indamanna, meðal annars króm og
glúkósi. Rannsóknir við Háskólann í
Bemidji í Minnesota leiddu í ljós að
þegar rottum var gefið króm jukust
lífslíkur þeirra um þriðjung. Telja
vísindamennirnir að ástæðan sé áhrif
króms á insúlín-búskap líkamans, að
krómið hafi lækkað blóðsykurinn um
fjórðung. Þeir höfðu áður tekið eftir
því hjá sykursjúkum að króm jafnar
glúkósamagn í blóði og virðist draga
úr einkennum öldrunarsjúkdóma á
borð við æðakölkun og nýmasjúk-
dóma.
Vísindamenn telja að glúkósi, einn
helsti orkugjafí líkamans, eigi sinn
þátt í öldrunareinkennunum. Þegar
glúkósinn seytlar um blóð og vefí,
hvarfast hann við prótein og verður
til þess að þau festast saman. Við
það verða bein smám saman gul og
stökk, liðamót stífna og æðar kalka.
Niður með hitaeiningarnar
Enn sem komið er hafa hitaeining-
arnar þó mest að segja við það að
halda aftur af öldrunareinkennum.
Rottur lifa um þriðjungi lengur ef
þær fá aðeins 60-70% af þeim hita-
einingum sem þær myndu neyta eft-
irlitslaust. Að fækka hitaeiningun-
um,'án þess að draga úr næring-
unni, hefur svipuð áhrif á öll spen-
dýr, frá músum til apa. Þau lifa leng-
ur, eru hressari, feldurinn gljáir
meira og sjúkdómar vinna síður á
þeim. I rottum hefur með þessu
móti tekist að draga úr vexti æxla
um 30% og nánast útrýma eistna-,
btjósta- og öðrum hormónatengdum
krabbameinum, samkvæmt niður-
stöðu Ron Harts við Eiturefnafræði-
stofnunina í Arkansas.
Fækkun hitaeininga heldur ekki
aðeins niðri glúkósamagninu og sind-
urefnunum, heldur eflir hún einnig
varnir líkamans. Svo áfram sé vísað
til rannsókna á rottum í Arkansas,
kom í ljós að í líkama þeirra, sem
voru settar á hitaeiningasnautt fæði,
voru efnahvatarnir 3-4 sinnum
öflugri í að ráðast á sindurefni en í
þeim rottum sem fengu að troða sig
út af mat. Þessar rannsóknir hafa
orðið til þess að Hart og samverka-
menn hans hafa minnkað við sig hita-
einingamar og gera ráð fyrir því að
brátt líti dagsins ljós ný tafla yfír
æskilegt magn hitaeininga sem eigi
fátt skylt við það sem hingað til
hefur verið talið gott og gilt.
„Ég tel umræðuna um fækkun
hitaeininga varhugaverða, í henni
eru illleysanlegar þversagnir," segir
Guðmundur Þorgeirsson og undir það
tekur Jón Snædal. „Fækki menn
hitaeiningum, verður að hægja á
efnaskiptunum, sem leiðir væntan-
lega til þess að menn lifa lengur.
En hvers konar líf er það ef menn
hafa ekki fulla starfsorku og næring-
in er nær eingöngu í töfluformi?
Kyrrstaða er ekki af hinu góða, því
hún getur flýtt fyrir hrörnun. „Use
it, or loose it“ var bandarískt slagorð
til að fá eldra fólk til. að hreyfa sig
meira og ég tek undir það,“ segir
Guðmundur.
Að ógleymdum hormónunum
í baráttunni við Elli kerlingu hafa
fleiri þættir líkamsstarfseminnar
komist undir smásjána, þar á meðal
hormónarnir. Hormónar stjórna því
hvernig frumur vaxa og starfa og
stjórna einnig viðhaldi þeirra. Vís-
indamenn við Öldrunarstofnunina í
Baltimore telja að ýmis sjúkdómsein-
kenni sem við flokkum undir elli stafí
í raun af skorti á hormónum. Þeir
hafa komist að því að rétt eins og
framleiðsla kynhormóna kvenna
minnkar á breytingaskeiði, dregur
einnig úr öðrum hormónum. Konum
er gefíð kynhormónið estrógen eftir
breytingaskeið til að koma í veg fyr-
ir beinþynningu. En það hangir fleira
á spýtunni, ýmislegt bendir til þess
að efni sem eru okkur nauðsynleg á
yngri árum, hafí þveröfug áhrif þeg-
ar við eldumst. Þeirra á meðal eru
kynhormónar. Steven Austad við
Harvard-háskóla telur að aukna tíðni
bijóstakrabbameins með aldrinum
megi rekja til langtímaáhrifa af völd-
um estrógens.
En aftur að hormónaskorti. Rann-
sóknir Fran Kaiser við Læknaháskól-
ann í St. Louis sýna að hjá 40%
karla yfir 65 ára aldri er magn karl-
hormónsins testósteróns svo lágt að
það gæti ógnað heilsu þeirra. Kaiser
komst að því að með því að gefa
þessum körlum testósterón í þijá
mánuði, jókst vöðvastyrkur þeirra
og kynhvöt. Vísindamenn eru nú
vongóðir um að fínna tengslin milli
hormóna og heilsu og þannig takist
að yngja eldra fólk upp með því að
gefa því hormóna í stað þeirra sem
tapast með aldrinum.
Vaxtarhormón ekki aðeins
fyrir börn
Margar rannsóknanna munu bein-
ast að vaxtarhormónum, en þau
stjórna ekki aðeins vexti barna og
unglinga, heldur hafa þau einnig
áhrif á líkamsbyggingu fullorðinna.
Árið 1990 var gerð rannsókn á eldri
mönnum með lágt vaxtarhormón við
Læknaskólann í Wisconsin og hún
leiddi í ljós að þegar körlunum var
gefíð vaxtarhormón, minnkaði fítu-
magn líkamans um 14%, vöðvar juk-
ust um 9% auk þess sem húðin
þykknaði um 7%. Rannsóknir sem
hafa verið gerðar síðan þá, sýna að
vaxtarhormón hressir upp á starf-
semi lungna og hjartavöðva í eldra
fólki. Nú er unnið að því reikna úr
hæfilegan skammt og þar með draga
úr aukaverkununum, m.a. bólgum í
liðamótum, sykursýki og hjartabilun.
Vonir hafa sérstaklega verið
bundnar við hormón sem kallast
DHEA því líkaminn breytir því í fjöld-
ann allan af þeim hormónum sem
eldra fólk vanhagar um. Rannsóknir
á músum hafa sýnt að DHEA bætir
minni, kemur í veg fyrir offítu, sykur-
sýki og æðakölkun. DHEA-magn í
blóði nær hámarki um 25 ára aldur-
inn en minnkar mikið um sjötugt.
Margt bendir til þess að gefa megi
eldra fólki DHEA án þess að hafa
áhyggjur af aukaverkunum þar sem
líkaminn breytir því í þau hormón seni
hörgull er á. Fyrst um sinn verður
DHEA væntanlega notað til að blása
USTRÆNIR
HÆFILEIKAR
ÁEFRIÁRUM
SKÖPUNARGÁFAN er einn
þeirra þátta sem talið hefur
verið að glatist með aldrin-
um. í grein í ítalska tímarit-
inu Aging Clinical and Expe-
rimental Reserarch segir að
margt bendi til þess að litlar
breytingar verði á sköpun-
argáfunni þegar menn eldist
og að margir listamenn séu
á hátindi ferils síns á efri
árum.
Ein rannsóknin sem vitnað
var í var gerð á 52 mönnum
með 13 ára millibili. Leiddi hún
í ljós að lítið dró úr sköpunarg-
áfunni á árunum þrettán. An-
tonini og Magnolfi við Öldrun-
arfræði- og öldrunarlækninga-
stofnunina í Flórens segja í
téðri tímaritsgrein að þrátt fyr-
ir að eitthvað dragi úr sköpun-
argáfunni hjá listamönnum er
þeir eldast, bæti reynsla og
meiri hæfileikar til túlkunar
það upp. Hjá listamönnum á
gamals aldri nái ímyndundar-
afl, fullkomnun og næmi á feg-
urð gjarnan hámarki. Mögu-
lega skýringu á þessu segja
Antonini og Magnolfi meðal
annars vera þá að listamaður
sem finni að dauðinn nálgist
hætti að hafa áhyggjur af ver-
aldlegum hlutum en leiti í aukn-
um mæli andlegra verðmæta.
Ólíkt öðrum þekki listamaður-
inn ekki það að fara á eftir-
laun, ef heilsan leyfir geti hann
haldið áfram að skapa þar til
dauðinn setur honum stólinn
fyrir dyrnar.
Antonini og Magnolfi nefna
fyrst og fremst myndlistar-
menn til sögunnar. Þeir mynd-
listarmenn sem á annað borð
haldi heilsu fram á elliár, hafi
jafnvel gert sín bestu verk á
þessum árum. Nefna þeir sem
dæmi þá Donatello, Michelang-
elo, Titian, E1 Greco, Goya,
Monet og Picasso. Greinilega
megi sjá þessa stað í sjálfs-
myndum, sem beri vott um
aukinn þroska og sjálfsgagn-
rýni en þær myndir sem sömu
menn hafi gert á yngri árum.
Mörg tónskáld hafa samið
tónlist allt fram undir það síð-
asta, til dæmis Haydn, Liszt,
Verdi, Richard Strauss og Stra-
vinskí. Tónlistarmenn á borð
við Rubinstein, Arrau, Horow-
itz, Backhaus, Segovia og Ca-
sals yfirunnu það sem misfórst
tæknilega með dýpri túlkun.
En annað er uppi áteningnum
hvað varðar rithöfunda, til
dæmis Shaw, þó undantekning-
arnar sanni regluna; Sófókles
og Göthe.
Niðurstaða fræðinganna er
sú að í verkum aldraðra lista-
manna kenni ekki ótta við
dauðann, heldur ástar á list-
inni. Ellin sé ekki tími hnignun-
ar heldur leitar að fullkomnun.
Þetta sé mikilsvert öllum, ekki
aðeins listamönnum, heldur
einnig þeim sem ekki búi yfir
listrænum hæfileikum. Hinum
síðarnefndu sé nauðsynlegt að
finna sér eitthvert viðfangsefni
til að þróa sköpunargáfu sína
eins og mögulegt sé, svo þeir
geti lifað innihaldsríku lífi.
nýju lífí í ónæmiskerfi aldraðra, en
tilraunir með DHEA á ónæmiskerfí
músa hafa gefíð góða raun.
„DHEA virðist vera of einfalt og
gott til að vera satt. Ég skal ekkert
um það segja hversu áhrifaríkt og
gott efni það er fyrr en víðtækari
rannsóknir hafa farið fram,“ segir
Ástráður Hreiðarsson, sérfræðingur
í hormóna- og efnaskiptasjúkdómum.
Hvað varðar kynhormónin segir hann
þau nú þegar hafa sannað gildi sitt.
Minni líkur séu nú á beinþynningu
hjá konum með bættri næringu og
hormónagjöf. „Ég tel að notkun
kvenhormóna til varnar beinþynn-
ingu muni aukast á næstu árum. Það
er umdeilt hvort kvenhormónar auki
þættuna á bijóstakrabbameini. Ef
það reynist rétt, þá er sú hætta hverf-
andi og jákvæð áhrif estrógens hvað
snertir verndun beina, hjarta- og
æðakerfis hljóta að vega þyngra.“
Erfðafræðilegir rusladallar
Eftir sem áður stendur uppi spurn-
ingin, hvers vegna eldumst við?
Hvers vegna hefur þróunin og nátt-
úruvalið ekki útilokað þá erfðaþætti
smám saman sem bera endalokin í
sér? Á árum áður var talið að einn
ákveðinn erfðaþáttur stýrði öldrun-
inni en nú telja vísindamenn að
hundruð eða þúsundir gena eigi þátt
í því að við eldumst. Og það sem
meira er, ellin virðist vera nokkurs
konar aukaverkun fremur en aðalat-
riðið í hinu mikla líffræðiiega kerfi,
sem líkaminn er. Þróunin miðast við
að mannskepnan fjölgi sér, hvað síð-
ar gerist er aukaatriði. Þau gen sepi
leiða til sjúkdóma og dauða síðar á
lífsleiðinni halda því áfram að erfast
frá manni til manns. Michael Rose
við Kalifoníu-háskóla líkir manninum
við erfðafræðilega rusladalla þar sem
við berum í okkur gen sem valda
sjúkdómum á gamals aldri.
Rose og fleiri vísindamönnum hef-
ur tekist að lengja líf nokkurra dýra-
tegunda. Of snemmt er hins vegar
að segja til um hvort samanburður
á mönnum og dýrum er raunhæfur
að þessu leyti. Rose gerði tilraunir á
bananaflugum, seinkaði kynþroska
og þar með fékk náttúruvalið lengri
tíma til að velja úr bestu einstakling-
ana. Þetta endurtók Rose hjá nokkr-
um kynslóðum flugnanna. 77 kyn-
slóðum síðar lifðu flugurnar að jafn-
aði 80 prósent lengur og voru heil-
brigðari. Ljóst var að náttúruvalið
hafði séð til þess að lökustu einstakl-
ingarnir fjölguðu sér ekki, aðeins
þeir bestu og þar með var útrýmt
mörgum þeim genum sem styttu líf
flugnanna. Niðurstöðum Rose bar
saman við rannsóknir á pokarottum
og ormum.
Ungt fólk á uppleið hefur í vax-
andi mæli seinkað barneignum sínum
og hver veit nema mannkynið muni
lifa miklu lengur eftir nokkur hundr-
uð ár, haldi svo fram sem horfír, þar
sem erfðafræðilegi rusladallurinn sé
þá aðeins hálffullur. Michal Jazw-
inski við læknaskólann í New Orle-
ans hefur látið hafa það eftir sér að
takist að ráða elligátuna, gæti há-
marksaldur mannkyns hækkað úr
120 árum upp í 400 ár. Líklegra sé
þó að meðalaldur manna hækki um
30 til 50 ár.
Þeim íslensku læknum sem rætt
var við þóttu tilgátur um að líf manna
myndi lengjast, hæpnar. Þeir voru
sammála um að í heildina væri um
athyglisverðar rannsóknir að ræða,
sumar þeirra væru íslenskum lækn-
um vel kunnar, aðrar nýjar af nál-
inni. Hins vegar höfðu þeir ekki
nokkra trú á því að spár vísinda-
manna rættust um að lausnin á ell-
inni verði fundin innan 15-20 ára.
„Ég tel líklegra að fleiri nái háum
aldri og verði hraustari lengur. Þvi
valda ekki aðeins framfarir i lækna-
vísindum heldur einnig það að fólk
lifir að mörgu leyti heilsusamlegra
lífi nú en áður,“ sagði Ástráður. Og
Guðmundur minnir á það að nútíma
heilsufræði snúist ekki um vanga-
veltur um hvað sé tæknilega mögu-
legt heldur sé markmið hennar að
stuðla að því að fólk geti lifað inni-
haldsríku lífi.
Byggt á US News & World Re-
port og Scientific American.