Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993
Haust.
— VERULEIKIMÓÐUR
eftir Súsönnu Svavarsdóttur
ÞEGAR við horfum á
landslag er nokkuð al-
gengt að við sjáum fjöll
og dali og steina, þar sem
hin fíngerða litadýrð
rennur saman í einn tón;
blá fjöll, græna dali og
gráa steina. Það er svo
auðvelt að horfa á þessa
stóru fleti og sjá ekki lífið
í landinu; liti í lyngi, smá-
blóm hjá mosa, kristalla,
völur, puntstrá og fífur,
flugur og smáfugla. Alla
þessa fíngerðu dýrð sem
augu af malbiki þurfa
tíma til að venjast, eins
og þegar komið er utan
úr myrkri inn í skæra
birtu.
Svo eru aðrir, sem lifa öðru-
vísi lífí, hirða lítt um hallir
og tuma o g malbikuð
stræti, þar sem hægt er að flýta
sér. Þessir aðrir komast aldrei nógu
hægt til að njóta hvers augnabliks
í fínlegu umhverfí sínu og auðga
jafnvel líf okkar hinna með því að
skrá reynslu sína.
Eitt af þessum náttúrubörnum
er Soffía Þorkelsdóttir, sem sýnir
teikningar, vatnslitamyndir, olíu-,
krítar- og akrýlverk í félagsmiðstöð
Geðhjálpar við Öldugötu 15. Soffía
segir þetta vera „smámyndir" af
þeirri auðmýkt sem einkennir hana
mjög svo. Hún er fínleg kona, hæg
og geislar af hamingju. Á meðan
við tölum saman, velti ég því fyrir
mér hvort hún sé almennilega jarð-
nesk, eða hvort hún ætlar að fljúga
burtu á hvítum vængjum í miðju
samtali, hlæjandi þessum seiðandi,
kyrra hlátri um leið og hún segir:
Allt í plati.
Af teikningunum er ljóst að Soff-
ía kann vel til verka, litaskynið er
í senn agað og ævintýralegt og því
er mjög auðvelt að ganga inn í
v'eröld hennar. Gott ef sú veröld er
ekki áifakyns, þegar öllu er á botn-
inn hvolft.
Soffía hóf nám í Handíða- og
myndlistaskólanum í kringum tví-
tugt, ásamt Hring Jóhannessyni og
fleiri ágætis listamönnum. Hún
stundaði kvöldskóla í tvo vetur og
hóf síðan nám í dagskólanum. Þar
Ástin
- Hvemig var þitt mótlæti?
„Það var nú hvorki stórt né mik-
ið. Gæfan þeim mun meiri,“ segir
Soffía brosandi. Hún hefur greini-
lega vegið og metið andstæðurnar
í lífi sínu, gert þær upp og gæfan
vegur þyngra. „Ég átti ákaflega
góðan mann og sjö yndisleg börn —
og ekkert þeirra hefur leiðst út í
óreglu.“
- Hvað gerði maðurinn þinn?
„Hann var menntaður stýrimað-
ur, en fékk aldrei vinnu til sjós.
Hann stóð nefnilega verkfallsvakt
þegar allur gauragangurinn var hér
í Reykjavík á árunum. Hann var í
hópi þeirra sem vildu styttri vinnu-
tími; þeirra sem vildu fá smáhvíld
eins og aðrir og lenti á svörtum lista
hjá öllum útgerðarmönnum. Hann
gerðist vitavörður, fyrst í Höskulds-
ey á Breiðafírði og á Svörtu loftum.
En þetta var allt áður en ég giftist
honum.
Hann var þijátíu árum eldri en
ég og ekkjumaður.“
- Og þú rúmlega tvítug!
„Já,“ segir hún af sömu hægð-
inni.
- Hvar kynntistu honum?
„í þvottahúsi Landspítalans. Ég
var að vinna þar. Og ég var í ástar-
sorg. Ég hafði orðið ástfangin af
manni í fýrsta sinn. Það var svo
fallegt. Ástin blossaði upp; svo dá-
samleg og óeigingjörn tilfinning.
Ef hann hefði sagt mér að kasta
mér fyrir björg, hefði ég gert það.
Þegar hann fór, varð veröldin öll
grá. Það var eins og allt slokknaði.
Það eina sem huggaði mig var, að
kannski yrði hann hamingjusamur.
Það hélt í mér lífínu — skítt með
mig.
Svona var maður fallega barna-
legur.
Ég hafði verið í eitt ár í þessari
ástarsorg, sem gaf mér líka heil-
mikið. Það fæðist eitthvað dásam-
legt í sorginni. Hún eykur manni
þroska, sem verður ekki frá manni
tekinn.
En þarna hitti ég manninn minn.
Hann vann við vélarnar. Ég hafði
þekkt hann í þijú ár, svo samdrátt-
urinn var langur. Mér fannst hann
svo skemmtilegur. Hann hafði svo
ríkulega frásagnargáfu og mér
leiddist aldrei í návist hans. Það
flykktust allir að honum og húsið
okkar var alltaf fullt af fólki. Þegar
hann bar upp bónorðið, fylgdi því
boð um að búa úti á landi. Og eins
og þessi maður væri ekki nóg, svo
góður, var sveitin rneira en ég gat
staðist. Ég gat aldrei hugsað mér
að búa í bæ eða borg.“
- Hvað með myndlistina?
Soffía Þorkelsdóttir
var hún aðeins í eitt ár. Seinna
meir hélt Soffía til Árósa í Dan-
mörku þar sem hún stúderaði
myndlist í eitt og hálft ár, eða
„þangað til peningamir voru bún-
ir,“ eins og hún segir. Eftir það var
hún í Myndlistarskólanum í einn
vetur.
„Ég hafði alltaf haft löngun til
að fara í myndlistarnám,“ segir
Soffía og horfír blíðlega aftur í óra-
langa fjarlægð. „Mig langaði að
verða myndhöggvari, en það var
mér of erfitt. Axlirnar og handlegg-
irnir þoldu það ekki, svo ég varð
að gefa þann draum upp á bátinn."
- Ekki hættirðu þess vegna eftir
einn vetur í dagskólanum?
„Nei. Ég varð ólétt. En ég gat
aldrei hætt að mála. Ég bjó á Bjargi
á Arnarstapa í litlu húsi og ól þar
upp mín sjö böm og heimilið var
stundum dálitið hlægilegt þegar ég
Sofffia ffrá Bjargi
ræóir um mynd-
list sina og liffssýn
var búin að raða upp húsgögnunum
til að búa mér til hom þar sem
krakkarnir komust ekki í málning-
una.“
- Það er langur vegur milli
draumsins um að vera myndhöggv-
ari og þess veruleika að ala upp sjö
börn.
„Nei, f rauninni ekki. Börnin em
mestu listaverk sem hugsast getur.
Þau búa yfir svo mikilli fegurð.
Ég hef oft heyrt listamenn segja
að það sé skylda listamannsins að
tjá heiminn eins og hann er og að
hann sé vondur og ljótur. Þetta hef
ég aldrei skilið.
Mér hefur alltaf hentað betur að
horfa á það sem fallegt er og tjá
það. Guð lætur blómin spretta ár
eftir ár og þau verða fallegri með
hverju árinu sem líður. Mér finnst
það eigi að vera eins með listina.
Hún á að verða fallegri með ámn-
um.
Kannski er það tóm vitleysa í
mér. Kannski á að túlka mótlætið
og ljótleikann í listinni, en mér
fínnst það samt sóun á pappír.
Mótlætið er Guðs gjöf, engu síður
en gleði og hamingja, til að við
megum þroskast og skilja tilgang
lífs okkar betur. Það fá allir sinn
skammt af mótlæti. Allir. Ef við
viljum skilja samhengið í lífi okkar,
tökum við mótlætmu fagnandi og
hlökkum til að skynja þann þroska
eða þá dýpt sem það færir okkur."