Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 39
B(í(íí ÍAM }IUDACiU14KU3 GÍGAJSmJöHOM 8E
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23., MAÍ 1993 39
NÝIR KJARASAMNINGAR UNDIRRITAÐIR
• •
Ogmundur Jónasson formaður BSRB
Langt frá því að vera
hyggilegir samningar
„MÉR finnst þetta vera langt frá þvi að vera hyggilegir samningar,
og þegar fulltrúi Vinnuveitendasambandsins hefur haft uppi stór
orð um það í fjölmiðlum undanfarið að það sé gengið til þessara
samninga af mikilli ábyrgð frá þeirra hendi, þá er ég ekki á sama
máli. Þetta lýsir í rauninni ábyrgðarleysi að skrifa sífellt upp á kröf-
ur um að ríki eða sveitarfélög borgi brúsann,“ segir Ogmundur
Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
Ögmundur sagði að því færi fjarri
að hann teldi kjarasamning ASÍ og
vinnuveitenda vera eftirsóknarverð-
an, og hann hefði litið svo á að
þetta væri að vissu leyti rökrétt
framhald af viðræðum sem fram
fóru milli ASÍ, VSÍ og ríkisstjórnar-
innar síðastliðið haust, og gengið
hefðu út á það að létta sköttum af
fyrirtækjum.
„Það hefur verið haldið áfram á
þeirri braut núna, og menn hafa
áhyggjur af því hvar á að ná í þessa
peninga," sagði Ögmundur.
Spurning um fjármögnun
„Það er ósköp fátt um þessa svo-
kölluðu samninga að segja, en það
virðist fyrst og fremst vera ríkis-
sjóður sem hafi hlutverk í þessu
efni, og honum sé ætlað að greiða
þann kostnað sem af þessum samn-
ingum hlýst,“ sagði Páll Halldórs-
son, formaður bandalags háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna.
Aðspurður sagðist hann ekki
telja koma til greina fyrir aðildarfé-
lög BHMR að skrifa upp á samning
af þessu tagi nema það skýrðist
hvernig fyrirhugað væri að breyta
lögum um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna í tilteknum at-
riðum eins og fjármálaráðherra
hefði verið með yfirlýsingar um, og
einnig ýmis atriði varðandi lífeyris-
sjóð opinberra starfsmanna.
„Ég held að það komi ekki til
greina að skrifa upp á svona papp-
ír nema það skýrðist eitthvað, en
það hefur alltaf verið talað um
þessa hluti sem hluta af kjarapakka
opinberra starfsmanna. Að þeir fari
að skrifa upp á núllsamning í sömu
andránni og verið er að tala um að
taka hluta af þeirra starfskjörum
út teldi ég í fljótu bragði mjög
hæpið, og að minnsta kosti myndi
ég ekki hlaupa til og skrifa upp á
þetta,“'sagði Páll.
Mörgum spurningum ósvarað
Eiríkur Jónsson, varaformaður
Kennarsambands íslands, sagði að
svör við mörgum spurningum yrðu
að fást áður en að því gæti komið
að kennarar skrifuðu upp á sam-
bærilegan kjarasamning og ASÍ og
vinnuveitendur hafa gert.
„Þessir opnunarmöguleikar
samningsins virðast vera afskap-
lega loðnir, og innihaldið reyndar
allt. Ef við erum að hugsa um pen-
ingahliðina í samningnum þá skilar
hann okkur nánast engu, og þá
þurfum við að sjá hvort verið er
að skapa störf á almenna markaðn-
um sem felur í sér fækkun starfa
opinberra starfsmanna. Ef til dæm-
is á að íjármagna hluta af þessu
með því að fækka kennurum þá
segir það sig auðvitað sjálft að
undir það skrifum við ekki. Það eru
ýmis svona útfærsluatriði sem við
þurfum að fá mjög ákveðin svör
við áður en við tökum afstöðu um
hvað við gerum,“ sagði Eiríkur.
Guðmundur J. Guðmundsson í Dagsbrún
Opnunarákvæðin
skiptu sköpum
GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, undirritaði
kjarasamninginn í fyrrinótt þrátt fyrir að Dagsbrún hefði lýst sig
andvíga þeim samningsdrögum og yfirlýsingu ríkisstjórnar sem
lágu fyrir í apríl og lýst yfir vilja til að gera skammtímasamning.
Guðmundur segir að það sem hafi breytt þeirri afstöðu hafi fyrst
og fremst verið sú mikla opnun sem samningurinn gerir ráð fyrir
í haust og vorið 1994, því það feli í sér öryggi fyrir launþega.
komnar út fyrir umsamin mörk og
sagt upp samningum með þriggja
mánaða fyrirvara.
Guðmundur sagði að lækkun virð-
isaukaskatts af matvælum væri um
margt jákvæð þótt á þeirri aðgerð
væru ýmsir gallar, s.s að hún næði
ekki til smjörs, auk þess sem verð á
kindakjöti og mjólk lækkaði ekki, þar
sem þessar vörur væru nú þegar nið-
urgreiddar. Hins vegar væri til bóta
að ríkisstjómin hefði fallist á að byrja
að fullu niðurgreiðslur á tilteknum
vörum 1. júní en ekki í tvennu lagi
eins og áður var ráðgert.
Samningurinn verður borinn upp
á félagsfundi í Dagsbrún á þriðjudag
og kvaðst Guðmundur búast við erf-
iðum fundi.
Varnarsamningur ‘
Dagsbrún fær einn af þremur full-
trúum ASÍ í launanefndinni sem hef-
ur það hlutverk að endurmeta samn-
ingsforsendurnar á tímabilinu. Guð-
mundur benti á þá breytingu að ríkis-
stjórnin hefði lofað að vera búin að
leggja fram skatta- og fjáröflunartil-
lögur fyrir Alþingi í október og þá
gæti launanefndin metið hvort skatt-
atillögur eða gengisbreytingar væru
Sjómannasambandið hefur ekki samið
------------------^-------
Samning’ur ASI hefur
engin áhrif á stöðuna
„VINNUVEITENDUR hafa vísað okkar málum til sáttasemjara og
vilja ræða við okkur um gerð nýs kjarasamnings og við erum að
vinna í því að koma því af stað. Við erum alltaf tilbúnir að ræða
okkar mál við þá, en þessi samningur sem ASI gerði hefur engin
áhrif á þá stöðu í sjálfu sér,“ sagði Hólmgeir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Sjómannasambands Islands.
Aðspurður hvort líklegt væri að
Sjómannasambandið myndi semja
á svipuðum nótum og ASÍ hefði
gert sagði Hólmgeir að sjómenn
væru með gjörólíka samninga.
„Okkar krafa hefur verið að
ganga frá svokölluðum sérsanm-
ingum fyrir veiðigreinar sem ekki
eru til samningar fyrir, og síðan
þurfum við að ræða fleiri mál, eins
og til dæmis samskiptamál út af
fiskverði. Okkar mál eru því á allt
öðrum nótum,“ sagði hann.
Framkvæmdastjórnarfundur
Sjómannasambandsins verður
haldinn á mánudaginn, og sagði
Hólmgeir að þar yrðu samninga-
málin undirbúin og því ættu samn-
ingafundir að geta hafist í næstu
viku.
„Þetta er varnarsamningur,“ sagði
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verelunarmannafélags Reykjavíkur.
„Það var mjög brýnt að þetta dræg-
ist ekki, bæði vegna þess að við vor-
um komnir í tímaþröng með lág-
launa- og orlofsuppbæturnar, sem
tryggðar eru í þessum samningi, auk
þess sem ég taldi mjög þýðingarmik-
ið að gera kjarasamninga til að stuðla
að öryggi og festu í atvinnulífinu,
sem myndi stuðla að aukinni at-.
vinnu,“ sagði Magnús.
Hann sagði að allt í samningunum
hefði legið í loftinu í síðasta mánuði
og því hefði ekkert breyst á síðustu
dögum, sem gert hefði að verkum
að samningar tókust.
Yfirlýsing ríkissljórnarinnar vegna kjarasamninganna
Mikilvægt að eyða
óvissu í kjaramáhim
HÉR á eftir fer yfirlýsing ríkis-
stjórnarinnar sem gefin var í
tengslum við kjarasamninga þá
sem undirritaðir voru aðfaranótt
föstudagsins:
Ríkisstjórnin telur mikilvægt að
eyða óvissu í kjaramálum, tryggja
frið á vinnumarkaði og treysta
þannig stöðugleika í efnahagsmál-
um með víðtækri samstöðu um
kjarasamninga til loka næsta árs.
A þessum forsendum er ríkisstjórn-
in reiðubúin að ganga eins langt
og nokkur kostur er í ljósi erfiðrar
stöðu í ríkisbúskapnum í þá átt að
greiða fyrir gerð kjarasamninga til
lengri tíma.
Ríkisstjórnin er reiðubúin til sam-
starfs við samtök launafólks og
atvinnurekenda unf öfluga sókn í
atvinnumálum, sem treystir islenskt
atvinnulíf.
1. Ríkisstjórnin mun stuðla að
áframhaldandi lækkun vaxta en
vextir af ríkisverðbréfum hafa farið
lækkandi að undanförnu. Nafnvext-
ir í bönkum hafa einnig lækkað.
Mikilvægt er að þessi þróun haldi
áfram og aðgerðum í peningamál-
um verði hagað þannig að forsenda
verði fyrir lækkun vaxta. Þetta á
einnig við um aðgerðir er lúta að
viðskiptum Seðlabankans og inn-
lánsstofnana, þ. á m. bindiskyldu.
Að undanförnu hefur sala á ríkis-
verðbréfum í auknum mæli farið
fram með fijálsu útboði á markaði.
Þessu verður haldið áfram og fjöl-
breytni í framboði bréfa aukin, m.a.
með útgáfu ríkisverðbréfa í erlendri
mynt á innlendum markaði.
Lánsfjárþörf opinberra aðila
verður takmörkuð eins og kostur
er til að forðast neikvæð áhrif á
þróun raunvaxta. Hér ræður af-
koma ríkissjóðs miklu og sama gild-
ir um framkvæmd húsbréfakerfis-
ins.
2. Á árinu 1993 verða útgjöld
ríkissjóðs til atvinnuskapandi að-
gerða, einkum fjárfestingar og við-
halds, aukin um 1.000 milljónir
króna frá því sem áður hefur verið
ákveðið. Þetta felur í sér að heildar-
útgjöld ríkissjóðs vegna fjárfesting-
ar og viðhalds á árinu 1993 verða
um 17 milljarðar króna eða 3 millj-
öðrum króna meiri en árið 1992.
Jafnframt mun ríkisstjórnin
beina því til ríkisstofnana að fresta
tækjakaupum eftir því sem unnt
er en auka í þess stað viðhald þar
sem slíkt er aðkallandi.
3. Á árinu 1994 verður varið 1
milljarði króna í sérstök verkefni,
nýframkvæmdir og viðhald, þar
sem leitast verður við að skapa sem
flest störf. Þetta felur í sér að heild-
arútgjöld ríkissjóðs til fjárfestingar
og viðhalds á árinu 1994 gætu orð-
ið allt að 2 milljörðum króna meiri
en á árinu 1992. Árin 1989, 1990,
og 1992 námu þessi útgjöld að
meðaltali um 14 milljörðum króna
á verðlagi ársins 1993. Samkvæmt
þessu verða útgjöld ríkisins til fjár-
festingar og viðhalds 5 milljörðum
króna meiri árin 1993 og 1994 sam-
tals en ef miðað er við meðaltal
þriggja ofangreindra ára. Þetta er
gert í ljósi versnandi atvinnu-
ástands og þrátt fyrir þá erfiðleika
sem við er að etja í ríkisbúskapnum
vegna minnkandi tekna.
4. Ríkisstjórnin er reiðubúin til
samstarfs við samtök launafólks og
atvinnurekenda með það að mark-
miði að treysta íslenskt atvinnulíf.
Til þess þarf öfluga sókn í atvinnu-
málum, m.a. með breytingum á
starfsskilyrðum, skipulagi og
starfsaðferðum sem skila munu
árangri til lengri tíma. Aðilar vinnu-
markaðarins hafa gert fjölmargar
tillögur í atvinnumálum sem liggja
munu til grundvallar frekara starfi.
Ríkisstjórnin mun sérstaklega beita
sér fyrir því að eftirfarandi aðgerð-
ir verði undirbúnar þannig að þær
geti komið til framkvæmda eigi síð-
ar en á næsta ári. Um undirbúning
þessara aðgerða verður tekin upp
samvinna og samráð við samtök
launafólks og vinnuveitenda.
a. Skipulag og fjármögnun
öflugrar kynningar á íslenskum
vörum og þjónustu á erlendum vett-
vangi verður endurskoðuð í þeim
tilgangi að styrkja þetta starf. Þessi
starfsemi fer nú m.a. fram á vegum
Útflutningsráðs og Ferðamálaráðs
en fleiri aðilar munu koma að þess-
um málum.
b. Fjárfesting erlendra fyrirtækja
er mikilvægur þáttur í öflugra og
fjölbreyttara atvinnulífi á Islandi.
Til þess að efla þennan þátt verður
starfsemi af opinberri hálfu á þessu
sviði aukin. Ríkisstjórnin mun beita
sér fyrir því að framkomnar tillögur
um frísvæði nái fram að ganga.
c. íslensk fyrirtæki þurfa í aukn-
um mæli að styrkja stöðu sína á
alþjóðavettvangi með því að fjár-
festa í atvinnulífi annarra þjóða.
Greitt verður fyrir fjárfestingu ís-
lenskra fyrirtækja í erlendum sjáv-
arútvegi.
d. Vegna ónógs undirbúnings
hefur fiskeldi á íslandi ekki skilað
þeim arði sem sem vænst var, þrátt
fyrir mikla fjárfestingu. Til þess að
nýta þá möguleika sem kunna að
felast í fiskeldi í framtíðinni verða
rannsóknir á þessu sviði efldar.
e. Oflugt rannsókna- og þróunar-
starf gegnir stöðugt auknu hlut-
verki í því að skapa traust og fjöl-
breytt atvinnulíf. Þetta starf verður
eflt, m.a. með ýmsum skipulags-
breytingum.
f. Þjónusta við erlend skip á Is-
landi hefur farið ört vaxandi að
undanförnu. Markvisst verður unn-
ið að því að greiða fyrir viðskiptum
við erlend skip þannig að ísland
geti orðið þekkt þjónustumiðstöð í
Norður-Atlantshafi.
g. Til þess að auka sölu á inn-
lendri orku verður leitað allra leiða
til að nýta þá umframorku sem nú
er fyrir hendi í raforkukerfi lands-
manna. Hér þarf að athuga vel
verðlagningu og markaðslegar for-
sendur í samkeppni við aðra orku.
5. Ríkisstjómin mun greiða niður
tímabundið frá 1. júní verð á til-
teknum kjötvörum og mjólkuraf-
urðum, sem nú bera allt að 24,5%
virðisaukaskatt, þannig að það jafn-
gildi lækkun virðisaukaskatts í 14%.
Lækkunin stendur til áramóta þeg-
ar virðisaukaskattur á matvörum
lækkar. Með þessu lækkar verð á
viðkomandi kjötvörum um 3‘/2 til
5% en á mjólkurvörum um 8,4%.
6. Virðisaukaskattur á matvæl-
um verður lækkaður í 14% frá 1.
janúar 1994. Við framkvæmd á
skattlagningu sælgætis og gos-
drykkja verður þess gætt að sam-
keppnisstaða hliðstæðra vöruteg-
unda raskist sem minnst og einnig
verður hugað að samkeppnisstöðu
innlendrar framleiðslu gagnvart
innflutningi.
Til að fjármagna þessa lækkun
að hluta verður lagður skattur á
fjármagnstekjur frá 1. janúar 1994.
Miðað verður við 10% skatt á nafn-
vexti sem verði innheimtur í stað-
greiðslu.
Miðað er við að lagafrumvörp um
skattbreytingar verði lögð fyrir Al-
þingi í október.
7. Til að bæta stöðu útflutnings:
greina verður tryggingagjald af
þessum greinum fellt niður til árs-
loka 1993. í ljósi erfiðrar stöðu í
sjávarútvegi væri æskilegt að sveit-
arstjórnir tækju tillit til þessara
erfiðleika í ákvörðunum um gjald-
skrár hafna. Ríkisstjómin mun
beita sér fyrir því að sett verði laga-
ákvæði er heimili slíkt.
8. Til að draga úr áhrifum þorsk-
aflaskerðingar á þessu ári verður
þeim aflaheimildum Hagræðingar-
sjóðs, sem óseldar eru, nú úthlutað
án endurgjalds og er þar með kom-
ið til móts við þá sem urðu fyrir
mestri skerðingu við síðustu úthlut-
un.
9. Til að styrkja skatteftirlit verð-
ur hið nýja embætti skattrannsókn-
arstjóra eflt og aukið átak í skatt-
eftirliti verður undirbúið, meðal
annars á grundvelli tillagna nefndar
sem mun skila áliti á næstunni.
21. maí 1993.