Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 43

Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 43 Morgunblaðið/Kristinn Bozidar Skaramuca, iandsliðsþjálfari í tennis, og Elena Pogorelova, aðstoð- arkona hans. Fyrsta verkefni þeirra verður á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Bozidar Skara- muca frá Króatíu ráðinn landsliðs- þjálfari í tvö ár Tennissamband ísland réð fyr- ir skömmu Króatann Bozidar Skaramuca sem iandsliðsþjálf- ara til tveggja ára. Hann hefur undirbúið landsliðið fyrir keppni á Smáþjóðaleikunum á Möltu og næsta verkefni að því loknu er ólympíumót æskunnar í Hollandi síðar í sumar. Bozidar hefur 20 ára reynslu sem tennisþjálfari og hefur starfað sem slíkur á Ítalíu, Spáni og Þýska- landi auk heimalands síns. Hann er fyrrverandi þjálfari Monicu Se- les, fremsta tennisleikara kvenna í heiminum. Einnig hefur hann verið aðstoðarþjálfari Davis Cup lið fyrr- verandi Júgóslavíu. Tennisdeild Þróttar fékk Bozidar til starfa í febrúar s.l. og sagði Steindór I. Ólafsson, formaður Tennissambandsins, að framfarir krakkanna undir hans stjóm væru augljósar og miklar vonir væru bundnar við starf hans á næstunni. Elena Pogorelova frá Rússlandi verður aðstoðarmaður Bozidars. Stúka KR vígð í dag með stólum og þaki Eina stúka landsins KR-ingar vígja formlega áhorf- endastúkuna við KR-völlinn á morgun, sunnudag, þegar þeir taka á móti Þórsurum í 1. umferð ís- landsmótsins í knattspymu. Að undanförnu hefur verið unnið við þriðja áfanga mannvirkisins og er þakið tilbúið, en verið er að vinna í aðstöðu fyrir fréttamenn og lok- afrágangi. KR-ingar voru fyrstir til að koma upp stúku með stólum við íslenskan knattspyrnuvöll, en fyrir þremur ámm settu þeir um 550 stóla í 40 metra löng áhorfendastæði, sem lokið var við að gera 1987. Gert er ráð fyrir að fjölga stólunum um helming fyrir næsta tímabil, en ákveðið var að ganga fyrst frá síð- asta áfanga. Stúkan er 72 m löng og rúmar um 2.000 áhorfendur. Heildar- kostnaður nemur nú um 50 millj- ónum og hefur Reykjavíkurborg styrkt verkið um 80%, en mörg hundruð KR-ingar hafa brúað bilið með fijálsum framlögum. Teikningar vom unnar af Gísla Halldórssyni og Leifi Gíslasyni á Teiknistofunni Ármúla 6, en verk- fræðiteikningar vom í höndum Pét- urs I. Guðmundssonar o. fl. á Verk- fræðistofunni Bergstaðastræti 13. Pétur sá einnig um eftirlit með fyrsta áfanga, en Ágúst Þór Jóns- son annaðist eftirlit með seinni tveimur áföngunum. Bygginganefnd af hálfu aðal- stjómar KR skipuðu Guðmundur Pétursson, Kristinn Jónsson, Gunn- ar Guðmundsson og Stefán Har- aldsson. Undanfarin tvö ár hefur stúkubyggingin verið eitt stærsta verkefni hússtjórnar KR, en hana hafa skipað Reynir Jónsson, for- maður, Ágúst Þór Jónsson, Finnur Björgvinsson, Geirlaug Karlsdóttir, Haukur Gunnarsson, Leifur Gísla- son og Sófus Guðjónsson. ISLAN DSMOTIÐ 2 . D E I L D •• KOPAVOGSVOLLUR - AÐALLEIKVANGUR Breiðablik - KA í dag kl. 17.00 Sjáið Arnar Grétarsson og félaga í Breiíabliki mæta Ormari Órlygssyni ^' spennandi leik Allt að verða uppselt - fullt í 4 brottfarir 25 sæti - 28. iúlí frá kr. 39.800,- verð pr. mann m.v. hjón með 2 börn, 28. júlí í 2 vikur. Kr. 54.600,- verð m.v. 2 í íbúð með I svefnherbergi, Evamar. I4. júlí uppselt/biðlisti 2I. júli I8 sæti laus 28. júlí 25 sæti laus 4. ágúst I7 sæti laus 11. ágúst 2I sæti'laust 18. ágúst uppselt/biðlisti 25. ágúst laus sæti I. sept. laus sæti 8. sept. laus sæti Við þökkum frábærar undirtektir við Benidorm ferðum okkar í sumar. Heimsferðir og Turavia hafa nú fengið viðbótar- gistingu á frábæru verði þann 28. júlí á Evamar, glæsilegu, nýju íbúðarhóteli, og bjóðum við viðskiptavinum okkar 25 sæti á þessu frábæra verði. Tryggðu þér sæti strax, því nú þegar er uppselt í margar brottfarir í sumar. Flugvallarskattur: Fyrir fullorðna kr.3.570,- Fyrir börn kr.2.315,- i TURAUIA air europa HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.