Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 47

Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993------------------------------- ’ -------47 Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur Verðmæti innan seilingar Ifjalladal, í fjalladal, er fagurt oft á vorin, kvað Guðmundur Guðmundsson, skólaskáld. Og það er rétt! Fögur er þessi tæra vorbirta á löngum dögum hvernig sem hann lætur með áhlaupum, kuldum og jafnvel hríð. En skáldið heldur áfram: er grænkar hlíð og glóa blóm og glymur loft af svanahljóm. Ekki í þetta sinn þó. Gróður, blóm og fuglar með hreiðrin sín undir snjó. Guð- mundur segir líka „oft“: í fjallasal, í fjallasal er fagurt oft á vorin. Við meg- um alltaf búast við svona kuldaköstum löngu eftir sumar- daginn fyrsta. Þetta vitum við sem í þessu landi búum. Eigum allt eins von á því. Við heimtuf- rekt nútímafólk, sem ólumst upp á hlýviðris- skeiðinu góða frá um 1925 til 1967, viljum auðvitað hafa slíkt góðviðri áfram og engar refjar. Nú eftir að það leið verðum við og þorskurinn þó að taka fram- sókn kaldari sjávar og vinda, rétt eins og forfeður okkar urðu að lifa af erfitt árferði alla litlu ísöldina frá 1300 fram undir síðustu aldamót. Þeir höfðu þó eins og þorskurinn færra til varnar. Landsmenn urðu að þreyja köldu vorin illa búnir í vondum húsum. Höfðingjar ein- ir áttu skjólflíkur sem héldu vindum og vatni, og fótabúnað- ur var þunnar skinnpjötlur bundnar á fætur. Þegar voraði og klaki þiðnaði úr þekjunum, fóru húsin gjaman að leka, sem var ónotalegt á köldu vori. Nú eigum við hlýja ferðagalla og stígvél, upphitaða bíla til að aka um fjallasalinn, svo það er sport eitt að fá á sig óveður, enda alltaf vaskar björgunarsveitir á næstu grösum. Bara að klæða sig vel og kunna á græjurnar. Maður sáröfundar þá sem burt séð frá færð þjóta yfir hjarnið á vélsleðum. Eða á jökl- um. Jafvel þótt tekin sé sú áhætta að lenda í sprungu. Ein- hverntíma hlýtur það reyndar að gerast með þvílíkri umferð fólks akandi á vélsleðum á jökli eftir tækjum að einhver lendir um sprungu ofan í jökulinn. Það er kannski hluti af spennunni. að taka áhættu. Raunar dásam- legt að aldrei skuli snjóbíll eða sleði hafa horfið ofan í jökul á íslandi. Hefur þó skollið hurð nærri hælum. Sjálf sat ég eitt sinn fyrir ævalöngu í snjóbíl sem hékk á beltinu öðru megin og upp að gluggum hinum megin í gapandi sprungu sem víkkaði niður í iður jökulsins. Vorum þó í slóð eftir aðra snjóbíla. Hefðum við verið á vélsleða hefðum við horfið ofan í þetta víkkandi svarta gap. Ég er ekki viss um að allir séu nægilega varkárir og sér meðvitandi um þessa hættu. Það vorum við raunar ekki heldur á sínum tíma. Þá er vorsyrpu frídaganna að verða lokið. Eftir hvítasunn- an. Úr því maður er hættur að æða hveija fríhelgi upp um fjöll og firnindi, er best að halda sig á láglendinu. Með fuglalíf vors- ins í nágrenninu er ekki í kot vísað að labba út á Seltjarnar- nesið með sjónum. Þeir eru svo forsjálir Seltimingar. Nýbúnir að hafna því í atkvæðagreiðslu að láta eyðileggja fyrir sér og okkur höfuðborgarbúum þetta dýrðarsvæði vestan Nesstofu eða þrengja svo að því með umferðargötu að fuglalíf yrði fyrir bí kring um tjörnina, í fjör- unni og í Gróttu. Þangað fer maður á fund vorsins. Á páskagöngutúrnum þang- að út eftir með sjónum varð ég svo fjarska glöð yfir að við skyldum á mínum borgarfull- trúaárum í Reykjavík hafa látið Seltiminga hafa í landaskiptum jörðina Eiði, svo þeir gætu byggt sér miðbæ og við fengið lögsöguna yfír eyjunum, m.a. Viðey. Það kom sér fjarska vel þegar Reykjavíkurborg eignað- ist Viðeyjarstofu og hóf að gera eyjuna að aðgengilegu útivistar- svæði fyrir Reykvíkinga. En með því að bjarga skikanum á Eiði til Seltirninga er nú dálítið lengri hluti strandarinnar til ánægjulegra gönguferða. Þama eru merktar gömlu varirnar þar sem karlarnir komu að lágu Seltjarnarnesi á árabátunum sínum og í fjömborðinu úaði æðurinn þessa páskadaga. Hreiðrar sig blikinn og æðurinn fer, segir í ljóðinu. Nú sitja tryggir blikarnir, sem vora að draga sig eftir æðarkollum á páskum, vísast hjá þeim þar sem þær liggja á hreiðranum. Eftir skiltið: Velkomin á Sel- tjarnames var gangan með sjónum yndisleg. Þangað var allt að hverfa í athafnasemi. M.a. mikið umrót vegna vænt- anlegra skolplagna út í lygnuna innan við skerin - sýndist óþarflega mikið rót. Býttar kannski ekki miklu, því síðan hafa stórir gijótbílar og sandbíl- ar haldið áfram að aka á alla fjörana borgarmegin mark- anna. Ég varð semsagt fjarska þakklát fyrir landsöluna hér um árið. Og minnist þess rakta Reykvíkings Kristmanns á Eiði, sem var svo forsjáll að æmta hvorki né skræmta þótt fluttur væri úr sínu sveitarfélagi. En líklega hefur einmitt flutt á Seltjarnarnes fólk sem kann að meta slíkt umhverfi og kemur því til varnar þegar hugmyndir era um að eyðileggja það. Þang- að ætla ég því að ganga á hvíta- sunnunni og njóta vorsins, búin í hvað sem veðurguðirnir bjóða upp á. Af einhveijum ástæðum koma í hugann ummæli Jaques Monods: „Hver á framvegis að skilgreina hvað sé glæpur? Hver á að skera úr um hvað sé gott og hvað sé illt? Allar hefðbundn- ar samfélagsgerðir hafa sett verðmætin og siðgæðið utan seilingar mannsins. Verðmætin tilheyrðu honum ekki; hann til- heyrði þeim. Núna veit ég að þau eru hans og einskis ann- ars ...“ SJÁLFVIRKI OFNHITASTILLIRINN Stöðug þægindi óhúo veðra- brigðum. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Ármúla 40, sími 813555. fimmtudaginn 27. maí, kl. 20. Hljómsveitarstjóri: Póll Pampichler Pálsson EinleíkarnMarkus Schirmer - Einsöngvari: Rannveig Bragadóttir 1 '' , . ■ 3 EFNISSKRA: Johannes Brcthms: Píanókonsert nr. 2 Markus Schlrmer Rannvelg Bragadóttlr Páll Pamplchler Pálsson SINFONIUHLJOMSVEITISLANDS Háskólabíói viö Hagatorg. Sími 622255. Greiöslukortaþjónusta. Miöasala fer fram daglega á skrifstofu hljómsveitarinnar í Háskólabíói kl 9-17 og viö innganginn við upphaf tónleikanna^.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.