Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 Kirkjutónlist- arhátíð 1993 _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Ekki er á því vafi að Daniel Roth er einn af nokkrum stórum orgel- virtúósum sem gist hafa Island. Strax á fyrstu hljómum Piéce Héro- ique eftir César Franck heyrðist, að hér er orgelið í Hallgrímskirkju meðhöndlað á nýjan hátt. Radd- blöndun var hvergi um of, jafnvægi í áberandi góðu lagi og hvaða skoð- un sem menn annars hafa á þessu tónverki Francks, náði Roth sann- arlega út mikilfengleik þess. Priére er dæmigerð fyrir vinnubrögð Francks, að flétta eina hugmynd í það endalausa í gegn úm hljóma- breytingar og tóntegundaskipti. Ekki er vandalaust að skila slíkum hugbúnaði til áheyrandans og ger- ist ekki nema báðir, höfundur og flytjandi, þekki dyr leyndardó- manna, hvoru tveggja var hér til staðar. Charles Marie-Widor átti næsta hluta efnisskrárinnar. Sin- fónían nr. 6 er franskt glæsi-virtú- ósaverk. Hér sýndi Roth óhemju nákvæma tækni, sem hann vafa- laust getur þakkað hæfni sinni á píanó, en hann lauk einleikaraprófi í píanóleik í fæðingarlandi sínu, Þýskalandi, áður en hann sneri sér að orgelinu. Áberandi í ieik Roths er legatospil hans og að þrátt fyrir þetta bundna spil voru öll hlaup og flókin tækniatriði mjög skýr í flutn- ingi hans. Þetta eðalborna legato- spil hefur ekki verið hátíska hjá öllum orgelleikurum, enda færri sem geta nýtt sér það til afreka, en þá hæfni sýndi Roth í gegnum alla efnisskrána, Intermezzo eftir Widor náði ekki mínum eyrum, þar er lopinn of lengi teygður og án þess óvænta minnti nokkuð á það sem einhver sagði einhverntímann um einhvern: „Hann, eða hún, hafði ekkert að segja, en sagði það dá- samlega". Kóralnum í a-moll eftir C. Franck bætti Roth við prentaða dagskrá. Með raddskipan í huga fluti Roth Kóralinn eftir uppskrift- inni, hvað hraða snertir, í hægara lagi. Lengi má deila um alla þætti orgelleiksins, en með þessu raddav- ali verður verkið dálítið einlitt út í gegn, þótt nokkuð birti yfir í lokin. Widor átti síðasta verkið á efnis- skránni, Sinfóníu nr. 7. Hér hljóm- aði orgelið enn sem nýtt og aðeins eitt orð til yfir leik Daniels Roth - grandioso. Roth spann í lokin yfir tvö ís- lensk sálmalög og var það skemmti- lega gert, þótt engin væri fúgan. Vonanadi fær maður að heyra Roth aftur og þá gjaman með franska höfunda og þá nýrri í tímanum. MENNING/LISTIR Leiklist Brúðubíllinn flautar til leiks Frumsýning Brúðubílsins verður í dag, fimmtudaginn 3. júní, kl. 14 í Hallargarðinunm við Fríkirkjuveg 11. Þar er íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar til húsa en Brúðubíllinn starfar á vegum þess í júní og júlí ár hvert. Brúðubíllinn er barnaútileikhús og líklega eina úti- leikhús landsins sem starfað hefur reglulega í 16 sumur, og hefur Brúðuleikhús Helgu Steffensen hannað sýningarnar síðastliðin 13 sumur, eða frá árinu 1980. Brúðu- bíllinn sýnir á öllum gæsluvöllum borgarinnar og á nokkrum öðrum útivistarsvæðum. Hver sýning tekur hálfa klukkustund og farið er tvisvar sinnum á hvern völl. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrri söngleikurinn, sem sýndur •er í júní, heitir Nú gaman, gaman er, og sá síðari, sem sýndur er í júlí, heitir Bimm Bamm. Leikritin eru eftir Helgu Steffensen. Hún hannar einnig brúður og leiktjöld og stjórnar brúðunum ásamt Sigríði Hannes- dóttur sem semur líka flestar vísurn- ar, Herði Svanssyni og Jason Ólafs- syni sem er bílstjóri og tæknimaður leikhússins. Raddir brúðanna eru á bandi þar sem erfitt er að tala beint á útisýningum. Það eykur líka fjöl- breytni í röddum en setur vissar skorður í samleik við börnin. Það eru leikararnir Edda Heiðrún Backman, Þórarinn Eyfjörð og Sigrún Edda Björnsdóttir sem ljá brúðunum radd- ir ásamt Helgu og Sigríði. Helga er leikstjóri og aðstoðarleikstjóri er Sig- rún Edda. Magnús Kjaríansson sér um tónlist. Ragnhildur Ragnarsdóttir Myndlist Fyrsta einkasýning Ragnhildar Ragnarsdóttur Fyrsta einkasýning Ragnhildar Ragnarsdóttur verður opnuð í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg næst- komandi laugardag, 5. júní, kl. 15-18. Á sýningunni eru grafíkverk sem unnin voru á síðastliðnum vetri. Þau bera nafnið Smáar myndir úr náttúrunni. Ragnhildur stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista-og handíðaskóla Islands 1985-1989 og brautskráðist úr graf- íkdeild. Hún lauk myndmenntakenn- aranámi frá Kennaraháskóla íslands árið 1992, gekk í félagið íslensk grafík 1993 og starfar sem myndlist- armaður og myndmenntakennari á Kirkjubæjarklaustri. Ragnhildur hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima og erlendis, m.a. sýningu sexmenn- inga í Hafnarborg í Hafnarfirði 1990, á Kirkjubæjarklaustri í tilefni Starfsfólk Brúðubílsins; f.v. Hörður Svansson, Helga Steffensen, Jason Ólafsson og Sigríður Hannesdóttir. af M-hátíð í Skaftárhreppi 1991, á Spáni og í Svíþjóð 1992 og 1993. Sýningin í Stöðlakoti stendur til 20. júní og er opin daglega frá kl. 14-18. Málverkasýning á Akranesi Andrés Magnússon opnar mál- verkasýningu í sal Tónlistarskólans við Þjóðbraut 13 á Akranesi laugar- daginn 5. júní kl. 14. Andrés lærði teikningu hjá Finni Jónssyni og Jó- hanni Briem. Einnig lærði hann olíu- málun hjá Jóhannesi Jóhannessyni. Hann hefur haldið sýningar í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Sýningin á Akranesi er opin á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14-21 og á virkum dögum kl. 17-21. Henni lýkur sunnudaginn 13. júní. Andrés Magnússon Margrét Guðmundsdóttir sýnir grafík V Opnuð hefur verið sýning á grafíkverkum eftir Margréti Guð- mundsdóttur í Kænunni, Hafnar- firði, og lýkur henni 30. júní. Mar- grét var að ljúka burífararprófi frá grafíkdeild MHÍ og sýnir hún mynd- ir frá lokaverkefni sínu. Myndirnar skiptast í tvo flokka; Tilbrigði og Tileinkun, sem unnar eru í karbor- undum og steinþrykkstækni í lit. Margrét er innanhússarkitekt og starfaði við það fag áður en hún hóf myndlistarnám. Einnig kenndi hún nokkur ár fagteikningu við iðnskóla. Áður hafði Margrét stundað nám í fijálsri myndlist í Kaupmannahöfn og Gautaborg. Ríkey sýnir í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum Um sjómannadagshelgina mun listakonan Ríkey Ingimundardóttir halda myndlistarsýningu í Akóges- húsinu í Vestmannaeyjum. Heim- sókn Ríkeyjar mun aðeins standa yfir í þijá daga og er þetta hennar 27. einkasýning. LISTMUNAUPPBOÐ í KVÖLD Boðin verða upp antik-húsgögn, gamalt silfur og brjóstmynd frá 1871 af Jóni Sigurðssyni. Málverk eftir t.d. Ásgrím Jónsson, fágætar Kjarvalsmyndir frá Englandi, Jón Stefánsson, Parísarmyndir eftir Blöndal, Þorvald Skúlason, Scheving, Kristján Davíðsson og Karl Kvaran. Uppboðið fer fram á Hótel Sögu í kvöld kl. 20.30. Verkin eru sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll í dag frákl. 10.00 til 18.00. ér&ÆUc BORG viö Austurvöll, sími 24211. Atli Heimir Sveinsson í sænsku músíkakademíuna Ekki amalegt ATLI Heimir Sveinsson tónskáld hefur verið tekinn inn í Konung- legu sænsku tónlistarakademíuna, sem stofnuð var fyrir 222 árum. Akademíuna skipa hverju sinni 150 Svíar úr forystu á ýmsum sviðum tónlistar og 50 virtir tónlistarmenn frá öðrum löndum. Atli Heimir varð meðlimur akademiunnar 11. maí, um leið og breska tónskáldið sir Peter Maxwell Davies og sænska prímadonnan Anne Sofie von Otter, sem syngur í helstu óperuhúsum heims. „Mér þykir ákaflega vænt um þetta,“ segir Atli Heimir, „ég hef samið heilmikið fyrir Svía og þeir hafa alltaf farið vel Atli Heimir segist ekki þekkja inniviði akademíunnar ennþá, viti þó að hún sé til ráðgjafar í sænsku tónlistarlífi og annist skráningu tónlistarsögu landsins og ýmissa hluta hennar.sérstaklega sem merk- ir þyki. í upplýsingariti akadem- íunnar segir að aðalstarf hennar fari fram í ellefu nefndum um ýms- ar gerðir tónlistar, tónlistarmennt- un, tónvísindi og útgáfustarf. Á 200 ára afmæli akademíunn- ar 1971 hófust ráðstafanir til að skilja hana frá stofnunum eins og tónlistarháskólanum, bóka- safni og músíksafni sem áður voru við hana kenndar. Með því var ætlunin að færa hana á nýjan leik nær upprunalegu augna- miði; að stuðla að framþróun með mig.“ tónslistar í Svíþjóð. Fyrir 11 árum var síðan sett á fót rann- sóknastofnun við akademíuna, áhersla lögð á frumkvæði að nýjungum í tónlistarkennslu og stuðning við þær í sænskri tón- list almennt. Aðsetur akademíunnar er í gamalli höll í miðjum Stokk- hólmi, kenndri við Hans Axel von Fersen greifa (1755-1810) er gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Gústaf konung þriðja. Hann var sendiherra í Frakklandi og var sagður hafa átt í ástarsam- bandi við Maríu Antoinette drottningu. Atli Heimir Sveinsson segist ekki mikið gefinn fyrir formleg- heit, en honum þyki þó ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.