Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 60
UMFYRIRTÆKI NR.1ÍHEMNUM Wfipi HEWLETT HP A ÍSLANOI HP rogmidafrife W TVÖF/\LDUR 1. vinningur MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK sím esuoo, simbref smwi, pósthólf /555 / akureyri: hafnarstræti ss FIMMTUDAGUB 3. JUNI 1998 VERÐ I LAUSASOLU 110 KB. íslenzk kona í Nýju Mexíkó Lézt úr ókunnri veiki Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍSLENZK kona, Ragna Hall- dórsdóttir Hooks, sem um nokkurra ára skeið hefur búið í Nýju Mexíkó í Banda- ríkjunum, er meðal þeirra sem ókennileg veiki hefur lagt að velli. Útför hennar hefur farið fram. Ragna var dóttir Halldórs Sigurbjörnssonar (kenndur við Ás við Sðlvallagötu) og konu. hans, Valgerðar Ragnars, sem lézt í mars sl. Ragna var ekkja síðstu árin. Hin ókennilega veiki, sem herj- að hefur í og við byggðir Navajo indíána á landamærum Nýju Mex- íkó og Arizona, er sjúkdómsfræð- ingum mikil ráðgáta. Milli 10 og 20 manns hafa þegar látist úr veikinni — aðallega indíánar. Veik- in leggst á öndunarfæri fólks, fyrstu einkennin eru flökurleiki, eymsli I vöðvum, hósti og sótthiti. Síðan taka við andþrengsli sem leitt hafa hina sjúku til dauða. Læknar finna enga lausn Sérfræðingar víð sjúkdóms- greiningarstöð Bandaríkjanna í Atlanta hafa lagt nótt við dag í leit að ráðum til að lækna þennan óþekkta sjúkdóm en enga lausn fundið enn sem komið er. Jafnt gegn Rússum RÚSSAR, sem hafa á að skipa einu sterkasta knattspyrnulandsliði Evrópu, gerðu jafntefli við íslendinga á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, 1:1. Eyjólfur Sverrisson skoraði mark Islands, en hér Morgunblaðið/Kristinn má einmitt sjá Eyjólf í flugferð í vítateig Rússa í leiknum í gærkvöldi. Nánar er fjallað um leikinn á íþróttasíðum, bls. 58-59. Viðhorf f ólks til atvinnuskðpunar Meirihluti samþykk- urhærri sköttum RÖSKLEGA helmingur íslend- inga er tilbúinn til að greiða hærri skatta tfmabundið ef tryggt er að fjármunirnir renni eingöngu til atvinnuskapandi starfsemi, sam- kvæmt niðurstöðum könnunar sem Hagvangur hefur gert fyrir Mqrgunblaðið. í könnuninni var einnig spurt hvort viðkomandi þekkti góðan vin eða nákominn ættinga sem væri at- vinnulaus og svaraði um helmingur spurningunni játandi en 4,2% reynd- ust vera sjálfir atvinnulausir. Sjá viðskiptablað bls. B3. Viðræður við Bandaríkjamenn um varnarmál verða í Reykjavík eftir helgi Ríkisstjórnin reynir að fá ákvörðunum frestað NEFNDIR embættismanna bandarískra og íslenskra stjórn- valda munu eiga með sér fundi i Reykjavík á mánudag og þriðjudag í næstu viku, 7. og 8. júní, þar sem framtíðarfyrir- komulag varnarstöðvar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli verður rætt. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu íslensk stjórnvöld leggja fyrir embættismenn sína að fara sér hægt i viðræðum og gera hvað þeir geta til þess að draga málið á langinn og fá Bandaríkjamenn til að fresta ákvörðun- um um samdrátt hjá varnarliðinu. Fengu 50 tonn af þorski á 20 tímum SKIPVERJAR á Emmu VE- 219 fengu 50 tonn af vænum þorski á Breiðafirði á mánu- dag. Siglt var með aflann á Fiskmarkað Hafnarfjarðar, en Óskar Þór Kristjánssson skipstjóri kvaðst áætla að um fjórar milljónir króna fengj- ust fyrír aflann, þegar honum var landað i gær. „Það sætir tíðindum eins og nú er ástatt að fá svona mikinn og góðan afla. Gæslan kom að mæla og þeir fundu ekkert smátt," sagði Óskar, og bætti við að þarna hefði sennilega útdauði þorskurinn verið á ferðinni. Óskar sagðist telja að þetta væri mikið til 5-6 kílóa fiskur og þyngri, en verðið hefði verið milli 70 og 80 krónur um morguninn á eldri fiski, svo vel gæti verið að aflaverðmætið væri um fjórar millj- ónir króna. Hólfið sem Óskar og félagar fengu þorskinn i var opnað á miðnætti 1. júní, en Emman, sem er 182 tonn að stærð, var eini Morgunblaðið/Bjarni Þorskinum hampað ÓSKAR Þór Kristjánsson, skipstjóri á Emmu VE-219 frá Vest- mannaeyjum, hampar hér vænum þorski í miðri löndun á Fisk- markaði Hafnarfjarðar f gær. báturinn á svæðinu framan af. „Um hádegi vorum við komnir með 17 tonn meðan annað skip var með tvö. Ég held annara að trillukarl- arnir í Ólafsvík hafí ekki verið sér- staklega ánægðir með að við skyld- um vera að slæpast þarna," sagði Óskar brosandi. í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu 1 Washington fékk Morgunblað- ið þær upplýsingar í gær, að þaðan yrðu sendar upplýsingar til sendi- ráðs Bandaríkjanna 1 Reykjavík í dag eða á morgun, um það hvaða augum bandarísk stjórnvöld líta á samráðsfund fslenskra og banda- rískra embættismanna á mánudag og þriðjudag. Talsmaður bandaríska utanrlk- isráðuneytisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að engin ákvörðun hefði verið tekin enn af bandarískum stjórnvöldum, um með hvaða hætti framtíðarfyrirkomulag yrði í varnarstöðinni í Keflavík. Lín- ur kynnu að skýrast á fundunum í Reykjavik eftir helgi, en þó væri ótímabært að spá fyrir um það. Engin ákvörðun enn i Bandaríkjunum Fulltrúar bandariskra stjóm- valda verða frá bandaríska varnar- málaráðuneytinu (Pentagon), utan- ríkisráðuneytinu, hernaðaryfirvöld- um og bandariska sendiráðinu hér í Reykjavík, að sögn talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins. íslensk stjórnvöld munu tilnefna viðræðufulltrúa frá utanríkisráðu- neyti, varnarmáladeild og forsætis- ráðuneyti. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru líkur á að þeir Þorsteinn Ingólfsson, ráðunej^tis- stjóri, Róbert Trausti Árnason, sendiherra, í varnarmáladeild, og Albert Jónsson, öryggismálafulltrúi forsætisráðuneytisins, verði fulltrú- ar íslenskra stjórnvalda í þessum viðræðum við Bandaríkjamenn. Rlkisstjórnin lítur á þennan fund sem könnunar- og samráðsfund og er einhuga um, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, að reyna að fara sér hægt í viðræðunum og reyna að slá þvl á frest í lengstu lög, að ákvarðanir um samdrátt og niðurskurð á Keflavíkurflugvelli verði teknar. Uppátæki unglinga Morgunblaðið/Bjarni Sterkur þráður ÞRÁÐURINN sem strengdur hefur verið yfir gðtur í Kleppsholtinu er sterkur og talinn geta valdið mikilli hættu. Strengja þráð yfir göturnar LÖGREGLA telur að bðrn eða unglingar hafi tvfvegis á skömmum tfma leikið sér að því að strengja grannan, sterkan þráð yfir götur f Kleppsholti. Að sögn lögreglu gæti þetta uppátæki reynst lífshættulegt fólki á reiðhjól- um eða bifhjóluiu. Á mánudag skemmdist fólks- bíll þegar honum var ekið á þráð sem strengdur hafði verið yfir Brúnaveg og var þráðurinn það sterkur að hann olli skemmdum á lakki bflsins. Vírinn hafði verið strengdur í um það bil þurrkuhæð og má telja líklegt að hann hefði getað sett reiðhjóla- og bifhjólafólk og jafnvel gangandi vegfarendur I mikla hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.