Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 55 Skortur #OQ Frá Jóni Val Jenssyni: Mikill aðstöðumunur er kominn upp milli ríkra og fátækra á ís- landi. Hingað til hafa flestir búið við sæmileg lífskjör. 90% íslenzkra fjölskyldna eiga eigið húsnæði, sem er hátt hlutfall meðal þjóða heims. En til eru minnihlutahópar, eigna- laust fólk sem líður skort, þ. á m. margir öryrkjar og ungar, ófag- lærðar, einstæðar mæður, sem fá ekki vinnu nema á lægstu launum. Fjöldi einstæðra mæðra er um 6.300, með á tíunda þúsund börn á framfæri sínu. 50% þessara mæðra eiga ekki sitt eigið húsnæði. Neyð þessa hóps fer nú vaxandi. 35% einstæðra mæðra eru inni á foreldr- um, ættingjum eða vinum, oft tíma- bundið. Aðrar berjast erfíðri baráttu í dýru leiguhúsnæði, eru á sífelldum flutningum og líða skort. Margar m'óta einskis stuðnings frá foreldr- um. Með því að vera nærri fátækt- armörkum er þeim ókleift að leggja til hliðar fé fyrir eigin húsnæði. Börnin gjalda þessa aðstöðumunar, því að þau fá ekki þann stuðning sem þarf til að þroska hæfileika sína, eðlilegt sjálfstraust og getu til að sækja fram í menntun og starfsþjálfun. Hjálparstofnunin Móðir og barn, sem var stofnuð í desember 1987, vill styðja þessa minnstu fjölskyldu- einingu með því að veita eignalaus- um mæðrum húsnæðisaðstoð, eink- um meðan börnin eru á viðkvæm- asta skeiði. Fyrsta íbúð Móður og barns var opnuð í nóvember 1989. Nú í maí, 3'/2 ári seinna, hefur 52 konum með 63 börn verið úthlutað niðurgreiddum leiguíbúðum á veg- um Móður og barns. Niðurgreiðslan nemur 8.500 kr. á mánuði eða 102.000 þann árstíma, sem konan hefur íbúðina. Það segir sína sögu um afkomu þessara kvenna', að þessi fjárhæð getur skipt sköpum fyrir þær til að geta yfirleitt haldið eigið heimili eða haft betur í barátt- unni við að greiða niður skuldir. Stofnunin vinnur þannig gegn því að þessi smæsta fjölskyldueining tvístrist og liðsinnir viðkomandi mæðrum til að búa börnum sínum öruggar uppeldisaðstæður. En Móð- ir og barn skortir bæði húsnæði og fjármuni til að sinna þessu starfi sem bæri; vegna fjölda þeirra, sem leita ásjár, um 300 frá upphafi, Þegarbændur mótmæltu símanum Frá Valdimar Guðjónssyni: það er alltaf nokkur hópur manna sem hefur bændur og landbúnaðinn illa á hornum sér. Hann er talinn dragbítur framfara ekki aðeins í fortíðinni heldur jafnvel enn í dag. Hámarki hefur þessi áróður náð með einstæðum þáttum Baldurs Hermannssonar. Kosturinn við þessa þætti var lesturinn úr gömlum annálum. Fólk heyrði þar ýmsan fróðleik sem var gagnlegt því. almenningur les yfir- leitt ekki bækur lengur. En ályktan- ir Baldurs voru margar hreint kostulegar. Alla þættina var fullyrt að þetta og hitt hefði verið blóma- brekkan ein, hefðu heimskir bænd- ur ekki staðið í veginum. ímyndum okkur að komin sé 24. öldin. Sagfræðingi (eða efnafræð- ingi) dettur í hug að gera sjónvarps- þátt um 21. öldina. Að sönnu yrði hér ekki fábreytt samfélag líkt og Baldur fjallaði um en ímyndum okkur útkomuna ef fólkinu og lífínu í Reykjavík væri lýst út frá dómum hæstaréttar eða sífelldum sifja- . spellsmálum. Menningu yrði að" sjálfsögðu sleppt. , Eða minntist Baldur nokkuð á íslendingasögur eða sagnahefð? Að lokum þetta. Það er orðin föst klisja í öllum tegundum fj'öl- miðla þegar tekið er dæmi um þröngsýni eða afturhald að þetta og hitt sé eins og þegar bændum mótmæltu símanum. Þeir mót- mæltu að sönnu. En hvers vegna? Þeir (eflaust ekki allir bændur) og ýmsir fleiri vildu frekar loftskeyta- samband en síma. Hér var einfald- lega deilu- og álitamál þess tíma. Og ekki verður betur séð en við íslendingar deilum enn innbyrðis. Hér mætti nefna sæstreng, EES, álver o.s.frv. Það má eflaust leiða að því gild rök að fjarskiptatæknin hefði þjónað fleirum og fyrr á ís- landi hefði sú leið verið farin. Sím- inn hefði hvort eð er komið. Hér var því fremur framsýni en skamm- sýni. Bændur eru allavega, nú sem fyrr á öldum. Veröldin er hvorki svört né hvít. Verst er kannski að við skyldum ekki álpast til að vera eskimóar líkt og Baldur Hermanns- son óskaði sér. VALDIMAR GUÐJÓNSSON, Gaulverjabæ. VELVAKANDI TAPAÐ/FtJNDIÐ T-bolur fannst GRÁR og grænn T-bolur fannst 2. í hvítasunnu í Öskuhlíðinni. Eigandi má hafa samband við Ásu í síma 694176 til kl. 16 og 14710 eftir kl. 19. Ljósmælir týndist COSSEN ljósmælir tapaðist niðri við Tjörn sl. laugardag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 610044. Iflól tapaðist BLÁTT Muddy-fox-fjaUahjól með svörtum doppum hvarf frá Víðimel aðfaranótt sunnudagsins 29. maí sl. Hafi einhver orðið hjólsins var er hann vinsamlega beðinn að hringja i síma 16757. Gleraugu fundust LESGLERAUGU (hálf) í leður- hulstri fundust sl. sunnudags- kvöld við Félagsheimilið í Kópa- vogi. Upplýsingar í síma 41597. GÆLUDÝR Kettlingar FJÓRIR svartir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 651126. Köttur tapast frá Furugerði STÓR fressköttur, svartur með hvíta bringu, trýni og loppur tap- aðist frá Furugerði. Er með rauða hálsól og viðhengi með símanúmerinu 37470. Gegnir nafninu Mússa. Hafí einhver orð- ið hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 37470. Kettlingar TVEIR gullfallegir, 9 vikna, kassavanir kettlingar, Svalur og Svala, fást gefíns. Upplýsingar í sima 46538. <? Stuðlaberg í Suðursveit 1 Morgunblaðinu 30. maí á bak- síðu birtist mynd af stuðlabergi. Tekið skal fram að bérgið er í Borg- arhafnarfjalli, sem er i Suðursveit. LA PRiMAVERA ^ RISTORANTE Stofnsett 1.des.1987 verður að takmarka þessaaðstoð við eitt ár fyrir hverja konu. Á þessu ári hafa 33 konur bætzt við á bið- lista, en aðeins sex íbúðir losnað á sama tíma. Þörfín og neyðin er mikil, en þær konur verða að ganga fyrir, sem eru lægst launaðar og búa við erfiðustu aðstæður. Móðir og barn leitar nú til al- mennings um stuðning við þetta starf, með föstu styrktarmannatil- lagi. Eins leitar stofnunin eftir hag- kvæmu húsnæði, einstaklings- og tveggja herbergja íbúðum. En hent- ugasta lausn á þessum húsnæðis- skorti er að útvega stofnuninni hús sem hýst gæti margar konur, sem myndu hafa sameiginlegt eldhús og aðra aðstöðu. Með því móti yrði heimilisreksturinn hagkvæmari bæði fyrir konurnar sjálfar og stofnunina — rafmagns-, hita- og símakostnaður minni, barnagæzla auðveldari o.s.frv. Ef rúmgott hús stendur til boða á vægum kjörum, er stofnunin reiðubúin að láta fara fram þær umbætur sem til þarf til að skipta því niður í smærrí eining- ar. Við í stjórn Móður og barns heit- um á landsmenn að bregðast vel við kalli okkar um að efla þessa húsnæðisaðstoð eins og þörfin kref- ur. Með því erum við að stuðla að réttlátara samfélagi, sem býr börn- um sínum mannsæmandi aðstæður. JÓN VALUR JENSSON Sjálfseignarstofnunin Móðir og barn Sólvallagata 32 A, Reykjavík Pennavinir Tvítug Ghanastúlka með áhuga á íþróttum, ferðalögum og ljós- myndun: Juliana Johnsen, P.O. Box 1309, Oguaa, Ghana. Ellefu ára sænsk stúlka með áhuga á dýrum og náttúrulífí, frí- merkjum, tónlist (þverflautu), o.fl.: Kristina Gavare, Körsbárgsvagen 4, S-43543 Mölnlycke, Sverige. Fráskilinn 55 ára bandarískur karlmaður með margvísleg áhuga- mál vill skrifast á við konur: Irving Doress, 31 Boston Avenue, Somerville, MA 02144, U.S.A. Tvítug Ghanastúlka með áhuga á tónlist, póstkortum og ljósmynd- un: Margaret Afful, P.O. Box 1309, Oguaa, Ghana. LEIÐRETTINGAR Innilegar þakkir til þeirra, er sýndu mér vin- semd og hlýhug meÖ heimsóknum, skeytum og símtölum á níutíu ára afmœli mínu þann 26. mai sl. Jónina Margrét Egilsdóttir frá Lágu-Kotey, Melgerði 24, Kópavogi. Flisac - úti og inni - Varanleg laus Gegnheilar útiflísar á svalir.tröppur, sólstof J og jafnvel bílskúrinn. Dœmi: 8 rrftvalir. Flisar 20 x 20 frosthelt lím og grófur fúgi Ný sending á ótrúlegu verði Amsterdam V —- *' '^f^fiiipí*^^"" H i 1 3+2sæta Nafn misritaðist I sjávarútvegsblaði Morgun- blaðsins í gær er rætt við tvo trillu- karla í Reykjavík. Er annar þeirra þar nefndur Einar Sigurðsson. Hann heitir hins vegar Elmar og er beðist velvirðingar á mistökun- um. Verð f rá kr. 65.950,- staðgr. Dæmi: Visa raðgreiðslur til 18 mánaða, engin útborgun. Kr. 3.993,- á mán. ca. Smiðjuvegi 6, Kópavogi. Sími 44544. HUSGOGN Meim enþúgeturímyndadþér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.