Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1993 h- L .) **~ -i.mÆ ¦ Wjff^k wtí • Pv*" . ¦;£, mcA% tffl ** 9k ¦ %'±ttfe'*^'XWr. i m^'-Q^Bí ¦ if"'.' JÆm « • -//;V ^B «T • á ¦i^ "¦*"" ¦ M Æ ¦ F ' «^^^^ \«H ' HfefcrV^I ¦¦¦ - .H;; ^bH ¦¦¦ 1 .oÉjý* íw?^jJ|jsH-./: Fyrsti vinnudagurínn ídag Morgunblaðio/Einar Falur ÓHÆTT er að segja að ekki hafí verið mikið svigrúm fyrir hvern og einn þegar 900 sextán og sautján ára unglingar voru komnir saman til að taka við verkefnum frá Skógrækt Reykjavíkur í Laugardalshöll í gærmorg- un. Að sögn Önnu Helgadóttur, deildarfulltrúa í Vinnu- miðlun skólafólks, gekk þó allt vel fyrir sig og hófu unglingarnir störf í býtið í morgun. Þeir munu starfa VEÐUR við gróðurrækt á nokkrum stöðum í nágrenni borgarinn- ar, m.a. í Heiðmörk, við Rauðavatn, í Elliðaárdal og á Hólmsheiði. Vinnumiðlunin hefur nú samtals ráðið rúm- lega 1.300 manns til sumarstarfa en enn eru 900 á biðlista. Af þeim verða 100 ráðnir í gróðurrækt á Þing- völlum en hinir verða ráðnir til ýmissa starfa á vegum borgarinnar á næstu dögum. IDAGM. 12.00 ^11°/ / / / / /Heímitd: veðurstofa ístands (Byggt á veðurapá kl. 16.15 ígaar) VEÐURHORFUR I DAG, 2. JUNl YFIRLIT: Yfír Grænlandt er 1.025 mb hæð og önnur álflca mikil um 400 km norðaustur af Langanesi. 998 mb lægð um 700 km suður af Reykja- nesi þokast norðvestur. SPÁ: Austlæg átt, víða talsverður strekkingur um sunnan- og vestan- vert iandið. Rigning framan af degi sunnanlands og þegar iíður á daginn fer eihnig að rigna í öðrum landshlutum, þó verður líklega úrkomulftið á Norðurlandi. Heldur hlýnar, einkum um landið sunnanvert. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Sunnan- og suðaustanátt, víða stinningskaldi og f remur htýtt. Rigning um sunnanvert landiö en annars þurrt að mestu. HORFUR A LAUGARDAG: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi og skúrir um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt og víða léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast norðaustanlands. HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg suðlæg átt og skúrir um sunnanvert landið, en vi'ðast þurrt fyrir norðan. Hití 4 til 14 stig, hlýjast norðanlands. Nýir vefturfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 890800. 0 Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Kék :(& Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað * r * * r r * r Slydda * * * * * * Snjókoma V Skúrír Slydduél V V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaflrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka stig. FÆRÐAVEGUM: 00.17.30^ Það er yfirleitt ágæt færð á þjóðvegum landsins. Fært fyrir létta bíla um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og á Botns- og Breiðdalsheiðt á Vestfjörðum. Fólksbílafært um Lágheiði á Norðurlandi. A Norðaustur- landi er ófært um öxarfjarðarheiðí og Hólssand, ágæt færð um MöðrudalsÖr- æfi og Vopnafjarðarheiði. Á Austurlandi erfært um Breiðdalsheiði, Vatns- skarði eystra og Hellisheiði eystri. Hálendisvegír eru lokaðir vegna snjóa og aurbleytu. Viðgerðir á klæðningum eru víða hafnar og eru vegfarend- ur beðnir aö virða hraðatakmarkanir sem settar eru vegna hættu á grjótkasti. Upplýsingar um færö eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnílínu 99-6315. Vegagerftin. * rX*Kf w «8w > VEÐUR VÍÐA UM HEIM U. 12.00 i gær að ísl. tíma hiti voður Akureyri 7 léttskýjao Reykjavík 6 skðrir Bergen 9 léttskýjað Helsinkl 15 skýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Narssarssuaq 7 léttskýjað Nuuk +í pokaígrend Osló 12 skúrir Stokkhólmur vantar Þórshöf n 7 skýjað Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 20 skúrir Barcelona 22 hálfskýjað Berlín 22 skýjað Chicago 12 alskýjað Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt 24 skýjað Glasgow 10 alskýjað Hamborg 19 hálfskýjað London 18 skýjað LosAngeles 17 léttskýjeð Lúxemborg 13 súld Madríd 21 léttskýjað Malaga 27 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Montreal 9 léttskýjað NewYork vantar Orlando 24 léttskýjað Paría vantar Madelra vantar Rðm 26 léttskýjað Vfrt 26 léttskýjað Washington 16 skýjað Winnloeg vantar Launað sumarnám í Iðnskólanum Mikíl aðsókn á fyrsta degi MIKIL aðsókn virðist ætla að verða í sumarnám á vegum Iðn- skóláns í Reykjavík og Reykjavíkurborgar. Innritun hófst í gær, miðvikudag, og strax á þriðja tíma innritunar höfðu 80 sótt um. Rétt fyrir lokun í gær kl. 18:00 voru þeir orðnir 150 en innritun stendur yfir tU 7. júní. Reykjavíkurborg veitir 25 millj- ónum króna til þessa verkefnis og er gert ráð fyrir því að um 200 ein- staklingar á aldrinum 16 til 20 ára geti lagt stund á nám við Iðnskólann í sumar. Nemendur fá borgaðar 30.000 kr. á mánuði í þá tvo mán- uði, sem námið stendur yfir. Atvinnulausir ganga fyrir Að sögn Grétars Eyjólfssonar, eins af þeim sem skipulagt hefur námið, er rúmlega þriðjungur um- sækjenda atvinnulaus en afgangur- inn að mestu skólafólk án sumar- vinnu. Þeir sem eru atvinnulausir ganga fyrir að sðgn Grétars og skólafólki verður reynt að koma fyr- ir eins og pláss leyfir. Grétar sagði mesta aðsókn virðast vera í tölvugreinar og fataiðn auk þess sem málmiðnaðardeildin væri vinsæl. Enginn augljós munur væri á fjölda karla og kvenna. Innritunin fer fram í Iðnskólanum. Ovissa um upphæðir í fjárdráttarmálinu Nokkrir hafa ekki fengið endurgreitt RANNSOKN á fjárdrætti starfsmanns í útibúi íslandsbanka í Grafarvogi sem upp komst í byrjun aprU sl. er ekki lokið hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins en nokkrir viðskiptavinir hafa enn ekki fengið endurgreitt það fé sem þeir töpuðu þar sem ekki er 1 jóst um hve háar fjárhæðir er að ræða. Bankinn hefur hins vegar endurgreitt að fuUu það fé sem sannað er að hafi verið dregið af reikningum nokkurra viðskiptavina. Starfsmaðurinn, sem var þjón- ustustjóri við útibúið, var kærður til RLR 6. apríl sl. fyrir að hafa dregið sér 10-11 millj. kr. af reikningum nokkurra viðskiptavina á nokkuð löngum tíma. Við rannsókn hefur hins vegar komið í ljós að um hærri upphæðir er að tefla, en skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins mun starfs- maðurinn hafa áunnið sér trúnað nokkurra viðskiptavina og annast fjármál þeirra. Gert upp þegar málið er upplýst Valur Valsson, bankastjótí ís- landsbanka, sagði að unnið væri að rannsókn málsins og hefðu meðal annars endurskoðendur bankans að- stoðað Rannsóknarlögregluna við öflun gagna. „Við höfum þegar gert upp við nokkra aðila þar sem þótti vera nokkuð ljóst um hvaða upphæð- ir væri að tefla en í þeim tilvikum þar sem það er ekki ljóst verðum við að bíða eftir niðurstöðu Rannsóknar- lögreglunnar þar til málið verður að fullu upplýst. Þá verður að sjálfsögðu gert upp og vextir g^reiddir eins og eðlilegt er. Það er enginn ágreining- ur uppi en það er ekki hægt að borga til nokkurra aðila vegna þess að við vitum ekki nákvæmlega um. hvaða upphæð er að tefla," sagði Valur. Golfvöllur við Korpúlfsstaði BORGARRÁÐ hefur samþykkt teUcningar af 18 holu gotfveUi við Korpúlfsstaði. Gert er ráð fyrir að samið verði við Golf- klúbb Reykjavíkur um bygg- ingu og rekstur vallarins. Völlurinn er unninn í samvinnu við höfund deiliskipulags Staða- hverfis, borgarskipulag, formann Golfklúbbs Reykjavíkur og veiðirétt- arhafa í Korpu. Hann verður 6.100 m að lengd frá meistarateigum. Landslag er auðvelt yfirferðar og hentar bæði byrjendum og eldri borgurum. Áhersla er lögð á góðar • gönguleiðir almennings, bæði í fjöru, meðfram fjöru og upp með Korpu. Þá eru reiðleiðir skipulagðar um svæðið og áfram upp í Mosfellsbæ. Sérstakir reitir eru teknir frá til trjá- ræktar. Golfklúbburinn reki völlinn í samningi við Golfklúbb Reykja- víkur verður miðað við að Reykjavík- urborg láti gera völlinn svo og trjá- lundi, göngustíga, reiðstíga og ak- brautir. Golfklúbburinn fái völlinn til rekstrar og sjái um og kosti lagn- ingu úðunarkerfis, tækjabúnað, byggingu vallarskála, verkfæra- og tækjageymslu og skýlis á æfinga- svæði. Lagt er til að borgin og golfklúbb- urinn sjái hver um sinn hluta verks- ins og er stefnt að því, eftir því sem fjárveitingar leyfa, að borgin vinni sinn hluta á 3 til 4 árum. ----------» ? ? Gokart smá- bílabraut á skautasvellinu f UNDIRBÚNINGI er að starf- rækt verði gokart-smábflabraut á skautasvellinu í Laugardal í sumar og hefst sú starfsemi væntanlega í lok júní. ' AðsögnErlingsJóhannssonarhjá Iþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur munu einkaaðilar sjá um þenn- an rekstur og leigja afnot af svellinu til starfseminnar, en væntanlega verða sex gokart-bflar þar tilútleigu. Erlingur sagði að kannað hefði verið hvort hugsanlega yrði um ónæði að ræða frá starfsemi gokart- bílabrautar á skautasvellinu, en svo hefði ekki reynst vera. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.