Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 47
. !/.'Jl. .8 flUÐACIUTMMn aiQAia/'JOíIOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 47 Eiríkur Björnsson læknir — Minning Fæddur 15. júní 1898 Dáinn 10. janúar 1993 Kunnur og farsæll læknir, Eirík- ur Björnsson, sem lengst sinnar ævi starfaði og bjó í Hafnarfirði, lézt hinn 10. janúar sl. á hjúkrunar- deild Hrafnistu í Hafnarfirði á ní- tugasta og fimmta aldursári. Eiríkur var kominn af þekktum austfirzkum ættum, dugnaðar- og atorkufólki, sem gerði garð sinn frægan. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Þorsteinsdóttir og Björn Eiríksson, sem bjuggu á Karlsskála við Reyðarfjörð. Á Karlsskála fædd- ist Eiríkur og þar ólst hann upp við algeng sveitastorf, þar til hann sett- ist í Menntaskólann í Reykjavík. Þar lauk hann stúdentsprófi 1919. Kandidatsprófi frá læknadeild Há- skóla íslands lauk hann 1926. Var um hríð staðgengill héraðslæknisins í Ólafsvík, meðan sá sat á Alþingi Islendinga. Fór að því búnu á fæð- ingardeild Ríkisspítalans í Kaup- mannahöfn. Var síðan um skeið í framhaldsnámi á ýmsum sjúkrahús- um í Höfn. Eftir heimkomuna var hann við læknisstðrf í Olafsvík, Hróarstunguhéraði og Neskaupstað til 1933, en flyzt þá til Hafnarfjarð- ar, starfar þar sem heimilislæknir og býr til æviloka. Skólalæknir við Barnaskóla Hafnarfjarðar var hann í áratugi og farsæll þar sem í öðrum læknisstörfum, sem hann hafði með höndum. Eiríkur læknir var heitinn eftir afa sínum, Eiríki Björnssyni (1830- 1910) bónda, lengstum á Karls- skála við Reyðarfjörð. Kona hans var Sigríður Pálsdóttir á Karls- skála. Börn þeirra voru þessi: Helga, átti Jón ritsjóra, skáld og alþingismann Ólafsson; Pálína, átti Hans skipstjóra Mohr í Færeyjum; Björn á Karlsskála (faðir Eiríks læknis í Hafnarfirði); Guðni, hrepp- stjóri sama stað; Steinunn, átti séra Ólaf Stephensen í Bjarnarnesi; Guðný, átti Jóannes Paturson, kóngsbónda á Kirkjubæ í Færeyj- um; Hansína, seinni kona dr. Bene- dikts kaupmanns Þórarinssonar í Reykjavík; og yngstur var Helgi, bakari, síðast í Reykjavík. Öll urðu þessi börn þekkt að dugnaði og atorku, hvert á sínu sviði. Einna mestur frægðarljómi stóð af Guðnýju, sem gift var kóngs- bóndanum og sjálfsstæðishetjunni færeysku, Jóannesi Paturson* Hún stóð við hlið manns síns í færeysku sjálfstæðisbaráttunni af fullri ein- urð og drengskap. Allir töldu Jóann- es Paturson vera mikinn auðnu- mann að vera kvæntur slíkum kven- skörungi og kvenkosti sem Guðný Eiríksdóttir frá Karlsskála var. Þau eignuðust níu mannvænleg börn, fimm dætur og fjóra syni. Islenzka húsfreyjan í Kirkjubæ kom sér vel og var virt af Færeyingum, blíð og þýð heim að sækja og var það al- kunnugt í Færeyjum og víðar, hversu vel hún studdi mann sinn og stóð við hlið hans í sjálfstæðis- baráttu eyjamanna. Frægt var það og henni til vegsauka, er það gerð- ist á þjóðmálafundi einum í Þórs- höfn í Færeyjum, þar sem hart var gengið fram og ómaklega vegið að bónda hennar, kóngsbóndanum Jó- annesi, þegar hann átti við ramman reip að draga, eins og svo oft áður, að hún kallaði til hans í hita leiks- ins: „Gefstu ekki upp Jóannes!" Fæeyska menntakonan Marie R. Mikkelsen segir frá því (1920) að þá hafi „frá bjargi til bjargs og drangi til drangs um endilangar Færeyjar kveðið við sem bergmál: „Gefstu ekki upp..." Þessi hvatning- ar- og eggjunarorð Guðnýjar Eiríks- dóttur, konunnar frá Karlsskála við Reyðarfjörð, föðursystur Eiríks læknis, ómuðu lengi í hug og hjarta Fæeyinga, þegar þeir stóðu í ströngu í sjálfstæðisbaráttu sinni. Guðný átti ekki langt að sækja dugnaðinn, atorkuna og kjarkinn, þar sem faðir hennar var, alnafni og afi Eiríks Björnssonar læknis. Um þennan Eirík Björnsson á Karlsskála segir í „íslenzkum ævi- skrám" Páls Eggerts Ólasonar: „Orðlagður atorkumaður, bæði í búskap og sjávarútgerð og varð auðmaður, en drengskaparmaður. Og verðlaun hlaut hann sökum þessa úr sjóði Kristjáns konungs níunda." Eiríkur læknir sagði undirrituð- um um þennan merka alnafna sinn og afa, að hann hefði verið með þeim fyrri til að bæta tún sín með því að bera á þau fiskúrgang. Með- an bezt lét átti hann rösklega 100 sauði gelda. Fjörubeit var mikil á Karlsskála. Var geldfénu beitt þar. En annar fénaður, sem var mikill, var að mestu hafður á gjöf og skorti aldrei hey. Það fannst á, að Eiríkur læknir dáðist mjög af þessum afa sínum. Það mátti vel merkja, að hann leit hann sem mikla fyrir- mynd, sem vert var að líkja eftir. Þegar Eiríkur Björnsson flyzt til Hafnarfjarðar, hverfur hann úr stórum frændgarði á Norðfirði, þar sem hann hafði „praktiserað" þrjú árin á undan. Fyrst í stað sá hann mjög eftir því að flytjast þangað. Þar var mikið athafnalíf, mikil út- gerð og umsvif og plássið í örum vexti og uppgangi. Þar hafði hann nóg að gera sem læknir og átti góða vini og ættmenni að. Þegar hann kemurtil Hafnarfjarðar 1933, hefur hann ekki beinlínis í hyggju að setjat þar að til frambúðar. Oðr- um læknum, sem á þeim árum hugðu á dvöl í Hafnarfirði, mis- tókst að festa sig þar, náðu ekki að „praktisera". Hann kynnist fljót- Sigríður Sigurðar- dóttír — Minning Fædd 22. janúar 1917 Dáin 6. maí 1993 Mig langar með nokkrum orðum að minnast Sigríðar Sigurðardóttur þótt seint sé. Sigga, eins og ég kallaði hana alltaf, reyndist mér eins og móðir frá unglingsaldri, þar til leiðir okk- ar skildu vegna "aðstæðna sem óþarfi er að minnast á hér. Sigga kom inn á heimili föður míns árið 1964 og var ég þá fjórtán ára gamall og með mjög ákveðnar skoðanir á mínu sjálfstæði eins og gengur og gerist með fólk á þessum aldri. Sigga virti það alltaf, en reyndi þó að hafa áhrif á, ef henni fannst ég ganga of langt í þeim efnum. Mér eru minnisstæðar stundirnar er við komum okkur vel fyrir inni í stofu á síðkvöldum með kaffí og eitthvert meðlæti sem hún hafði snarað fram af sinni alkunnu snilld. Svo tók hún sér oft bók í hönd og las upphátt, og einhvern veginn finnst mér í dag eins og oftast hafi þjóðsögur Jóns Árnason- ar orðið fyrir valinu. Sigga hafði þann hæfileika að hrífa áheyrendur með sér þegar hún las eða sagði frá, þannig að þeim fannst þeir vera staddir á því sögu- sviði sem við átti hverju sinni. Seinna er ég stofnaði mína eigin fjölskyldu tók Sigga henni af sömu ástúð og hún hafði alltaf sýnt mér og áttum við öll mjög góðar stund- ir saman, þótt þær hafi ekki orðið eins margar og ég hefði óskað. Égj)g fjölskylda mín vottum börnum Sigríðar og öðrum aðstand- endum innilega samúð. Bjarni S. Ingimarsson. lega Bjarna Snæbjörnssyni Iækni, sem honum féll hið bezta við, bæði sem mann og lækni. Voru skipti þeirra ætíð hin beztu, enda báðir mennirnir skilningsríkir og dreng- lundaðir. Og þótt þeir væru í sumu ólíkir fór vel á með þeim í hvert sinn, sem þeir þurftu að bera saman bækur sínar og ráð í ýmsum læknis- dómum. Þar bar aldrei neinn skugga á. Þeir ræddu úrlausnarefn- in af nærfærni og skilningi. Strax fyrsta árið í Hafnarfirði (1933) verður Eiríkur skólalæknir við Barnaskóla Hafnarfjarðar, og rækti hann það sem önnur læknis- störf sín af mikilli trúmennsku og samvizkusemi. Við heilsugæzlu skólans hafði hann ágætiskonur sér við hlið, lengst þær Elísabetu Er- lendsdóttur bæjar- og skólahjúkr- unarkonu og Jenný Guðmundsdótt- ur, sem sá um og annaðist ljósböð- in í skólanum. Gott samstarf þess- ara þriggja var annálað í skólanum ogrómað af öllum, sem til þekktu. í ágætri minningargrein í Morg- unblaðinu 21. janúar sl. segir víð- kunnur og vinsæll læknir, Friðrik Einarsson, sem var mágur Eiríks, kvæntur systur hans, Önnu Einars- dóttur, þetta: „Eiríkur fylgdist vel með í fræði- grein sinni og fór margar ferðir, einkum til Englands og Danmerk- ur, til að kynna sér nýjungar í lækn- isfræði. Hann var mikill læknir, heimilis- læknir í þessa orðs fyllstu merk- ingu: Lét sér ekki nægja að vitja sjúklinga einu sinni, þegar hann var kallaður, heldur fylgdist áfram með þeim óbeðið, meðan þess gerðist þörf. Varð vinur margra fjölskyldna og lét sér annt um þær í blíðu og stríðu." Undir þessi orð Friðriks Einars- sonar læknis tekur undirritaður af heilum hug vegna langra og góðra kynna af Eiríki Björnssyni sem skólalækni við Barnaskóla Hafnar- fjarðar og heimilislækni sínum í tugi ára. Eiríkur Björnsson læknir var lif- andi og sérstæður persónuleiki. Osjaldan átti hann það til að koma flatt upp á menn með hreinskilni sinni, óvæntum athugasemdum sín- um og sakleysislegum tilsvörum, sem virtust vera út í hött, en voru það samt sjaldnast. Allt hafði sinn tilgang og sínar ástæður. Og þegar fyrir kom að hann hugsaði upphátt og virtist fremur rökræða og tala við sjálfan sig en aðra þá, sem við- staddir voru, kipptu þeir, sem þekktu hann, sér ekkert upp við þetta. Þeir þekktu lækni sinn að öllu góðu og báru fullt traust til hans. Hann reyndi aldrei að dyljast né sýnast annað en hann var. Setti aldrei upp spekingssvip né talaði í gátum, eins og stundum er háttur sumra læðra manna, sem telja sig vita lengra nefi sínu og eru innst inni hræddir við að afhjúpa sig, vanmátt sinn og hjálparleysi, þegar ráða þarf fram úr alvarlegum vanda og miklu skiptir að brugðið sé rétt við og skynsamlega. Hugur hans var einlægur, hreinn og opinskár. Af þessu leiddi að hann kom jafnan til dyranna eins og hann var klædd- ur í fullkomnu tilgerðarleysi. Þetta var rótgróinn og meðfæddur háttur hans, ósjálfráð viðbrögð hins ein- læga og hjartahreina manns. Hrein- skilni hans og einlægni aflaði hon- um trausts og álits þeirra mörgu, sem höfðu valið hann sem heimilis- lækni sinn. Fólk skildi brátt, að orðum hans mátti treysta og gott væri að leita til hans sem Iæknis. Hann velktist sjaldan lengi í vafa um það, hvað það var, sem háði hinum sjúka, og var fljótur að bregða við, ef með þurfti og á lá að koma sjúklingi í hendur sérfræð- ings. AJmennt fór af honum það orð, að hann væri glöggur og fljót- ur að greina sjúkdóm. Margir höfðu trölltrú á honum í þessum efnum. Segði Eiríkur það, mátti að jafnaði treysta því, að greiningin var rétt. Hann fylgdist líka vel með því, sem var að gerast í starfsgreininni, bæði innanlands og utan. Var vel með á nótunum, þegar rætt var um nýjungar í læknisfræðinni og rann- sóknir og kannanir á sviði læknavís- inda. Hreifst mjög af því, sem var að gerast þar. Var stundum svo uppnæmur fyrir því nýjasta, sem hann hafði lesið í „The Lancet", hinu virta og kunna brezka tímariti í læknavísindum, að hann gat ekki orða bundizt og fann hjá sér ríka þörf til að deila nýrri vitneskju, sem hann taldi markverða og athyglis- verða, með öðrum, jafnvel þeim, eins og t.d. undirrituðum og hans nótum, sem voru lítið eða ekkert heima í læknisfræðinni. En jafnframt læknisfræðinni átti Eiríkur læknir sér mörg önnur áhugamál, sem tóku hug hans fang- inn. Hann var elskur að blómum og öllum fögrum gróðri. Hús hans og garður lá fast við skólalóðina. Oft sáum við hann vor og sumar dunda sér í garðinum sínum innan um blóm, tré og runna, við að snyrta og laga eldri gróður og hlúa að nýgræðingnum. Hann lét sér mjög annt um garðinn sinn og tók það nærri sér, ef ekki heppnaðist allt þar sem skyldi. Garðurinn hans var því alltaf vel hirtur og til fyrirmynd- ar. Meðal hans stærstu áhugamála voru íslenzk fræði, einkum fornsög- urnar, sem hann hafði lesið spjald- anna á milli og margar þeirra oft og mörgum sinnum, enga þó eins oft og Gísla sögu Súrssonar, sem hann sagðist hafa lesið að minnsta kosti á milli 40 og 50 sinnum, og alltaf við hvern lestur fundið í henni eitthvað nýtt, sem þurfti athugunar við. Hann skrifaði greinar um Gísla sögu, sem birtust í Andvara ein- hverju sinni, Lesbók Morgunblaðs- ins og minnsta kosti ein þeirra var lesin upp í Ríkisútvarpinu. Svo var hann heillaður af Gísla sögu, örlög- um Gísla Súrssonar og annarra persóna, sem tengjast sögunni, að hann, eitt sumar, gerði sér ferð vestur á firði, á söguslóðir Gísla sögu, kom í Haukadal í Dýrafirði og ýmsa aðra staði þar vestra í tengslum við söguna til þess að sjá og kynnast þar öllum aðstæðum af eigin raun. Hann taldi sig vita hver var vegandi Vésteins, bróður Auð- ar, konu Gísla mágs hans og færði fyrir því rök í vel skrifaðri Andvara- grein. Hann virtist gera sér grein fyrir þeim sjúkdómum, sem við sögu koma beint og óbeint í fornsögun- um, þótt á flesta þeirra sé aðeins lítillega drepið. Gísla taldi hann t.d. veilan á geði, jafnvel alvarlega geð- sjúkan, geðklofa, haldinn kleyf- hugasýki og dáðist að Auði fyrir hina miklu og fórnfúsu ást hennar á Gísla. Fíflið í Hergilsey, Helgi afglapi, sonur Ingjalds, frænda Gísla, var haldið „spastískum" sjúkdómi, að hann áliti, og guðvefjar Þórgunnar hinnar suðureysku báru með sér taugaveikisbakteríu frá Bretlandi og urðu til þess að stráfella fólk á Fróðá á norðanverðu Snæfellsnesi, einn afkomandi Síðu-Halls var hald- inn flogaveiki, svo að nokkur dæmi séu tekin um ýmis þau vanheilindi, sem herjuðu á fornmenn og hann gerði sér grein fyrir hverrar ættar voru eða hvers eðlis. Þegar kom að lestri fornsagna, var fátt í þeim sem hann lét sér óviðkomandi. Stíllinn og hinar kjarnyrtu setning- ar og tilsvör heilíuðu hann mjög. Þar hefði hann getað tekið undir með Einari Benediktssyni, er hann segir í niðurlagi 3. vísu í kvæðinu Grettisbæli: Þau orð og þau svör - þeim ann eg mest öflug og köld - þau virði eg best í Grettis göfugu söp. Eiríkur Björnsson læknir var hamingjusamlega kvæntur maður. Kona hans var Anna Einarsdóttir bónda Friðrikssonar á Hafnarnesi við Reyðarfjörð og konu hans Guð- rúnar Hálfdanardóttur. Anna fædd- ist 5. október 1903 og lést 1. maí 1988. Anna var mikil vildiskona. Hún bjó manni sínum og börnum þeirra gott og notalegt heimili. Hún stóð ætíð þétt við hlið manns síns og greiddi götu hans í öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur. Það var eins og hún væri fædd til þess að vera eiginkona læknis, því að sjúk- lingar manns hennar nutu hennar í mörgu. Þessi góða og hlýlega kona naut virðingar allra, sem henni kynntust. Þau Anna og Eiríkur eignuðust tvö börn: Björn, skrif- stofumann í Reykjavík, kvæntan Hjördísi Halldórsdóttur hjúkrunar- fræðingi; og Guðrúim, tækniteikn- ara hjá Orkustofnun. Hún var gift Hafliða Andréssyni, framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins. Afkom- endur þeirra Önnu og Eiríks eru 12. Við, undirritaður og fjölskylda hans, færum vinum og afkomend- um Önnu Einarsdóttur og Eiríks Björnssonar læknis okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Látnum vin- um þökkum við samfylgdina um langt árabil. Þar bar aldrei neinn skugga á. Við biðjum þeim guðs- blessunar. Hérna megin mæranna gengu þau gagnvegi, fóru um græð- andi og líknandi hendi. Ótal margir eru þeir, sem standa í mikilli þakk- arskuld við hinn farsæla og góða heimilislækni, Eirík Björnsson, og hans samhentu og elskulegu eigin- konu, Önnu Einarsdóttur. I hugum okkar, sem nutum samfylgdar þeirra um Iengri eða skemmri tíma á hérvistardögum þeirra, lifir minn- ingin um þau björt og heið. Þorgeir Ibsen. 5101Undirdiskur Verð: 2.600,- VARIST EFTIRLÍKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633 HÓPFERÐIRVBGI JARÐARFAM ÉÖFUM GÆÐA HÓPBIFREIÐi! FRA12 TIL 65 FARÞEGA iEITIÐ UPPLÝSINGA HOPFERÐAMIÐSTI Bíldshöfða 2a, Sími 685055, Fax 674969 Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar GRÉTU SIGURBORGAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Úrsmiðir Skólavörðustíg 3, Grétar Helgason, Helgi Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.