Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 57
- MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÖmRn^ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 57 ISHOKKI / URSLIT NHL-DEILDARINNAR Gretzky allt í öllu Wayne Gretzky (númer 99) fagnar fyrsta markinu með Luc Robitaille, sem skoraði, en Gretzky lagði það upp. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN WAYNE Gretzky, íshokkikóng- urinn í NHL-deildinni, var allt í öllu hjá Los Angeles Kings, þegar liðið sótti Montreal heim fyrrinótt og vann 4:1. Gretzky átti þátt íöllum mörkunum í þessum fyrsta úrsiitaleik lið- anna um Stanleybikarinn og sá til þess að Montreal tapaði fyrsta heimaleik sínum í úr- slitakeppninni. Kings hefur ekki fyrr leikið til úrslita, en Montreal er { 35. skipti í úrslitum. Kings, sem sigraði • Toronto í undanúrslitum með frá- bærri frammistöðu í sjöttu og sjö- undu viðureign félaganna, hélt áfram á sömu braut, en Montreal var ekki með á nótunum eftir átta daga hlé. Gretzky lagði upp þrjú mörk og gerði eitt fyrir Kings, en átti einnig hlut að máli, þegar Montreal jafn- aði 1:1 í fyrsta leikhluta eftir að Robitaille hafði skorað. Gretzky reyndi að komast inní sendingu og gerði það — skoraði í eigið mark. „Við vorum spenntir og höfum nú leikið þrjá mjög góða leiki í röð, en þetta er rétt að byrja," sagði Gretzky. „En Jacques Demers [þjálfari Montreal] kann vel til verka. Hann undirbýr lið sitt vel fyrir annan leik," sagði sá besti, sem átti síðasta orðið og gerði þá 14. mark sitt í úrslitakeppninni. Kings sótti stöðugt allan leikinn, en til að byrja með var vörn liðsins frekar óörugg. Það kom ekki að sök, því Kelly Hrudey, markvörður, bjargaði meistaralega hvað eftir annað en alls varði hann 31 skot. Robitaille kom gestunum aftur yfir í öðrum leikhluta, en Roy, markvörður heimamanna, kom í veg fyrir fleiri mörk í leikhlutanum. Finninn Jari Kurri skoraði í byrjun þriðja leikhluta, níunda mark hans í úrslitakeppninni og 102. í úrslita- keppni á ferlinum, en hann er næst- ur í röðinni á eftir Gretzky, sem hefur gert 109 mðrk til þessa. Opna Selfoss! Opna Self ossmótið í golf i ferfram á Svarfhóls- velli við Selfoss laugardaginn 5. júní 1993. Leiknar verða 18 holur, punktar samkvæmt Stableford 7/8 forgjöf. Verðlaun verða veitt fyrir 10 efstu sætin. Aukaverðlaun eru fyrir að vera næstur holu á 4./13. braut og 7./16. braut. Ræst verður út frá kl. 8.00-10.30 og 13.00- 15.30. Rástíma er hægt að panta frá kl. 16.00 föstudaginn 4. júní í golfskálanum eða í síma 98-23335. Mótanefnd GOS. Barkiey fór á kostum CHARLES Barkley, leikmaður- inn snjalli hjá Phoenix Suns, var greinilega búinn að fá nóg af skrifunum um Michael Jord- an, þegar hann mætti til leiks ífimmta leikinn gegn Seattle SuperSonics - og hefur eflaust hugstað; Nú er komið að mér. „Ég sagði við strákana að koma knettinum til mín allan leikinn og það tókst," sagði Barkley, sem setti persónulegt met í úrslitakeppni NBA í leikn- um, sem Phoenix vann, 120:114. Hann setti 43 stig, tók 15 fráköst, átti 10 stoðsending- ar og náði 100% nýtingu'úr vítaskotum - setti ellefu ofan í körf una. Barkley og Dan Majerle, 34 stig, báru lið Phoenix uppi og jafnaði Majerle NBA-met í úrslitakeppninni, með því að skora átta þriggja stiga körfur, en hann skaut tíu þriggja stiga skotum. Chuck Person hjá Indiana Pacers skoraði síðast átta þriggja stiga körfur 1991. Phoenix, sem er yfir 3-2 í leikjum í úrslitakeppni austurdeildarinnar, Gunnar Valgeirsson skrifar Reuter Charles Barkley átti stórleik gegn Seattle. getur komist í úrslitakeppni NBA í fyrsta skipti í 17 ár, eða síðan félag- ið tapaði fyrir Boston Celtic 1976. Til þess að komast { úrslit verður félagið að vinna Seattle heima í næsta leik. „Þetta var mjög mikilvægur sig- ur fyrir okkur, því að við verðum að koma í veg fyrir að leikmenn Seattle fái sjðunda leikinn og tækifæri til að klára dæmið á heimavelli," sagði Barkley. Viðureign félaganna var spenn- andi. Þegar ein mín. var til leiksloka var staðan 111:108. Þegar 34 sek. voru eftir stal Sean Kemp knettinum - brunaði með hann fram völlinn og tróð honum í körfuna, 111:110. Dan Majerle svaraði með þriggja stiga skoti, 114:110, þegar 20 sek. voru til leiksloka og gerði út um leikinn. Eftir það skiputsu liðin að skora úr vítaskotum og lokastaðan var 120:114. Sean Kemp skoraði 33 stig fyrir Seattle og Ricky Pierce 27. Wilkens til Atlanta Lenny Wilkens, fyrrum þjálfari Clevelands, sem sagði starfí sínu lausu hjá félagsins eftir sjö ára starf, var í fyrradag ráðinn þjálfari Atlanta Hawks. Það er ljóst að hann mun stokka vel upp hjá Atlanta, en hann er mjög skipulagður þjálfari með ákveðnar skoðanir. „Eg er mjög ánægður að Wilkens sé kominn til okkar. Hann er mjög góður þjálfari, sem stjórnar eins og herforingi," sagði Dominique Wilkins, leikmaður- inn sterki hjá Atlanta. /» LITLI ÍÞRÓTTASKÓLINN LAUGARVATNI Stórkostlegt tækifæri fyrir10-13árastelpurogstráka í Litla íþróttaskólanum að Laugarvatni. Boðið er upp á frábæra aðstöðu, hollan mat, fyrsta flokks leiðbeinendurog heimsókn þekktra íþróttamanna. Auk flestra íþróttagreina verður einnig boðið upp á ratleiki, fjallgöngur, bátsferðir og kvöldvökur. Tímabil. 2.JÚIÍ-9. júlí 9. júlí -16. júlí 16.JÚIÍ-23.JÚIÍ (7dagar) (7dagar) (7dagar) IÞROTTAMIÐSTOÐISLANDS LAUGARVATNI Látið ekki þetta tækifæri framhjá ykkur fara. Pantið strax, því takmarkaður fjöldi kemst að. Allar nánari upplýsingarveitir skrifstofa íþróttamiðstöðvar íslands að Laugarvatni. Sími 98-61147, 98-61151 og fax: 98-61255 A tveimur í allar beygjur Vorum að fá nýja sendingu af mótorhjólum Honda CBR-600F Vét Vökvakækl 100 hestala, 4ra strokka, 16 vetida DOHC iniine-4 raL , Honda CB-750 mÍ&Js* Vct: Loftkætd 73ja hetaSa, 4ra strokka, 16 venda DOHC inline-4 Honda CBR-900RR Vét VökvakæM 124 hestata, 4ra strokka, 16 venda DOHC inline-4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.