Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993
43
vikna erfiða sjúkdómslegu.
Nú er skarð fyrir skildi á heimili
þeirra Hauks Níelssonar er hús-
freyjan er horfin úr hópnum. Anna
var þungamiðja ættingjahópsins og
skipaði það sæti með reisn og mynd-
arskap. Anna var ein af 12 hinna
mannvænlegu barna hjónanna
Helgu Jónsdóttur og Steingríms
Davíðssonar, skólastjóra og vega-
verkstjóra á Blönduósi. Ættarfylgja
þessa fólks var dugnaður, farsælar
gáfur og ólgandi skapgerð, borin
uppi af myndugleik og sterkum
persónuleika.
Anna var af Húnvetningum kom-
in í báðar ættir að langfeðgatali.
Úr frændgarði hennar hafa komið
margir afburðamenn og sett sitt
mark á forystusveit héraðsins og
hinnar íslensku þjóðar. Anna lauk
almennu skólanámi í héraði með
prófi frá Kvennaskólanum á Blönd-
uósi árið 1938, en hélt suður til
starfa að Álafossi árið eftir. Þar
kynntust þau, hún og verðandi eig-
inmaður hennar, Haukur á Helga-
felli. Við vorum skólabræður á
Bændaskólanum á Hvanneyri um
þessar mundir og átti hann þvi
gjarnan fremur erindi heim en við
hinir en þar beið stúlkan hans.
Að loknu búfræðiprófi giftist
Anna þessum æskuvini mínum og
skólabróður og þótti jafnræði með
brúðhjónunum. Hugur Hauks stóð
til þess að verða bóndi á Helgafelli
sem og varð er Níels faðir hans
minnkaði við sig. Fyrstu tíu árin
bjuggu ungu hjónin í Reykjavík og
var Haukur þá verkstjóri hjá Hita-
veitu Reykjavíkur. Þeir bræður, Jón
og Haukur, bjuggu á sitt hvorri
hálflendunni á Helgafelli með hefð-
bundin búskap frá 1952 og síðar.
Þeim Önnu og Hauki varð
tveggja barna auðið. Níels Unnar
er fæddur 29. desember 1942, verk-
taki, kvæntur Steinunni Elíasdóttur
og eiga þau fjögur börn. Marta er
fædd 27. apríl 1951 gift Hauki
Högnasyni, vélstjóra, en þau eiga
þijú börn. Þá ólust upp á heimilinu
að miklu leyti hjá Hauki og Önnu
þeir Jóhannes Guðmundsson sem
er búsettur í Danmörku og Helgi
Sigurðsson, dýralæknir, sem er
systursonur Önnu. Báðir eru þeir
kvæntir menn og eiga afkomendur.
Anna bjó manni sínum og fjöl-
skyldu fagurt og notalegt heimili.
Vel var og hlýlega tekið á móti
gestum og gangandi, enda allmikil
umsvif á bóndanum í alls konar
félagsmálum og ýmsir áttu mis-
munandi mikilvæg erindi við Hauk
og þau hjón bæði. Öllum var tekið
fagnandi og ekki farið í manngrein-
arálit.
Þau Helgafellshjón hafa verið
okkur á Reykjum góðir vinir og
nágrannar og kom það fram með
ýmsum hætti. Anna sýndi mér það
vinarbragð að fela mér um óákveð-
inn tíma forsjá fóstursonarins
Helga á viðkvæmu aldursskeiði og
treysti það sambandið milli heimil-
anna en gagnkvæmur trúnaður
tókst á milli okkar Helga. Vistin
varð tvö sumur okkur báðum til
gagns og ánægju.
Að leiðarlokum minnumst við,
vinir og kunningjar, Önnu á Helga-
felli með virðingu og hlýju og þökk-
um margar ánægjulegar samveru-
stundir. Anna var minnisstæð kona
og kunni hún vel að meta dreng-
skap og heiðarleika á sama hátt
og hún sjálf átti þessa eiginleika í
sínu fari í ríkum mæli. Við sam-
ferðamennirnir kveðjum Önnu og
vottum eiginmanni og háaldraðri
móður, sem og öðrum ástvinum,
samúðarkveðjur. Við óskum henni
velfarnaðar er hún hefir nú flutt á
æðra tilverustig.
Minningin lifir.
Jón M. Guðmundsson.
Elskuleg vinkona mín, Anna á
Helgafelli, er dáin. Þó ekki séu
mörg ár síðan ég kynntist henni,
þá finnst mér ég hafa þekkt hana
miklu lengur en það, en Anna var
fósturmóðir mannsins míns. Stuttu
eftir að ég kynntist henni missti
ég ömmu mína sem var mér mjög
kær og fannst mér alltaf Anna
koma í stað hennar. Ég hafði á
orði eftir mína fyrstu heimsókn til
Onnu að það væri alveg eins og að
koma inn í eldhúsið á Helgafelli til
þeirra Önnu og Hauks og að koma
inn í eldhúsið hjá ömmu Jónu og
afa Hinna í Skipasundinu.
Það er einhvern veginn þannig
að sumir hlutir finnst manni að
hljóti að vera eilífir, geti nánast
ekki breyst eða horfið. Þannig held
að hafi verið með Önnu, það var
nánast hægt að ganga að henni
vísri í eldhúsinu með kaffi á könn-
unni.
Anna var mikill mannþekkjari og
fann ég strax að gott var að eiga
vinkonu sem hana sem hægt var
að treysta fyrir öllu og einnig að
fá ráð við því sem maður réð ekki
við sjálfur og þá réð hún manni af
heilum hug. Mér finnst ég hafa
misst miikið að missa hana Önnu,
því verð ég að minnast á hennar
elskulega dóttur, Mörtu, en þær
mæðgur voru alveg einstaklega
samrýndar og þeirra samband var
miklu meira heldur en samband
móður og dóttur. Einnig var sam-
band hennar við Helga, fósturson
sinn, mjög kært og var það okkur
mikil ánægja þegar við eignuðumst
dóttur, sem nú er tveggja mánaða,
að skíra hana nöfnum þeirra kvenna
sem okkur hefur þótt einna vænst
um, en hún heitir Anna Jóna.
Eftir að ég kynntist Önnu var
hún hætt að vinna utan heimilis,
þannig að tími hennar fór allur í
það að stjórna í eldhúsinu á Helga-
felli. Gott hefur mér þótt að stoppa
þar og fá mér kaffisopa og ræða
hin ýmsu málefni sem á dagskrá
hafa verið í þjóðfélaginu, svo að
ekki sé nú minnst á stjórnmál, en
Anna er sú pólitískasta kona sem
ég hef kynnst. Það lýsir því best
að við síðustu kosningar buðum við
henni með okkur á kosningaskrif-
stofu Framsóknarflokksins til að
fylgjast með talningu atkvæða, en
hún sagðist ekki treysta sér, því
ef þeir myndu tapa þá yrði hún að
vera ein í sinni sorg og hún var
ekki mönnum sinnandi nokkra daga
eftir kosningarnar.
Það var okkur mikið áfall er
Anna veiktist nú í vetur, en hún
náði samt ótrúlegum bata og þrem
dögum fyrir andlátið fékk hún að
koma í heimsókn heim á Helgafell
og var það mjög ánægjuleg stund.
Ég bið Guð að styrkja þig, elsku
Haukur minn, á þessum erfiðu tím-
um.
Jóna Dís.
Ég skal vaka og vera góð
vininum mínum smáa,
meðan óttan rennur ijóð,
roðar kambinn bláa,
og Harpa sýngur hörpuljóð
á hörpulaufið gráa.
Stundum var í vetur leið
veðrasamt á glugga;
var ekki eins og væri um skeið
vofa í hveijum skugga?
Fáir vissu að vorið beið
og vorið kemur að hugga.
(Halldór Kiljan Laxness.)
í dag kveðjum við hinstu kveðju
elskulega ömmu okkar, Önnu Stein-
grímsdóttur, Helgafelli, Mosfells-
sveit. Alla okkar ævi höfum við
búið í næsta húsi við ömmu og afa.
Það var því sjálfsagt að koma við
hjá ömmu að loknum skóladegi, en
þar var okkur alltaf tekið opnum
örmum. Amma sá alltaf um að við
færum aldrei svangir frá henni og
oft átti hún til að gauka ýmsu að
okkur. Hún vildi gjarnan fylgjast
með hvemig okkur gekk í skólanum
og var hún ávallt ein af þeim fyrstu
sem fengu að sjá einkunnarspjöldin
okkar. Steina bróður var amma betri
en enginn. Hann var henni fyrst og
síðast efstur í huga. Það sem okkur
þótti einna merkilegast við ömmu
var hve mikið hún kunni af vísum
og fór hún oft með þær fyrir okkur.
Að leiðarlokum viljum við þakka
ömmu allt sem hún var okkur og
við kveðjum hana með söknuði. Við
biðjum góðan Guð að styðja afa og
styrkja í hans miklu sorg.
En það er okkur öllum huggun
harmi gegn að góð var sú sem grát-
in er.
Fyrir hönd afa og mömmu viljum
við þakka læknum og starfsfólíri á
11A fyrir góða umönnun og hlýlegt
viðmót.
Steingrímur Davíð,
Arnar og Högni Snær.
Lydia Guðmunds-
dóttír — Minning
Þegar ég frétti að amma Lydía
væri dáin flugu í gegnum huga minn
minningarbrot um ömmu, Guðmund
afa og Stangarholtið. Mér eru minn-
isstæðar margar heimsóknir í Stang-
arholtið, þó sérstaklega jólaboðin á
aðfangadagskvöld. Þangað var gott
að koma og þar var skemmtilegt að
vera. Töfragripir eins og stóra
saumavélin hennar ömmu og rauða
kökuboxið, sem geymdi hersveitir
tindáta, gátu haldið okkur hug-
föngnum tímum saman.
Við systkinin þekktum ömmu
Lydíu ekki mjög mikið í raun og
veru. Hún flíkaði ekki tilfinningum
sínum en undir niðri bjó hlýja sem
við fundum og nutum þegar við
komum í Stangarholtið. Ámma var
kát að eðlisfari og það gustaði oft
af henni. Hún talaði hátt, söng hátt
og sagði ávallt sína skoðun á málun-
um, oft óháð aðstæðum. Mörg tils-
vör og ummæli hennar við ýmis
tækifæri voru sérlega skemmtileg
og eftirminnileg.
Afi Guðmundur dó fyrir 13 árum.
Var það mikið áfall fyrir alla fjöl-
skylduna. Afi var mjög góður við
okkur barnabörnin og yfirleitt hrók-
ur alls fagnaðar. Amma Lydia missti
mikið þegar afi dó og var ekki söm
lengi á eftir. Síðustu ár ævi sinnar
fór hún að njóta lífsins á ný í góðum
félagsskap. Þótti mér það aðdáunar-
vert.
Við systkinin eigum góðar minn-
ingar um ömmu, afa og Stangarholt-
ið og einkennilegt er til þess að
hugsa að þessi hluti lífs okkar sé nú
á brott — en minningin lifir.
Guð blessi ömmu Lydiu og Guð-
mund afa.
Birgir Tjörvi Pétursson.
Amma okkar, Lydía Guðmunds-
dóttir, lést í Landspítalanum 23. maí
eftir erfiða hjartaaðgerð. Við bund-
um miklar vonir við að henni myndi
batna, en undanfarin ár hefur hún
verið mjög heilsutæp. Mikið áfall var
það fyrir okkur að hún skyldi deyja
eftir aðgerðina. Allir voru svo bjart-
sýnir á að hún færi að hressast og
lifa lífinu af fullum krafti.
Amma var jafnlynd kona og ein-
staklega ráðagóð. Hún fylgdist vel
með okkur öllum og höfðum við
mikið samband við hana. Amma og
afi voru mjög dugleg að ferðast um
landið og eru minningarnar um tjald-
útilegur og sumarbústaðaferðir með
þeim ógleymanlegar. Þau voru svo
skemmtileg og alltaf var eitthvað
fyndið í kringum þau, og okkur
krökkunum þótti þau ómissandi.
Amma varð ipjög einmana eftir
að afi dó, árið 1980, en dreif sig þó
í ýmislegt, lærði á bíl og reyndi að
bjarga sér ein. Við systurnar bjugg-
um báðar í kjallaranum hjá ömmu
og áttum góðar stundir þar með
henni og hún var okkur sem besta
vinkona. Oft var mikið hlegið þegar
amma var að vesenast með þvottinn,
færa hann til að snúrunum og snúa
honum á alla kanta og svo voru
gestir og gangandi látnir sitja ofaná
þvottinum til þess að hann yrði slétt-
ur.
Fyrir fimm árum kynntist hún
Þorláki og urðu þau bestu vinir, og
varð hann Þorlákur afi í augum
barnanna okkar. Þau ferðuðust til
útlanda og skemmtu sér vel saman.
Við eigum eftir að sakna þess að
geta ekki komið við í Stangarholtinu
og spjallað og biðjum Guð að geyma
hana ömmu okkar og langömmu vel.
Hjördís, Brynja og Styrmir.
Lydía Guðmundsdóttir fæddist á
Hellissandi 17. október árið 1920,
fyrsta barn hjónanna Þórhildar
Kristjánsdóttur og Guðmundar Þór-
arinssonar. Ársgömul fluttist hún
með foreldrum sínum til Akraness,
þar sem þau bjuggu næstu 17 árin
og barnahópurinn stækkaði um þtjú.
Hún fór barnung að vinan í fiski
með fullorðnu fólki, en slíkt var als-
iða um allt land í þá daga.
Á Akranesárunum tóku þau Þór-
hildur og Guðmundur inn á heimili
sitt ungan frænda, Guðmund Breið-
fjörð Pétursson frá Hellissandi, en
hann varð í fyllingu tímans lífsföru-
nautur Lydíu. Þau giftu sig árið
1939 og hófu sitt bústang á Njáls-
götu 40b í Reykjavík og þar fæddist
þeim fyrsta barnið. Börnin urðu fjög-
ur, Hilda Gunnvör, Þórhildur, Pétur
Rúnar og Hafsteinn Örn.
Guðmundur Breiðfjörð var alla tíð
meðan heilsan leyfði sjómaður og
því langdvölum að heiman. Konur
sjómanna þurfa að taka að sér nær
alla málafylgju heimilisins, og verða
af þeim sökum sjálfstæðar og lífs-
klárar, og í mínum huga oft hinar
einu og sönnu hetjur hversdagsins.
Lydía gekk í öll þessi verk af elju
og fórnfýsi. Meðfram því að ala upp
og annast íjögur börn, lagði hún
sitt af mörkum til að hjálpa bónda
sínum í hans langa og torsótta út-
gerðarstríði. Guðmundur ætlaði að
verða ríkur af útgerð, sem aldrei
varð. Þess í stað urðu þau rík af
samveru sinni og barnaláni.
Eins og margir aðrir landar tóku
þau Lydía og Guðmundur þátt í síld-
arævintýrinu góða með litlum
árangri. Upp úr 1950 skall hurð
nærri hælum, þegar þau með börn
sín tvö, Hildu og Pétur, voru á heim-
leið frá Siglufirði er bátur þeirra
brann og sökk, en þeim sjálfum var
bjargað á síðustu stundu um borð í
breskan togara.
Árið 1969 fékk Lydía sitt fyrsta
alvarlega hjartaáfalli, og rétt um ári
síðar henti það sama Guðmund, sem
leiddi það af sér meðal annars að
hann varð að hætta sjómennsku og
taka sér vinnu í landi. Börnin voru
þá flest flogin úr hreiðrinu og þau
hjónin hófu saman nýjan kafla í sínu
farsæla samlifi. Efnin höfðu nú batn-
að svo að þau gátu leyft sér ýmis-
legt, sem áður var draumsýn. Saman
gátu þau nú notið samvista með
börnum sínum og barnabörnum, sem
fjölgaði ört. Þau gátu eignast bíl og
gátu ferðast um landið sem var þeim
svo kært, en brauðstrit og búksorgir
höfðu hamlað að þau fengju notið.
Og þau ferðuðust um landið með
börnum sínum þegar því var við
Sigurbjörg Sigurð-
ardóttír — Minning
Fædd 20. ágúst 1918
Dáin 26. maí 1993
Tengdamóðir mín, Sigurbjörg Sig-
urðardóttir, lést í Borgarspítalanum
að morgni 26. maí og var því á 75.
aldursári. Ég held að það sé óhætt
að segja að hún hafi skilað sínu
ævistarfi mjög vel.
Það væri ekki í hennar anda að
tíunda líf hennar og starf hér og læt
ég það því ógert. Allir sem þekktu
Sigurbjörgu vita að hún var ákaflega
hæversk kona ög lét ekkert frá sér
fara nema að vandlega athuguðu
máli. Hún hafði átt við nokkur veik-
indi að stríða undanfarin ár, en aldr-
ei kvartaði hún eða vildi gera veður
út af því og leiddi því gjarnan talið
að öðru.
Ég gerði mér strax grein fyrir því
að hún var mjög vel gefin og vel
gerð kona sem fólk bar virðingu fyr-
ir. Ég þakka tengdamóður minni
samfylgdina og bið guð að blessa
minningu hennar.
Því skal ei með hryggð í huga
horfa eftir sigldri skeið.
Allra bíður efsti dagur,
enginn kýs sér far né leið.
Trú á þann, sem tendrar lifið,
tryggir sátt og frið í deyð.
(Höf. J.Har.)
Lijja.
komið og síðar ein. Og það var eins
og allt væri að byija upp á nýtt,
nýjar upplifanir og sárabætur fyrir
allt það sem kröpp kjör höfðu áður
af þeim haft. Það var gaman að eiga
þess kost að fylgjast með þessu öllu
og sjá gleðina og fyllinguna sem
þesssir nýju möguleikar færðu þeim
hjónum.
Árið 1980 dó Guðmundur langt
um aldur fram, og það dimmdi í lífi
Lydíu, því að í raun voru árin þeirra
saman allt of fá.
Lydía gat virst hijúf á ytra borð-
inu. Það átti sér eflaust skýringar í
lífsstríðinu fram eftir ævi. En ekki
þurfti djúpt að leita að hlýrri konu,
sem tók svari hinna smáu og var fús
að miðla af reynslu sinni og dóm-
greind. Fyrir um fimm árum kynnt-
ist Lydía, Þorláki Jónssyni, öldnum
heiðursmanni. Með þeim tókst ágæt-
ur vinskapur og ferðalög og skemmt-
anir urðu aftur daglegt brauð. Fé-
lagsskapur er mikils virði, ekki síst
þegar aldurinn fæist yfir. Við að-
standendur Lydíu erum þakklát fyr-
ir að hún komst út úr skel sorgarinn-
ar, út í lífið á nýjan leik og átti enn
fleiri gleðistundir með gömlum og
nýjum vinum. Ekkert er verra en
einsemdin.
Heilsa Lydíu varð aldrei söm eftir
áfallið 1969. Það vissi hún mætavel
sjálf og þeir sem lögðu við hlustir,
máttu vita að hveiju dró. Samt kom
það okkur á óvart að hún skyldi
deyja nú, því að fyrirfram voru líf-
slíkur hennar eftir síðustu aðgerð
meiri en minni.
Og eftir sitjum við sem fyrr, skiln-
ingsvana og sorgbitin. Við eigum þó
í fórum okkar minninguna um góða
móður, ömmu og langömmu. Og um
leið og við kveðjum Lydíu með sökn-
uði og þökk í hjarta, kveðjum við
líka hjónin Guðmund og Lydíu, því
að þeirra kafli er á enda runninn,
en lifir þó í afkomendum þeirra öll-
um, sem vonandi verða minningu
þeirra til sóma alla tíð.
Dagamir koma -
dagamir fara,
og falla ! tímans farveg,
sem fljót á milli skara.
Hver morpnn kyssir bamsaugu,
sem brosa út í bláinn.
Hver aftann breiðir ofaná,
öldung sem er dáinn.
(Sr. Sigurður Einarsson í Holti.)
Sigurður Einarsson.