Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 31 ingardeildina áður en sonurinn kom í heiminn i Lá á í heiminn INGIBJÖRG Haraldsdóttir með son sinn, sem lá mikið á að koma í heiminn. Morgunblaðið/Þorkell ar tilkynntar á rekstri vistheimilisins að Sólheimum í Grímsnesi sfólkið gagnrýnir >gn forstöðumanns nar Sólheima í Grímsnesi að segja tii upp störfum og ráða Halldór Júlíus- starf framkvæmdastjóra er harðlega fsmannafélags Sólheima frá 30. maí sent frá sér fréttatilkynningu vegna synlegt hafi þótt að segja öllu starfs- ið greiða fyrir breytinjrum í tengslum inbjarnarson, formaður framkvæmda- til þess að fjalla um uppsagnir ein- iu máli. Ekki náðist í Svein Kjartans- stjórnin hafi vikið Sveini Kjartans- syni, forstöðumanni, úr starfi. „Sveinn er framúrskarandi vel lið- inn, bæði af starfsfólki og heimilis- fólki. Við teljum að hann hafi unnið frábært starf og ávallt haft hags- muni heimilisfólks að leiðarljósi. Fundarmönnum er í raun óskiljan- legt hvers vegna þessi uppsögn þurfti að eiga sér stað," segir í álykt- uninni og er átalin ráðning Halldórs Júlíussonar, fyrrverandi forstöðu- manns, í nýtt starf framkvæmda- stjóra. Segir að 7 ár hans í starfi forstöðumanns hafi aldrei ríkt starfsfriður á Sólheimum. Starfsmennirnir draga í efa að núverandi stefna framkvæmda- stjórnar varðandi framtíð staðarins verði heimilisfólki til hagsbóta. Jafn- framt er þess krafist að lagt verði faglegt mat á þjónustustörf heimilis- fólks í stað þess að slíkt mat sé í höndum framkvæmdastjórnar Sól- heima, sem hvorki hafi reynslu, menntun né faglega þekkingu á því sviði, eins og segir í ályktuninni. Skipulagsbreyting í fréttatilkynningu framkvæmda- stjórnar er þess getið að staðfest hafi verið ný skipulagsskrá fyrir Sólheima í Grímsnesi 25. janúar 1993. Stjórn heimilisins hafi staðfest nýtt skipurit í samræmi við hana. „Samkvæmt skipulagsskránni er stefnt að frekari aðskilnaði í rekstri vinnustaða og annarar starfsemi Sólheima. Allir fatlaðir einstaklingar á Sólheimum eiga þar nú lögheimili, munu búa þar í séríbúðum og verða ráðnir til starfa á vinnustöðum Sól- heima. Sérstök þjónustumiðstöð mun annast málefni fatlaðra íbúa staðarins. Vinnustaðir Sólheima verða byggðir upp sem sjálfstæð fyrirtæki þar sem jafnt starfi fatlað- ir sem ófatlaðir einstaklingar," segir í fréttatilkynningunni. Öllum sagt upp I niðurlagi hennar er þess getið að til að greiða fyrir þessum breyt- ingum hafi stjórnin talið nauðsynlegt að segja upp öllu starfsfólki heimilis- ins frá og með 1. júní 1993. Pétur Sveinbjarnarson, formaður hennar, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um einstaka upp- sagnir að svo komnu máli. Fram kemur í tilkynningunni að uppsagnir starfsmanna heimilisins og væntanlegar rekstrarbreytingar séu með öllu óskyldar þeirri kjara- deilu sem upp hafi komið nýverið á staðnum. Raunvísindadeildir við Háskóla íslands Ovenju margir féllu í stærðfræði í vor FÆRRI nemendur í raunvísindadeild og verkfræðideild náðu tilskildum einkunum í áföngunum stærðfræðigreining II og stærð- fræði II nú í vor heldur en fyrra. Til að ná prófi þurfti 4 af 10 mögulegum. 68,5% nemenda féllu í stærðfræðigreiningu II og í stærðfræði II var hlutfall fallinna 74,4% Meðaleinkunn var óvenju lág eða 2,51. Allir nemendur í verkfræði og margir nemendur í eðlisfræði taka námsáfangann stærðfræðigreining II. í vor mættu 92 nemendur í próf í stærðfræðigreiningu II. 29 nemend- ur náðu tilskilinni einkunn sem.er 4 af 10 mögulegum. 63 nemendur féllu, þ.e. 68,5%. A síðasta ári mættu 74 í próf í þessum áfanga, þá náðu 42 nemendur prófi en 32 féllu; 56,8% fall. Halldór Elíasson prófessor, kennari í greininni, benti á að þessár prófnið- urstöður væru alveg nýkomnar og vildi á þessu stigi ekki láta hafa neitt annað eftir sér annað en að þessi úrslit væru nú til athugunar. Slakur hópur? Flestir nemendur i tölvunarfræði og efnafræði taka námsáfangann stærðfræði II. í vor mættu 39 í próf og náðu 10 nemendur prófi en 29 féllu; 74,4% fall. Á síðasta ári mætti 31 nemandi í próf í þessum áfanga; þá náðu 19 prófinu en 12 féllu; 38,7% fall. Jón Kr. Arason prófessorí stærð- fræði II sagðist hafa velt fyrir sér niðurstöðunni. „Ég finn þá skýringu helsta að þessi hópur sé óvanalega slakur," sagði Jón. Jón sagðist hafa kennt þennan til- tekna áfanga í fyrsta skipti nú í ár og prófið væri öðruvísi uppsett, „en ég held að það hafi í sjálfu sér ekki verið þyngra og ekki fannst prófdóm- arnum það heldur." Jóni var ekki kunnugt um að þessi hópur væri eitthvað öðruvísi eða lak- legar undirbúinn en fyrri árgangar en hann hafði heyrt að stór hluti þessa hóps hefði orðið fyrir áföllum í öðrum áföngum. Jón vildi og benda á, að oft þegar kunnátta margra nem- enda væri nálægt lágmarkseinkunn, þyrfi ekki miklar breytingar á meðal- einkunn til að breyta fallprósentunni. Jón dró enga dul áþað 2,51 meðalein- kunn í stærðfræði II væri slæmur árangur en þetta væru ekki endanleg úrslit, menn mættu ekki gleyma því að það yrðu upptökupróf í haust og hann vonaði að nemendur tækju sig á í sumar. Hugmyndir forsætisráðherra um samráð í efnahagsmálum Tortryggni ein- kennir viðbrögð stjórnarandstöðu FULLTRÚAR stjórnarandstöðunnar taka hugmyndum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, um skipan nefndar til að gera tillög- ur um ef nahagsaðgerðir vegna niðurskurðar þorskkvóta, með undr- un og nokkurri tortryggni. Segja talsmenn stjórnarandstöðuflokk- anna að þeir hafi aðeins heyrt af málinu í fjölmiðlum. Forsvars- menn aðila vinnumarkaðarins Iýsa sig fúsa að taka þátt í slíku nefndarstarfi. Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði til í ríkisstjórninni í fyrradag að setja á fót nefnd ríkisstjórnarinn- ar, stjórnarandstöðuflokkanna, Al- þýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins, sem reyni að ná samstöðu um leiðir til að lagfæra stöðu sjávarútvegsins að ákvörðun- um um samdrátt þorskafla teknum. Afgreiðsla málsins bíður ríkisstjórn- arfundar síðar í vikunni. Innbyrðis ágreiningur ríkisstjórnarinnar „Við höfum ekkert heyrt í forsæt- isráðherra nema úr fjölmiðlum. Við ætlum ekki að tjá okkur um málið fyrr en við heyrum frá honum með formlegum hætti og teljum óeðlilegt að senda skilaboð í jafnstórum og alvarlegum málum með lauslegum hætti í gegnum fjölmiðla," sagði Halldór Asgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins. „Við höfum oft og tíðum sett fram hugmyndir um að reyna að ná breiðri samstöðu í samfélaginu, sérstaklega í ljósi þess hvað þarf að skera þorskaflann mikið niður. Það var ekki tekið und- ir það af núverandi ríkisstjórn. Ég minni líka á að þegar ákveðið var að endurskoða fiskveiðistefnuna taldi ríkisstjórnin að eingöngu full- trúar stjórnarflokkanna ættu að koma að því máli. Þetta er þess vegna nýr tónn hjá forsætisráðherr- anum. Það, sem jafnframt vekur tortryggni, er að ríkisstjórnin ákvað á sínum tíma að þessi mál væru svo stór að rétt væri að þau væru á hendi forsætisráðuneytisins, sem sér um efnahagsmál. A tímabili var þeim síðan vísað til svokallaðrar Tvíhöfðanefndar, en svo kemur skyndilega upp sú staða að forsætis- ráðherra telur að sjávarútvegsráð- herra eigi að gera tillögur í þessu máli. Það virðist hafa komið sjávar- útvegsráðherra jafnmikið á óvart og okkur að nú eigi að fara að skipa þessa nefnd. Okkur sýnist að hér sé á ferð innbyrðis ágreiningsmál í ríkisstjórninni." Sérkennileg vinnubrögð „Mér finnst vinnubrögð forsætis- ráðherra sérkennileg og heldur seint í rassinn gripið að biðja um samráð núna þegar allt er komið í kalda- kol," sagði Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalistans. „Það er ekki ljóst hvað felst í hugmyndum forsætisráðherra og það hefur ekki verið talað við okkur." Hún sagði að Kvennalistinn hefði margoft sagzt vera tilbúinn til sam- ráðs. „Slíkt samráð hefði þurft að koma til miklu fyrr, til dæmis" í sjáv- arútvegsmálum. Þess í stað var stofnuð Tvíhöfðanefnd, þar sem greinilegt var að markvisst var stefnt að því að útiloka stjórnarand- stöðuna." Milliliðir duga ekki „Það hefði verið meiri alvörublær ef forsætisráðherra hefði haft sam- band við okkur áður en hann varpar þessu fram í fjölmiðlum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins. Hann sagði að Alþýðubandalagið hafi l'agt fram tillögu í október í fyrra um að mynd- uð yrði breið pólitísk samstaða um að taka á þeim vanda sem við væri að glíma. Alþýðubandalagið væri enn þeirrar skoðunar að þörf væri á alvarlegum viðræðum foiystu- manna stjórnmálaflokkanna í land- inu um breiða samstöðu til að taka á vandanum. „En þá verða allir aðilar að koma að því borði af al- vöru og fullum heilindum," sagði Ólafur. „Þær viðræður verða að vera með þeim hætti að við kjörnir forystumenn stjórnmálaflokkanna í landinu öxlum þá ábyrgð sjálfír en sendum ekki einhverja fulltrúa okk- ar í þær viðræður. Það dugir ekki að vera með millilið. Ef hugmyndin er raunverulega sú hjá forsætisráð- herra að kjörnir forystumenn flokk- anna setjist að alvarlegu viðræðu- borði þá höfum við verið tilbúnir í þá viðræðu síðan í október í fyrra og erum enn. Ef hins vegar á að setja á laggirnar enn eina nefnd með embættismönnum eða aðstoð- armönnum, þá hef ég ekki mikla trúa á þeirri vinnu. Mín tillaga er sú að myndað verði viðræðuborð hinnar kjörnu forystusveitar flokk- anna í landinu og þar taki menn á þessum vanda og útiloki engar Jiug- myndir eða niðurstöður." Aðilar vinnumarkaðarins tilbúnir til samráðs „Ég er sammála forsætisráðherra um að þær aðstæður, sem eru fram- undan, eru svo erfiðar að mikilvægt er að um viðbrögð við þeim geti náðst mikil samstaða," sagði Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins. Hann sagði að á aðalfundi sínum hefðu vinnuveitendur ályktað um að ekki ætti að taka áhættu með ofveiði úr þorskstofninum og þeir gerðu sér afleiðingar slíkrar stefnu ljósar. I nýgerðum kjarasamningum hefði verið tekið tillit til þess hve þunglega horfði í þjóðarbúskapnum. „Við erum fúsir til að koma að umræðum um þessi mál. Ég hef ekki séð tillögu forsætisráðherra um nefndarskipun og veit ekki hvort nákvæmlega það form er hið eina rétta. Það verður- ríkisstjórnin að dæma um," sagði Þórarinn. Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambandsins, sagði að mið- stjórn ASÍ hefði tekið hugmyndir forsætisráðherra til umræðu í gær. „Við töldum rétt að kæmi til þess að nefnd yrði sett á laggirnar, væri eðlilegt að við yrðum við því að taka þátt í þessu starfi." Benedikt lagði áherzlu á að nefndin fjallaði ekki aðeins um sjávarútveg, heldur efnahagsmálin í heild í kjölfar niður- skurðar þorskkvótans. Tvær bílveltur TVEIR bílar skullu saman á Mið- nesheiði í gær og voru þrír flutt- ir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Þá valt bíll með þremur ung- mennum á Þingvallaveginum. Áverkar þeirra voru einnig minni- háttar að sögn lögreglunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.