Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1993 17 í fjötrum marxískrar söguskoðunar eftír Siglaug Brynleifssoti Samkvæmt marxískri söguskoð- un var eignarrétturinn kveikjan að hrakfallasögu mannkynsins. Fyrir daga eignarréttarins ríkti dýrðar- ástand í mannheimum, þ.e. á dögum manndýrsins. Fátæktin orsakaðist af eignarréttinum og fátæktin er spillandi, samkvæmt kenninguhni, og fátæklingar því gjörspilltir. „Hin nýja íslenzka söguskoðun," sem er reyndar útþynnt og meira að segja bjöguð marxísk söguskoðun, ein- hvers konar tötra marxismi, (sam- anber útgáfubækur Námsgagna- stofnunar í greininni) kennir, að fáeinir landeigendur hafi mótað ís- lenzkt samfélag á fyrri öldum til þeirrar gerðar, að þorri þjóðarinnar var öreigar, kúgaðír og arðrændir og þá líkast til gjörspilltir. Nú vill svo til að 'á þessum öldum jaðraði við að lahdið væri vart byggilegt sökum áhrifa „litlu ísald- ar" sem rýrði framleiðslugetu og olli hungurdauða víða um norðan- og vestanverða Evrópu, jafnvel í blómlegasta landbúnaðarlandi Evr- ópu, Frakklandi. Þetta er feimnis- mál nýju söguskoðunarinnar. Heimildir sem þessi söguskoðun styðst við eru einkum annálar, en eins og kunnugt er eru annálsverð tíðindi eins og fréttamatur nú á dögum, það sem er frábrugðið eða afbrigðilegt og því alltaf undan- tekning frá því venjulega. Einnig má nota skrár og skýrslur stjórn- valda og heimildir úr Fornbréfa- safni, jarðabækur pg manntöl, og rit eða ritgerðir um hag landsins, einkum frá 18. öld. Því fjölskrúð- ugri sem heimildir eru, því auðveld- ara er um vik að velja þær, sem henta fyrirfram ákveðinni mynd af samfélagi fortíðar. Rit erlendra ferðamanna geta sum hentað vel til að fylla mynd- ina, t.d. rit Dithmars Blefkens og Gories Peerses o.fl. af þeirri teg- und. Með vali heimilda verður auð- velt að kynna fortíðina á þann hátt að hún falli að söguskoðun marx- ismans um sögulega þróun til sam- eignar samfélagsins, sem er óhjá- kvæmileg og verður ekki undan vikist. Þar sem svo er í pottinn búið er eðlilega sleppt öllu því efni sem stangast á við kenningarnar, lýsingar á þéttbýliskjörnum á 18. öld og á 19. öld og þær heimildir Ódýrir HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 sem draga upp aðra mynd eru úti- lokaðar, svo dæmi sé tekið. I sambandi við „nýja söguskoð- un" er masað um einhverja glans- mynd sem dregin hafí verið upp í kennslubókum á fyrri hluta þessar- ar aldar. Hvar er þá glansmynd að finna? Fátækt og ill meðferð á börn- um er útmáluð í „nýju sagnfræð- inni", líkast sem enginn hafi vitað um að íslenskt samfélag var fátækt alla „minni ísöld" og ill meðferð á börnum átti sér stað. Almennar misþyrmingar áttu sér hins vegar ekki stað eins og látið er að liggja í þessum fræðum. Áhrif íslenskra valdsmanna á stjórn landsins eru ekki ný fræðsla. Páll Eggert Ólason fjallar um þau efni í Sögu Islend- inga fyrir 50 árum. Fjandskapur 9S o z ui I- t/i < z u. < tt < z Staðiietóstaiiitaki. 24.450,- ^ mma TRANAVOGI I SÍMI 682850 • FAX 682856 Úr giasfiber • Meö öllum búnaði • 6-7-8 metrar landeigenda við búsetufólk og and- staða þeirra gegn þéttbýlismyndun er heldur ekki staðreynd. Auðug- asti landeigandi landsins á 18. öld lagði sitt til í fjármunum til Innrétt- inga og útgerðar sem Skúli Magn- ússon stóð fyrir, og hann var ekki sá eini. Páll Vídalín hafði fullan hug á breyttum atvinnuháttum og þar með myndun þéttbýliskjarna löngu fyrr. „Nýja söguskoðunin" er alls ekki ný og höfuðtilgangur þeirra fræða er að sýna fram á hina sögulegu þróun til þess samfélagsforms sem átti að vera lok allrar sögu. En því " miður hefur hina sögulegu þróun dagað uppi í þeim ríkjum sem byggðu á marxískum söguskilningi. Sá skilningur er nú þegar kominn í ruslagáminn samkvæmt skoðun allra þeirra sagnfræðinga, ekki síst rússneskra, sem sjá haldleysi kenn- inganna um sögulega þróun til sós- íalismans. Talsverður hópur ís- lenskra sagnfræðinga virðist ekki hafa frétt af hruni marxískrar sagn- fræði. En einhvern tíma munu þeir frétta af þessum atburðum og eftir nokkurn tíma, væntanlega skilja inntakið. En meðan beðið er eftir sinnaskiptum er haldið áfram að kenna þessi fræði í skólum lands- ins, fræði sem byggð eru á útdauð- um forsendum. Og afleiðingarnar koma fram í fáránlegum útlistunum íslandssögunnar meðal skillítilla einstaklinga. Höfundur er rithöfundur. Siglaugur Brynleifsson Sumarfrí í Evrópu! Evrópa bíöur, ffull aff spennandl feroamöguleikum. Fjölmargir gistimöguleikar í boði, allar upplýslngar eru aö flnna í SAS hótelbækfingnum. Flogiö er til Kaupmannahafnar alla daga, allt ab brisvar slnnum á dag. Haffbu samband vlb söfuskrifstofu SAS eba ferbaskrffstofuna þ!na. Sumarleyfisfargjöid SAS liiGiMfWfe " iPí3tn&t 29.900^- 3ra*HBRWWWii ** WaHI 3O-90Oy- KeRavik - tiambore 29JS0&r KetaMfc-Zfaldh áauoor Ibítefk'RaaUMit ðOJBQQr Keftavík - Mianó aajMg- Keflavjlt - Munchen 30M&V 3QJ900r Verb gildir tli 30. september og miöast við dvöl erlendís í 6 - 30 daga. Bamaafsláttur er 33%. Bókunarfyrirvari 21 dagur. Innlcndur flugvallarskattur 1.310 kr., þýskur flugvallarskattur 237 kr., franskur flugvallarskattur 199 kr., austuriskur flugvallarskattur 225 kr. og ttalskur flugvallarskattur 545 kr. /Æ/S4S SAS á Islandl - valf relsi í f lugií Laugavegil72 Sfml 62 22 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.