Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993
Aniici Sigríður Stein-
grímsdóttir—Minning
Fædd 18. apríl 1919
Dáin 23. maí 1993
Hún var fædd 18. apríl 1919, en
dó 23. maí síðastliðinn. Anna var
frumburður foreldra sinna, Helgu
Dýrleifar Jónsdóttur, Hróbjartsson-
ar í Reykjakoti í Biskupstungum,
og Steingríms Áma Bjöms Davíðs-
sonar, Jónatanssonar, Davíðssonar.
Móðuramma Önnu var Anna Ein-
arsdóttir Andréssonar kallaður frá
Bólu í Skagafirði, en föðuramma
hennar var Sigríður Jónsdóttir frá
Gafli í Svínadal og var því önnur
amma hennar skagfirsk en hin eins
húnversk og hugsast getur.
Ættir verða ekki raktar hér í
stuttri grein. Anna var elst ijórtán
bama foreldra sinna og naut því
^hylli þeirra framan af aldri, enda
fædd sem mjög fönguleg stúlka.
Hún var í heiminn borin á Gunn-
fríðarstöðum í Langadal þar sem
nú sér vart örla fyrir tóftarbrotum
en rís skógur bráðum þéttur.
Frá móðurheimili hennar fluttist
Anna með foreldrum sínum til
Blönduóss, þar sem þiljaður bær
og útihús nefndust Brautarholt. Þar
var rými og hlýtt.
Á ámnum fyrir fyrra stríð var
alsiða að gjafvaxta dóttir færi sér
til þroska og menntunar á þau
heimili sem betri þóttu meðal ætt-
ingja. Því varð það úr að hún fór
nýfermd til vistar hjá Sigurði land-
lækni, frænda móður hennar. Þá
hefur hún sennilega hleypt fyrst
heimdraganum eins og sagt er.
Þó var hún við nám í Kvennaskól-
anum á Blönduósi í tvo vetur á ald-
ursárunum sautján og átján. En
tvítug er hún orðin starfsstúlka á
Álafossi í Mosfellssveit þar sem
voðir voru kembdar í vélum en ekki
vaðmál unnið í vefstól eða þæft í
höndum.
Fyrir ofan Álafoss rís Helgafell
og þar í brattri hlíðinni var og er
bær, sem ber sama nafn. Fæddur
var þar bóndasonur að nafni Hauk-
ur Níelsson, tveimur árum seinna
en Anna. Þau felldu hugi saman
eins og þá var títt. Mér er það í
fersku minni þegar Anna sýndi
okkur systkinunum gripinn úr Mos-
fellssveit. Hann var svo stórmynd-
arlegur að jafnvel mamma sem
sagði aldrei neitt um slíka hluti,
hún ljómaði ...
Þá kom Anna Sigríður systir mín
í hlaðið á hvítum hesti. Enda átti
Haukur hvítan fák og hann sagði
mér spurulum og undrandi unglingi
að það væru líka til gæðingar fyrir
sunnan.
Anna og Haukur á Helgafelli í
Mosfellssveit eru mér eitt. Þegar
þau bjuggu á Bragagötunni og ég
var við nám í Háskóla íslands átti
ég tvær systur í Reykjavík til að
fara til, ég sveitalabbi, aleinn í höf-
uðborg.
Til þeirra kom ég oft. En svo
fluttu Anna og Haukur að Helga-
felli, á föðurleifð Hauks. Þar átti
systir mín heimili síðan. Lengi
bóndakona, en síðar starfsstúlka á
Reykjalundi. Anna var talin líkari
föður sínum en móður, þó að satt
sé að enginn sé annað en sjálfum
sér líkur. En dugnað og metnað
fyrir sig og sína átti hún í ríkum
mæli.
Það munu aðrir segja frá gest-
risni og góðum hug Önnu sem nutu.
Ég var skemur samvistum við hana
í 12, sími 44433.
en önnur systkini mín, enda nokkur
aldursmunur á okkur.
Svo að ekki gleymist. Anna gift-
ist Hauki Níelssyni eftir trúlofunina
og norðurferðina. Þeirra börn eru:
Níels kvæntur Steinunni Elíasdótt-
ur og eiga þau fjögur böm, byggðu
sér hús á föður- og móðurarfleifð
og eiga þar heima; Marta giftist
Hauki Högnasyni og eiga þau þijú
börn og þau byggðu sér líka hús á
arfleifð foreldra Mörtu og búa þar.
Ekki verður systursyni okkar Önnu
gleymt ef litið er til Helgafells,
honum Helga Sigurðssyni og hans
fjölskyldu. Hann er og var Fjólu
og Önnu sonur. Fleirum fagnaði
Anna á hlaði, sem ekki verður tí-
undað hér.
Anna Sigríður með ömmunöfnin
mín bæði er dáin. Ég og mín fjöl-
skylda og systkinin mín öll vottum
Hauki og Helgafellsfólkinu samúð
okkar. Móðir hennar, Helga, lifír
nú sitt elsta bam, æðmlaus að
vanda, þar sem hún dvelst á Hér-
aðshælinu á Blönduósi, bráðum níu-
tíu og átta ára. Hennar kveðja er
innilegri en okkar hinna.
Brynleifur H. Steingrímsson.
í dag verður til moldar borin frá
Lágafellskirkju Anna S. Stein-
grímsdóttir frá Helgafelli í Mos-
fellsbæ. Anna var fædd 18. apríl
1919 á Gunnfríðarstöðum í Austur-
Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna
Helgu Jónsdóttur og Steingríms
Davíðssonar, skólastjóra á Blöndu-
ósi, en þau eignuðust 12 böm.
Sem margra annarra ungmenna
lá leið Önnu út í atvinnulífíð og hóf
hún störf á Álafossi 1939 og vann
þar til 1942. Á þeim tíma kynntist
hún mannsefni sínu, Hauki Níels-
syni frá Helgafelli. Þau giftu sig
24. október 1942 og bjuggu fyrstu
árin í Reykjavík en fluttust síðan
tii æskuheimilis Hauks, Helgafells
í Mosfellssveit. Þar hófst síðan
ævistarfíð, við húshald og búskap,
bamauppeldi og félagsmálastörf,
en Haukur átti um langt skeið sæti
í hreppsnefnd Mosfellshrepps.
Þau Anna og Haukur eignuðust
tvö böm. Níels Unnar, f. 29. desem-
ber 1942, kvæntur Steinunni Eiías-
dóttur, en þau eiga fjögur böm, og
Mörtu, gift Hauki Högnasyni og
eiga þau þrjú böm. Ennfremur
hafði Anna undir sínum vemdar-
væng systurson sinn, Helga Sig-
urðsson, en hann dvaidist hjá þeim
Hauki á Helgafelli meira og minna
frá sjö ára aldri. Þessi böm Önnu
og Hauks hafa öll byggt hús yfír
sig og sína í túnjaðrinum á Helga-
felli.
Ég minnist fyrst Önnu Stein-
grímsdóttur á fundum Framsóknar-
flokksins eftir að ég fluttist með
fjölskyldu mína í Mosfellshrepp
1973. Hún var ákveðin í skoðunum,
mjög skemmtileg í viðræðum og
allri umfengni, enda naut hún virð-
ingar allra sinna samtíðar- og sam-
ferðamanna. Anna gerði ekki aðeins
að halda uppi merki síns flokks í
stjórnmálum, íiún hélt hátt á lofti
merki íslenskrar gestrisni á heimili
sínu þar sem mjög var gestkvæmt
alla tíð.
Þessi tápmikla kona hefur nú
lokið sínu góða hlutverki hér. Ég
leyfi mér að senda Hauki Níelssyni
og ástvinum hans og Önnu samúð-
arkveðjur.
Frá framsóknarfólki í Kjósar-
sýslu,
Gylfi Guðjónsson.
„Tíminn hefur vængina á bakinu.
Við sjáum hann fyrst þegar hann
er floginn hjá.“
Fyrstu minningarnar um Önnu
og Hauk á Helgafelli eru frá því
þegar við fjölskyldan komum í okk-
ar fínasta pússi í jólaboð til þeirra,
ég þá líklega 4-5 ára. Það var
hápunktur ársins að hitta öll frænd-
systkinin og ég tala nú ekki um
höfðinglegar móttökur, sem fólust
þá að mínu mati í sælgætisskálum
vítt og breitt um húsið. Það var
alltaf ævintýraleg tilfínning að
koma að Helgafelli. Við máttum
valsa um allt eins og við vildum og
innanhúss var alltaf alit svo fínt.
Allir voru velkomnir til Önnu og
Hauks enda gestkvæmt á þeim bæ
í gegnum tíðina.
Anna var hlý og góð kona og
stutt í kímnina hjá henni. Hún var
fordómalaus og hafði þann eigin-
leika að meta sjálfstæði einstakl-
ingsins og örva það góða í honum.
Unglingar löðuðust að henni og hún
hafði einstakt lag á þeim. Það var
gott að vera unglingur á Helgafelli
og fá að þroskast í þessu umhverfi
og þeirri hlýju sem Anna gaf.
Minning þín er ijós í lífí okkar.
Elsku Haukur, Marta, Nílli, Helgi
og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og bið góðan Guð
að vera með ykkur.
Helga Hólmsteinsdóttir.
Það er sagt að líf okkar stjómist
af tilviljunum, en oft gerast þó at-
vik sem valda því að maður efast
um að svo sé. Það em liðin rúm
30 ár síðan ég sem stráklingur var
á leið úr sveitinni norður í landi og
var ákveðið að koma við á Helga-
felli á Mosfellssveit. Móðir mín ætl-
aði aðeins að heilsa upp á hana
systur sína, Önnu á Helgafelli.
Áhugi minn á búskap varð þess
valdandi að ég fékk að dvelja
nokkra daga á Helgafelli og var
það Anna sem réð mestu um það.
Segja má að ég hafí í raun ekki
farið frá Helgafelli síðan og tel ég
þetta atvik eitt það giftusamlegasta
í mínu lífí. Á milli mín og fóstm
minnar Önnu myndaðist fljótlega
mjög traust samband, enda átti hún
auðvelt með að umgangast böm.
Eftir á að hyggja minnist ég þess
^ekki að hún hafí sagt til mín styggð-
aryrði, heldur tók hún mig undir
sinn vemdarvæng og tók upp mál-
stað minn væri á mig hallað, en
það kom oft fýrir þar sem fleiri
vom á heimilinu en ég.
Anna hafði gaman af vísum og
sögum hvers konar og miklum tíma
var eytt í að ræða um gamansama
atburði sem Anna hafði orðið vitni
að eða heyrt um. Drakk ég þetta í
mig eins og móðurmjólkina enda
em þessar sögur og vísur ofarlega
í huga mér enn þann dag í dag.
Bestu stundir okkar Önnu vom
þegar við voram að raka niðri á
túni, en þá áttum við til að taia
mikið um þessa hluti meðan við
vomm að vinna og kom þá fýrir
að ég sem stráklingur hnoðaði sam-
an einhverri vísu. Jók þetta mjög á
gleði Önnu og færðist ég þá allur
í aukana og ávallt komum við bros-
andi heim frá rakstrinum.
Ef hægt er að segja að einhver
sé persóna þá var hún Anna fóstra
mín á Helgafelli mikil persóna, enda
gleymist hún engum sem henni
hafa kynnst. Fólk laðaðist að henni
og bar fyrir henni virðingu og oft
fann ég það að fólki þótti gott að
koma í eldhúsið til Önnu. Þar hafa
líka átt sér stað litríkar samræður
gegnum tíðina, en Anna átti auð-
velt með að hlusta á fólk enda var
manni ávallt léttara þegar þaðan
var komið. Segja má að stærsta
hluta ævi sinnar hafi Anna varið í
eldhúsinu á Helgafelli. Þaðan fylgd-
ist hún með öllu sem gerðist og þó
hún hafí ekki beinlínis haft áhuga
á búskap lagði hún ýmislegt til
málanna. Þá komu í ljós ýmsir eig-
inleikar í fari Önnu s.s. framsýni
og röggsemi. Vildi hún þá að hlut-
irnir yrðu gerðir strax. Átti þetta
við um vélarkaup eða annað sem
snerti búskapinn.
í eldhúsinu á Helgafelli var alla
tíð rætt mikið um stjórnmál, enda
fylgdist Anna mikið með þeim, en
hún var eldheitur framsóknarmað-
ur. Aldrei minnist ég þess að hún
hafí efast um sína menn, en mikið
tók hún það nærri sér ef þeir töp-
uðu kosningum. Má segja að hún
hafí lagst í rúmið í nokkra daga.
Það sama gerði faðir hennar tapaði
hann kosningum, en ég tel að þau
feðginin, Steingrímur Davíðsson,
hafí haft mjög líkt skap. Sem fram-
sóknarmanni líkaði Önnu á vissan
hátt aldrei að búa í Mosfellssveit,
þessu „íhaldsbæli" eins og hún
sagði oft. Það pirraði hana stundum
að vera alltaf í minnihluta í sveita-
stjórnarmálum og undraðist hún
stundum þessi örlög sín. Hún lifði
þó þann dag að flokkurinn hennar
var stærstur a.m.k. í skoðanakönn-
unum og gladdist hún mjög við
það. Við síðustu kosningar skipaði
hún heiðurssætið á lista framsókn-
armanna í Reykjaneskjördæmi, en
það taldi hún sér bæði ljúft og skylt.
Anna taldi sig alla tíð mjög lang-
rækna og sagði það vera ættarein-
kenni, enda gleymdi hún því aldrei
væri henni gert eitthvað til miska
eða eitthvað sem henni mislíkaði.
Oft sagði hún að þetta væri vondur
eiginleiki, en við því væri víst ekk-
ert að gera.
Anna var fædd á Gunnfríðarstöð-
um í Austur-Húnavatnssýslu 18.
apríl 1919. Foreldrar hennar vom
Steingrímur Davíðsson, skólastjóri
á Blönduósi, og Helga Jónsdóttir,
sem nú lifír dóttur sína, 97 ára
gömul. Anna var alla tíð stolt af
húnverskum upprana sínum og alla
tíð hugsaði hún hlýlega til æsku-
stöðvanna. Þá bar hún ávallt hlýjan
hug til foreldra sinna, sérstaklega
föður síns, en hann mat hún öðmm
meira. Anna var elst í stóram systk-
inahópi, en þau vom alls 12. Oft
sagðist hún hafa vorkennt mömmu
sinni þegar bömin vora að fæðast,
en sem elsta stúlkan mæddi mikið
á henni. Hún sagði að þetta hafí
orðið þess valdandi að henni hefði
aldrei langað meira að eignast mörg
böm. Anna eignaðist tvö böm, Ní-
els Unnar, f. 29. desember 1942,
og Helgu Mörtu, f. 27. apríl 1951.
Þá má segja að hún hafí fóstrað
Jóhannes Guðmundsson, f. 15. apríl
1948, sem nú dvelur í Danmörku,
og undirritaðan, f. 20. júlí 1952.
Oft var því glatt á hjalla á Helga-
felli, sérstaklega á Hlégarðsámn-
um, en þá vann Anna þar í fata-
henginu en Haukur var við dymar.
Arið 1968 veikist Anna og upp-
götvaðist að hún var með krabba-
mein og gekkst hún þá undir að-
gerð. í kjölfar þess fór hún í geisla-
meðferð til Kaupmannahafnar. í
þessum veikindum komu vel í ljós
skapgerðareinkenni Önnu, en hún
lét ekki alltaf segja sér fyrir verk-
um. Henni var fyrir mistök gefið
blóð úr öðrum blóðflokki og varð
hún svo veik að litlu manaði að illa
færi. Eftir það varð Önnu ekki
haggað, ekkert blóð takk, þó að
læknar teldu að hana bráðvantaði
blóð. Skipti þá engu máli þó yfír-
læknir þessa stóra spítala eða bróð-
ir hennar, Brynleifur læknir, þá
búsettur í Svíþjóð, reyndu að sann-
færa hana um að hún þyrfti nauð-
synlega á þessu að halda. Önnu
varð ekki haggað. Upp úr þessum
veikindum reis Anna og sagði hún
að spákona hefði spáð þessu fyrir
sér. Jafnframt sagði hún að þessi
spákona hefði spáð fyrir sér ýmsu
sem flest hefði gengið eftir.
Síðustu árin var eins og Anna
hefði sætt sig við að búa í þessu
„íhaldsbæli“ og yndi tiltölulega glöð
við sitt í eldhúsinu á Helgafelli. Það
var því mikið áfall þegar hún veikt-
ist aftur í vetur, en veikindin má
að öllum líkindum rekja til þess tíma
er hún var í geislameðferðinni ytra.
Þegar hún virtist vera að ná sér
kom reiðarslagið. Ég á henni Önnu
minni mikið að þakka og hún mun
lifa í mínum huga. Mín huggun er
þó að nafna hennar, nú tveggja
mánaða, mun minna mig stöðugt á
hana. Megi fóstra mín hvíla í friði.
Helgi Sigurðsson.
Við sem heimsóttum Önnu Stein-
grímsdóttur á sjúkradeild Landspít-
alans síðdegis sunnudaginn 23. maí
sl., ræddum við hana um daginn
og véginn á léttari nótunum og
gerðum að gamni okkar. Anna virt-
ist komin á bataveg eftir langvinn
veikindi og því bjart framundan.
Talað var um endurhæfíngu á Rey-
kjalundi. En maðurinn með ljáinn
var skammt undan. Nokkrum
klukkustundum síðar var Anna dá-
in.
Foreldrar Önnu voru Steingrímur
Davíðsson, f. 17.11. 1891, skóla-
stjóri á Blönduósi, og kona hans,
Helga D. Jónsdóttir, f. 8.12. 1895.
Steingrímur var sonur Davíðs Jón-
atanssonar, f. 8.7. 1858, og Sigríð-
ar Jónsdóttur, konu hans, f. 6.9.
1855. Helga móðir Önnu var dóttir
Jóns Hróbjartssonar bónda á Gunn-
fríðarstöðum, Austur-Húnavatns-
sýslu, f. 2.7. 1853, og konu hans,
Önnu Einarsdóttur, f. 4.3. 1850.
Anna var elst 14 bama Helgu
og Steingríms, fædd á Gunnfríðar-
stöðum 18. apríl 1919. Hún varð
ung að ámm að taka til hendinni
við störf innan húss sem utan, m.a.
við gæslu systkina sinna enda efna-
hagur foreldra knappur mörg fýrstu
búskaparár þeirra. Eftir fermingu
var hún send í sveit í kaupavinnu
eitt eða tvö sumur til að létta und-
ir með heimilinu. Hún var við nám
í Kvennaskólanum á Blönduósi vet-
urinn 1937-1938, fluttist til
Reykjavíkur 1939 og vann í Ullar-
verksmiðjunni á Álafossi 1939-
1942. Á Álafossi kynntist hún syni
bóndans á Helgafelli, Hauki Níels-
syni, og gengu þau í hjónaband 24.
október 1942. Fyrstu 10 árin var
heimili þeirra á Bragagötu 25a í
Reykjavík en Haukur vann þá sem
verkstjóri hjá Hitaveitu Reykjavík-
ur. Þá fluttust þau að Helgafelii í
Mosfellssveit og hafa átt þar heima
síðan. Haukur hóf þá fljótlega
nokkur afskipta af féiagsmálum í
Mosfellssveit og stjómmálum al-
mennt. Þau hjónin höfðu svipuð
viðhorf til stjómmála. Skipaði
Haukur eitt af efstu sætum á fram-
boðslista Framsóknarflokksins til
Alþingis í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu oftar en einu sinni. Þó Anna
væri lítt gefin fyrir að láta á sér
bera tók hún sæti neðarlega á fram-
boðslista þessa sama stjómmála-
flokks nokkram ámm síðar. Hún
hafði mjög ákveðnar skoðanir á
þjóðmálum. Sama gilti um þá menn
sem við stjórnmál fást og gerðir
þeirra. Um aðra samferðamenn í
lífínu var hún ekki dómhörð og vildi
þeim vel sem hún hafði afskipti af
á annað borð.
Foreldrar eiginmanns Önnu,
Hauks, vom Níels Guðmundsson,
f. 1.7. 1887, bóndi á Helgafelli, og
kona hans, Unnur Guðmundsdóttir,
f. 12.3. 1881. Börn Önnu og Hauks
era Níels Unnar f. 29.12. 1942,
bifreiðastjóri, og Helga Marta, f.
27.4. 1951, sjúkraliði.
Á meðan Anna og Haukur
bjuggu í Reykjavík var heimili
þeirra á Bragagötunni vafið alúð
og hlýju frá þeim báðum og stóð
það m.a. stóra systkinahópnum frá
Blönduósi, sem þá sótti suður til
höfuðborgarinnar, jafnan opið og
eiga þau þeim margt gott að gjalda.
Sama varð upp á teningnum eftir
að þau fluttust upp að Helgafelli.
Þar var löngum gestkvæmt á heim-
ili þeirra hjóna, viðmót frjálslegt
og hlýlegt. Þangað sóttu margir,
ekki síst unglingar, skyldir þeim
hjónum og óskyldir, og vildu helst
hvergi annars staðar vera enda tek-
ið opnum örmum. Dvöldust sumir
þeirra þar langdvölum. Heimilis-
bragurinn laðaði þau að. Nú er
Anna á Helgafelli, húsfreyjan í
stóra húsinu sem gnæfír yfir Mos-
fellsbæ, fallin frá.
Svo stórt og sárt er höggvið hússins skarð.
Þótt húsíð virðist enn með sama blæinn
er allt svo breytt að ganga þar um garð.
(Höf. G.I.K.)
Hauki Níelssyni, Helgu Mörtu,
Níels Unnari, niðjum og vensla-
mönnum vil ég færa samúðarkveðj-
ur.
Hólmsteinn Steingrímsson.
Húsfreyjan á Helgafelli, Anna
Steingrímsdóttir, lést í sjúkrahúsi í
Reykjavík 23. maí sl. eftir nokkurra