Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 58
58________ HM-keppnin*^^ 1. RIÐILL Aberdeen, Skotlandi: Skotland - Eistland..................................... Brian McClair (18.), Pat Nevin 2 (27., 72. - vítasp.) - Sergei Bragin (57.). 14.307. Staðan: Sviss..........................7 5 2 0 18 : 4 12 ítalta..........................7 4 2 1 15 : 6 10 Skotland....................7 3 2 2 10 : 9 8 Portúgal....................5 2 2 1 8:4 6 Malta.........................8 116 3 :17 3 Eistland.....................6 0 15 1 :15 1 2. RIÐILL Ósló, Noregi: Noregur - England................................2:0 Oeyvind Leon Hardsen (42.), Lars Bohinen (48.). 22.500. Staðan: Noregur.......................6 5 1 0 20: 3 11 England.......................7 3 3 1 16: 6 9 Holland........................6 3 2 1 17: 8 8 Pðlland........................5 3 2 0 8: 3 8 Tyrkland.-.....................8 1 1 6 7:17 3 SanMarínó..................8 0 1 7 1:32 1 Næsti leikur: Holland - Noregur 9. júni. 3. RIÐILL Kaupmannahöfn, Danmórku: Danmiírk - Albania................................4:0 John Jensen (11.), Frank Pingel 2 (20., 40.), Peter Möller (28.). 39.503. Riga, Eistlandi: Eistland - N-írland........,.......................1:2 Einars Linards (55.) - Jim Magilton (4.), Gerry Taggart (15.). 2.000. Vilnius, Litháen: Litháen - Spánn.....................................0:2 - Julen Guerrero 2 (73., 77.). 7.000. Staðan: Spánn........................ 9 5 3 1 18: 2 13 Danmörk................... 8 4 4 0 9: 1 12 írland......................... 7 4 3 0 12: 2 11 N-trland.................... 9 4 2 3 11:11 10 Litháen...................... 9 2 3 4 8:14 7 Lettland.....................10 0 5 5 4:17 5 Albanía......................10 1 2 7 5:20 4 4. RIÐILL Kosice, Slóvaklu: Tékkó/Slóvakía - Rúmenía...................5:2 Brabec (13.), Latal (37.), Dubovsky 3 (58., 84., 90.) - Hagi 2 (28., 53.). 15.000. Staðan: Belgia..........................8 7 0 1 15: 3 14 Rúmenía......................7 4 1 2 21:10 9 Tékkó/Slóvakía...........6 2 3 1 13: 7 7 Wales...........................6 3 1 2 11: 8 7 Kýpur..........................8 2 1 5 8:13 5 Færeyjar......................7 0 0 7 1:28 0 6. RIÐILL Stokkhðlmur, SvSþjóð: Svíþjóð - ísrael.......................................5:0 Thomas Brolin 3 (17., 41., 65.), Par Zetter- berg (55.), Stefan Landberg (89.). 22.000. Staðan: Svíþjóð.........................6 5 0 1 13: 3 10 Frakkland....................6 5 0 1 11: 4 10 Búlgaría......................7 4 1 2 12: 7 9 Austurriki....................6 2 0 4 9:10 4 Finnland......................5 10 4 4: 9 2 Israel...........................6 0 1 5 5:21 1 Bikarkeppni KSÍ, 1. umferð: Höttur - Þróttur N.................................4:0 Haraldur Klausen 2, Gunnar Leifsson, Heimir Hallgrímsson. ¦Höttur mætir Einherja á Vopnafirði f 2. umferð næsta miðvikudag. 2. deild kvenna Haukar - Reynir S.................................3:2 Bergþóra Laxdal, Selma Sigurðardóttir, Lóa B. Gestsdóttir - Heiða Haraldsdóttir, Linda Helgadóttír. Höttur - KBS..........................................5:0 Helga Hreinsdóttir 2, Hugrún Hjálmars- dóttir, Olga Einarsdóttir, Einarína Einars- dóttir. Æfingaleikur Kðpavogsvöllur: fsland - Svíþjóð U 20..............................1:2 Bryndís Valsdóttir (41.) - Janet Törnquist (35.), Rebecca Ingemarson (40.). Ahorfendun Um 50. MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTiR FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1993 Staöan Staðan er þessí í 5. riðlí: Rússland..........6 4 2 0 12: 2 10 Grikkland.........6 4 2 0 6: 1 10 ísland...............6 12 3 4: 6 4 Ungverjaland....5 113 4: 6 3 Luxemborg.......5 0 1 4 1:12 1 KNATTSPYRNA Náði að setja skósól- ann í hann - sagði Eyjólfur Sverrisson um mark sitt Ejólfur Sverrisson var einn besti leikmaður íslands í gær og gerði markið. „Sendingin frá Arnari [Gunnlaussyni] var mjög góð. Ég tók gabbhreyfingu í fjærhornið en fór í nærhornið og boltinn kom alveg á réttum tíma og ég náði að setja skó- sólann í hann og í netið," sagði Eyj- ólfur um markið. „Það var ailt önnur barátta í liðinu núna en í Lúxemborg. Við vorum vakandi frá upphafi og lékum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Rússarnir eru mjög góðir og það var erfitt að halda þetta út á fullu. Við bökkuðum full mikið eftir markið, en getum verið sáttir við annað stigið. Það er ekki gefíð að ná öðru stiginu gegn Rússum." Gott að ná öðru stiglnu „Ég er mjög sáttur við jafnteflið og það er gott að ná öðru stiginu gegn Rússum. Það var mikil barátta í liðinu og allir lögðu sig 110 prósent fram," sagði Birkir Kristinsson, markvörður. „Við hefðum getað unn- ið með smá heppni og hefðum líka auðveldlega getað tapað. Liðið datt niður á hælana eftir að við náðum forystu, en Rússar náðu þó ekki að skapa sér mörg færi. Ég átti ekki mikla möguleika er Kirjakov skor- aði. Hann koma á ferðinni og ég kom út á móti og reyndi að loka nærhorn- inu en hann setti boltann í fjærhorn- ið," sagði Birkir. Ánægdur með stig- iö, en ekki leikinn sagði Pavel Sadyrine, þjálfari Rússlands Pavel Sadyrine, þjálfari Rúss- lands, var ánægður með stigið, sem tryggði liðinu sæti í úrslita- keppni HM í Bandarikjunum að ári, en að sama skapi var hann ósáttur með frammistöðu sinna manna. „Við þurftum eitt stig til að tryggja farseðilinn til Bandaríkjanna og aðalatriðið var að ná i hann, en ég er ekki ánægður með hvernig við fórum að því. Við lékum ekki eins og um var rætt og liðið getur betur. Strákarnir sköpuðu sér mörg mark- tækifæri en nýttu þau ekki eins og efni stóðu til," sagði hann við Morg- unblaðið. íslendingar sóttu meira lengst af í fyrri hálfleik og uppskáru eins og til var sáð. Varstu rólegur í stöðunni 1:0 fyrir ísiand? „Knattspyrnumenn og þjálfarar með ábyrgð eru alltaf hræddir og búast við hinu versta, en ég taldi ekki raunhæfa möguleika á tapi, þó knattspyrnan sé þannig leikur að ávallt megi búast við öllu og aidrei sé hægt að segja fyrirfram um hvað gerist." Um íslenska liðið sagði þjálfarinn: „Það kom mér ekki á óvart. Leik- mennirnir sýndu mikið hugrekki og börðust. Allir stóðu fyrir sínu, en númer 11 [Eyjólfur Sverrisson] var lang bestur." KNATTSPYRNA / KONUR Tap gegn Svíum í Kópavogi KVENNALANDSLIÐI Svía undir 20 ára tókst naumlega að bera sigurorð af A-liði íslands, 1:2, á Kópavogsvelli ígærkvöldi. Eftir frábæran fyrri hálfleik dróg af íslendingum og öll mörkin komu undir leikslok. Svíarnir voru fljótari og reyndu skyndisóknir en barátta íslend- inga var mjög góð og oft brá fyrir góðum samleik sem gaf góð færi. Eftir hlé dróg af íslensku stúlkunum og Logi Ólafsson þjálfari skipti nokkrum varamönnum inná svo gestirnir komust meira inní leik- Stefán Stefánsson skrifar inn. Á 35. mínútu skoraði Janet Törnquist með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu og Rebecca Ingem- arson notaði sömu aðferð fimm mín- útum síðar þegar Svíar komust í 0:2. Bryndís Valsdóttir minnkaði muninn mínútu síðar. „Þær reyndu það sem við höfum æft og það er jákvætt. Við sofnuðum í fímm mínútur í seinni hálfleik og það má ekki gegn svona góðu liði. Það er staðreynd að fslenskar knatt- spyrnukonur verða að komast í betra ljkamlegt form ef þær vilja ná lengra. Ég er ekki að kasta rýrð á þjálfar- ana en svona er þetta bara," sagði Logi þjálfari en þetta var fyrsti leik- ur iandsiiðsins undir hans stjórn. BADMINTON / HM I BIRMINGHAM Broddí og Árni hársbreidd frá sigri Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson voru aðeins hársbreidd frá sigri á fimmta besta pari heims á heimsmeistaramótinu í badminton í Birmingham í gær- kvöldi. Leikurinn gegn Teerwiwat- ana og Thongsari frá Tælandi var gríðarlega spennandi, en nokkur mistök á þýðingarmiklum augna- blikum kostuðu Islendinga sigurinn. Broddi og Árni komust í 9:1 í fyrstu lotu og 10:5 en síðan kom slæmur kafli og Tælendingarnir unnu lotuna 12:15. Seinni lotan þróaðist svipað, íslendingarnir komust í 5:0 og 7:4 en síðan snér- ist leikurinn við og tapaðist 10:15. Birna Petersen og Guðrún Júlíus- dóttir léku tvíliðaleik kvenna í 3. umferð í gær gegn Irinu og Sabine frá Austurríki og töpuðu 3:15 og 4:15. Þar með er keppni íslendinga á mótinu lokið. Morffunblaöið/Bjarni Eiríksson Izudln Daðl Dervlc lék sinn fyrsta landsleik í gær. Hér horfir hann angistar- augum á Sergueí Kirjakov, sem er búinn að stínga sér í gegnum vörnina og er í þann mund að „hleypa af' og skora eina mark Rússa. Snöggtum betra ensídast - sagði Guðni Bergsson fyrirliði íslenska liðsins Þetta var snöggt um betra held- ur en í síðasta leik og ég held að menn geti verið ánægðir með leikinn og úrslitin," sagði Guðni Bergsson fyrirliði íslenska lands- liðsins. „Við ætluðum okkur að byrja af krafti, þeir voru óöruggir með sig og við fengum góðar opnan- ir og spiluðum vel á miðjunni. Þeir efldust við fyrsta markið og í síðari hálfleik voru þeir meira með bolt- ann. Ég held að við verðum að vera glaðir með jafntefli á móti Rússum, miðað við tækifæri og styrkleika voru úrslitin meira en ásættanleg," sagði Guðni. Pressuna vantaðl er á lelð „Fyrri hálfleikurinn var góður hjá okkur. Við náðum upp góðri pressu í byrjun en það vantaði er á leið. Rússar eru með mjög sterkt lið og miðað við slakt gengi í síð- asta leik erú þessi úrslit ánægjuleg. Þetta gefur góð fyrirheit um næsta leik" sagði Arnar Gunnlaugsson eftir leikinn. Úrslitin hleypa skapl í hóplnn „Menn geta verið sáttir við úrslit- in miðað við tækifærin sem þeir fengu í síðari hálfleik. Við ætluðum okkur að pressa stíft og það gekk vel í fyrri hálfleik en það var mikil keyrsla á okkur strax í byrjun og það var erfitt að halda henni," sagði Arnór Guðjohnsen. „Þessi úrslit peppa strákana upp, mér skilst að gagnrýnin hafi verið mikil á liðið eftir leikinn gegn Lúxemborg, og þessi úrslit rétta við móralinn og hleypa skapi í hópinn," sagði Arnór. Gaman en Jaf nframt erf itt „Það er alltaf gaman en jafn- framt erfitt að spila fyrsta leikinn," sagði Izudin Daði Dervic eftir leik- inn, sem var hans fyrsti en eflaust ekki sá síðasti fyrir íslands hönd. „Við verðum að vera ánægðir með jafntefli á móti Rússum, sem eru með eitt sterkasta lið í Bvrópu. Þetta eru allt saman atvinnumenn sem leika á ítalíu, í Þýskalandi og víðar og það var mjög erfitt að spila gegn þeim," sagði Daði. Að- spurður sagðist hann lítið geta dæmt um eigin frammistöðu, það væri annarra að segja til um það. „Hjá Rússum fannst mér Kirjakov bestur, lítill en fljótur og ótrúlega snöggur að snúa sér við," sagði Dervic. FOLK ¦ EYJÓLFUR Sverrisson fór útaf meiddur er 7 mínútur voru eftir. Hann fékk spark í lærvöðva rétt fyrir ofan hné. „Ég fékk slæmt spark og það blæddi inná vöðvan og því bað ég um skiptingu," sagði Eyjólfur. ¦ ARNAR Gunnlaugsson, sem iagði upp markið, var herbergisfé- lagi Eyjólfs fyrir leikinn. Þeir hafa því náð að stilla sig saman á Holiday Inn hótelinu miðað við samvinnu þeirra í markinu. „Við vorum búnir að ákveða að gera þetta einmitt svona," sagði Arnar eftir leikinn og glotti. Þetta var þriðja landsliðsmark Eyjólfs. ¦ ÓLAFUR Þórðarson þurfti að skipta um skó er hálftími var eftir af leiknum. Krafturinn var það mikill í Ólafi að hann var búinn að spæna takkana undan skónum. ¦ ARNÖR Guðjohnsen var með flensuog settur á pensilín fyrir leik- inn. „Ég var drulluslappur og hálf- partinn á hælunum," sagði Arnór, sem var augsýnilega mjög slappur eftir leikinn. Hann var elsti leikmað- urinn á vellinum, 32 ára. ¦ BIRKIR Kristinsson, mark- vörður, hefur staðið í marki íslands í síðustu 14 leikjum, eða frá því Ásgeir Elíasson tók við liðinu í september 1991. ¦ ÍSLAND fór uppfyrir Ung- verjaland í 5. riðli undankeppninn- ar með jafnteflinu við Rússa í gær. ísland hefur 4 stig og er í þriðja sæti, en Ungverjar eru með 3 stig. Grikkir höfðu þegar tryggt sér þátttökurétt á HM í Bandarikjun- um og í gær færðum við Rússum farseðilinn á HM. -!i;niA • • ifuncjía i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.