Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 mmmn ... sáttaumleitan TM Reg. U.S Pat Off. — all rights reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate Þetta minnir mig á að bróðir þinn kemur í kvöldmat á morgun. HÖGNI HRI.KKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylgavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Er kreppa á Islandi? Frá Karli Ormssyni: VIÐ SEM höfum atvinnu verðum, og sýnum það í verki, að vera ekki sífellt með ósanngjarnar kröfur á þjóðfélagið, það bætir engra hag. Hugsum til nágranna okkar sem við viljum helst bera okkur saman við, þar gerir fólk nánast allt til að halda atvinnu, hvað þá að nokkrum detti í hug að hvetja til vita gagnslausra verkfalla. Þær þjóðir eru að berjast við hærri vexti, meiri verðbólgu, langtum meira atvinnuleysi, atvinnuleysi hér er núna 4-5%, í Danmörku og Svíþjóð er það 9-10%, í Þýzka- landi og Bretlandi 10-15%, í Finn- landi 20-30% og hjá frændum okkar í Færeyjum stefnir í 40-50% atvinnuleysi. Meðan við krefjumst hærri launa og boðum verkföll eru Finnar að semja um kauplækkun og skattalækkun. Skattahlutfall íslendinga er þó þrátt fyrir allt lægst af þessum löndum og með því lægsta í Evr- ópu, og þykir þó flestum nóg um, sem betur fer er þjóðin það vel upplýst að þorri hennar veit þetta allt, en okkur hættir við að þráast við að gefa nokkuð eftir af því sem við höfum einu sinni hreppt, jafn- vel þó það sé gervihagsæld. Þetta er svipað og í þeirri gömlu revíu; allir vita þetta en enginn sér það. Ég geri mér alveg ljóst að ekki geta allir lagt eins mikið af mörk- um til að bæta okkar þjóðarhag, enda ekki ætlast til þess af stjórn- völdum. En í heildina höfum við íslendingar það gott og það minnsta sem við getum, sem at- vinnu höfum, er að kreljast ekki meira meðan þjóðin réttir úr kútn- um. Það hefur víst oft verið vitnað í orð Abrahams Lincolns Banda- ríkjaforseta: Spyrðu ekki hvað þjóð þín getur gert fyrir þig, spyrðu heldur hvað þú getur gert fyrir þjóð þína. Þessi sömu orð endurtók Kennedy forseti í innsetning- arræðu sinni 1960. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er staðráðin í því að halda áfram á sömu braut sem hún er á og koma þjóðinni upp úr skuldafeni erlendra lána og því sjóðasukki sem óprúttnir stjómmálamenn hafa safnað í ára- tugi af algjöru þekkingarleysi. Það er satt hjá forsætisráðherra, að fáar stéttir hafa tekið meira á sig til að rétta hag þjóðarinnar en bændur. Það verður að skapa þeirri stétt þau skilyrði að geta keppt við þjóðir EES þegar og ef við göngum í hið evrópska efnahags- samband. Bændur hafa verið tæld- ir út í hveija tilraunabúgreinina af annarri síðustu árin með væg- ast sagt stundum hrikalegum af- leiðingum. Fyrrverandi forsætis- ráðherra stakk upp á því (í alvöru) að bændur ræktuðu ánamaðka, sem aukabúgrein, þvílíkur stór- hugur, með allri virðingu fyrir þeirri nytjaskepnu, ánamaðkinum. Nú segir fyrrverandi forsætisráð- herra að möguleikar okkar séu ótakmarkaðir, því notaði hann ekki tækifærið þá tvo áratugi sem hann átti aðild að ríkisstjórn, eða fór sjálfur með völdin? Ef okkur bæri gæfu til að leggjast öll á eitt að ráðast að rótum vandans í eitt skipti fyrir öll og tryggja þar með varanlega efnahagslegt sjálfstæði okkar væri það eitt af stærstu gæfusporum sem við gætum stigið. KARL ORMSSON, Huldulandi 5, Reykjavík. Nokkur orð um guðleysi Frá Konráð Friðfinnssyni: GUÐ skapaði heiminn og allt sem í honum er. Og enn í dag á Guð heiminn þó að heimurinn hafi kos- ið að snúa baki sínu í Guð og val- ið þá afleitu leið að ganga á hinum breiða vegi blekkingarinnar undir handleiðslu þess er ræður yfir heiminum. Þ.e. Satan. En þetta kemur glöggt fram þá er Satan freistaði Jesús: „Þá fór hann með hann upp og sýndi honum á auga- bragði öll ríki veraldar. Og djöfull- inn sagði við hann: Þér mun ég gefa allt þetta veldi og dýrð þess, því mér er það í hendur fengið, og get gefið það hverjum er ég vil. Ef þú fellur fram og tilbiður mig, skal það allt verða þitt.“ (Lúk: 4,5-7.) En Jesús lét ekki freistast þrátt fyrir girnilegt boð. Hann benti okkur hins vegar á aðra ágætari leið. Guði sé lof. Sú hugmyndafræði er byggir einvörðungu á mannasetningum fær ekki staðist tímans tönn. Slíkt Víkveqi Skrifari lagði land undir fót í síð- asta mánuði og kom þá meðal annars við á flugvöllum í Kaup- mannahöfn, Vínarborg og London. Það sem vakti sérstaka athygli hans og samferðarmanna í þessu ferða- lagi var hversu mjög flugfélög hafa aukið eigið- Ttirlit. Þannig var fjór- um sinnum spurt um vegabréf á flugvöllunum; fyrst þegar óskað var eftir ákveðnum sætisnúmerum fyrir hópinn nokkrum tímum fyrir brott- för, aftur þegar farangur var af- greiddur inn í kerfið og brottfarar- spjald afhent og loks þegar farið var um borð í vélina. Að sjálfsögðu var einnig óskað eftir vegabréfi þegar hópurinn fór í gegnum hið hefðbundna vegabréfa- og vopna- eftirlit. Fróðir menn sögðu Víkveija að þetta væri vegna þess að stöðugt er útilokað. Og afleiðingar þess að meirihluti mannkyns hafnar Drottni vorum sem frelsara birtist fólkinu með ýmsu móti. T.d. sem stríðsátök, hungursneyð, deilur, öfund, sálrænir og andlegir erfið- leikar hjá fólki, og svo framvegis. Tökum sem dæmi kommúnism- ann og hugmyndafræðina er hann stóð á. En hún bannaði mönnum hreint og beint að tilbiðja Guð. Kommarnir hugðust nefnilega og alfarið reisa fyrirmyndarríki sitt án nokkurs atbeina Almættisins. Hveijar eru síðan staðreyndir málsins? Einfaldlega þær að draumurinn entist þeim í 70 ár. Og er þeir vöknuðu, hvað blasti þá við þeim? Sviðin og nakin jörð er brauðfæðir vart fólkið. Saman- ber Rússland nútímans. Og enn leika menn blekkingarleiki en í formi kapitalisma og fjármagns- veldis. Sá „ismi“ ásamt og öðrum „ismum" mun samt líða undir lok. En í þessa veru er mannkynsagan öll sömul skráð. Sem sagt, til skipt- is velmegun og hrun hjá ríkjum skrifar ykist sókn fólks frá t.d. Afríku og Austur-Evrópu til Vesturlanda án þess að hafa fengið nauðsynleg leyfi til dvalar í viðkomandi landi. Flug- félög hafa þurft að bera mikinn kostnað þar sem þau eru á vissan hátt gerð ábyrg fyrir því fólki sem ferðast með þeim og hafa þurft að skila ferðalöngum með ófullnægj- andi pappíra sömu leið til baka með tilheyrandi amstri og óþægindum. Flugleiðir hafa eins og önnur flugfé- lög lent í erfiðleikum vegna slíks fólks. x x x Flugleiðir hafa nýlega gert sam- starfssamning við SAS-flug- félagið um þjónustu við farþega félagsins á Heathrow og er innritun og þjónusta fyrir Flugleiðir nú í nýrri og glæsilegri álmu flughafn- og heimsálfum. Er heimsbyggðin fékk pata af að Serbar væru að stráfella músl- ima í Bosníu-Herzegóvínu spurðu menn hver annan þessara spurn- inga: „Hvar er Guð núna? Hví læt- ur hann þvílíkt og annað eins ger- ast? Hefur hann gleymt þessu fólki?“ En því er til að svara að Guð hefur engum gleymt. Þvert á móti að þá hafa mennirnir gleymt Guði og þess vegna kallað yfir sig þessar hörmungar. Fólk getur þar af leiðandi aldrei kennt Drottni um stríðs- eða hörmungarástands er skapast, heldur Guðleysinu í heim- inum. Það, og það, eitt er sökudólg- urinn gegnum alla historíuna. Þannig má í raun sjá að allt ber að sama brunni í þessum efnum. Ástæðurnar hafa þegar verið tí- undaðar. Að halda öðru fram er því miður blekking. KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Þórhólsgötu la Neskaupstað. arinnar. Víkveiji hafði reiknað með að vistaskiptunum fylgdi bætt þjón- usta en sú var ekki raunin sunnu- dagskvöldið 23. maí. Fólk mátti gera sér að góðu að bíða í allt að tvær klukkustundir í biðröð áður en það fékk afgreiðslu og voru sum- ir að vonum orðnir þreyttir og leið- ir á þessari bið. Starfsfólk SAS gerði hvað það gat og reyndi að sækja þá í röðina, sem ella kynnu að hafa misst af flugvél sinni, en annaði engan veginn umferðinni. Nú er SAS ekki þekkt fyrir slaka þjónustu - þvert á móti - og von- andi var þetta kvöld undantekning- in frá reglunni og fjöldi farþega langt umfram það sem venjan er. Fyrir fólkið sem eyddi tíma sínum í biðröðinni var þetta þó einu skipti of oft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.